Tíminn - 10.11.1962, Blaðsíða 13
Myndin
Framhald af 9. siðu
kunni ferðalangur Vigfús Guð-
mundsson til að kaupa Þing-
vallakortið og senda það vinum
sínum í Ástralíu og víðar á
hnettinum, og hann á víst kunn
ingja í öllum heimshornum.
Og líka eru það ýmsir,' sem
gefa kortið innrammað í jóla-
gjöf og innrömmun tekur tíma.
— Þið getið víst verið á-
nægð með kortin ykkar, þegar
prentun þeirra er borin sam-
an við það sem gerist erlendis.
— Eg skal segja ykkur það,
að í september tók ég sumar-
fríið og skrapp til Lundúna til
þess að sjá syni mína tvo, sem
þar eru búsettir. Þá notaði ég
tímann til að skoða söfnin, og
ekki gerði ég mér sízt far um
að skoða listaverkakortin, sem
þar voru til sölu. í einu stærsta
safnniu var farið að selja jóla-
kortin. Þar sá ég t.d. eitt með
mynd etfir franska málarann
Claude Monet, og málverkið
sjálft sá ég líka í safninu, þótti
myndin sérlega falleg og frísk.
En kortið fannst mér aftur á
móti eitthvað grámuskulegt. Þá
varð mér hugsað til þeirra, sem
gert hafa litkortin fyrir Ás-
grímssafn, þau eru mun betur
prentuð en kortin í hinu stóra
fræga safni, að því er mér
fannst. Við eigum orðið ákaf-
lega vel færa menn í þessari
grein. Það er rétt, sem kunnur
borgari sagði vig mig nýlega,
þegar hann sá Þingvallakortið,
og hann hefur vit á slíkum
hlutum: „Það er alveg lygileg
framför, sem hér hefur orðið
á þessu sviði síðustu 3—4 ár-
in.“
— Er sérstök ástæða fyrir
því, að þig völduð þessa mynd
til að prenta eftir nú?
%— Þetta er í fyrsta lagi ákaf
lega falleg mynd, það fannst
listamanninum sjálfum, eins og
sjá má á sögu, sem skal segja
ykkur um þessa vatnslitamynd.
Hún á nefnilega sína sögu. Ás-
grímur Jónsson málaði mynd-
ina síðla hausts og nefndi hana
Haust á Þingvöllum. Honum
þótti haustið fegursti árstím-
inn á Þingvöllum, og hann fór
þangað austur dag eftir dag,
þegar heilsan leyfði og veður
var gott. Haustlitirnir voru Ás-
grími óþrjótandi viðfangsefni,
og hann hafði einna mestar
mætur á landslaginu í nágrenni
Arnafells, hjá Vellankötlu og
gjánum, enda þykir öllum
þarna undurfagurt og sérkenni
legt landslag. En svo skeði það
skömmu eftir að Ásgrímur mál
aði þessa mynd, að hann lét
hana frá sér fara, og dauðsá
svo eftir henni og gat ekki um
annað hugsað en myndina. Og
það atvikaðist þannig:
— Ein var sú stétt, sem Ás-
grímur Jónsson hafði sérlega
miklar mætur á, enda má segja,
að hann hafi verið í hennar um
sjá að mestu síðustu árin, sem
hann lifði, og það var hjúkrun
arkvennastéttin. Stundum kom
það fyrir, að stúlkurnar báðu
hann ag selja sér mynd, og
varð hann venjulega við þeirri
bón, þótt hann væri svo að
segja steinhættur að selja
myndir. En eitt sinn var hann
of fljótur á sér, — seldi Haust
á Þlngvöllum. Oft heyrði ég
hann segja: „En að ég skyldi
láta hana“. Hann tók sér þetta
svo nærri, að loks var talað við
stúlkuna og hún spurð, hvort
hún væri fáanleg til að skila
myndinni aftur, og yrði henni
þá bættur skaðinn. Hún sam-
þykkti þetta á stundinni, og
hún fékk í staðinn stóra undur
fagra olíumynd. Þá varð Ás-
grímur glaður. Honum fannst
hann hafa himin höndum tekið,
þegar hann fékk aftur þessa
Þingvallamynd.
— Og nú er líka von á nýrri
Ásgrímsbók fyrir þessi jól.
— Já, það er von á henni á
hverri stundu. Ragnar Jónsson
forstjóri gefur hana út. Fyrir
tveim árum fór hann þess á
leit, að Ásgrímssafn léði hop-,
um nokkrar myndir til prentiln
ar í nýja bók, en sú fyrri, sem
var fyrsta stórlistaverkabókin,
sem Ragnar gaf út, er uppseld
fyrir nokkrum árum. En mynd
ir hefur hann annars fengið
léðar víða að í bókina. Ragnar
lét þess getið, að bókin ætti að
verða sú fegursta, sem prentuð
hefur verið á íslandi. Eg fæ
ekki betur séð.en það séu orð
að sönnu. Með þessari nýju Ás-
grímsbók hefur Ragnar Jónsson
reist vini sínum, Ásgrími Jóns-
syni, hinn fegursta minnis-
varða. G.B.
NáKu ercgri
Framhaid af 16. siðu
gífurleg og snjóhengjur allt í
kring.
Leitarmenn voiu þrjá daga í
íerðinni og fundu 124 kindur á
heimaverðum afréttinum, í Sölva-
hrauni, Valafelli og á Ferjufit við
Hald. Þetta fé hafði sloppið úr
fieimahögum inn á afréttinn.
Það sannaðist áþeifanlega, að
slíkar ferðir á ekki að fara nema
a beltavélum. Á göngu sukku leit-
armenn í mjóalegg og miðjan
kálfa, og ef vind hefði hreyft
mundu þeir ekki hafa komið bíl-
unum fram.
Nehru varar víð
(Framhald af 3. síðu)
versku og indversku þjóðinni í
dýr. En hvað sem kann að ger^
ast, verðum við að trúa því að
friður komist á, þ.e.a.s. friður,
sem við fáum með heiðri, og hef-
ur það í för með sér, að við höld-
um landsvæðum okkar. Eg vona
að við verðum ekki stríðsbrjáluð,
sagði Nehru að lokum.
Fréttastoian í Pakistan sagði í
dag, að enn væru um það bil 80%
indverskra hermanna staðsettir
við landamæri Indlands og Paki-
stan, og væri framkoma herjanna
nokkuð ógnandi.
Chen Yi utanríkisráðherra Kína,
sagði í ræðu, sem hann hélt í dag,
að sáttatillögur Kínverja væru
mjög sanngjarnar. Þar er m. a.
stung|ð upp á því, að báðir aðilar
flytji sig til þeirra staða, sem eru
í 18 km fjarlægð frá landamær-
unum frá 1959, en þau landamæri
hafa verið undir „faktisk“ eftir-
liti beggja, en síðan skuli Nehru
og Chou En-Lai hefja viðræður.
Indverjar hafa á hinn bóginn
sagt, að þeir geri sér ekki fulla
grein fyrir þvi, hvað Kínverjar
meini með „faktisk“ eftirliti og
hafa krafizt þess að Kínverjar
hverfi til þeirra staða, er þeir
höfðu yfir að ráða 8. sept. sl.
Krishna Menon, sem fyrr;í vik-
unni sagði af sér, sagði í bréfi til
Nehru í dag, að hann hefði farið
úr stjórn landsins til þess að
leggja lítinn skerf af mörkum til
einingar þjóðarinnar, en hann
hefði með sársauka gert sér grein
fyrir því að ekki var borig traust
til hans lengur.
Allt virðist með kyrrum kjörum
á landamærunum, en þó hefur
sézt til kínver^kra skriðdreka á
ferð í Ladakhhéraðinu.
/
Stjórnin í Portúgal hefur komi'ð
því til leiðar, að lierstöðvar á Az-
oreyjum verði ekki notaðar til við-
komu, á leið flugvéla eða skipa,
sem flytja vopn til Indlands. f
Lissabon er talið, að hér sé átt
við flugstöðvar Bandaríkjanna á
eyjunum, en nafn* stöðvanna hef-
ur ekki verið gefið uppi. í tilkynn
ingu Portúgalsstjórnar segir, að
stjórnin geti ekki gleymt árásum
índverja á Goa.
Happdræffið
Framhald af 16. síðu
ir fyrir áhuga og dugnað við
sölu bæði nú og fyrr.
Ef umboðsmenn almcnnt
seldu 20—25% fleiri miða en
þeim hafa verið sendir mundi
allt seljast upp og árangur
verða frábær.
Keppum að því marki.
Munið að vinningar í happ-
drætti okkar eru frábærir og
miðarnir ódýrir.
Aðalskrifstofan er í Tjarnar-
götu 26, Rvík, sími 12942.
Furða sig...
Framhald af 3. síðu.
anna á Kúbu, lieldur hefðu
Bandaríkin átt a® lyfta af
hafnbanninu á eyjunni, fara
á brott frá kúbönsku landi
og hætta að rjúfa loftlielgi
Kúbu.
Valtýr opnar
sýningu í dag
VALTÝR Pétursson listmálari
opnar málverkasýningu í Lista-
mánnaskálanum í dag kl. 2 e. h.
Þetta er með stærstu sýningum,
sem Valtýr hefur haldið, 54 olíu-
og vatnslitamyndir, aliar gerðar
síðan Valtýr hélt sýningu síðast
og talsverð breyting hefur orðið
á liststíl hans á þessum tíma. Þó
er skemmra milli þessara sýninga
en annarra, sem málarinn hefur
haldið, því að yfirleitt hafa liðið
fjögur ár milli sýninga hans. Val-
týr hefur sýnt oft á sérsýningum
í París og enn fleiri samsýningum
þar og í öðrum löndum, síðast á
Louisiana-sýningunni í Danmörku
s. I. vetur og seldi þar tvær mynd-
ir, málverk og mósaikmynd. —
Sýning hans að þessu sinni verð-
ur opin daglega kl. 2—10 e. h. til
25. nóvember.
Stúlka óskast
til að gæta barna 4—5 tíma
á dag.
Fæði og herbergi getur
fylgt ef óskað er.
Upplýsingar í síma 36509
eftir kl. 2.
Kanpum málma
hæsta verði..
Arinbjörn Jónsson,
Sölvhólsgötu 2 Sími 11360
VÉLADEILD - SAIVIBANDSHIJSINU - SÍMI 170SO
ffmmskiptum gírkassa, frískipfy drifi, miSsfö®, forhifara, dempurum, stefnuijósi, vökva-
lyffu, 5 hjólbörðum — 9.00x20-12 strigal., og 2 hjólböröum 8.25x20-10 strigal.
Leitið upplýsinga — kynnið yður hin hagstæðu kjör.
BEDFORD
J6LC5
burðarjiol 7V2 tonn, kostar aðeins kr.
225.000,00 með 107 ha. dieselvél,
T í M I N N, laugardagur þO. nóvember 1962.
13
t