Tíminn - 10.11.1962, Blaðsíða 15

Tíminn - 10.11.1962, Blaðsíða 15
1 Aihugasemd Framhald aí 8 síðu. g. Getið er um tilboð, sem komið mun hafa fram hjá læknum, eftir að deilunni við L.R. lauk, en ekki minnzt á tilboð rikis- stjórnarinnar. Upplýsingar' fréttatilkynningar- innar eru því mjög einhliða og næsta óskiljanlegar fyrir þá, sem ekki gerþekkja málið. Er því sýnt, að ón frekari skýrin.ga nær nefnd fréttatilkynning ekki þeim tilgangi ag upplýsa málið, og getur auð- veldlega valdið misskilningi. (Um a. og b.): Sundurliðun á vinnutíma og laun- um sjúkrahúslækna: Aðst.yfirl Deildarl. Aðstl. Vinnutími Greiðslur Greiðslur Greiðslur klst. á mán. kr. á mán. kr. á mán. kr. á mán Dagvinna ... 152 8.755,00 8.090,00 6.982,00 Gæzluvaktir 150—180 2.216,00 2.216,00 1.551,00 Helgidagav. . allt að 10 Engar Engar Engar Bílastyrkur . 1.000,00 1.000,00 750,00 Samtals 327 11.971,00 11.306,00 9.283,00 Sé aðstoðaryfirlæknir jafnframt dósent við læknadeildina, hækka launin um kr. 3.312,00 en starfs- tíminn lengist um 48 klsti^á mán. (Þar með er talinn undirbúnings tími fyrir kennsluna). Sé deildar- læknir jafnframt lektor við lækna deildina, fær hann kr. 1.890,00 við bótarlaun, en mánaðarvinna eykst um 32 klst. Aðstoðarlæknar ann- ast yfirleitt ekki kennslu við Há- skólann og sumir þeirra taka eng ar gæzluvaktir. Tölur þær, sem að ofan getur eru miðaðar við greiðslur í apríl 1962, en síðan hafa allar laúna- greiðslur hækkað um 11,28% en bílastyrkir haldast óbreyttir. (Um c.): Mánaðarlaun, sem veita ævi- tekjur til jafns við strætis- vagnastjóra. Samkv. útreikningum, sem gerð ir voru í nóvember 1961 þurfa mánaðarlaun deildarlækna fyrir venjulega dagvinnu að vera 13— 15 þús. kr. og auk þess tekjur, sem svara bifreiðakostnaði, en laun aðstoðaryfirlækna 15—17 þús. kr. -á mánuði fyrir dagvinnu, og auk þess laun, er svara bifreiða kostnaði, til þess að ævitekjur Iæknanna verði þær sömu og ævi- tekíur strætisvagnastj ðra. " Hvergi hefur verið viðurkennt að slíkar greiðslur séu þó nægilegar fyrir læknisstörf. (Um d.): Störf utan sjúkrahúsa minnka Vegna vaxandi starfa við sjúkra húsin og væntanlegra launahækk- ana hafa allmargir sjúkrahúslækn ar hætt heimilislæknisstörfum á síðasta ári, enda hafa nú 19 þess- ara 25 lækna engin heimilislæknis störf og þar eru 9, sem eigi hafa cpna lækningastofu. Rétt er að taka sérstakelga fram, að greiðsl ur fyrir kennslustörf við lækna- deild Háskólans voru utan við deil una um kjarabætur til handa sjúkrahúslæknum, enda aðeins fá- ir þeirra, sem eru jafnframt dósentar eða lektorar, svo sem fyrr greinir. (Um e.): Tillögur L.R. um kjarabætur. Kröfur Læknafélags Reykjavík- ur, sem ræddar voru við fulltrúa ríkisstjórnarinnar fram til 13. apríl 1962, voru reistar á fundar samþykktum frá 20. þingi BSRB 1960 og hagfræðilegum útreikn- ingum á auknum reksturskostnaði bifreiða og er að finna rökstuðn- ing fyrir þeim í bréfi til stjórnar nefndar ríkisspítalanna 31. jan.’61, voru sem hér segir: (mánaðar- greiðslur): Ilækkanir á launagreiðslum (vakta- og helgidagavinna) Hækkanir vegna aukins bifreiðakostnaðar Hækkanir á mán. kr. Tillögur eða tilboð þetta fól því í sér aukningu á launagreiðslum, sem nam kr. 10.149,00—12.484,00 á mánuði og kr. 1.500,00—2.000,00 vegna hækkana á reksturskostnaði bifreiða, hins vegar fól tilboðið ekki í sér hækkanir á föstum laun um. -Um f.): Laun og vinna læknanna er uppsagnarfresti lauk. Laun aðstoðaryfirlæknis, sem tók 10 gæzluvaktir, voru í október 1962 kr. 13.209,50 eða kr. 16.903, 40, ef viðkomandi var jafnframt dósent vifj læknadeildina. Vinna, sem lá á bak við þessi laun, ásamt bindingu í starfi, nam 83—95 klst. á viku (eða um 380 klst. á mán.). Samkvæmt þessu var greiðsla á klst. um 44,00 kr. Laun deildar- lækna í okt. ’62 (miðað við 10 gæzluvaktir) voru kr. 12.469,50 eða 14.580,20, ef viðkomandi var jafnframt lektor við læknadeild- in. Vinna og binding við störf vegna þessara launa var 83—91 klst. á viku, (eða um 365 klst. á mán.). Laun aðstoðarlækna í okt. 1962 voru 8.519,60 kr. án vakta eða 10.249,30 kr. með 10 gæzlu- vöktum. Vinna og binding við störf fyrir þessi laun var 38—70 klst á viku. Gæzluvaktir eru hér að sjálfsögðu innifaldar í nefnd- um vinnutíma en nokkrum erfið- leikum er bundið að meta þær til dagvinnustunda. Frekari skýringa þörf. Ástæður fyrir öðrum og hærri greiðslum, en að ofan getur eru .Læknafélagi Reykjavíkur ekki fyllilega kunnar og á meðan ekki koma frekari skýringar geta sum- ar tölurnar í fréttatilkynningu ríkisstjórnarinnar frá 3. nóv, bent til þess, að í október hafi ríkis- stjórnin verið farin að greiða, í ASst.yflrl. Deildarl Aðst.l. 12.484,00 11.384,00 10.149,00 2.000,00 2.000,00 1.500,00 14.484,00 13.384,00 11.649,00 einstökum tilfellum, nokkurn hluta af þeim kröfum, sem lækna- félagið fór fram á i launadeilu þeirri, sem stóð frá 31. jan. 1961 til 13. apríl 1962. (Um g.): Of lág tilboð of lágar kröfur. Ekki er vitað um neitt tilboð frá ríkisstjórninni, sem numið hafi hærri upphæð, en sem svarar aukn um reksturskostnaði bifreiða. Þá skal á það bent, að hæstu mánaðargreiðslur, sem nefndar eru í fréttatilkynningu ríkisstjórn arinnar frá 3.11. ná hvergi nærri því marki að veita læknum sömu ævitekjur og strætisvagnastjórar hafa. Afj lokum skal tekið fram, að «ieð hliðsjón af blaðafregnum, sem birtust í okt s. 1. af sam- þykktum síðasta þings BSRB, þá hljóti þær kröfur, sem BSRB muni gera um framtíðarlaun sjúkrahúslækna að verða hærri en þær uppástungur um kjarabætur, sem Læknafélag Reykjavíkur lagði til grundvallar í afstaðinni deilu, og verður því að álíta að óðurnefndar kröfur L.R. hafi verið of lágar. 7. nóv. 1962. Læknafélag Reykjavíkur. Samyrkjubúskapur Framhald af 7. síðu. verzlanir í borgunum. Þetta leiddi til þess í maj í vor, að stúderftar í Prag heyrðust raula: „Við eigum Gagarin, við eigum Titov, en við eigum ekkert kjöt.“ Meðal örþrifaráða Ulra staddra stjórnarvalda þar í sjandi má nefna að innleiða þá skyldu verksmiðjuverkamanna, sem hafa til umráða landskika, að afhenda afurðirnar til sam- eiginlegra þarfa. Þá hefur tryggingarlögunum verið breytt í það horf, að fullrar trygging- ar njóta aðeins meðlimir sam- yrkjubúa, sem hafa tekið við landi einkabúanna, og komið á hjá sér fastlaunakerfi. Megin- árangur þessa verður enn minni hvatning en áður til að auka landbúnaðarframleiðsl- una. Hið framknúða samyrkju- skipulag hefur beðið fullkom- inn ósigur. (Höfundur þessarar greinar er þekktur, enskur blaðamaður. Hann er nú utanríkisritstjóri Birmingham Post, en gegndi áður sama starfi hjá London Evening News). Auglýsinga- sími Tímáns er 19523 Innilegar þakkir til þeirra, nsr og fjaer, sem sýndu oss samúð við andlát og jarSarför mannsins mins og föður okkar, STEFÁNS BJARNASONAR Kristín Jóhannesdóttir og börnin. R I? 1U tRi i# p C ^ J" burðarþol 7 </2 tonn, kostar aöeins kr. DLHrVHlll 235.000,00 me« 107 ha. dieselvél, fimmskiptum gírkassa, tvískiptu drifi, miSstö®, forhitara, dempurum, stefnuljósi, vökva- lyftu, 5 hjólbörðum — 9.00x20-12 strigai., og 2 hjólbörðum 8.25x20-10 strigal. Leitið upplýsinga — kynnið yður hin hagstæðu kjör. VÉLADEILD SAMBANDSHÚSINU - SÍMI 17080 KKB T í M I N N, Iaugardagur 10. nóvember 1962. mnti 15

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.