Tíminn - 08.11.1962, Blaðsíða 16
lliÍniÍSÉSaj
Fimmtudagur, 8. nóvember 1962
251. tbl.
46. árg.
Hér sjáum við bryggjuna þeirra Grunnvíkinga og í baksýn sjást reisuleg íbúðarhús, sem munu standa auð
framvegis.
GS—ísafirði og MB—Reykja-
vík, 7. nóv.
Um hádegisbilið á morgun,
fimmtudaginn 8. nóvember
1962, mun djúpbáturinn
Fagranes leggjast að bryggju
í Grunnavík í Jökulfjörðum.
Út verður skipað nokkru af
búsáhöldum og nauðsynleg-
ustu búslóð og um borð
munu ganga 22 farþegar. Síð-
an siglir Fagranesið af stað
til ísafjarðar. — Þar með
verður einum kafla í byggða-
sögu þessa lands lokið. Síðasta
byggð í Jökulfjörðum verður
komin í eyði og í allri Grunna-
víkursókn verða aðeins þrjár
manneskjur eftir við búskap;
í Reykjafirði.
Það er af sem áð'ur var. Fyrir
tæpum áttatíu árum bjuggu 340
manns í Grunnavíkursókn, þar af
76 í sjálfri Grunnavík. Á fjöl-
mennasta býiinu, Stað, bjuggu þá
19 manns, enda var þar tvíbýli. Á
morgun flytjast þaðan hjón með
tvö börn. Fyrir réttum sjötíu ár-
um voru íbúar þó enn fleiri, eða
351 í allri sókninni, þar af 82 í
Grunnavík. Þá bjuggu 25 á Stag og
23 á Nesi, á morgun flylja þaðan
tvö öldruð systkin. Og enn hefur
fjölgað í sókninni eftir aldamót-
in. Árig 1901 búa þar 407 manns,
þar af 91 í Grunnavík. Síðan fer
'að fækka, bæði í Grunnavíkur-
sókn og sjálfri Grunnavík. Árin
1920 og 1930 eru 69 manns í
Grunnavík og árið 1939 fjörutíu og
átta.
Síðan flæddi stríðsgullið yfir
landið; önnur byggðarlög buðu
betri lífsskilyrði, hver sveitin eft-
ir aðra komst í akvegasamband,
hafnir voru bættar og flugvélar
minnkuðu fjarlægðir. En ævin-
týri eftirstríðsáranna barst ekki
til Grunnavíkur né Jökulfjarða.
Þar hélt fólki áfram að fækka, og
einn fjörðurinn eftir annan fór í
eyði. í stríðinu lagðist niður |
byggð í Hraínsfirði, þar sem Fjalla !
Eyvindur og Halla eru grafin, þar j
eð þau fengu ekkj leg í vígðri1
mold. Og sífellt fleiri byggðir
j eyddust.
Lengst var þraukað í Grunna-1
vík. Þar er líka ýmsa góða land-!
kosti að finna. í Jökulfjörðum hef:
. ur jafnan þótt fiskisælt, og þekkt-;
ar verbúðir frá fornu fai'i eru
skammt undan Grunnavík, á Stað-
areyrum. Bryggju hafa þeir Grunn
víkingar fengið og hafa stundað
þaðan nokkurt útræði fram til
þessa. Og ekki hafa bithagar í
Grunnavík verið dónalegir, a.m.k. j
eftir að fénaði tók ag fækka með
fækkandi íbúum. Nú í haust var
slátrað öllum búsmala þeirra j
Grunnvíkinga, alls um 1000 fjár.!
Hallgrímur bóndi og hreppstjóri j
í Sætúni slátraði 133 dilkum og
meðalvigt hjá honum varð 19,77
kílógrömm. Ekki hafa þeir gengið
í svelti í sumar. Þá má enn geta
þess, ag góður hefur löngum þótt
reki í Grunnavíkurhreppi.
Það eru sem sagt ekki lélegir
landkostir að fomu mati, sem
leggja byggð í auðn í Grunnavík.
En lífsbaráttan er þar hörð. Þör
er snjóþungt og þótt bátar geti
lagzt að byggjunni þeirra í Grunna
vík, geta stærri skip ekki komið
þangað. Þeir hafa að vísu síma-
samband vig umheiminn, en það
hefur verið stopult að vetrarlagi,
að minnsta kosti voru þau ófá
sporin, sem þeir Grunnvíkingar
gengu síðastiiðinn vetur til þess
ag lagfæra símalínurnar. Þá er
það ótalið, sem vafalaust veldur
mestu. Það er, að Grunnvíkingar
hafa ekki komizt í akvegasamband
við umheiminn. Það er fært á
jeppabílum um sveitina þeirra og
inn i „Sveit“, sem kallað er, þ.e.
inn ag. Höfðaströnd, en það gagn-
ar lítið, þvi þar er einnig allt í
eyði.
Framh á 15. siðu
Á ÞESSARI MYND mætast gamli og nýi tíminn, — eöa eigum viö aö segja gamli og gamli tíminn? Sá nýi
gleymdi víst að koma til Grunnavíkur, nema að nokkru leyti.
Kristmann
fór utan
MB-Reykjavík, 7. nóv.
KRISTMANN Guðmundsson
rithöfundur fór utan með Loft-
leiðaflugvél klukkan 9,30 í
morgun. Flugvélin fór til Oslo-
ar. Blaðamaður Tímans hitti
Kristmann að máli á flugvell-
inum. Kristmann tók blaða-
manninum ljúfmannlega, en
neitaði að svara nokknim
spurningum, kvaðst gera öll-
um blaðamönnum jafnt undir
hö'fði með það, hins vegar
skyldi hann svara þeim, þegar
hann sneri aftur. Aðspurður,
livenær það yrði, kvaðst Krist-
mann ekki vita það, liann ætl-
aði að fcrðast suður um Evr-
ópu sér til livíldar og hressing-
ar og til þess að leita lækn-
inga við kvilla „hérna“, og
benti um leið í hjartastað.
Frú Steinunn Briem, kona
Kristmanns, fór ekki utan með
honum. — Ljósmyndari Tím-
ans, RE, tók þessa mynd, þeg-
ar Kristmann gekk um borð.