Tíminn - 08.11.1962, Síða 6

Tíminn - 08.11.1962, Síða 6
HUSNÆDISMAL I 0 Sigurvin Einarsson mælti í gær fyrir þingsályktunartil- lögu Framsóknarmanna um endurskoöun laga um lán- veitingar til íbúðabygginga. Komu margar fróSlegar upp- lýsingar um þessi mál og þró- un þeirra síðustu árin í ræSu Sigurvins og fer hér 'á eftir meginefnið úr ræðu hans: Sigurvin Einarsson sagði m.a. að með þessari tillögu væri lagt til að Alþingi kjósi milliþ.n. er endurskóði öll gildandi lög um lánveitingar til íbúðabygginga í landinu og undirbúi nýja löggjöf í þeim efnum. Lagt er til að mark- mið þeirrar löggjafar verði: að lánsfé til hverrar íbúðar af hóflegri stærð nemi % hlut- um byggingarkostnaðár. að heildarlán til hverrar íbúðar verði sem jöfnust, hvar sem menn búa. að mönnum verði veitt nokkurt lánsfé til endurbóta á húsum eða til að kaupa hús til eigin nota. Það mun varla orka tvímælis að húsnæði er meðal allra brýnustu nauðsynja manna. Enginn efast um að það muni vera mikil raun að skorta fæði eða klæði, en er það miklu minni rai)n að skorta húsaskjól? Flestir menn finna til þeirrar skyldu sinnar, að stuðla að nægj- anlegri atvinnu fyrir alla, svo að menn hafi nóg að bítaáog brenna. En þessi skylda nær til húsnæðis- ins, engu síður en til matar og klaéðnaðar. Allt eru þetta hlið- Endurskoða þarf allt íbúðalánakerfið frá rótum stæðar lífsnauðsynjar. Enginn get ur án þeirra verið. Sem betur fer hefur þjóðin um langt skeið búið við næga atvinnu og um fæðu- eða klæðisskort munu vera fá dæmi í seinni tíð, þótt lífskjörum sé misskipt, enn þann dag í dag. Um húsnæðismálin verður ekki hið sama sagt. Húsnæðisskortur er enn við lýði og fer síður en svo minnkandi. Enn eru gerðar ráð- stafanir til útrýmingar heilsu- spillandi húsnæðis. f því felst sú óglæsilega viðurkenning að enn búi fólk [ heilsuspillandi íbúðum, þrátt fyrir allar framfarirnar og velmegunina. Það er hins vegar eðlilegt, að meira fjárhagslegt átak þurfi, til að býggja sér íbúð, en til að afla fæðis og klæða. íbúðin er byggð til langs tíma, en fæðis og klæða er aflað svo að segja fyrir líðandi stund. En samt kemst enginn und- an því, að sjá sér og sínum fyrir húsnæði. Hús og heimili er dag- legt brauð, eins og segir í Helga- kveri, og þessa „brauðs“ verður að afla, eins og annarra lífsnauð- synja. Möguleikar manna til að byggja sér íbúð fara fyrst o.g fremst eftir þrennu: 1. Kostnaði við bygginguna. 2. Lánsfénu. 3. Eigin fjármagni. Allmörg undanfarin ár hefur Hagstofa íslands birt tölur um byggingarkostnað. Þessar tölur hafa birzt reglulega í Hagtíðind- ★ ★ ■ GÆR var í sameinuðu Alþingi áfram haldið umræðum um þings- ályktunartillögu Framsóknarmanna um raforkumál. Gaf Ingólfur Jónsson nokkurt yfirlit yfir störf og athuganir raforkumálaskrifstof- unnar á raforkumálunum. Sagði hann að unnið væri að þessum málum með eins miklum hraða og unnt væri. Ráðherrann sagði að framhaldsáætlanir að 10 ára áætluninni lokinni myndu ekki hafa verið gerðar fyrr en 1964 og framkvæmdir skv. hennl myndu ekki geta hafizt fyrr en 1965. Enn væri ekki lokið við að mæla vega- lengdir milli þeirra bæja, sem enn hafa ekki fengið rafmagn frá samveitum. SKÚLI GUÐMUNDSSON sagði að unnt myndi verða að hraða þess- um vegalengdarmælingum og áætlunum um héraðsrafveitur og gera kostnaðaráætlanir þegar að þeim áætlunum loknum, því að mjög mikilvægt værl að tekin verði afstaða til þess sem fyrst, hverjir eiga að fá rafmagn frá samveitum og hverjir ekki. Við mælingar á vegaiengdum milli bæja hefði einn starfsmaður Raf- orkumálastofnunarinnar starfað í aukavinnu og þar af leiðandi væri ekki að búast við að það starf gengi skjótt, en það myndi þó vera komið vel áleiðis. Sagði Skúli að annaðhvort hefði átt að láta mann þennan fá aðstoðarmenn við verkið eða gera það að aðalstarfi hans. Þingsályktunartillagan er um það, að öll heimili landsins hafi fengið rafmagn fyrir árslok 1968. EGGERT G. ÞORSTEINSSON gaf ýmsar athyglisverðar upplýsingar í umræðum um húsnæðismálatiliögu Framsóknarmanna í samein- uðu Alþingi í gær. Sagði hann m. a., að meðalbygglngatími íbúða væri nú tvö og hálft ár og væri byggingartíminn sífellt að lengjast þrátt fyrir aukna tækni og byggi fjöldi f jölskyldna í ófullgerðu hús- næðl. Byggingarkostnaður meðalíbúðar næmi hér 5 árslaunum á móti tveimur og hálfum árslaunum í Bandaríkjunum 3,6 t Dan- mörku. Mánaðarlegur húsnæðiskostnaður hefði 1955 numið 15 dag- Iaunum á íslandi en 5 daglaunum í Svíþjóð. Þá sagði Eggert, að æskilegt væri að auka lán til íbúðabygginga, hafa lánin sem hæst og vextina sem lægsta, en erfitt væri að koma þessu í kring. ^ ÁSGEl'R BJARNASON mælti í gær fyrir þingsályktunartillögu þeirri, er hann flytur, ásamt Ólafi Jóhannessyni um endurskoðun skipta- laga. Ásgeir sagði, að núgildandi skiptaiög væru að mörgu leyti orðin úrelt og nauðsyniegt að endurskoða þau. Ný erfðalög hefðu verlð sett á síðasta þingi og eðliiegt að endurskoðun skiptalaga fylgdi í kjölfarið. um frá 1957. Þar er m.a. greint frá kostnaðarverði hvers rúm- meters í fbúðarhúsi. Að sjálfsögðu byggja menn misstórar íbúðir, en samkvæmt upplýsingum frá efnahagsstof-nun ríkisins, eru algengustu stærðir nýrra íbúða í bæjum 350—370 rúmm. en í sveitum rúmlega 400 rúmmetrar og meðalstærð íbúða í landinu er talin vera um 370 rúmmetra-r. Samkvæmt Hagtíðindum kostaði rúmmetrinn í íbúðarhúsi í júní- mánuði ár hvert að undanförnu: 1957 kr. 1079 — 1958 kr. 1146 1959 kr. 1225 — 1960 kr. 1379 1961 kr. 1418 — 1962 kr. 1631 Meðalverð 370 m3 íbúðar á ár- unum 1957—1959 hefur þá verið um 425 þús. kr. Meðalverð jafn stórrar íbúðar á árunum 1960— 1962 er hins vegar kr. _669 þús. kr. Þessi íbúð hefur þá hækkað í verði á síðustu 3 árunum um 244 þúsund krónur. Þó að húsbyggjendur vildu komast hjá því a-ð reisa -sér hurð arás um öxl í byggingarkostnaði, geta þeir varla annáð en dregið úr kröfum sínum og byggt sér minni íbúð, en hér var nefnd. Ef byggð i er nú 330 m3 íbúð, kostar hún um | 538 þús. kr. og er 160 þúsund kr. dýrari en sams konar íbúð 1958. Slík íbúð hefuf‘ Héfekká'fr'T v|rði á e’inu ári, frá því í júní í fýrrá, þar til í júní í sumar, um 70-þúsund kr. Svo ör er þróunin, að laga- breytingin á síðasta þingi um hækkun íbúðalána úr 100 þús kr. í 150 þús. kr. á ibúð, dugar ekki nema fyrir 8—9 mánaða hækkun byggingarkostnaðar. í skýrslum Ha-gstofunnar, sem ég vitnaði í er áætlað að íbúð í sambyggingu sé um 10% ódýrari en hér hefur verið nefnt. En bæði vegna þess, að þar er um áætlað- an byggingarkostnað að ræða og svo hins að um -sambyggingar er ekki að ræða, nema á fáum stöðum í landinu, hefur sú áætl- unartala minna almennt gildi Þegar meta skal möguleika manna til að eignast þak yfir höfuðið, er ekki nóg að líta aðeins á byggingarkostna-ðinn. Það þarf jafnframt að gæta að því, hvern- ig lánsfé dugar mönnum til að mæta þessum kostnaði. Um tvær stofnanir er aðallega að ræða, sem lána til íbúðabygg- inga: Stofnlánadeild Búnaðar- bankans, sem veitir lán til íbúðar- húsa í sveitum, og byggingarsjóð- : ur húsnæðismálastjórnar. sem lán j ! ar til íbúða í bæjum. Ætluniíi i mun vera að báðar þessar lána- ’ stofnanir hækki nú lán til hverrar I íbúðar upp í 150 þús. kr. Hefur húsn.m.stjórn veitt örfá slík lán nú nýlega. Til er það að nokkrar aðrar stofna-nir hafi veitt lán til^ íbúðar- húsa. Lífeyrissjóðir hafa veitt lán, og nokkru hærri lán en hinar stofnanirnar. Þeir sem þau lán hafa fengið, eru að þvi leyti bet- ur settir en ýmsir aðrir, að þeir haf-a einnig getað fengið nokkurt lán hjá húsn.m.stjórn og mun þeim þó ekki af veita. Lífeyrissjóð irnir hafa því gert mikið gagn í jfjessum efnum, en þess ber að gæta að þeir lána að sjálfsögðu ekki öðram en þeim, er greiða til þeirra lífeyrissjóðsgjöld. Líf- eyrissjóðirnir eru líka myndaðir að verulegu leyti af árgjöldum þessara manna og eru því að þessu leyti þeirra eign. Auk þessa er hlutverk lífeyrissjóða annað, en að vera lánastofnanir, og það hlutverk, lífeyrisgreiðslur, þyngj- ast á sjóðnum, eftir því sem árin líða og að sama skapi dregur úr möguleikum þeirra til lánveit- inga. Sparisjóðir munu eitthvað hafa lánað til íbúðabygginga en bæði er, að þeir geta af eðlilegum á- stæðum, ekki lánað nema til skamms tíma, sem eru erfiðir kostir fyrir húsbyggjendur og að veðsetningar hindra oftast, að lán úr Byggingarsjóði fáist einnig til þeirra íbúða. Byggingasjóður verkaimanna lánar til verkamannabústaða, en sá sjóður hefur yfir svo litlu fjár ma-gni að ráða, að ekki er nema um sárafá lán að ræða, annað hvert ár, úr þeim sjóði. Einstök bæjarfélög, en þó einkum Rvík, hafa veitt mönnum lán til íbúða samkvæmt lögunum um útrýmingu heilsuspillandi hús næðis. Er þá helmingur lánsfjár- ins frá bæjarfélaginu, en hinn helmingurinn frá ríkinu. Auk þessa veitir húsnæðism.stjórn einn ig lán til þessara íbúðabygginga. Sú regla hefur nú verið upptekin hér í Reykjavík, að til 2 herbergja íbúða-r hafa verið veittar kr. 110 þús. frá bæjarfélagi, 110 frá rík- inu og 80 frá húsn.m.stjórn. Sam tals 300 þúsund. Til 3 herb. íbúðar: kr 120 þús. frá bæjarfélagi, 120 frá ríkinu og 100 frá húsn.m.stjórn. Samtals kr. 340 þús. Eins og áður er sagt, eru þessi lán eingöngu veitt þeim, er búa í heilsuspillandi húsnæði. Af þessu, sem hér hefur verið nefnt, er Ijóst, að lánveitingar til íbúðabygginga ganga æði mis- jafnt yfir. Þar sem mikill fjöldi manna á hlut að lífeyrissjóðum, eru heild- arlán til íbúðabygginga mun meiri en þar sem þessu er ekki til að dreifa. Svipað má segja um að- stöðu einstaklinga til lánsfjár. Það er þó fjarri því, að um nokkra ofrausn sé að ræða í lán- veitingum. En hinu má ekki gleyma, að þar sem lánsfjárskort- urinn er sárastur þar verður fyrst að bæta úr. Þar á ég við þá hús- byggjendur, sem enga von hafa um annað lánsfé en 150 þús. kr., hvort sem það er frá húsn.m.stj. stofnlána-deild eða annars staðar frá. Þegar mjög hófleg íbúð kostar um 540 þús. kr. og lánsfé er ekki nema 150 þús. kr., þarf eigið fram lag, þess sem byggir, að vera um 390 þús. kr. Menn reyna að ráða við þennan mikla vanda, vegna þess hvað þörfin er mikil, með því að hafa íbúðirnar minni. En þótt íbúðin sé ekki nema 300 m3, sem er langt fyrir neðan meðalstærð, ko-star hún samt um 490 þús. kr- og þarf eigið framlag þá að vera um 340 þús. kr. ef lánsfé er 150 þúsund. En hvaða fólk er það, sem mesta þörfina hefur fyrir íbúðar- húsnæði? Auðvitað er það unga kynslóðin, fólkið sem er að stofna heimili, þótt menn á öllum aldri geti þurft að byggja sér íbúð. SIGURVIN EINARSSON Þetta fólk getur ekki aldursins vegna, verið búið að sa-fna miklu fé. Flest hefur þag stundað nám og sumt um langt skeið, svo að viðbúið er, að hjá því sé meira um skuldir en eignir, þegar til heimilisstofnunar kemur. Þá stend ur þetta fólk uppi vegalaust. Eitt helzta úrræðið verður að leita á náðir vandamanna með húsnæði til bráðabirgða, eða jafnvel að sætta sig við heilsuspillandi íbúð. Þriðja leiðin er stundum valin, að hefja byggingu þótt lítil von sé til að geta komið henni upp. Þetta er alvanalegt ástand og fer versnandi með vaxandi dýr- tíð. Opinberar, skýrslur um bygg- ingar undanfarinna ára sýna þetta rækilega. Skýrslan um það, hversu margar íbúðir hefur verið byrjað að byggja 3 síðastliðin ár, borið saman við 3 næstu ár þar á und- an, sýnir samdrátt seinni árin, sem nemur 39% í sveitum, 23% í kauptúnum, 22% í kaupstöðum og 35% í Reykjavík. Ætla má að þessa-r tölur sýni hversu vel fólk treystir sér til að hefja byggingu nýrra íbúðarhúsa, með vaxandi dýrtíð, því að ekki þarf að efast um það, að húsnæðisþörfin fer vaxandi en ekki minnkandi. Til eru skýrslur hjá Efnahags- stofnun ríkisins yfir fjárfestin-gu í húsbyggingum almennt í land- inu á undanförnum áram, þar sem verðlag hvers árs er umreikn að í verðlag ársins 1954, svo að réttur mælikvarði fáist. Samkv. þessum skýrslum er þróunin þann ig 3 síðastliðin ár, borið saman við 3 næstu ár þar á undan, að verulegur samdráttur hefur orð- ið í byggingu íbúðarhúsa og by-gg- ingu húsa í þágu landbúnaðar og sjávarútv. Hins vegar er um aukn- ingu að ræða íöðrumflokkumbygg in-ga, t.d. er aukningin í byggingu verzlunar- og skrifstofuhúsa um 92%, eða fjárfestingin um 78 millj. kr. meiri 3 síðastliðin ár, en 3 næstu árin þar á undan. Og nokkur aukning hefur orðið í húsbyggingum i heild í landinu, eða um 6%. / Framh á 15. síðti 6 T í M I N N, fimmtudagur 8. nóvember 1962.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.