Tíminn - 10.11.1962, Blaðsíða 16

Tíminn - 10.11.1962, Blaðsíða 16
UMBOÐSMENN! Óðum stytt- ist þar til dregið verður um OPEL-bflana og dráttarvélarn- ar. Bezt væri að geta lokið sölu mi'ðanna sem fyrst Nokkrir um boðsmenn hafa gert full skil og sumir óskað eftir fleiri mið- um. — Þeir þrír, sem fyrstir gerðu skil, og tóku allir við- bótarmiða voru: Magnús Árnason, Tjalda- nesi, Saurbæ, Dalasýslu: Helgi Símonarson, Þverá, Svarfaðar- dal, Eyjafirði; Jónas Halldórs- son, Rifkelsstöðum, Eyjafirði. Hapdrættið færir þessum inönnum alveg sérstakar þakk- Frarnhald a 13 síðu IP J iMW Laugardagur 10. nóvember 1962 * 253 tbl. 46. árg. VILDI HLERA TAL INá4“ SKÓLABARNANNA KH-Reykjavík, 9. nóv. Blaðið hefur sannfrétt, að í heimavistarbarnaskóla úti á landi hafi hátalara- kerfi verið lagt um allt hús- ið, þannig að skólastjóri getur sparað sér hlaupin og komið skilaboðum til barn- anna gegnum hátalara. í upphafi var ætlun skóla- stjóra að hafa bæði hljóð- nema- og hátalarakerfi til að geta fylgzt með gerðum nemenda sinna í frístund- um, en fræðslumálastjóri kom í veg fyrir það í tæka tíð. Skólinn, sem hér um ræðir, er að Laugalandi í Holtum, ný- byggður heimavistarbarnaskóli fyrir Holta-, Ása- og Land- mannahrepp. Tekur skólinn lið- lega 40 börn í heimavist. Bygg- ingin er ekki eldri en svo, að byggingarnefnd mun skila henni af sér til skólaráðs við hátíðlega athöfn á morgun. Skólastjórinn er Sæmundur Guðmundsson, maður um þrí- tugt, sem búinn er að starfa við kennslu í héraðinu síðan 1958. Auk hans kenna tveir kennarar, Auður Karlsdóttir og Guðlaugur Jóhannesson. Hátalarakerfi, eins og það, sem sett hefur verið upp í um- ræddum skóla, hefur verið not- að í fáeinum skólum hérlendis, eins og í Hafnarfirði og ísaks- skólanum. Þetta er þó það dýrt, kostar ekki innan við 30 þús- und krónur, — ag ekki hefur þótt fært að nota slíkt kerfi í ríkisskólunum. Hugmyndin um slíkt kerfi og hljóðnemakerfi að auki í barnaskólanum að Laugarlandi í Holtum mun ein göngu vera runnin frá skóla- stjóranum þar, en fjárstyrk fékk hann annars staðar frá en ríkinu. Upphaflega við lagningu sím ans var samið um bæði hátal- ara- og hljóðnemakerfi, en áð- ur en verkinu var lokið/ komst fræðslumálastjóri á snoðir um það, og bannaði, að hljóðnem- unum væri komið fyrir, kvaðst ekki vilja neinn nazisma í skól- um á íslandi. En hátalarakerf- ið er vitanlega til mikilla þæg- inda, ef koma þarf skilaboðum, hvort sem er til barnanna eða fra þeim. Fræðslumálastjóri staðfesti þessa frétt í viðtali við blaðið í dag. BÆNDUR FA NU AD RÆKTA HOLDANAUT BÓ-Reykjavík, 9. nóv. í næstu viku munu bændur á félagssvæði Búnaðarsamb. Suður- lands í fyrsta sinn eiga kost á gerfisæðingu kúa með sæði úr hoidanaut- um af Galiowaykyni. Blaðið talaði í dag við Hjalta Gestsson, ráðunaut á Selfossi, og sagði hann búnaðarsamband ið haía fengið leyfi Búnaðarfé- lags íslands til slíkrar sæðing- ar í einn mánuð, og verður miðað við, að 200 kálfar fæð- ist eftir þann tilverknað. Þessi takmörkun miðast við hugsan- legan markað. Nautgriparækt- arfélögin eiga að sjá um að hindra blöndun Gallowaykyns- ins vig mjólkurkúastofninn, og bændum verður fyrirlagt að gelda ' nautkálfana innan þriggja mánaða aldurs. Félög- in verða látin ráða, hvort félags menn fá kýr sínar sæddar, og hefur þeim öllum verið skrifað með fyrirspurn um þetta. — Hjalti kvaðst gera ráð fyrir, að flest nautgriparæktarfélögin mundu óska eflir, að kýr fé- lagsmanna yrðu sæddar. Sæðið verður tekið úr Gallowaynauti frá Gunnarsholti og verður naútið haft í Gunnarsholti eða á Hellu þann mánuð, sem sæð- ingin fer fram. Sláturfélag Suð urlands hefur mælt sérstaklega með þessari tilraun fyrir kjöt- markaðinn. Ólafur E. Stefánsson, ráðu- nautur, tjáði blaðinu, að Sam- band nautgriparæktarfélaga i Eyjafirði væri að þreifa fyrir sér um slíka tilraun. Stjórn Búnaðarfélags íslands hefur s. 1. hálft annað ár veitt nokkrum bændum leyfi til kaupa á holda kálfum til notkunar með sér- stökum skilyrðum, en þar hef- ur ekki verig um sæðisdreif- ingu að ræða. Síðasta Búnaðar- þing óskaði eftir, að þeim kafla búfjárræktarlaganna, sem fjall ar um blöndun erlendra búfjár kynja við íslenzk kyn, verði breytt. Eru líkur til, að ráðu- neytið komi þessari ósk á fram færi við alþingi í vetur. Ef breytingarnar ná. fram að ganga verður bændum auðveld að ag fá sér kálfa af Galloway- kyni. Að svo stöddu hefur yfir- dýralæknir neitað að sam- þykkja innflutning á Galloway sæði, en eins og kunnugt er hefur innflutningur verið heim ilaður með því skilyrði, að yf- irdýralæknir samþykki hann. engri eftir mikið erfiði HE—Rauðalæk, 9. nóv. S.l. föstudag var flogið yfir Land manna- og Holtamannaafrétti, en á innanverðum Landmannaafrétti sáust fjórar kindur. Á mánudag- inn var haldið í þriðju leit á Land- mannaafrétt, en þá hafði kyngt niður snjó. Ellefu manns úr Holta- og Landhreppi brutust á afrétt- inn, en fundu ekki kindurnar. Leitarmenn fóru á þrem bílum, þar af einn með talstöð, og voru í 17 klukkustundir að brjótast úr byggð inn að Landmannahelli, en það er 3 klukkustunda akstur að sumarlagi. Tvisvar í ferðinni þurftu leitarmenn að draga bíla upp með spili, í annað sinn féll bíll f jarðfall, og hitt sinnið er þeir neyddust til ag aka niður af bröttum bakka. Kindurnar fjór- ar höfðu sézt tvær í Rauðufossa- fjöllum og tvær við Skálatind. Leitarmenn sáu engin merki um kindurnar. en mikið af tófuförum. Þó bar það við, að hundur eins leitarmanna krafsaði í fönn í Rauðufossafjöllum og lét ófrið- lega. Maðurinn var þar finn í göngu, tekið að bregða birtu og bílarnir á beimleið. Fönnin var Alaskalúpína þarfaþin til að græða upp örf Framhald á bls. 13 KH — Reykjavík, 9. nóv. Numið hefur land hér á íslandi jurfafegund, sem er hið mesfa þarfaþing, því að hún nær að vaxa og útbreiðast þar, sem enginn annar gróður get- ur þrifizt. Mun hún því í framtíðinni verða ein 4)ezta hjálpin tíl að græða upp örfoka mela á Isiandi. Jurt þessi hefur verið nefnd Alaskalúpína á íslenzku, þvi að hingað kom fræ hennar frá Al- aska árið 1945 að því er Hákon Bjarnason skógræktarstjóri tjáði blaðinu í dag. Hann sagði að í fyrstunni hefði henni ekki verið mikill gaumur gefinn, en nú væri fengin reynsla af því, hvílíkt þarfa þing hún væri, og sem dæmi nefndi Hákon, að hún hefðj fest rætur í jökulurð, þar sem enginn annar gróður hefði náð vexti. Nú er orðið svo mikið af Alaskalúp- ínu hér, að j sumar var safnað, 30—50 kg. af fræi til sáningar í vor. Alaskalúpínan er stór jurt, nær meðalmanni rúmlega í hné, blómstrar frá því snemma í júní og fram í ágúst, ber mikil faguT- blá blóm og fræ. Hún hefur stólparót og nær rótarkerfi henn ar djúpt niður í jörðu. Hefur eng in innflutt jurt gefizt eins vel og Alaskalúpínan. Þrífst hún hvað bezt á eyddum mel, þar sem eng- inn gróður er j nánd, en éftir landnám hennar líða aldrei mörg ár, unz annar gróður bætist við ED—Akureyri, 9. nóv. Hér var ■ gærkvöldi frunisýnd kvikmyndin 79 af stöðinni". Sýn- ingin var i Borgarbíói klukkan liálf níu og var húsið troðfullt. Eftir sýningu kvaddi Magnús E. GuðjónsSon aæjarstjóri sér hljóðs iOg ávarpaði þá tvo stjórnarmeð- lsmi Edda Film, sem þarna voru, þa Guðlaug Rósinkranz og Friðfinn Ólafsson. Að því loknu flutti Guð- laugur Rósinkranz ræðu og lýsti a^ídraganda og gerð kvikmynd- arinnar. Á olaðamannafundi hér i gærkvöldi lýsti Guðlaugur yfir bví, að nú væri sýnt, að kvikmynd jr myndi bera sig fjárhagslega, en nú hefðu milli 42 og 43 þúsund rnanns ség myndina á þeim tæpa mánuði. sem hún hefur verig svnd.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.