Tíminn - 10.11.1962, Blaðsíða 7
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Framkværadastjóri: Tómas Arnason. Ritstjórar: Þórarinn
Þó'rarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði
G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Auglýs-
ingastjóri: Sigurjón Davíðsson Ritstjórnarskrifstofur i Eddu-
húsinu Afgreiðsla. auglýsingar og aðrar skrifstofur j Banka-
stræti 7. Símar: 18300—18305 - Auglýsingasími: 19523 Af.
greiðsiusimi 12323 - Askriftargjald kr. 65.00 á mánuði innan-
lands. í lausasölu kr. 4.00 eint — Prentsmiðjan Edda h.f. —
Grátt gaman
Það verður oftast grátt gaman, þegar ráðherrarnir
fara að hæla stjórnarstefnunni, eins og vikið var að hér
í blaðinu í gær í tilefni af ræðu Bjarria Benediktssonar á
Varðarfundi nýlega, en inntaki hennar lýsti Mbl. með
þessari fyrirsögn: „Vel hefur tekizt um framkvæmd
stjórnarstefnunnar.“
Þessu til sönnunar skulu birt tvö sýnishorn úr ræðu
Bjarna. Á einum stað í ræðuútdrætti Mbl. segir svo:
„Almenningur hefur í rauninnt ekki orðið fyrir
kjaraskerðingu frá 1958, heldur býr hann við meiri
velmegun en nokkru sinni fyrr".
Það er auðséð á þessu, að Bjarni telur kjörin hafa verið
góð 1958, því að hann telur það mikinn árangur, að
þau hafi ekki versnað síðan. Slíkt er hins vegar hrein
öfugmæli. Lágtekjufólk og miðlungstekjufólk hefur nú
mun lakari afkomu og athafnamöguleika en þá. Þetta
íólk getur því aðeins veitt sér helztu nauðþurftir, að það
vinni stóraukna aukavinnu. Það er sannarlega grátt
gaman að vera að tala um ,,velmegun“ þessa fólks, enda
viðurkenna nú langflestir, að kjör þess séu svo bág, að
eðlilegt sé, að það segi upp kíupsamningum í annað sinn
á þessu ári.
Og því hörmulegra er þetta, þegar þess er gætt, að
þjóðartekjurnar hafa stóraukizt síðan 1958 og kjör al-
mennings ættu því að vera miklu betri nú en 1958, ef
„viðreisnin“ hefði ekki stóraukið misskiptingu þeirra.
Þá víkur Bjarni sérstaklega að bændum. AS vísu
búi þeir við ýmsa örSugleika, en þó sé „hitt víst, aS
íslenzk bændastétt hefSi aldrei búiS aS meiri vel-
sæld".
Öllu grárra gaman er erfitt að hugsa sér en að halda
því fram á fundi kaupstaðarmanna að bændur búi nú við
hina mestu velsæld og líta beri á kröfur þeirra sam-
kvæmt því. Hinar mörgu jarðir, sem nú eru að leggjast
í eyði, tala skýrustu máli um „velsæld“ bænda.
En þannig er allt hól Bjarna um ávexti stjórnarstefn-
unnar. Það verkar eins og grátt gaman. En eftir að
Bjarni hefur á þennan hátt lýst því hve „vel hafi tekizt
um framkvæmd stjórnarstefnunnar“, bregzt gamansem-
iii honum eitt andartak og þá hrekkur þetta upp úr
honum:
„ASalvandinn nú, sem fyrr er að reyna að stöðva
verSbólguna."
Aðalvandinn^ sem ,viðreisnin“ atti að leysa, er m. ö. o.
óíeystari i dag, en hann hefur noklcu sinni verið. Svo
„vel hefur tekizt um framkvæmd stjórnarstefnunnar“!
Lausn strax
Það er tvímælalaust krafa þjóðarinnar að ríkisstjórn-
in leysi síldveiðideiluna strax. Til þess að tryggja vetr-
arsíldveiðarnar þarf ekki annað en að ríkið endurgreiði
úlgerðinni 10—15 millj. kr. af þeim gengishagnaði, er
ranglega var tekinn af henni i fyrra Með bví er ekki
skapað neitt frekara fordæmi fyrir uppbótum en nú eru
mýmörg dæmi um, sbr. niðurgreiðsluna á vátryqqingar
gjöidum fiskiski.pa. Með því er hins vegar komið í veci
fyrir, að þjóðin tapi mörgum milljónum króna daglega
eíns og nú á sér stað.
Það er ekki annað en þriózka og heimska, sem veldu
því, að ekki skuli löngu vera búið að levsa deiluna á þanr
veg. Þjóðin getur ekki þolað það að þessi þrjózka verðí
lengur látjn valda henni stórtjóni.
C. F MELVILLEi
Lögboðinn samyrkjubúskapur
hefur gefizt kommúnistum illa
Alltaf öðru hvoru matvælaskortur í kommúnístaríkjum.
YFIRVÖLD' kommúnista haía
á þessu ári játaS matarskort,
og viðurkennt hækkað verð á
matvælum og stórtækar ráðstaf
anir í landbúnaðarmálum, bæðj
í Sovétríkjunum sjálfum og
fylgiríkjunum í Austur-Evrópu.
í Austur-Þýzkalandi hefur jafn-
vel verið gripið til skömmtun-
ar aftur. Hvarvetna blasir það
við í kommúnistaríkjunum, að
samyrkjan hefur brugðizt.
Pólland er eina undantekn-
ingin, eina fylgiríkið í Auslur-
Evrópu, þar sem samyrkjan
hefur enn ekki verið fram-
kvæmd.
Uppskeran 1962 bætir auð-
vitað ástandið í bili og verður
þannig til þess að draga úr al-
mennri óánægju. En erfiðleik-
arnir skjóta aftur upp kollin-
um áður en margir mánuðir
eru liðnir. Á hverju ári endur-
tekur sagan sig. Vöntunjn kem
ur aftur skömmu eftir að upp-
skeran hefur bætt úr í bráð. Af-
bragðs uppskera getur jafnvel
ekki varnað því, þegar á árið
líður, að áskapaðir vankantar
samyrkjukerfisins komi í ljós
SAMYRKJAN hefur brugð-
izt vegna þess, að henni hefur
verið komið á með þeim hætti,
Áém'i@fií sálfræðilega framandi
1 LjiárRjffiiÖnrium. Þeir eru and-
sfæðir hindrandi skrifstofu
eftirli'i, sem óhjákvæmilega
fylgir samyrkjunni og reiðast
þeirri staðreynd, að það rænir
þá þeirri hvatningu til aukinn-
ar framleiðslu, sem einkabú
rekstur felur í sér.
Samyrkjan er samt sem áð-
ur ein af meginkenningum
Marx-Leninismans. Kommún-
istar hafa svo lengi lofsungið
hana og þvingað hana fram,
þrátt fyrir andstöðu, að þeir
geta ekki játað, að rætur land-
búnaðarvandamála þeirra liggi
í kerfinu sjálfu. Þeir verða
því að finna önnur fórnardýr
Þegar minnkar um matvæli
verðið hækkar og biðraðirnar
við matarbúðirnar lengjast, þá
er verðinu kennt um eða mis-
tökum j yfirstjórninni.
FRAMLEIOSLA landbúnað
arvara í fylgiríkjum Sovétríkj-
anna hefur nálega aldrei náð
því marki, sem sett hefur ver
ið, því að áætlunin er álltaf ot
há. Raunin hefur jafnvel orð
ið sú í Póllandi, að þar hefur
markinu aðeins einu sinni ver
ið náð en það var 1961, þegar
uppskera var með afbrigðum
góð.
Það hefur hvað eftir annað
fengizt staðfest í opinberum
fréttum í vor og sumar, að
brugðiz hafi iðulega að sjá
borgum Austur Evrópu fyrir
mjólku-afurðum. kjötvörum.
nýjum ávöxtum og grænmeti
Biðraðir við matvælabúðir hafa
opinberlega verið v'ðurkennd
ar í Evrópuhluta Rússlands
Tékkóslóvakíu og Austur-Þýzks
landi. í kjölfai hækkaðs smá
söluverðs j Sovétríkjunum é
mjólkurafurðum og kjöti
fylgdu svipaðar ráðstafanir
Búlgaríu. þvingandi reglur hjr
kjötbúðum í Austur-Berlín
sem jafngiltu skömmtun og
GOMULKA
— Pólland er þaö kommúnista-
riklð, þar sem landbúnaðinum
vegnar bezt, enda er hinn lög-
þvingaði samyrkjubúskapur þar
skemmst á veg kominn.
kaupæði ríkti í Varsjá í nokkra
daga.
Krustjoff hefur hvatt til auk-
innar fæðuöflunar í Sovétríkj-
unum með því að plægja beiti-
lönd og fleiri svipuðum ráð-
stöfunum í ræktunarmálum. En
þetta hefur ekki leyst vand-
ann.
25—30% hækkun á smásölu-
verði mjólkurafurða og kjöts,
sem gripið var til j Rússlandi í
júní í sumar kann að nema aft
an af biðröðunum en ekki er
víst, að 10—30% hækkun sú á
verði mjólkurafurða og lífdýra
til samyrkjubúanna sem ákveð-
in var jafnframt, hækki til
muna tekjur einstaklinganna.
sem að þessu vinna. Yfirvöldin
hvetja samyrkjubúin til auk-
inna bygginga, véla- og áburð-
arkaupa, svo að þau hafa ef til
vill ekki verulegan afgang til
uppskipta meðal meðlimanna
Einstakir bændur verða svipt
ir nokkrum tekjum af sölu á
háu verði á frjálsum markaði
Þannig er líklegt, að enn auk
ist sá hvatningarskortur, sem
er óaðskiljanlegur samyrkju
kerfinu og því er sennilegt að
enn erfiðlegar gangi nieð land
búnaðinn i Sovétríkjunum.
begar fram líða s'undir
SKUGGALEGAST er útlitið
i Austur-Þýzkalandi. þar sem
samyrkjan hefur verið látin
ganga lengst. Landbúnaðurinn
þar er í hörmulegu ástandi
jafnvel á austurevrópskan
mælikvarða. Matur hefur verif
af skornum skammti i borgun
um þar í ár Kartöflur hafa ofi
verið ófáanlegar. Birgðir a'
smjöri. kjöti, mjólk, nýjum á
vöxtum og grænmeti hafa einn
ig gengið til þurrðar hvað eftir
í fyrstu viku júlí í sumai
■'oru gefnir út skömmtunarseðl
ir i Frankfurt við Oder. Undn
kerfi því, sem komið var á i
Austur-Berlín 1 ágúst s.l. -
sn hún hefur til þessa sloppið
ið mestu við slikar ráðstafanir
æm áður hafa gilt víða annars
í Austur-Þýzkalandi — kvað
samkvæmt opinberum fregn
um, vera illmögulegt fyrir neyt-
endur að skipta um matvöru-
kaupmann, „nema í alveg sér-
stökum undantekningartilfell-
um“.
Strangar ráðstafanir komm-
únistaleiðtoganna hafa ekki
reynzt þess megnugar að bæta
ástandið j Austur-Þýzkalandi.
Leiðtogi Austur-Þjóðverja,
Walter Ulbricht^ varð jafnvel
að játa, þegar hann var að ræða
um refsingu þeirra, sem ekki
hefur tekizt að ná settu marki
í ræktunarmálunum, að þær
aðgerðir ,myndu ekki láta eina
einustu kú gefa af sér meiri
mjólk . ekki láta eina ein-
ustu auka-kartöflu vaxa.“ (Neu-
es Deutschland. 20. júní 1962).
FRAMLEIÐSLA iandbúnað-
arins í Ungverjalandi hefur
minnka'ð. Matvælaöflun hefur
verið minni en áætlað var, að
því er tekur til brauðkorns,
svínakjöts og eggja. Ungverski
kommúnistaleiðtoginn Janos
Kadar játaði í ræðu 29. nrarz i
ár, að „allur fjöldi búandliðs
væri andvígur sósíölsku breyt-
ingunni í þorpunum (samyrkj-
unni). Þetta er sannleikurinn
og við ættum ekki að reyna að
neita honum “
Enn ríkir sú ringulreið, sem
komst á í búlgörskum Iandbún-
aði, eftir að Todor Zhivkov,
framkvæmdastjóri flokksins,
lýsti yfir hinu „mikla framfara-
átaki“ 1958—1959. Allsherjar-
verðhækkun sú á matvælum,
sem gekk í gildi í júlílok, stað-
festir það, að samyrkjan hefur
brugðizt. Verðhækkunin náði
til megintegunda matvæla, eins
og kjöts, mjólkur og mjólkur-
búsafurða, og nam allt að 20—
30%. Þriggja ára mistök i land-
búnaði, vegna efnahagsráðstaf-
ana að sovpzkn fyrirmynd,
leiddu verðskömmtun yfir þjóð
ina. Ríki'Sstjórnin hefur síðan 1
hafið nýja herferð, sem á að
hafa leyst kornvandamálið
1965, en það á að vera undan-
fari þess, að lakast megi að
bæla úr skorti á kjöti og mjólk
'irbúsafurðum.
STJÓRN Rúmeníu hefur til-,
kynnt með stolti að í ár hafi
verið lokið við aö koma sam-
yrkju á. En þetta er hreinn
,.skipulagssigur“ meðal' sinnu-
lausra bænda Hvað snertir
framleiðsiu landbúnaðarafurða,
þá virðist lífdýramarkinu hafa
ve^ið að mestu náð, en verulegt
ósamræmi er milli kornfram.
leiðslunnar og áætlunajúnnar
iim hana. Markið hefur verið
sett of hátt að því er kornfram-
leiðsluna áhrærir Brauð er
skammtað í sumum sveitahér
uðum. Og smásöluverð á smjön
og kjöti hefur hækkað frá 20
og allt upp í 60 af hundraði
crái því á síðari hluta árs 1961
í Tékkóslóvaldu á að hætta
'ið fi.mm-ára áætlunina í tok
þessa árs og leggja fram ejns-
árs áætlun fyrir árið 1963. Síð
ir á ný sjö-ára áætlun að taka
við. Þar hefur árangur sam
vrkjunnar komið fram i löng
um biðröðum við kjötvöru-
mjólkurvöru- og arænmetis
Framh fl !5 síðu
T í M I N N, laugardagur 10. nóvember 1962.
7