Tíminn - 08.11.1962, Blaðsíða 13

Tíminn - 08.11.1962, Blaðsíða 13
Ný silfurverilaun til GASCOIGNE Nú getum við útvegað nýtt mjaltavélakerfi frá Gascoig- nes, sem skapar byltingu við mjaltirnar. Engar fötur, — enginn fötuburður. Mjólkin rennur sjálfkrafa gegnum glerleiðslur beint úr spen- unum fram í mjólkurhúsið og fer hraðkæld í brúsana eða tank. Mjaltatækin eru öll úr rvðfríu stáli. Með þessu kerfi getur fylgt sér- stakur rafmagnsheili, sem stjórnar á sjálfvirkan og öruggan hátt, að sog og slagafjöldi sogskiptanna sé ávallt réttur. Hlutföll sog- skiptisins eru: % sog og Vi hvíld, en þessi hlutföll hafa samkvæmt prófunum hér og erlendis gefið fljótari og betri mjaltir. Samkvæmt er- lendum prófunum er vinnuspamaður 30%. Þessu kerfi fylgir sérstök mjólkurdæla, sem jafnframt er notuð við þvott og dauðhreinsun á kerfinu. Samkvæmt brezkum opinberum mæl- ingum reyndist dælan þvo og dauðhreinsa yfir tvö hundruð metr'a langa mjólkurlögn, miðað við allra ströngustu kröfur. Aukið hreinlæti og betri mjólkurframleiðsla. Nokkur kerfi af þessari gerð verða sett upp í þessum mánuði víða um landið og gefst bændum þá kostur að kynn- ast kerfinu að eigin raun. Verð kerfisins má teljast mjög hagkvæmt. Sendið okkur teikningu af fjósinu og við sendum verð- tilboð. Við mælum eindregið meg fullkomnustu útfærslunni, sem að sjálfsögðu er einnig dýrust. Hins vegar lækkar verðig mjög mikið ef tekin eru plaströr, mjaltatæki úr aluminium og venjulegir sogskiptar. - x GASCOIGNES verksmiðjurnar eru brautryðjendur í framleiðslu þessara kerfa og hafa fjölda ára reynslu að baki sér. BDGSmKa MJðlKORTENW GIÍMMÍXiOK MEB ÞEÍSTIVEMTXiX ARNI GE6TSSON Vatnsstíg 3 — Sími 17930. MÆIiIKGAR-. ÖGr I0SD1TAR- ' VBWIED MSIIGXER SJÖUGIiER PIIDMÆIIr Enn einu sinni hafa brezku Gascoignes verksmiðjurnar hlotið verðlaun fyrir fram- leiðsluvörur sínar. að þessu sinni silfurverð- laun á brezku Mjólkuriðnaðarsýningunni í Ólympía fyrir brautryðjandastarf við fram- leiðslu á tæki, sem mælir mjólkurnyt og fitumagn, þegar notað er nýja sjálfrenn- andi Gascoignes kerfið. Mjólkin rennur beint úr spenum kúnna í tæki þetta og má af því lesa mjólkurnytina og taka fitusýn- ishorn. Með því að snúa loka er tækið svo tæmt o£ mjólkin rennur sjálfkrafa beint fram í mjólkurhúsið. Enn ein sönnun þess að Gascoignes ryður brautina við sjálfvirku mjalt- irnar. HAPPDRÆTTI HASKOLA ISLANDS Á laugardag verður dregið í 11. flokki. Á morgun eru seinustu forvöS að endurnýja. 1.300 vínningar að fjárhæð 2.500.000 krónur. HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS 11. fl. 1 á 200.000 kr. — 200,000 kr. 1 á 100,000 - 100.000 — 36 á 10.000 --- 360,000 — 140 á 5.000 --- 700,000 — 1.120 á 1.000 — 1,120.000 — Aukavinningar: 2 á 10,000 kr.----- 20.000 — 1.300 2.500,000 kr. Útflutningur hrossa íFramhald af 9 síðuj að auðsýna mannúð og skilning í garð þessara mállausu og hjálpar- vana dýra. Eimskipafélag íslands ætti að gera alvöru úr því, að neita öllum slíkum flutningum, nema aðeins yfir beztu sumarmán- uðina og þá við fullkomnar aðstæð- ur. Einhver verður að stinga hér við fótum og fyrirbyggja þennan ósöma, sem nú er látinn viðgang- ast. íslenzkum skipafélögum yrði það til mikills sóma að ganga þar fram fyrir skjöldu. íslenzkir sjómenn hafa hér gegnt hlutverki miskunnsama Samv^rjans, en eftir liggur hlut- ur hrossaræktarbænda og umboðs og sölumanna þeirra. Ber það ekki fagurt vitni ís- lenzkum hrossaeigendum og má segja að þar heggur sá, er hlífa skyldi. — R.H. Isl. skáldsögur Framhald af 9. síðu mörgum myndum úr sam- nefndri kvikmynd. Guðlaugur Rósinkranz gerði kvikmynda- handritið. Þrjár íslenzkar skáldsögur kvikmyndaðar Af skáldsögum þeim, sem hér hafa verið taldar, hafa þrjár verið notaðar til að gera kvikmyndir eftir, fyrst Saga Borgarættarinnar; þá Salka Valka og síðast 79 af stöðinni. Ein þeirra var í upphafi sam- in til kvikmyndunar, Salka, sem stóð til að kvikmynda í Hollywood, en varð ekki af. Hin sænska kvikmyndun hennar var 'gerð upp úr skáldsögunni. Þess skal að lokum getið, að heimildir að ofanskráðu eru úr spjaldskrá Landsbókasafns- ins og aðstoð bókfróðra manna. Vera má, að sézt hafi yfir ein- hverjar aðrar skáldsögur, og skal fúslega leiðrétt, ef ábend ingar koma um það. Víðivangur var vanhugsað, og afskiptin hafa orðið effir því — eins og verst gat orðið. Að þessum málum hefur stjónnin unnið með öfugum klónum. Hún hef- ur verið friðspiliir en ekki friðstillir. Siguröur Gunnarsson Framhald af 8 síðu. Ýmislegt hefur hann einnig frumsamið svo sem: Átthagafræði* handbók f. kennara (ásamt Eiríki' Stefánssyni) 1953; Útþráin heill- ar (skólamál og ferðaþættir); Skógræktarför til Noregs 1949. — Margar greinar og nokkur kvæði hafa birzt eftir hann í blöðum og tímaritum. Sigurður Gunnarsson er kapps- fullur maður að hverju, sem hann gengur, og þrautseigur með af- brigðum. Hann gefst varla upp fyrr en ókleift reynist þar, sem hann Ieggur á brattann. • Hann er afkastamikill, en þó velvirkur maður, hvort sem hann vinnur að heyskap, skógrækt, smíðum, heldur á penna eða bind ur bækur sínar. Hann er ástúðlegur við nemend ui sína og þolinmóður, en vel þrálátur við að láta þá ekki með léttu móti komast hjá að nerna. Hann er framúrskarandi reglu- fastur. Sumum hefur fundizt það helzt um of. En nógir eru víst alls staðar til að bæta reglufest- una hjá eini^rn óbifanlegum manni upp, — eða vel það, — með undanlátssemi við sjálfa' sig og aðra. Nú er Sigurður æfingakennari við Kennaraskólann í Reykjavík. Hann hefur því stækkað aðalvið- fangsefni sin: Kennir kennaraefn um að kenna. Sigurður Gunnarsson og Guðrún Karlsdóttir kona hans búa nú að Álfheimum 66 í Reykjavík og eiga þar fallegt heimili. Þau hafa eign azt þrjá sonu, alla mannvænlega: Karl (19 ára), Gunnar (18 ára), Vilhjálm (8 ára). Mér var söknuður að því, að Sigurður Gunnarsson fór frá Húsa vík. Hins vegar skil ég, að stærri verkefni geta verið eftirsóknar- verð fyrir mann, sem vel er kröft um búinn og vill ekki liggja á liði sínu vegna málefnanna, er hann ber sérstaklega fyrir brjósti hjá þjóg sinni og hefur þjálfað sig til að vinna að. Ég gríp þetta tækifæri. sem fimmtugsafmæli Sigurðar veitir. tii þess að þakka honum opinber lega fyrir tuttugu ára dvölina á Húsavík. Við höfðum mikið sam- an ag sælda þau ár. Ég átti ekki aðeins börn í skóla hans, en var einnig framkvæmdastjóri sveitar- félagsins lengi tímans og átti ná- lega allan tímann sæti í fræðslu- ráði. Kynntist ég því rækilega bæði skólastjóranum Sigurði Gunnarssyni og manninum Sigurði Gunnarssyni. Hvor um sig og báð ir saman urðu þeir mér kærir og rr.ikils virtir, — maðurinn þó fyrst og fremst. Það er sannarlega mikilsvert að hafa notið þess að verða um tvo tugi ára samferða svo fjölhæfum, velviljuðum, duglegum, ósérhlífn. um, viljasterkum, áreiðanlegum og drengilegum manni. Ég veit, að ég má fyrir hönd Húsavíkur, þakka honum og árna honum og fjölskyldu hans heilla um leið og ég flyt honum og hans nánustu þakkir mínar og heilla- óskir á fimmtugsafmælinu. Ég óska honum til hamingju með verkin, sem eftir hann liggja nú þegar. Jafnframt samgleðst ég honum og kennarastéttinni ' yfir ■því, að hann er enn ekki eldri er. fimmtugur. Karl Kristjánsson. Auglýsið t Tímanum T í 5S I N N» fimmtudagur 8. nóveœier 1962. 13

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.