Tíminn - 08.11.1962, Side 9

Tíminn - 08.11.1962, Side 9
íslehzkar skáíd- sögur í 3. útgáfu — hafa komið út eftir átta höfunda „Um daginn áttu tvær ungpíur leið um Laugaveg- inn. Staðnæmdust þær við bókaverzlun eina, þar sem líta mátti í sýningarglugga bók Indriða „79 af stöð- inni" ásamt Ijósmyndum úr samnefndri kvikmynd. Þá varð annarri þeirra að orði: — Guð, er búið að skrifa bók um hana líka?" (Þjóðviljinn 31. okt.). Eins og kunnugt er af frétt- um, er hér um að ræða 3. út- gáfu skáldsögunnar. Og þessi skrýtla varð til þess, að mér datt í hug, að gaman væri að athuga, hve margar íslenzkar skáldsögur hefðu verið gefnar út þrisvar eða oftar. Það kom á daginn, að sögurnar eru all- margar, en höfundar fáir. Sú saga, sem oftast hefur komið út á íslandi, er Piltur og stúlka, sem kom út í sjö útgáfum á 100 árum. Af núlifandi höfund um eru þeir Gunnar Gunnars- son og Halldór K. Laxness þeir, sem flestar bækur hafa þrisvar eða oftar verið gefnar út eftir. En af yngri sagnahöfundunum eru það aðeins tveir og báðir úr blaðamannastétt, Loftur Guð mundsson og Indriði G. Þor- steinsson. Jón Thoroddsen Sögur hans báðar eiga út- gáfumet á íslandi. Piltur og stúlka kom fyrst út 1850 (prent uð í Kaupmannahöfn), 2. í Reykjavík 1867; 3. á ísafirði 1895; 4., 5., 6. og 7. í Reykja- vík, sú 7. árið 1951. Maður og kona kom út fyrst 1876 (prent uð í Khöfn), 2. útgáfa á Bessa- stöðum 1905, en 3., 4. og 5. útg. í Reykjavík. Úr báðum þessum sögum samdi sonarsonur skálds ins, Emil Thoroddsen, leikrit, sem bæði háfa verið leikin í Reykjavík. Leikritið Mann og konu samdi Emil í samvinnu Jón Mýrdal Halldór Kiljan Laxness við Indriða Waage, en leikritið Pilt og stúlku samdi Emil einn. Jón Mýrdal Skáldsaga hans, Mannamun- ur var um langt skeið með vin- sælustu skáldsögum íslenzkum. Hún kom fyrst út á Akureyri 1872; 2. útgáfa 1912 og 3. 1950, báðar í Reykjavík. Jón Trausti Flestar sögur Jóns Trausta voru keyptar og lesnar upp til agna snemma á árum, en ótrú- lega fáar prentaðar að nýju ein- ar sér og engin kom út í þriðju sérútgáfu. Halla kom fyrst út 1906. í annað sinn kom hún út sem fyrsti hluti Heiðarbýlis- ins 1908. Þá kom hún að sjálf- sögðu í Ritsafninu 1938, sem var endurprentað 1946 og máske oftar. Borgir (Gaman- saga úr Grundarfirði) birtist fyrst í Nýjum Kvöldvökum og þá sérprentuð á Akureyri 1909, 2. útgáfa í Reykjavík 1911, loks í Ritsafninu. Er skemmst af að segja, að þegar með eru taldar endurprentanir á bindum inni í heildarútgáfu rita hans, er hófst 1939, hafa nálega allar sögur hans komið út þrisvar og sumar oftar. Engir höfundar ís lenzkir hafa selzt eins mikið í heildarútgáfum og Jón Trausti og Davíð Stefánsson frá Fagra- skógi. Gunnar Gunnarsson Af skáldsögum hans hafa a. m.k. fimm komið út á íslenzku þrisvar eða oftar, þegar með eru taldar heildarútgáfur rita hans, Saga Borgarættarinnar, Aðventa, Kirkjan á fjallinu, Ströndin og Svartfugl. Flestar skáldsögur hans komu fyrst út á dönsku, en ein þeirra, Borg- arættin, hefur komið út oftar en nokkur íslenzk skáldsaga á erlendu máli. Borgslægtens Historie kom út í 16. útgáfu 1958 og Salige er de enfoldige í 13. útgáfu 1932. Halldór K. Laxness Vefarinn mikli frá Kasmír kom fyrst út í tvenns konar út- gáfu, fyrir áskrifendur og önn- ur fyrir frjálsan markað. Það var 1927. Þá var hún næst prentuð 1948 og enn 1961. — Salka Valka kom út í fyrstu út- gáfu 1931—32 (í tveim bindum; Þú vínviður hreini og Fuglinn í fjörunni), 2. útg. 1951 og 3. 1959. Sjálfstætt fólk kom fyrst út í 2 bindum 1934—35; 2. útg. 1952 og 3. útg. 1961. (En sú bók Laxness, sem oftast hefur verið prentuð hérlendis er rit- gerðarsafnið Alþýðubókin, 5 út gáfur alls frá 1929—1956. Og Kvæðakver hans hefur komið út þrisvar, 1930, 1949 og 1956. Annars snertir þessi upptalning ekki kvæðabœkur, þær hafa allmargar komið út þrem eða útgáfum. Davíð Stefánsson Hann hefur samið aðeins eina skáldsögu, Sólon Islandus, og hún hefur verið prentuð þrisv- ar. Fyrstu tvær útgáfurnar á Akureyri 1940 og 1941, og 3. útg. í Reykjavík 1957. Loftur Guðmundsson Skáldsagan hans, Jónsmessunæt urmartröð á Fjallinu helga.kom út á Akureyri þrisvar með stuttu millibili, 1. útg. í nóv. 1957, 2. í des. sama ár og 3. útg. í marz 1958. Indriði G. Þorsteinsson Þá er röðin komin að „79 af stöðinni“, fyrstu skáldsögu höf- undar, sem útgefendur keppt- ust um að fá og Iðunnarútgáfan hefur nú gefið út þrisvar. — Fyrst var hún prentuð 1955 og aftur sama ár í „vasabókar- broti“. Og nú á dögunum kom út 3. prentun hennar með fjöl Framhald á 13 síðu Davíð Stefánsson f í M I N N, fimmtudagur 8. nóvember 1962. UTHUTNINC HROSSA... Miðvikudaginn 31. okt. s.l. birti dagblaðið „Tíminn“ athyglisverða grein, undir fyrirsögninni: „Sex hross hafa drepizt í millilanda- flutningum" I undirfyrirsögn segir enn fremur: „Skýrslur skýra á átakan- legan hátt frá vanlíðan hrossa á skipum og baráttu skipverja til að halda í þeim lífinu“. Það hefur lengi verið á margra vitorði, að ófyrúrleitnir hrossa- prangarar, hafa í áfergi sinni einskis svifizt i útflutningi ís- lenzkra hesta undanfarin ár. Þeir hafa ekki vílað fyrir sér að gera sem minnst úr mannúðarhlið þessa máls. Líðan hrossanna í þessum millilandaflutningum, hef ur verið þeim algert aukaatriði. Barátta Dýraverndunarfélags ts- lands og lagasetning Alþingis hef- ur verið beim þyrnir í augum. Hagnaðarsjónarmiðin ein hafa ráð ið hugsun þeirra og gerðum. Þeir hafa með framferði sínu sýnt, að enn eru á meðal vor nátttröll fyrri tíma harðýðgi og miskunnarleysis Áróður þeirra og ásókn gegn lög- vernduðum rétti hrossanna og sjálfsögðum mannúð'arreglum. sýn ir glöggt. að illa fara sáman fé- græðgi og mannúð. I siðuðu þjóðfélagi mun það' vera regla. að slíkir menn eru ekki látnir marka stefnuna. Þess vegna eru sett lög og reglur að beztu manna yfirsýn, til aðhalds og til viðvörunar beim mönnum, sem illa gengur að semja sig að háttum sæmilega hugsandi þjóðfélags- horgara. Alþingi. okkar íslendinga á líka heiður skilið fyrir að hafa sett réttlát lög um þetta efni, þ. e. um útfiutning hrossa og almenna dýraverndun. En hvað gagna lög, éf ekki er eftir þeim farið'? Fram- kvæmd þessara laga hefur verið með endemum. Atvinnumálaráðu- neytið. sem á að hafa yfirumsjón með útflutningnum hefur misskil- ið anda og' efni téðra laga og traðkað á þeim eins og ómerku pappírsgagni, eða að öðrum kosti látið óvandaða spekulanta villa um fyrir sér með fagurgala og fals vottorðum. Órækasta sönnunin um þetta er sú stórfurðulega frétt, sem „Tím- inn“ birt-; í áðurnefndri grein, að ! Þjóðverja nokkrum hafi verið i veitt undanþága fyrir útflutningi á átta fylfullum stóðhryssum, nú um mánaðamótin október — nóvemr ber, á þeim forsendum, að hér sé um eldishryssur að ræða!! Þetta gefur tilefni til að bera fram eftirfarandi spurningar: 1. Lögðu útflytjendur fram sann- anir fyrir því, að hér væri um að ræða eldishryssur frá síðasta vetri eða vetrum? 2. Var trygg'r.g sett af hálfu út- flytjanda tyrir því, að hryssurn- ar yrðu fluttar út með viður- kenndu gripaflutningaskipi? S. Lágu fyrir meðmæli Búnaðarfé- lags tslands og yfirdýralæknis um að ,sérstakar ástæður“ mæltu með útflutningi nefndra hryssna? í lögum um útflutning 'hrossa segir svo: ..Útflutningur á fyrstu verð- launa kynbóta hestum og öðrum hestum óvönuðum svo og kynbóta- hryssum. ?r óheimil, nema til komj leyfi atvinnumálaráðherra hverju sinni og að fengnum með- mælum Búnaðarfélags íslands og yfirdýralæknis, enda mæli sér- stakar ástæður með' slíkum út- flutningi." Það verður að teljast stór víta vert, ef Búnaðarfélag íslands mæl- ir fyrir hönd hrossaræktarbænda með útflutningi óvanaðra hesta og fylfullra hryssna. Slíkt stundar- gróð'a sjónarmið væri með öllu óverjandi. Lagagreimn verður að skiljasi; svo, að atvinnumálaráðherra hafi ekki heimild að veita slíkar und- anþágur nema tilskilin með- mæli fylgi Undanþágur þessar geta ekki verið veittar með framtíðar sölu- möguleika í buga. Þær stuðla bein línis að algerri eyðilegging er- lendra markaða. Þetta er augljóst hverjum mannl og hér hljóta ann- arleg sjónarmið að ráða. Blekking- ar, þó fram -’éu bornar af svoköll- uðum sérfræðingum á þessu sviði, eru af hinu illa og skyldi þeim fngiiy; trúa. Hvers vegr.a vill nefndur Þjóð- verji flytja frá íslandi 8 fylfullar hryssur? Er það einskærum áhuga hans á framtíðarsölumöguleik- um íslendinga sjálfra að þakka? Eða er það atvinnumálaráðuneyt- ið eitt, sem ekki skilur hvað hér er að gerast? Eða hafa falsspá- menn villt hér um? Engu máli skiptir, þó hér sé ekki um afj ræð'a fyrstu eða annarra verðlauna hryssur. T fyrsta lagi geta folöldin sem undan þeim ‘ koma verið afkvæmi úrvals kyn- bótahesta og þó svo væri ekki. hefur reýnslan sýnt. að afburða gripir koma oft undan foreldrum, sem ekki hafa fundið náð fyrir augum sérfræð'inganna og fjöldi stóðhryssna er til hér á landi, sem aídrei hafa verið leiddar á kyn- bótasýningar og því algerlega far- ið fram hjá hinu sérfræðilega mati. Ekki er líklegt. að hinn þýzki mað- ur hafi valið það versta til fram tíðarkynbóta ! heimalandi sínu. Útflutningur sem þessi, er ekki íslenzkum hrnssaræktarmönnum í hag. er til lengdar lætur. Hann er skemmdarverkastarfsemi af versta tagi. En hvað sem þessu líður, er það lágmarkskrafa sem gera verður til þess opinbera. að það sjái um að framfylgt sé gildandi lögum um dýravernd og útflutning lif- andi dýr* og að ekki sé lengur lát in líðast sú fúlmennska, að út- fiutningshross hljóti limlesting- ar og dauða í meðförum landa milli. Ritstjóri „Tímans" Þ.Þ., skrif- aði ágæta grein i blað sitt s. 1. sumar frá ferðalagi sínu yfir hafig og gat þar um líðan hrossa, er þá voru um borð í skipinu. Róm- oði hann mjög umönnun þá, er skipverjar sýndu hestunum, við erfiðar að'stæður, en minna mót- tökur þær, er þeir fengu er þeir komu í erlenda höfn. Lét hann svo um mæit,. að ekki væri víst að eigendur hrossa hér heima væru eins áfjáðir um söluna, ef þeir vissu hvernig að hestunum væri búið á leið þeirra í áfanga- stað. Skipverjum á millilandaskipum okkar, sem flutt hafa hross yfir hafið, ber heiður og þökk fyrir Framhald á 13. síðu. 9

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.