Tíminn - 10.11.1962, Blaðsíða 2
ÚR ÖÐRUM LÖNDUM
KÆLiSKAPUR OR
SAKAR EITRUN
Faðir og dóttúr í iJííshœttu
eftir sjaldgæft eitrunartilfelli.
Hættuleg uppgufun frá kæli-
vökvanum í óþéttum kæliskáp
orsakaði fyrir stuttu slæmar eitr
anir í Danmörku. Hinn 66 ára
gamli fulltrúi, Emil Schiöler
Mellerup, og dóttir hans, hin
35 éra gamla Birttoe Mellerup,
voru bæði meðvitundarlaus, þeg
ar síðast fréttist. Hin 63 ára
Ingeborg Mellerup, varð einnig
nokkuð veik.
Þau feðginin lágu alvarlega
veik og frú Mellerup hjúkraði
t«im, samt hafði hún ekki tekið
eftir neinu óvenjulegu. Hún
hélt bara, að þau svæfu svona
yel. SjSlfri leið henni ekki mjög
vel og fann til svima. Bað hún
yihnúkqnuna að sækja nokkrar
déyfandi töflur í næstu lyfja-
verzlun.
En í staðinn fyrir að fara í
lyfjaverzlunína fór stúlkan heim
tii'sín og sagði, að frú Mellerup
væri víst alvarlega veik. For-
eldrar stúlkunnar kynntu sér
strax, hvernig í málinu lá og
gerðu sér Ijóst, að ekki var allt
með felldu, sendu strax eftir
lækni og-öll fjölskyldan var flutt
á sjúkrahús.
Eitranirnar voru þá uppgufun
á kælivökva ísskápsins í íbúð-
inni að kenna. Óþéttleika í þeim
hluta skápsins, sem inniheldur
klormethyl var lokað til bráða-
birgða með tusku. En í staðinn
fyrir að útiloka uppgufunina,
varð tuskan nokkurs konar mið-
stöð uppgufunar og jók vökva-
rennslið.
Klormethylgufan er þyngri
en eðlilegt andrúm.sloft. Sú er
skýringin á því, að faðir og dótt
ir urðu verr úti en móðirin, sem
var meira á ferðinni.
Hin eitraða klormethylgufa er
lífshættuleg. Hún leggst á lung-
un, lifrina og nýrun og ekkert
móteitur þekkist gegn henni.
Það er ekki um annað að ræða,
en að láta sjúklingana liggja,
þar til eíturáhrifin fara að
hverfa. Sjá má að ástand .þeirra
feðgina er því alvarlegt.
Annars er klormethyl ekki not
áð lengur sem kælivökvi á ís-
skápa. Framleiðendur eru fyrir
löngu byrjaðir að nota aðra og
hættuminni vökva. ísskápur
þessarar fjölskyldu er síðan
árið 1937.
UNGFRU DANMORK
Þessi laglega stúlka þarna
á myndinni er ungfrú Danmörk
1962, og heitir Rikke Stisager.
-Sem stendur tekur hún þátt í
Miss World-keppninni í London
og vilja Danir halda því fram að
hún hafi mikla sigurmöguleika.
Segja þeir að fyrir utan sjálf-
sagða fegurð og rétt mál, sé hún
mikil heimsdama.
Hún er annars dóttir dansks
verkfræðings og fyrir utan skrif
stofuvinnu, hefur hún verið eftir
sótt sýningarstúlka í frístund-
um. Hún er nítján ára að aldri
og 174 cm. há.
— Það er dálítið erfitt að
trúa því, að ég hafi orðið ung-
frú Danmörk, sagði Rikka í við
tali, áður en hún lagði af stað
Jayne Mansfield, sem ný-
skilin er frá manni sínum,
Mickey Hargitay og um það
bil að giftast ítalska kvik-
myndaframleiðandanum En-
rico Bomba, segir: — Eg
hata það að vera ógift. Það
eru ekkert nema menn,
menn og aftur menn, á eft-
ir mér stanzlaust. Eg vissi
ekki, að það væru svo marg
ir karlmenn til í beiminum.
Erfðskrá Marilyn Monroe
hefur nú verið samþykkt
löglega. í allt lét hún eftir
sig einar sjö milljónir og
samkvæmt erfðaskránni var
af einni milljón' króna upp-
hæð stofnaður 100,000(00 kr.
sjóður. Af árlegum rentum
þessa sjóðs skal 5000 dollur
um varið til uppihalds móð-
ur hennar, frú Gladys Bak-
er, sem er á geðveikrarhæli
í Kalifomíu. 2,500 dollarar
af rentunum eiga árlega að
renna til vinkonu hennar,
frú Michael Chekhov. Að
fráteknum þessum tveimur
aðilum eiga allar renturnar
að renna til fyrrverandi sál
fræðings Marilyns dr. Mari-
anne Kris. Það sem þá er
eftir af upphæðinni, þegar
erfðafjárskattar hafa verið
borgaðir, á að ráðstafast af
umboðsmanni hennar, Lee
Strasberg.
Edith Piaf (46 ára) og
Grikkinn Theo Sarapo (23
ára), voru gefin saman í
hjónaband í síðustu viku í
París. Myndin er tekin á því
augnabliki, sem þau urðu
maður og kona í ráðhúsinu
í 16. hverfi. Síðan var hald
ið kirkjubrúðkaup í grísk-
ortodoskri kirkju.
■I
Meðan hinn fyrrverandi for-
sætisráðherra Sovétríkjanna
Anastas Mikojan samdi í Hav-
anna við Fidel Castro, bwrst
honum tilkynning um að kona
hans, Lazarvna Mikojan, 64 ára
að aldri, hefði látizt. Hún gift-
ist Mikojan árið 1920 og eign-
uðust þau fimm syni, þar af
lét einn lífið í seinni heimsstyrj
öldinni. Pravda lýsir henni sem
einstökum kommúnista, trúum
félaga og vini og aðdáunar-
verðri konu og móður, sem stóð
við hlið manns síns í blíðu og
stríðu.
— Þrátt fyrir mikla sorg
mína, verð ég áfram á Kúbu
og lýk af hinum þýðingarmiklu
samtölum mínum við Fidel
Castro og hina uppreisnarfor-
ingjana, sagði Mikojan, er hann
var spurður, hvort hann mundi
fara til Sovétríkjanna.
Þótt Mikojan verði áfram á
Kúbu, flaug sonur hans Sergei
Mikojan á leið til Moskva, til
að vera viðstaddur jarðarför-
ina.
Njósnari handtekinn
i Ungverjalandi
NTB — Vínarborg, 6. nóv.
Ungverska innanríkisráðu
neytið skýrði frá því í dag,
að brezkur kaupsýslumaður
hefði verið handtekinn í
Budapest, grunaður um
njósnir. Maðurinn var hand
tekinn á föstudag, en þá
var hann nýkomin frá Rúm-
eníu. Að undanförnu hefur
han nferðazt um naörg A-
Evrópulönd í viðskiptaer-
indum.
til London.
— Eg byrjaði á þessu meira
í gríni en alvöru. En þegar mað
ur hefur sagt a, verður maður
einnig að segja b, og þar sem ég
varð ein af hinum átta útvöldu,
varð ég að duga eða drep-
ast. Að ég skuli hafa verið val-
in sú fegursta af þessum átta, er
mér óskiljanlegt, en þannig var
það nú samt.
Þegar hún var spurð að því,
hvernig hún héldi að Lundúna
ferðin mundi ganga, svaraði
hún: — Mig dreymir alls ekki
um að verða Miss World. Eg
reikna heldur ekki með að verða
fræg og eftirsótt. Framtíðaráætl
anir mínar eru meira jarð-
bundnar.
/ta háíÍÍChmAh}
HERRADEiLD
Auglýsið í TÍMANUM
Boóoró Bjarna
Morgunblaðið segir i gær,
að Bjarni Benediktsson hafi
borið fram fjögur boðorð, sem
ríkisstjórnin starfi eftir hér
eftir sem hinigað til.
Boðorðin eru þessi:
1. „Halda áfram að treysta
efnahag tandsins“. — Ríkis-
stjórnin hefur sem kunnugt er
m. a. gert eftirfarandi ráðstaf-
anir ti’i að „treysta efnahag
landsins“: Halda við togaraverk
falli í fjóra mánuði, draga úr
afrakstri beztu sfldarvertíðar,
sem komið hefur Iengi og nú
síðast svona til frekara örygg-
is að hafa al'lan sfldarflota
landsmanna bundinn á haust-
síldarvertíð en „selja“ jafn-
framt mikið síldarmagn úr
landi svo að tryggt sé að kaup-
endur verði sviknir um vör-
una og síldarmarkaðimir tap-
ist. Og svo stígur Bjiami á stokk
og strengir þess heit, að ,,halda
áfram“ að treysta efnahag
landsins í sama dúr.
2. Halda áfram að „auka
frjálsræði". — Þessi ríkisstjórn
hælir sér einna mest ,af því að
hafa aukið frjálsræði, einkum
í viðskiptum. Hún segist hafa
afnumið öll innflutningshöft,
svo að nú sé hægt að kaupa
livaða vöru sem er. Þetta var
gert með því snjallræði að af-
nema einhver innflutnings-
leyfi en kolfclla um Ieið gssg*
krónunnar og gera verðlag vara
svo hátt, iað menn gátu ekki
keypt þær nema takmarkað.
Þetta frelsi var því hliðstætt
því að Ieysa hest úr tjóðri, en
hefta hann á öllum fótum í
staðinn.
3. Ilalda áfram að „liraða
framkvæmdum“. — Þetta hef-
ur stjórnin gert með því að
minnka mjög framlög til op-
inberra fr.amkvæmda , binda
hendur manna við byggingar
með dýrtíð og frysta Iánsfé.
Og þessu 'lofar Bjarni að halda
dyggilega áfram.
4. Halda áfram að „bæta lífs
kjörin“. — Þarna kom það.
Þetta hefu.r stjór.nin gert með
því að magna svo dýrtíð og
verðbólgu að vísitalan ganila
er komin upp í 182 stig, en
launafólk og bændur hafa f/.ki
fengið nema lítinn hluta þess
í launahækkunum og nú verða
launastéttir að segja upp tvisv-
ar á ári til þess að hafa við
dýrtíðinni, og ná þó aldrei *
skottið á henni. Moggi hefu.r
líka Iýst kjarabótunum með því
að hrósa þeim sigri að nú sé
ísland .yan.nað ódýrasta ferða-
mannaland í Evróipu“, en það
þýðir að stjórninni hefur tek-
izt að færa almenn Iífskjör nið
ur á móts við það, sem verst
gerist í álfunni. Og þessu mun
um við halda áfram segir
Bjarai.
Spegill, spegíil...
Þessi boðorð og heitstreng-
ingar valdiamesta mannsins i
stjórnarliðinu segja annars öm-
urlega söigu og minna þjóðina
á gamalt ævintýri, sem lengi
hefur verið dæmisaga — sög-
una um vondu stjúpuna, sem
þóttist öllum betri og fegurri.
Þessi ríkisstjórn hefur verið
þjóðinni ill fóstra og fáir mæla
honni bót, nema stjórnarliðið
sjálft. Bjarni gengur sýknt og
heilagt eins og drottningin
fram fyrir spegilinn og spr1
Spegill spegi'll herm þú hver
hér á Iandi fríðust er.
Og Morgunblaðið er spegill
Bjarna, og stendur ekki á því
að svara, eins og glöiggur mað-
ur sagði í viðtali við Tímann
á dögunum.
2
T í M X N N, laugardagui 10. nóvember 1962,