Tíminn - 20.12.1962, Blaðsíða 7

Tíminn - 20.12.1962, Blaðsíða 7
tíu daga reisa tjöld sín og tínast til nætur dvalar, þegar okkur bar að garði. Vig fórum að dæmi þeirra er neðan að komu, reistum tjaldið og bjuggumst til næturgistingar. Nú er hætt að rigna og komið bezta veður. Inn í tjöldunum nutu menn næðis og hlýr kaffisopinn rann ljúflega „ofan fyrir brjóstið". Utan við tjöldin jóðluðu hestarn- ir gómsæta heytugguna sína, sem hingað var komin lengst neðan úr Flóa og Skeiðum. Haglendi er ekkert á þessum stað, en í rökkur- byrjun eru hestarnir „saddir og sælir“ fluttir vestur í hestarétt- ina. Stjörnurnar blika á heiðum næturhimni er öræfanóttin færist vestur yfir Fitjarásana. ÞritSjudagur 19. sept. Smala'ð aí Skei'ðamanna- fit aS Kletti Kertaljósin brugðu bleikri birtu á tjöldin og prímusarnir suðuðu. Mannamál, jafnvel köll milli tjald anna, spaugsyrði, spurningar og tvíræð svör. Þetta er einkenni morgunsins í fjallferðum. Smám saman hækkaði dagsbrún- in í austri, yfir Lambafellinu, unz sauðbjart var. Þá var ekki beðið boðanna. Tjöldin felld hvert af öðru. Hestamir sóttir vestur í hestaréttina. Farangur settur í klyfjar og ferðin hafin suður yfir Fytjarósana. Það var fátt fé í Fytjarósunum fyrst í stað. Ein og ein kind, þar til komið var fram undir Foss- öldumar, þá fór ag sjást rennsli á fénu. Ekki er mikill gróður í Fytjarósunum. Víða eru þeir grýtt ir og illir yfirferðar. Allir liggja þeir frá norðaustri til suðvesturs. Eytjarósamir eru allháir um mið- bik afréttarins. Þeir loka reið af Flóamannafjöllum. Þar er hæsta bungan 830 m. há. Þaðan er út- sýn tignarleg í góðu skyggni. Lang jökull, Hofsjökull, Vatnajökull og Öræfajökull, mynda stórfenglegan ramma um nærliggjandi fjöll. Ein- ar fjallkóngur fer fram Kóngsás- ir.n. Þaðan sér að mestu um allt leitarsvæðið, til austurs og vest- urs, en það nær frá Svartá og Móstrjónuihlíð að Fossá. Einar hefur verið fjallkóngur í 4 ár. Hann hefur 19 menn sér til fulltingis. Þeir eru auk þeirra, sem áður er getið: Hjörtur Ólafs- son, Brúnavöllum; Kári Sveinsson Ósabakka; Hafliði Sveinsson, Ósal bakka; Ingólfur Bjamas., Hlemmi- skeiði; Auðunn G-estsson, Kálf- hóli; Guðmundur Þórðarson, Kýl- hrauni; Tryggvi Sigurðsson, Skeið háholti; Bjarni Þorbjörnsson, Andrésfjósum; Guðmundur Magn ússon, Blesastöðum (Allir úr Skeiðahreppi). Úr Flóanum voru þessir: Steindór Gíslason, Hlaupi; Sigurður Steindórsson, Haugi; Ólaf ur Sigurðssdn, S.-Gengishólum; Vigfús Guðmundsson, Rútsstöðum, Magnús Guðmundsson, Dalbæ og Halldór Guðmundsson. Eyrar- bakka. Austan við Fossá er Gnúpverja- hreppsafréttur og nær að Þjórsá. Þar er fjallkóngur Jóhann bóndi á Hamarsheiði. Þegnar hans þenn an dag eru 26. Hið fríða kyn á þar nokkra fulltrúa, svo sem jafn- an áður. Næst vestan við „ríki“ Einars, er Vesturleitin. Þar er fjall kóngur Árni Magnússon á Vatns- enda. Har.n hefur ekki verið fjall- kóngur áður. Tók við konungstign inni af Magnúsi föður sínum, sem hafði gegnt þeim starfa síðan 1909. Sextán fjallmenn smala Vestur- leiðina. Páll Ámason á Litlu-Reykj um er fjallkóngur við tíunda mann á Tanganum. Nær sú leit að Stóru Laxá. Þar tekur við afréttur Hrunamanna og nær að Hvítá. Þar eru fjallmenn 47 og er Gestur Guð- mundsson á Seli fjallkóngur þar. Samtals er því sem næst stórt hundrað fjallmanna er smala af- réttinji milli Þjórsár og Hvítár. Gengur smölunin eftir skipulögð- um reglum, sem fjallkóngunum ber ag fylgja, svo sem unnt er. Fjallkóngarnir verða oft að ráða fram úr ýmsum vanda, sem að höndum ber. Stundum torveldar veður áætlun smalamennskunnar og ýmis óhöpp á mönnum eða hest um. Stundum villast menn'í leit- um og ná ekki í náttstað. Láta kannske fyrirberast yfir nóttina, þar sem þeir eru komnir. Aðrir halda ferð sinni áfram, eftir að þeir eru villtir, oft í gagnstæða átt vig það sem rétt er. Eitt átak anlegasta dæmið um slíkt er þegar maður úr Eyjafirði villtist í fjall- ferð ,laust eftir síðustu aldamót og fannst nær dauða en lífi, hrak- inn, klæðlaus og matarlaus, suður í Skriðufellsskógi eftir 15 daga ferðalag, fótgangandi þvert yfir öræfi íslands. Stundum rætist fljótt og vel úr ef vanda ber að höndum í fjall- ferðum. Þannig var þag eitt sinn í Starkaðsveri á inneftir leið. Við fórum þar um hádegisbil. Hituð- um kaffi og borðuðum hjá Stark- aðssteini. Einn hesturinn varð skyndilega fárveikur, lagðist mátt vana niður og stundi þungt hald- inn. Var nú illt í efni og fátt til bjargar inn á reginfjöllum. Eftir að hesturinn hafði verið skoðaður vandlega, sagði einn ferðafélag- inn, að aðeins tvennt væri til bjarg ar: Taka hestinn og ríða honum sem hraðast unz honurn létti, eða hella ofan í hann sterku áfengi. Síðari kosturinn var tekinn og hest urinn stóð upp alheill eftir skamma stund. Fylkingar fjallmanna þokast á- fram suður afréttinn. Þeir sem smala hæstu ásana sjást vel langar leiðir. Menn reýna að sjá hver til annars og senda hund- ana upp og ofan brekkurnar. Þeir spara hestunum marga snúninga um stórgrýttar urðarskriður. — Hverja laut og gilskoru verður að smala. Fossölduver er suður af Fytjar- ósum. Þar vorum við um hádegis- bil. Allt hafði gengið vel til þessa. Fjórir austustu mennirnir smala austan við verið. En megin hópur inn fer vestan við það. Þrír vest- ustu smalarnir komu ekki niður verið, en biðu okkar upp í ásn- um fyrir ofan. Fossölduver er all víðáttumikið, mjög votlent og dregur nafn sitt af Fossöldu, sem er litlu sunnar. Fossá rennur austast í Fossöldu- veri og steypist ofan í Fossárdal- i’in austan í Fossöldu í háum fossi. D/. Helgi Péturs gaf fossinum nafn og nefndi hann Háafoss. Er það réttnefni, því fáir fossar munu hærri á landi hér. Hæð hans er talin 122 metrar. Nú skulum við fylgjast með ferð um fjallmannanna. Eftir að hafa verið góða stund í Fossölduveri, var skipað í leitir á ný. Einar fjall kóngur smalar efst á Fossöldunni, Þaðan sést vel vestur ^yfir Bjarg- álfsstaði, Hellukrók og Heljar- kinn. Ég var í leit norðanvert í Fossöldu. Þegar komig er vestur með öldunni opnast vítt útsýni suður yfir Þjórsárdalinn, Land- sveit og suður að sjó. Hið næsta sér ofan á Reykholt og Rauðu- kamba, gullbrúna og gróðursnauða Áfram þokaðist, en mun hægar þegar leið á daginn. Það var eins [ og fénu þætti ekki tími til kom- j inn að halda til byggða strax. Ein kindin hætti með öllu að ganga Var hún sett í umsjá þeirra er I voru með trússarana og olli ekki „umferðatöfum" eftir það. Skeifa hafði tapast undan reiðhesti fjall kóngsins. Járing var framkvæmd í Rauðukömbum. Kom sér nú vel hamarinn góði, sem ég var með í töskunni og áður er minnst á. Á tveimur stöðum verða fjall- menn að ganga í leit þennan dag. Tveir ganga í Fossárdalnum, aust an í Fossöldunni. Einn maður gengur ofan í Bergólfsstaðaánni, en félagi hans teymir hestana eftir árbakkanum. Veður var hið ákjósanlegasta og ekki ástæða til svartsýni þó hægt gengi. Uppi á Kinninni og þar vestur af virtist smölun ganga „samkvæmt áætlun“. Um miðbik svæðisins var öðru máli að gegna og kastaði fyrst „tólfunum” er komið var vestur í Skriðufellshaga og Fögruskóga. Hver kindahópur- inn elti annan, gerði „uppreisn gegn dagskipun fjallkóngsins“. Lengi vel var „orustan“ mjög tví- sýn. Þó kom að því að fjallmenn hrósuðu fulum sigri og fjallféð sá þann kost vænstan að labba í „halarófu" vestur fyrir Mosfell- in, en menn, hestar og hundar héldu í náttstað, „undir Kletti“, sveittir og þreyttir, eftir hita dagans. Ef til vill sést það aldrei betur en á slíkum stundum, þegar æðisgenginn sprettur upp og ofan snarbrattar brekkur, yfir grjót- skriður og gilskorninga, hefur stag ið í langan tíma og hraðinn, meiri hraði, ræður úrslitum, hve þolinn og fótviss íslenzki hesturinn er. Venjulega er legið í tjöldum við Klettinn. S.l. sumar var reistur þar stór og rúmgóður skáli. Gátu allir fjallmenn gíst í skálanum ag þessu sinni og fannst mönnum notaleg aðstaða hafa skapast við skálabygginguna og þökkuðu stjórn afréttarmálafélagsins bæði hátt og í hljóði, framtak sitt. Skammt var til sólarlags er við sem „orustuna“ háðum í Fögru- skógum, stigum af baki vig skála- dyrnar. Síðustu geislar kvöldsólar innar voru notaðir til myndatöku af húsi og húskörlum. Það var fljótt glatt á hjalla í skálanum og notalegt. Suðandi prímusar í hverju horni og mat- reiðslan framkvæmd af mikilli kunnáttu. Skrítlur og spaugsyrði flugu stafna á milli og kertaljósin sem loguðu víðsvegar á hillum og bitum nær 20 að tölu, minntu á baðstofulíf í jólaljósabirtu fyrr á árum. í rökkurbyrjun, bar gesti að garði. Fjórir menn gengu í skál- ann og báðust gistingar. Voru þetta svokallaðir Klettsmenn sendir Þegar snjór hylur grund er go'tt að fá mjöl úr lófa Fytjarmönnum til aðstoðar, næstu daga. Fyrirliði þeirra var Guð- björn Eiríksson Arakoti á Skeið- um, gamalvanur fjallmaður og sjálfkjörinn „kóngur“ Kletts- manna. Með honum voru: Bjami Þórðarson Reykjum; Þórður Þor- steinsson Reykjum og Sigurður Ágústsson, Borgarkoti. Við gestakomuna færðist nýtt fjör í samræðu manna. Nýjustu fréttirnar úr byggðinni voru okk- ur öræfabúum í té látnar. Við miðluðum fréttum af fjölum, um ræðuefni kvöldsins var óþrjót- andi. Eftir því sem kertaljósunum fækkaði jukust hrotur manna með fram skálaveggjunum. Nóttin var að setja sinn svip á umhverfið. Að síðustu var eitt Ijós lifandi. Ég „paufaðist" við að færa inn í dagbókina mína, við skímu þess, þar til „Klettakóngurinn“ kallaði hárri röddu: „Hvað er hann alltaf að skrifa, strákar?“ Þá slokn aði á síðasta kertinu. En rödd utan úr myrkrinu svaraði: Hann er að skrifa um'það hvernig menn höguðu sér við smölunina í dag. „Það held ég að sé fróðlegur „registur", varð hinum þá að orði, einhver skálamanna hló, lengst niður í svefnpokanum, samræðum var lokið. Hljóðlát nóttin ríkti í skálanum næstu klukkustundirn- ar. MiSvikudagur 20. sept. Smölun lokiÖ, haldiÖ til byggÖa. Morgunverkin gengu vel að þessu sinni. Hestarnir voru allir kyrrir f hestagirðingunni og að- staða prýðileg að klyfja saman farangurinn, inn í hinum rúm- góðu húsakynnum. Enn gátu menn ekki orða bundizt af þakk- læti í garð þeirra er skálabygg- ingunni hrundu í framkvæmd. Klettskóngurinn fór með sína menn í áreið inn í Rauðukamba á sömu stund og dagsbrún sást á austurloftinu. Hinir kepptust við að tína upp á hestana. Síðasti áfanginn á afréttinum frá Kletti fram að girðingu, var framundan. Áfangi, sem stundum reynist erf- iður, einkum ef safnið er stórt og fjallærnar tregar til heimferðar. Víða er bratt á þessum slóðum, moldargil, klettagljúfur og ýmiss konar torfærur. Jafnvel sums staðar verður hestinum ekki við- komið, en fjallmenn treysta á „tvo jafnfljóta1'. Þannig er það austan í Geldingadalsfjöllum suð- ur af Kistugljúfri. Kl. 7 árdegis eru allir ferð- búnir. Einar raðar mönnum í leitir. Allt virtist tilbúið að halda af stað. Þá skeði það ótrúlega. Framhald á 12; síðu. „Húskarlar" undir Kletti— skálinn í baksýn. 7

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.