Tíminn - 10.11.1962, Blaðsíða 6

Tíminn - 10.11.1962, Blaðsíða 6
TÓMAS KARLSSON RITAR | þingfrétt IR ó,v,t . : illlii! WNÍfR'ÍTTIR LOGGJOF UM ÞJÓÐARATKVÆÐI Ólafur Jóhannesson hef- ur ásamt þeim Páli Þor- steinssyni og Ingvari Gísla- syni (agt fram tillögu til þingsályktunar um undir- búning löggjafar um þjóð- aratkvæði. Tillagan er svo- hljóðandi: Alþingi ályktar að kjósa fimm manna nefnd til að rannsaka, hvort ekki sé rétt að setja löggjöf um þjóðaratkvæði í mikilvæg- um löggjafarmálefnum, svo og hvort ekki sé rétt að setia grundvallarreglur þar um í stjórnarskrána. Skal nefndin, ef hún telur ástæðu til, semja lagafrum- vörp um það efni. Nefndin skal kvnna sér sem íæki- legast öll atriði varðandi þjóðaratkvæðagreiðslu, þar á meðal reynslu ann- arra þjóða í þeim efnum, en einkum ber nefndinni að athuga eftirtalin atriði: a. hvort í ákveðnum tilvik- um eigi að vera skylda eða heimild til þjóðar- atkvæðagreiðslu; b. hvaða aðilar eigi að fá rétt til að krefjast þjóð- aratkvæðagreiðslu, t.d. hvort þann rétt eigi að veita tiltekinni tölu þing manna eða ákveðnum fjölda kjósenda; og c. hvort úrslit þjóðarat- kvæðagreiðslu eigi að vera bindandi eða aðeins til ráðgjafar. f greinargerð me® þessari tUögu segir svo: „í ýmsum löndum gætir þjóð aratkvæðis talsvert sem lög- gjafara'ðila. Þjóðaratkvæði mun t. d. allmikið notað í Sviss, Kanada og sumum öðrum brezkum samveldislöndunum og í cinstökum fylkjum Banda ríkjanna. Heimild til þjóðarat- kvæðis er í stjómlögum margra ríkja, svo sem Austur- ríkis, Tékkóslóvakiu, Danmerk- ur o. fl. f sumum löndum er beinlínis stjórnarskrárbundið, að almenn atkvæðagreiðsla kjósenda skuli fara fram um tiltekin lög eða lagafrumvörp. Annars staðar veita stjómar- skrár skilor'ðsþundna heimild til þjóðaratkvæðis, þ. e. a. s. veita tilteknum aðilum svo sem ákveðinni tölu þingmanna eða tilteknum fjölda kjósenda, rétt til að krefjast þjóðaratkvæðis um nánar tilgreind lög eða laga frumvörp. Úrslit þjó'ðarat- kvæðagreiðslunnar geta ýmist verið ákvarðandi um gildi þeirra laga eða lagafrumvarpa eða aðeins til leiðsagnar fyrir löggjafann. f þessum tilvikum byggist bein þátttaka kjósenda í lög- gjafarstarfi — hvemig svo sem henni er nánar fyrir komið — á stjórnarskrárákvæðum. En auk þess mun sums staðar nokk uð tíðkast, að svo sé mælt fyr- ir f einstökum lögum, að þau skuli ekki koma til fram- kvæmda eða jafnvel ekki öðl- ast gildi, fyrr en þau hafa ver- ið samþykkt við þjóðaratkvæða greiðslu. FÁTÍTT HÉR. Hér á landi hefur kveðið lít- ið að þjóðaratkvæði. — Sam- kvæmt stjómarskránni er þó skylt að efna til þjóðaratkvæða greiðslu um löggjafarmál í tveimur tilvikum. í öðm til- vikinu er um að ræða þjóðar- atkvæðagreiðsl'u um lagafmm- varp, sem horfir til breytinga á kirkjuskipupippi, rn.?þr^ 2. mgr. 79 gr. í hmu tilvikinu er um að tefla Iög, sem forseti hefur synjað staðfestingar samkvæmt 26. gr. stjskr. Á hvorugt þessara til- vika hefur reynt í framkvæmd, og hefur þjóðaratkvæðágreiðsla því aldrei farið fram samkvæmt þeim. Engin ákvæði era til í stjóraarskránni um skilorðs- bundna heimild til þjóðarat- kvæðis. Hafa slík heimildará- kvæði aldrei verið í íslenzku stjóraarskránni. Það er að ýmlssa dómi illa farið, að þjóðaratkvæði skuli ekki hafa verið notað hér meir en raun ber vitni. Eru sumir þeirrar skoðunar, ag við get- um þar lært af þeim þjóðum, sem áður em nefndar. Hér skal að svo stöddu enginn dóm ur á það lagður, hvort aukin notkun þjóðaratkvæðis muni henta hér á landi. En það er ástæða til að taka það efni til rækilegrar rannsóknar. Og það er vissulega athugandi, hvort ekki sé rétt að breyta hér um stefnu og nota þjóðaratkvæði meira í framtíðinni en að und- anfömu til þess að kanna af- stöðu landsmanna til mikil- vægra þjóðarmála. Þjóðarat- kvæði getur, ef vel tekst til, verið mikilsverður þáttur í lýð- ræðislegum stjórnarháttum. Má raunar segja, að í því sé fólgið hið fyllsta lýðræði að veita kjós 1 éndiim þannig beina þátttöku í löggjafarstarfi. Það virtfist að minnsta kosti fullkomin ástæða til að athuga, hvort ekki sé skynsamlegt að taka upp í stjómarskrána skilorðsbundna heimild til þjóðaratkvæðis. En þá rís sú spurning, hverjum nánari skilyrðum sú heimild eigi að vera bundin. Og þegar hér á að athuga möguleika til ÓLAFUR JÓHANNESSON I. flutnlngsmaður. aukinnar notkunar þjóðarat- kvæðis, þarf margs að gæta. Það þarf meðal annars að kynna sér löggjöf og reynslu annarra þjóða í þessu efni. Það þarf að átta sig á, hvort heppi- legra sé, að þjóðaratkvæði sé ákvarðandi eða aðeins ráðgef- andi. Enn fremur er spuraing- in, hvaða aðilar eigi að hafa rétt til að krefjast þjóðarat- kvæðagreiðslú. Þá koma og auðvitað til athugunar hin nei kvæðu atriði í sambandi við þjóðaratkvæðagreiðslu, svo sem fyrirhöfn, kostnaður, dreifing ábyrgðar o. fl., o. fl. Það er af greindum ástæðum tímabært að dómi flutnings- manna þessarar tillögu, að frani fari rækileg rannsókn á þessu sviðL Það er eðlilegt, að sú rannsokn sé framkvæmd af þingkjörinni nefnd, sem vita- skuld yrði að njóta aðstoðar sérfróðra manna. Fyrir tillögu þessari verður gerð nánari grein í framsögu. Valtýr Kristjánsson tekur sæti á Alþingi : ijpfgjf Fiskiráðstefna fyrir áramét NTB — Bmssel, 8. nóv. bandalagsríkjanna fari fram Nefnd Efnahagsbandalags fyrir áramót/ en nú hefur kom Evrópu í Brússel hefur látið í i3 upp ósamkomulag milli aS- Ijós ósk um, aS fiskiráSstefna ildarríkjanna i^i þaS, hversu Nv Landabréfabók Ríkisútgáfa námsbóka hefur gef ið út landabréfabók til notkunar í skólum. Bætir það úr brýnni þörf, þar sem hingað til hefur margir eSa hverjir þátttakend urnir eigi aS verSa. EBE-nefndin vill að þátttakend urnir-takmarkist við aðildarríkin, og styður Frakkland þessa til- lögu. Hollendingar á hinn bóginn I G Æ R tók sæti á Alþingi VALTÝR KRISTJÁNSSON, bóndi í Nesi. Valtýr tekiu- sæti Ingvars Gíslasonar, sem dveljast mun er- lcndis næstu vikur. Valtýr var 6. maður á lista Framsóknarflokks- ins í Norðurlandskjördæmi eystra við síðusfu alþingiskosningar. 1. og 2. varamaður flokksins í kjör- dæminu þeir Jakob Frímannsson og Björn Stefánsson gátu ekki mætt til þings vegna anna. Þetta er í fyrsta skipti, sem Valtýr Kristjánsson á sæti á Alþingi og undirritaði hann eiðstafinn í gær. aðaliega verið notazt við eriendar. telía rett> að öll helztu ríki Evr- ’ landabréfabækur. í ópu fáj að senda fu.lltrúa á ráð-l Kortin í nýju bókinni erj öll í stefnuna og einnig helztu fisk- j litum og staðarmerking^r á þeim veiðiþjóðirnar. Er hér fyrst ogj eru eftir íslenzkri venju. Bókin fremst átt við Noreg, Danmörku j er 58 síður með nafnaskrám. Í(°S Bretland en þessi ríki hafa: henni eru hnattkort og ýmis sér-jöll sótt um að fá að laka þátt í. kort svo sem stjörnukort og jarð-1 ráðstefnunni, eða að koma á ein-j j fræðilegt íslandskort. Af íslandi hvern hátt fram sjónarmiðum sín- ■ ; eru bæði yfirlitskort og fjögur um við þátttakendur hennar. j landshlutakort auk korta af Fjallað verður um fiskiráðstefn j Reykjavík og nágrenni og mið- una j næstu viku, þegar landbún- j bænum í Reykjavík. og loks er aðarráðherrar EBE koma saman j kort af Akureyri. Kortin af öðr- til fundar í Brussel Stungið hef- um löndum og heimsálfum eru ur verið upp á því til úrlausnar með svipuðu sniði og í erlendum þessu vandamáli, að samhliða landabréfabókum. fiskiráðstefnunni verði haldinn í Bókina bjuggu undir prentun Brussel fundur þeirra landa, sem þeir Helgi Elíasson, Einar Matt- hagsmuna eiga að gæta við fisk- ússon og Ágúst Böðvarsson. Prent veiðar, en ekki eru þátttakendur verk annaðist Kartografiska In- í Efnahagsbandalaginu og taki því stitutet í Stokkhólmi. ekki þátt i fiskiráðstefnu EBE. Þing hestamanna ÞB-La'ugarvatni, 9. nóv. HIÐ ÁRLEGA þing Landssam- bands hestamannafélaga verður haldi'ð dagana 10. og 11. þ. m. í Borgarnesi Hestamannafélögin innan sambandsins eru nú 24 tals- ins og senda þau væntanlega öll fulltma á þing þetta. Hvert félag á rétt til að senda einn fulltrúa fyrir hverja 40 félaga. Mörg mál liggja fyrir til úrlausn ar M. a. er skýrsla framkvæmda- nefndar, sem sá um landsmótið er haldið var í Skógarhólum í júlí s 1. Þar var byggt mjög myndar- legt hesthús, sem fær að standa til frambúðar og bætir það mjög rekstur slíkra móta í framtíðinni. Formaður L. H. er Steinþór Gests son, bóndi á Hæli. Vetrarvertíð hafin Krjúl — Bolungavík, 9. nóv. Vetrarvertíð er nú hafin hér frá Bolungavík. Róa héðan fjórir bátar, frá 60—100 smálestir, og auk þeirra munu átta smærrj bát ar, frá 5—15 smál., stunda sjó- róðfa í mánuðinum Aflabrögð í síðasta mánuði urðu liðlega 260 tonn og er þess þá að gæta, að stærri bátarnir höfðu ekki,almennt hafið róðra og gæft ir voru fremur stirðar. Aflahæst ur smærri bátanna var Guðrún mað 51.6 tonn í 19 sjóferðum. og vorj það jafnframt flestar sjó- ferðir þann mánuð. Siglir út með aflann AA—Höfn í Hornafirði, 9. nóv. Hér hefur verið blíðskapar veð- ur undanfarið og snjó tekið upp. Héðan er einn bátur að róa með línu, það er Ólafur Tryggvason, 130 tonna bátur. og ætlar hann a sigla meö aflann. Dilkar reynd- ust hér í meðallagi í haust. Rænulaus í reyknum MB— Reykjavík, 9. nóv. Klukkan hálf fjögur í dag var ! slökkviliðið kallað að Baldursgötu 10. Þegar þangað kom var mikill reykur í einu herbergi og þar inni fannst maður, meðvitundarlaus. Hann var þegar fluttur á Slysa- varðstofuna og þaðan á Borgar- sjúkrahúsið. Klukkan hálf tólf í kvöld, þegar blaðið spurðist fyrir um líðan mannsins, var hann enn þá meðvitundarlaus. Hann heitir Magnús Halldórsson, tuttugu og fimm ára að aldri. 6 T f M I N N. laugardaeur 10. nóvember 1962.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.