Tíminn - 08.11.1962, Blaðsíða 15

Tíminn - 08.11.1962, Blaðsíða 15
Frá Alþingi Á árinu 1958 er fjárfesting í íbúðarhús'um 36.55 millj. kr. en þá er hún aðeins 28.1 millj. kr. í verzlunar- og skrifstofuhúsum, eða sem svarar 8% af því, er fór í íbúðarhús. Á árinu 1961 er fjárfesting í íbúðarhúsum 271.3 millj. kr. en þá er hún 66.8 millj. í verzlunar- og skrifstofuhúsum, eða' sem svar- ar 25% af því, er fór til íbúðar- húsa. Allar eru þessar tölur mið- aðar við verðlag ársins 1954. Þessar tölur sýna að þróunin er vægast sagt alvarleg. Mikill samdráttur er í byggingu íbúðar- húsnæðis, þrátt fyrir tilfinnan- legan húsnæðisskort, en á sama tíma verður stórkostleg aukning í byggingu verzlunar- og skrif- stofuhúsa. f síðasta lið þessarar þingsál,- tillögu er bent á þá nauðsyn að veita nokkuð lánsfé til endurbóta á húsum og til þess að menn geti keypt hús til eigin nota. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að oft má endurbæta svo gömul hús, að þau nálgist það, að verða sem ný, þótt aðeins þurfi til þeirra endurbóta hluta af því fjármagni, sem þarf til nýrrar byggingar. En engin lánastofnun, sem mér er kunnugt um, telur það sitt hlut- verk, að lána til slíkra endurbóta. Afleiðingin verður sú, að menn neyðast út f nýbyggingar, ef þeir treysta sér til þess, eða þeir búa áfram í úr sér gengnum húsa- kynnum þar til þau eru loks yfir- gefin. Þetta er sóun á verðmæt- um, sem bæði einstaklingar og þjóðin í heild geldur fyrir. Svipuð þessu er aðstaða manna til þess að kaupa hús, jafnvel þótt þau séu aðeins nokkurra ára gömul og í góðu ástandi. Lán er ekki unnt að fá til slíkra húsa- kaupa, þótt hinn húsnæðislausi maður hafi fjárhagslega mögu- leika til að gera slík kaup, með nokkru lánsfé, en enga möguleika til nýbyggingar. Úr þessu hvoru tveggja þarf að bæta, enda er með því dregið úr lánsfjárþörf- inni til nýbygginga. Okkur, flutnm. þessarar tillögu, er ljóst, að það er mikið vanda- verk að afla þess fjár er með þarf til þess að fullnægja húsnæð isþörfinni á næstu árum. En okk- ur er jafnljöst, að þessum vanda verður ekki lengur skotið á frest, því að ástandið versnar með hverju árinu sem líður. Við leggj um ekki til að þessu máli sé flaustrað af, heldur sé ætlaður til þess hæfilegur tími og að allir flokkar eigi þar hlut að máli. Við sem nú eigum sæti á Al- þingi, þurfum ekki að leysa þetta vandamál fyrir okkur sjálfa per- sónulega, við komumst einhvern veginn af í þessum málum. En við þurfum að gera það fyrir hina vaxandi kynslóð. Við höfum meiri skyldur við hana en okkur sjálfa og þær skyldur verðum við að rækja. Æska landsins er vorgróð urinn sem við verðum að hlúa að. Ef við gerum það ekki, bregðumst við henni og þar með þjóðinni allri. ByggtS deyr Framhald af 16. síðu í dag er búið á fjórum býlum í Grunnavík, þar af er tvíbýli á einu. Þau eru tuttugu og tvö, sem eru í þessum fimm heimilum. í Sæ- túni er tvíbýlið. Á öðru búa Hall- grimur Jónsson, hreppstjóri og kona hans, Kristín Benediktsdótt- ir, tvær dætur þeirra hjóna og dótt ursonur. Á hinu býlinu eru Ragúel Hagalínsson og kona hans, Helga Stígsdóttir, tvö börn þeirra, móð- ir Ragúels, Rannveig Guðmunds- dóttir og dóttursonur hennar. Á Stað, hinu foma prestsetri, búa Marinó Magnússon og kona hans, Margrét Hallgrímsdóttir og tvö börn þeirra. Á Nesi búa öldruð systkin, Guðrún Finnbogadóttir og Grímur. Finnbogason, lands- kunnur fyglingur, enda nefndur Eggja-Grímur. Á Sútarabúðum eru öldruð hjón, Tómas Guðmundsson og Ragnheiður Jónsdóttir, Jakob Hagalínsson og kona hans, Sigríð- ur Tómasdóttir og fóstursonur þeirra. Þau munu, eins og fyrr segir, halda meg Fagranesinu til ísa- fjarðar á morgun. Þar munu þau setjast að, að minnsta kosti fyrst um sinn. Mestur hlut} búslóðar þeirra er þegar kominn til Isa- fjarðar; eftir eru aðeins nauðsyn- legustu hlutir. Búsmali þeirra er hljóðnaður og annað kvöld ríkir vetrarkyrrðin ein í sveitinni þeirra. En hún verður vafalaust rofin að vori og sumri, því fegurð Jök- ulfjarða seiðir til sín ferðamenn og mun gera í æ ríkara mæli. Og ekki er ósennilegt, að næsta sum- ar fari nokkrir þáverandi ísfirð- ingar yfir Djúpið til þess að heilsa upp á fomar slóðir. En á byggðum bólum- Grunna- víkur gerist ekki saga um sinn. Mandella í fangelsi NTB —- Pretoría, 7. nóv. ■ Afríkanski stjórnmálaleið toginn Mandella var í dag dáemdur í 5 ára fangelsi fyr ir að hafa í frammi áróður gegn stjórninni og fyrir að hafa farið úr landi á ólög- legan hátt. VOLVO PENTA BOLINDER MUNKTEL VOLVO-PENTA dieselvélar fást í eftirtöldum stærðum: MD 1 — 6 ha — 1 cyl — 130 kg ★ MD 4 — 19 — 35 ha — 4 cyl — 240 kg MD 47—42—82 ha — 6 cyl — 880 kg * MD 67—59—103 ha — 6 cyl 1000 kg MD 96—89—175 ha — 6 cyl — 1200 kg * TMD 96—200 ha — 6 cyl 1300 kg VOLVO-PENTA ER VOLVO FRAMLEIÐSLA BOLINDER-MUNKTELL dieselvélar fást í eftirtöldum stærðum : 23 ha — 2 cyl ★ 46 ha — 4 cyl ★ 51,5 ha — 3 cyl * 68,5 ha — 4 cyl BOLINDER-MUNKTELL ER VOLVO FRAMLEIÐSLA VOLVO-PENTA og BOLINDER-MUNKTELL dieselvélar eru fyrir löngu orðnar þekktar hér á landi fyrir sparneytni og öryggi. Allar nánari upplýsingar hjá umboðinu, sem veitir yður aðstoð við val á skrúfustærð og aðra tæknilega þjónustu. Nýja leikritið Jökuls frumsýnt á sunnudag „Aldraður skipstjóri, sem má muna sinn fífil fegri. Miðaldra dóttir hans, spákona, sem skelf- ir umhverfið með lífemi sínu. Elskhugi hennar, brotajárnssali, Athugasemd Læknafélags Reykjavíkur Blaðinu barst í gær tilkynning frá stjóm Læknafélags Reykjavík ur, þar sem fram koma athuga- semdir við fréttatilkynningu rík- isstjórnarinnar, sem birtist í blað- inu 3. nóv. s.l., en þar var skýrt frá greiðslum í októbermánuði úr ríkissjóði til lækna þeirra, er hurfu frá störfum sínum 1. þ.m. f tilkynningu frá stjórn L.R. segir, að upplýsingarnar í frétta- tilkynningu ríkisstjórnarinnar hafi verið mjög einhliða og næsta óskiljanlegar fyrir þá, sem ekki gerþekkja málið. Segir stjórn L.R. sýnt, að án frekari skýringa nái nefnd fréttatilkynning ekki þeim tilgangi að- upplýsa málið og geti auðveldlega valdið misskilningi. f tilkynningu L.R. eru talin upp 7 atriði í fréttatilkynningu ríkis- stjórnarinnar, sem einkum þurfi athugunar við, og síðan eru þessi atriði tekin til skýringa. Verður tilkynningin birt í heild hér í blað inu síðar. Fannst sofandi með lyfiaglas BÓ—Reykjavík, 7. nóv. í nótt fannst maður fast sofandi við Reykjavikurhöfn, og við hlið hans tómt gias, pilluglas að því er virtist. Lögreglan flutti manninn á slysavarðstofuna, en þaðan var hann fluttur á lyfjadeild Lands- spítalans. Prófessor Sigurður Samúelsson ijáð'i blaðinu í gær, að maðurinn væri úr hættu. Eldur Um hádegi á þriðjudaginn kvikn aði í einangrun í hitaveitustokk í Bæjarsjúkrahúsinu í Fossvogi, út frá logsuðu að talið var. Nokkurt erfiði var að ráða niðurlögum elds ins í stokknum. Þá um kvöldið var slökkviliðið kvatt að Lauga- veg 3. Þar var eldur í rusli í kjall- arageymslu. Talið var um íkveikju að ræð'a, en geymslan stóð opin. sem gekk með beinkröm í æsku, en er nú stöndugur og genglir með konsúlsembætti í maganum". Þetta er allt, sem við fáum að vita að sinni um efni hins nýja leikrits Jökuls Jakobssonar, „Hart I bak“, sem Leikfélag Reykjavík- ur frumsýnir í Iðnó n.k. sunnu- dagskvöld. Það gerist fyrir fáum árum í Vesturbænum, í námunda við Slippinn, gerir grein fyrir þrem ættliðum. Hvenær skrifaði höfundur leik- ritið? Hann trúði blaðamönnum fyrir því í gær, að hann hefði byrj að á því fyrir tveim árum. En hvort því væri lokið, það var hann ekki viss um. Satt að segja væri það í núverandi gerð að mestu samið eftir að æfingar hófust og gott, ef því væri lokið. Sífelldar breytingar og þurfti að fjölrita heilu þættina upp aftur og aftur. Þetta hefur víst verið skemmtleg áreynsla bæði fyrir höfund, leik- ara og leikstjóra. Gísli Halldórsson er leikstjóri, leiktjöld eftir Steinþór Sigurðsson, en tónlist milli þátta eftir Jón Þórarinsson. Leikendur eru Helga Valtýsdóttir, Brynjólfur Jóhann- esson, Birgir Brynjólfsson, Guð- rún Ásmundsdóttir, Guðmundur Pálsson, Steindór Hjörleifsson, Karl Sigurðsson, Gísli Halldðrs- son, Gerður Guðmundsdóttir og Hrafnhildur Guðmundsdóttir. Þær Gerður og Hrafnhildur eru nýliðar á leiksviðinu, nýútskrifaðar úr likskóla L.R., er starfað hefur í 3 ár. NÆSTU VERKEFNI Annað leikrit hefur verið í æf- ingu undanfarið og verður frum sýnt milli jóla og nýárs. „Ástar- hringurinn11, gamanleikur eftir austurríska leikskáldið Arthur Schnitzler. Þýðinguna gerði Emil Eyjólfsson lektor í Svartaskóla, en 'leikstjóri er Helgi Skúlason. f febrúarbyrjun verður svo frumsýnt hér leikritið Eðlisfræð- ingarnir eftir Friedrich Diirren- matt, þýðandi Halldór Stefánsson, leikstjóri Lárus Pálsson. Þetta leik rit verður í vetur sýnt í 40 leik- húsum í Evrópu. f>að er annað verk þessa fræga höfundar, sem sýnt verður hér á landi. Sýningar hefjast í vetur kl. 20:30. Fastir gestir fylla að mestu húsið á þrem fyrstu sýningunum, en þó eru nokkur sætj laus á 2. og 3. sýningu. Ekki áhugi Framhald aí 1 síðu. Með skírskotum til framanritaðs óskar ráðuneytið þess, að bréf þetta verði birt á áberandi stað í blaði yðar á morgun til leiðrétt- ingar á fyrrgreindri frétt. F. h. r. Gunnl. E. Briem.“ Vlnum og vandamönnum nær og fjær, þökkum vlð af heilum hug, sýnda vlnsemd og vlrðlngu við andlát og útför mannslns mlhs og föður okkar, JÓSEPS JÓHANNSSONAR frá Ormskotl Vestur-Eyjafjöllum Guðrún Hannesdóttir og börn. Eiginmaður mlnn og faðir BENEDIKT KRÖYER frá Stóra-Bakka, sem andaðist að Landakotsspítala 1. þ.m. verður jar'ðsunginn frá Fossvogskirkju laugardaglnn 10. nóv. kl. 10,30 f.h Antonla Kröyer og börn, Álfhólsveg 45 Móðir okkar, MARGRÉT BJÖRNSDÓTTIR Hvassaleltl 46, Rvík, lézt í Landsspítalanum aðfaranótt 7. nóv. Börn hlnnar látnu. 15 T f M I N N, fimmtudagur 8. nóvember 1962.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.