Tíminn - 10.11.1962, Blaðsíða 14

Tíminn - 10.11.1962, Blaðsíða 14
Rosemaríe Nitríbitt er úti li)kað. Þetta er ekki staður fyrir stúlku eins og þig. Eg veit ekki, hvað þú ættir að gera hér. Klúbburinn er bara fyrir meðlimi. Þú ættir að koma þér sem fyrst í brott héðan, þar er öllum fyrir beztu. Þú ættir meira að segja að fara að koma þér af stað?“ Rosemarie gekk þessi fáu skref i áttina til bílsins og settist inn í hann aftur. Hún hafði búizt við, að þetta yrði öðruvísi, að svo miklu leyti, sem hún hafði hugsaS út í það. í ráun og veru hafði hún ætlað sér að sýna Hartog, að hann gæti ekki farið með hana, hvernig sem honum sýndist. Nú ók hún bflnum ofurhægt út úr röðinni á stæðinu. Af ótrúlegri fimi stökk| Bruster upp á brettið Og hallaði sér inn um gluggann. ,Eg hef séð þig einhvers staðar áður, ég man bara ekki hvar, Ertu frá Frank- furt?“ sagði hann. „Já.“ „Þú átt þar heima, er það ekki?“ ,Jú.“ „Hefurðu síma?‘‘ „Já.“ Brusler tók minnisbókj sem bundin var í grænt skinn, og kúlu- penna upp úr brjóstvása sínum. „Hvaða númer hefurðu?" spurði hann. „Eg hringi kannske í þig einhvern daginn.“ Rosemarie hugsaði sig um and- artak. Því ekki það? „Láttu mig gera þetta,“ sagði hún og tók af honum bókina. EFTIR AÐ STÚLKAN var ekin á brott áleiðis ofan í dalinn, sneri Brus'ter sér við og lagði | áf stað upp eftir aftur, hægum skrefum. Hann var að velta því fyrir sér, hvört nokkur hefði séð þau. Ef ekki, var hann ákveðinn í áð þegja fyrst um sinn. Hann var gæddur 'næmum skilningi og vissi hvað til hans friðar heyrði. Á tíu árum hafði honum tekizt að reisa AB- RUDA-verksmiðjUrnar úr rúst- um ög verið þar einráður, þrátt fyrir öran vöxt hlutafélagsins. Sú staðreylid byggðist á því, að hann hafði lag á að spila ekki út tromp- itnum fyrr en á réttu augnábliki. Fyrsti hópúrinn var kominn í mark, og sá siðasti var að leggja áf stað. Allir fylgdúst með af mikl um áhuga og enginn virtist hafa orðið þess var, að hann vantaði. Hann tók sér stöðu að baki tveggja kvenna. Önnur þeirra sagði: „Held urðu, að ég trúi því, að þú farir alla leið til Múnchen til að horfa á þetta í hvert skipti?" „Þú mátt trúa mér,“ svaraði hin. „Það er þess vert. Það trúir því enginn, hváð búningarnir eru glæsilegir." Hún brosti, svo að varir hennar opnuðust lítið eitt, og nfillli þeirra skein i hvítar eg fallegar tennur. ÞAÐ VAR NÆRRI viku seinna, meéan Bruster var í miðjum klíð- um að lesa fyrir bréf, að hann mundi allt í einu, hvar hann hafði séð stúlkuna í fyrsta sinn. Hann hringdi í hana undir eins. Nú gat hann hringt beint til Frankfurt frá skrifborðinu. Sjálfvirka símakerfið, sem kom- ið var á fót í Þýzkalandi, var eitt mesta framfaraskrefið, sem þar var stigið á þeim fáu árum þess- arar aldar, sem Þjóðverjar hvorki áttu í stríði né voru nýbúnir að tapa því og drógu heldur ekki úr framleiðslu- og uppbyggingargetu sinni með vígbúnáði. Þessi endur- bót á símakerfinu kom sér sér- staklega vel fyrir eiginmenn, sem áttu eiginkonur, er aldrei gleymdu að fara vandlega yfir símareikn- ingana. Seinni kona Brusters gleymdi því aldrei. Fyrir mánuði síðan skaut nýtt númer í Frank- furt upp kollinum á símareikn-; ingum Hartogs og Brusters. Nú fjölguðu samtölin við Rosemarie aðeins hinum óskilgreindu við- skiþtasamtölúm. í fyrstu fékk Bruster ekkert svar. Hann hringdi aftur fáeinum klukkustundum síðar, og þá svar- aði Rosemárie. \ „Hallór „Ert það þú?“ spurði Brustef. „Já“, sagði hún. „Ertu ein?“ spurði hann. „Við hvern er ég að tála?“ spurði hún. Bruster hló. „Forsetann." „Ó-já“, sagði hún. Nú var hún með á nótunum. „Nú man ég, hvar ég sá þig. Manstu?“ „Nei,“ sagði hún. „Það er heldur engin von, — þú sást mig ekki. En þú skuldar mér fimm mörk.“ „Þér?“ „Lykilorðið er Palace Hotel. Hvað varstu að gera þarna á stæð- inu? . . . Halíó, ertu þarna enn þá?“ „Varst það þú?“ „Það var ég. Og þú sveikst mig. Það verðurðu að bæta mér upp, Skal ég láta þig vitá. Eg kem til Frankfurt á morgun Hefurðu tíma?“ „Klukkan hvað?“ Bfuster blaðaði í minnisbókinni Sihni. „Eigúm við að ségja klukk- áh þrjú?“ „Allt í lagi,“ sagði hún. „Hvar?‘‘ Rosemarie hugsáði sig ofurlítið úm. Hartog hafði hringt til henn- ar um morguhinn Hann hringdi aldrei til hennar méð jöfnu milli- bili, stundum að degi og stundum að nóttu. í morgun hafði hann sagt henni, að vel gæti verið, að hann kæmi til Frankfurt í vikúnni. En ef hann sneri nú allt í einu við snældunni? „Hjá mér“, sagðj hún loks, jjen hringdu aftur í mig klukkán llálfþrjú?" „Hvar áttu heinla?“ „Eg skal segja þér það, þégar þú hfingir aftur.“ Þarna varð hanh aftur vár við gætnina þessa eðlislægu hneigð veiðidýrsins til að vera vari um sig sem hann hafði þótzt skyiija i augum hennar þegar Hún leit í kringum sig á stæðinu franmn við Palace Hotel, ,Allt í lagij ljúf- an!“ sagði hann og lagði á ÞEGAR ALFONS BRUSTER heimsótti Rosemarie ; fyrsta sinn, steig hún einu skrefi léngra inn í hring þýzku iðnaðarkónganna. „Þrjár hæðir, og engin lyfta,“ sagði hann um leið og hann blcs mæðinni. Hann hengdi hattinn sinn á snaga í forstofunni, eins og hann hefði komið þarna hundrað sinnum áður, og, gekk inn fyrir á undan Rosemarie. „Þessu hefði ég aldrei trúað,“ sagði hann og lit- aðist um. Ilann kveikti sér í sígar- ettu og fleygði eldspýtunni í ösku- bakkann á borðinu framan við svefnsófann. Svo gekk hann yfir að hinni hurðinni og opnaði..„Bað líka! Nú, það er aldrei!“ sagði hánn. Svo settist hann í annan djúpa stólinn sem fylgdi svefn- sófanum og kringlótta borðinu, þegar Rosemarie keypti það. Það var eins og húsgögnin stæðu enn i búðinni og biðu kaupandans Rosemarie stóð við gluggann, og ef hann hefði sagt við hana á sama andartaki: „Ætlarðu ekki að drífa þig úr spjöúunum?“, mundi hún hafa gert það. En hann saug bara að sér sígarettureykinn, eíns og hann þyrfti að tyggja hann. Hann sat gleiður j stólnum, strauk með skótánm eftir gólf- teppinu og raulaði ánægjulega. Nú glotti hann í fyfsta sinn síðan hann kom inn í íbúðina. ,Langar þig í eitthvað að drékka?" spufði hún, 6 j,Það fer eftir því, hvað þú átt.“ Hún gekk fram í eldhúsholuna, og þegar hún kom aftur inn hélt hún á bakka með tveimur glösum, einni flösku af óblönduðum ver- 1 1. KAFLI Janúarmánuður hafði verið mildur og hlýr, og í febrúar hóf- ust miklar rigningar. En hafi fólk farið að vonast eftir vorinu, brást sú von, því að úrkomunni fylgdi kuldi og síðar frost. Horatia Mendleton kom inn í verkfæraskúrinn við hesthúsið drungalegan eftirmiðdag í febrú- ar. Hún var döpur í bragði og kom til að leita skjóls fyrir bítandi kuldanum og einnig til að hitta að máli Jeremías Smallbones, ekil- mn, sem hafði verið bezti vinur hennar, síðan hún kom á óðal frænda síns, Neweross, fýrif tæþ- um tólf árum. Jeremías var að bera feiti á reiðtygin og hafði hjá sér ölkrús, sem honum þótti gott að súpa á við vinnu sína. Horatia tyllti sér niður og sagði mæðulega: Hvenær skánar veðrið eiginlega, Jerry? Frændi segir, að það 'Sé hættulegt að fara með hest- ana út á veginn, og Hvítstjarni er enn þá haltur. Eg helzt ckki við innj í þessu ömurlega hrörlega húsi lengur, það er enn kaldara þar en úti. Jeremías svaraði ekki strax. Hann virtist ekki í betra skapi en Horatia þennan dag. — Og veðrið breytist ekki næstu vikurnar, sagði hann fýlu- lega. Það er ekki gott að segja, þegar kemur kuldakast í febrúar- mánuði. Það vorar áreiðanlega seint í ár. Jeremías féjík sér teyg úr krús- inni og sagði: — En það kemur mér ekki við . . . ég verð hvort sem er ekki hér . . . — Ekki . . . ? Horatia starði á hann. — Jeremías, hvað áttu við? Hvers vegna verður þú ekki hét? Svo feetðlst kvíðasvipur á andlit hennar: — Þú ert vohandi ekki veikur, Jerry? — Aldrei verið frískari . . . en ég á að fara frá Newcross. — Fétðu frá NewcroSs? Hún trúði ekki sínum eigin éyrum. Jefemías Vár híuti af llfi hennar hér, hann ög ráðskonah, frú Turhey, höfðú skipt með sér verk- um sem bátnfóstra og vinur henn- ar. Húh gat ekki' hugsað séf hest- húsið án hans né heldur neinn dag án návistar hans. — Jerry, áttu við, að þú hafir sagt upp? Eg trúi því ékki! — Það var ekki ég sem sagði upp, Sagði Jeremías dapurlega. — Það var óðalseigandinn, sem sagði mér upp. — Sagði hann þér upp? En það getur ekki verið. Hann hlýtur að hafa verið fullur! — Hann var edrú eins og klerk- ur, ungfrú Horatia og þetta er sannleikur. — Þá hlýtur hann að vera bú- inn að missa vitið! Horatia stökk á fætur. — Eg ætla að fara strax og tala við hann og segja honum, að hann verði að draga það til baka. Hann veit fullvel, hvað við erum hjálparvana án þín. — Oj ég veit nú ekki. Og ég býzt við að hann hafi hugsað sér að setja Néd í minn Stað. Rödd Jeremíasar Var eins bitur og vihd- urinn fyrir utan. — Eh . . , gaf hann þér éttga ástæðu? Horatia var svo undrandi, að hún átti bágt með að skilja þetta. — Þú kenndir mér að ríða, Jerry . þú hefur kennt mér allt, sem ég veit um hesta. Þú getur ekik farið frá Newvross. — Óðalsbóndinn segir, að ég geti farið, og það áður en dagur- inn er liðinn. Álltaf versnaði það. — Hann er orðinn geggjaður, sagði Horatia á- kveðittj Jeremías fékk sér sopa og þurrk aði sér vandlega um munninn með ermirtni, gretti sig og hélt áffam að befa á hnakkana. Horatia stóð sem steinrunnin og gat ekkert sagt, svo lagði hann frá sér' klút- inn, horfðj beint framan í nngu stúlkuna og sagði: — Ef ákVeðin, úhg stúlka, sem ég vil ekki nefna nafn á, skyldi spyrja mig, áður en ég fer hvaða ráð ég Vildi gefa henni þá myndi ég segja við ungu stúlkuna: Gerðu eins og ég, og það strax. Hikaðú ekki einn dag. Stundum er New- cross ekki öruggur staður fyrir þann, sem á von á einhverju, myndi ég segja. Horatia starði á hann og fölnaði lítið eitt. — Hvað . . áttú við. Jerry? spurði hún seinlega. — Geri ráð fyrir að þér vitið, hvað ég á við, ungfrú Horatia, sagði gamli maðurinn og fór að þrifa til á gólfinu og Horatia hjálpaði honum, eins og hún hafði gert síðan hún var níu ára gömul. — Eg sagðj við óðalseigandann. að það Værx ekki lengur öruggt að vera hér, hélt hann áfram. — Handriðið bilar allt í einu, fullt af láusum Steinum á brjóslvörn inni, sem geta auðveldlega hrunið niður á þann, sem hjá gengur Ætti að gera við það, sagði ég. — Og hverju svaraði frændi minn því? sagði Horatia með önd- ina í hálsinum — 0, hann sagði. að allir gætu orðið fyrir slysum sagði Jeremías — án þess að hægt væri að ásaka nokkurn, það eru forlögin, sagði hann. — Og svo? — Nú, ég sagðist ekki trúa, að forlögin hefðu ákveðið, að slík slys skyldu koma fyrir ungar stúlkur sem væru erfingjar að miklum auðæfum, ekkj sízt þegar nefndsr ungar stúlkur byggju kannski með æt.tingjum, sem myndu erfa peningana ef ungu stúlkurnar skyldu farast af slys- Iförum. Eg hélt trúlega, að forlög- ^ in vildu koma í veg fyrir slík slys. KYNNIST BEDFORD - KAUPIO BEDFOR n T í M I N N, laugardagur 10. nóvember 1962.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.