Tíminn - 20.12.1962, Side 12

Tíminn - 20.12.1962, Side 12
Hann uí eitt bros út undir eyru, og guð má vita, hvað hann hámaði í sig margar hveitikökur, og hvað hann hellti í sig mörgum bollum af kaffi. Og í hvert sinn, sem dyra bjallan kallaði hann til viðskipta- vinanna, flýtti hann sér út og kom eins fljótt aftur og honum var unnt, til þess að gleðjast með þeim glöðu. Amalía var yndisleg húsmóðir, og Pétur var svo ljúfur og skemmti legur, að Engehretsen lá við köfn- un af hlátri, og fékk hverja boll- una af annarri öfuga í hálsinn. Og þegar gleðin var sem hæst, stóð maddama Engebretsen mitt á meðal þeirra. Hún stóð í eldhúsdyrunum, og andlitið á henni var eins rautt og rósirnar á hattinum hennar og tröllauknu eyrnahringarnir í eyr- unum á henni nötruðu af reiði. Amalía fölnaði, Engebr'etsen roðnaði, en Pétur var sá eini, sem hafð'i fulla stjórn á sér. — Ertu komin aftur, stundi Ama lía upp. — Já, ég er reglulega komin aftur. „Reglulega" var uppáhaldstil- tæki maddömuinnar, þegar hún var í þann veginn að nota hnef- ana. Hún var alltaf „reglulega“ þetta og hitt. — Eg sá að hér var veizla. — Já, sagði Pétur og stóð stilli- lega unn — Við getum alveg eins játað það strax, að við Amalía erum trúlofuð. — Jæja? Og það hefur verið talinn óþarfi að spyrja mig ráða? — Alls ekki, elsku mamma, Pétur var ákveðinn í að tala við þig í kvöld. — Og stórkaupmaðurinn? — Pabbi hefur ekki hugmynd um þetta, anzaði Pétur. — Nei, ég get ímyndað mér það, en hann skal fá að vita það. — En kæra maddama, það var ekki ætlun mín þannig — — Ha, hvað segið þér, er það ekki ætlun yðar ag giftast Ama- líu? — Jú, auðvitað, en ég hafði hugsað mér að halda þvi leyndu fyrst í stað. — Mér geðjast ekki að leyndeg um trúlofunum. Þig hafið ekki eftir neinu að bíða. Þér eruð nógu ríkur til þess að gifta yður hvenær sem vera skal, og Amalíu vantar ekki heimanfylgju, það er allt þeg ar til reiðu. — Það sem ég óttast er, að fað- ir minn gefi ekki sitt samþykki. — Verið þér alveg rólegur, ég skal tala við hann, við erum gamal kunnug. Það er að vísu langt síðan að vig höfum talazt við, en ég geri samt fastlega ráð fyrir, að hann muni það. Þegar þau höfðu setið nokkra stund, stóð maddaman upp. — Komið þér nú Wengel, við förum saman upp og biðjum þann gamla um samþykki. — En — en er ekki skynsam- legra að bíða — — Komið þér strax, segi ég, ég skal svei mér tala yfir hausamót- unum á stórkaupmanninum. Og maddaman þreif óþyrmilega í öxlina á Wengel yngri og ýtti honum á undan sér upp stigann. Pétur var alveg ringlaður. Hon- um þótti að vísu dálítið vænt um Amalíu, og hafði gaman af að þykj ast vera trúlpfaður þessari fallegu ungu stúlku, en að opinbera með henni og eignast svona tengdafor- eldra, og þó sérstaklega svona tengdamóður — nei, það var alveg hræðilegt! Maddaman hringdi „reglulega" á dyrabjölluna. Það var dauðskelkuð þjónustu- stúlka, sem opnaði 'fyrir þeim. — Gerðu svo vel að vísa mér til hans föður þíns, Wengel! — Væri ekki betra að ég færi fyrst — — Við förum saman. Engan þvætting! Stórkaupmaðurinn virti þau fyrir sér, fullur undrunar, þegar þau komu inn. „Jómfrú Sim — maddama Eng- ebretsen", stamaði hann. „Já, það var einu sinni að ég hét jómfrú Simonsen. Það er nú meira en tuttugu ár síðan. Þá var ég ung og falleg og þér voruð líka á bezta aldri. Ég var húsjómfrú hjá föður yðar“. „Jú, ég man það“. „Munið þér líka eftir því, að þér sögðust elska mig? Og ég var nógu hégómleg til þess að trúa því, að ég ætti að verða stórkaupmanns- frú, og að áform yðar væru heið- arleg. En þegar ég fór ag tala um giftingu, þá skellihlóguð þér, og spurðuð, hvort ég væri vitlaus. Þá tók ég í hnakkadrambið á yður og henti yður niður stigann. Munið þér eftir þessu?“ „Jú, ég man það. Þag var við það tækifæri sem ég fótbrotnaði og hefi verið haltur síðan. Eruð þér komnar hingað upp til þess að rifja upp þenna löngu liðna at- burð?“ „Nei, ég kem hingað vegna son- ar yðar, hann hefur orðið ástfang- inn af dóttir mmni, og hann líkist ekki föður sínum. Hann er trúlof- aður henni og hefur heiðarleg á- form. Ekki satt?“ spurði hún og greip með áfergju í handlegginn á Pétri. „Já, auðvitað. Það er að segja „Það er að segja, að hann biður um samþykki yðar til þess að gift- ast henni. Og það getið þér gefið óhræddur, því Amalia er tengda- dóttir, sem þér þurfið ekki að skammast yðar fyrir. Hún er enn fallegri en ég var á hennar aldri, og músíkölsk er hún, og lærð á öllum sviðurn". „Og ef ég skyldi nú neita því?“ „Þá gæti það skeð að ég læknaði í yður heltina, með því að brjóta á yður hina löppina líka. Þér haf- ið einu sinni framig á mér óhæfu- verk, en það skal ég láta gleymt, ef þér bætið fyrir það afbrot með réttri breytni við son yðar. En egnið þér mig ekki á nýjan leik, með því ag fremja nýtt óréttlæti, annars — já, þér þekkið mig Weng el“. „Nú, ef unglingunum þykir vænt hvoru um annað, þá skal ég ekki standa í vegi fyrir hamingju þeirra". Maddaman tók svo fast í hönd- ina á honum, að það sátu hvít för eftir fingurna á henni. „Þakka yður fyrir þessi orð, stór kaupmaður, þau bæta fyrir allt á millj okkar Þegar þér fluttuð hingað inn í vor, þá datt mér ekki í hug að við ættum eftir að verða svona góðir vinir aftur. Nú ætla ég að fara niður og ná í hana Möllu, þá getig þér séð hvað hún er lagleg stúlka“. „En pabbi“, sagði Pétur, þegar hún var farin, hvers vegna sam- þykkir þú þetta undir eins? Ég vil ekki sjá að kvænast strax“. „Þykir þér þá ekki vænt um stelpuna?“ „Jú, mér þykir það, en ég er allt of ungur til þess að fara að binda mig. Þar að auki hefði ég getað náð i ríkara kvonfang". „En hvers vegna fórstu þá að trúlofast henni?“ „Þú veist nú sjálfur að maður getur trúloiað sig pinulítið, án þess að vera' strax kveðinn í að gan.ta í 'nið heilaga hjónabahd". „Eigðu hana bara“, sagði fað- ír hans, annars getum við átt á haíttu, að þessi fordæða, hún maddama Engebretsen, berji okk- ur báða til óbóta“. Þannig skeði það, að Amalía varð frú Wengel, og maddama En- gebretsen amma, þegar tímar liðu. Pétur Wengel fékk mikla ást á konu sinpi Þau voru hamjngju- söm. Og ef það hljóp snurða á þráðinn. var maddama Sngebret sen ekki -'6111 á sér að hleypa snurðunni sf með nokkrum kröft- ugum orðum. Pétur Wengel bar svo mikla virð ingu fyrir tengdamóður sinni, að hún sá aldrei ástæðu til að láta Hildarleikur r’ramhald M' 7 síðu. og fossandi blóðstrauminn úr hjartasárinu féll björninn um koll og lá svo eftir lítil fjörbrot alveg hreyfingarlaus. Dan sá nú að Indíáninn staldr- aði ofurlítið við og horfði fáein augnablik á hinn fallna skógar- víking; því næst gekk hann að birn inum, dró sveðjuna úr hjartasári hans og þurrkaði af henni blóðið með strigadruslunni. Að því loknu steig hann hægri fæti ofan á bjarnarhræið, lyfti sveðjunni upp yfir höfuð sér og rak upp hátt og snöggt siguróp. Fjallalögreglumaðurinn lét nú rauðskinnann verða varan við sig, gekk til hans og heilsaði honum með vináttumerki um leið og hann benti honum að koma til sín og tala við sig. Indíánanum varð allhverft við komu Dans, en gekk þó hægt í áttina til hans. Dan lék mikill hugur á að eiga tal við þetta hugrakka náttúru- barn og spurði því rauðskinnann á Indíánamáli: — Hver ert þú, hrausti veiði- maður? — Ugluauga — hvíti maður, svaraði Indíáninn. — Ilve gamall er Ugluauga? — Tíu, tíu og tveir — hvíti maður, mælti Ugluauga og rétti tvisvar sinnum fram tíu fingur og síðan tvo. — Hefur Ugluauga drepið marga birni? — Marga birni — hvíti maður. — Ilættulegur leikur, mælti Dan. — Hættulegur björnum — hvíti maður, svaraði Ugluauga. — Hvað gerir Ugluauga við björninn? — Menn Ugluauga taka björn- inn — hvíti maður. — Menn Ugluauga langt héð- an? spurði Dan. — Nei, — hvíti maður, svaraði Ugluauga. — Ugluauga hestlaus? — Já, hestur ekki gott, — hvíti maður. — Ugluauga særður? spurði Dan. — Lítið, — hvíti maður, svar- aði Ugluauga og benti efst á vinstra herðablað sitt, sem björn- inn hafði náð til að skráma dá- lítið um leið og hann féll. — Binda sár Ugluauga? spurði Dan. — Nei, — hvíti maður, svaraði Ugluauga. — Fleiri birnir í dag, Uglu- auga? — Ugluauga veit ekki, — hvíti maður. — Sá Ugluauga björninn koma til sín? spurði Dan. — Nei, — hvíti maður, mælti Ugluauga. — Hvernig fann þá Ugluauga björninn? spurði Dan. — Jarðandinn sagði Ugluauga, — hvíti maður. — Hvað sagði Jarðandinn Uglu auga? mælti Dan. — Ugluauga segir ekki, — hvíti maður, svaraði Indíáninn íbygginn og brosti lítið eitt. — Ugluauga aldrei hræddur við birni? spurði Dan. — Nei, „Bjarnabani" Ugluauga gott vopn, — hviti maður, — svar- aði Indíáninn hróðugur um leið og hann með hægri hendi lyfti sveðju sinni fram fyrir sig, en brá undir vopnið þeirri vinstri. Meðan Dan Beam fjallalögreglu maður og rauðskinninn Ugluauga ræddust við, sást til ferða nokk- urra ríðandi Indíána í útnorður átt; stefndu þeir á vígstaðinn og nálguðust óðum. — Þetta voru menn „Ugluauga bjarnabana“. Dan steig nú á bak hesti sín- um, kvaddi Indíánann Ugluauga og spretti úr spori suðaustur skóg arhæðirnar í átt til næstu varð- stöðvar fjallalögreglunnar. Þegar hann hafði farið dálítinn spöl frá vígstaðnum, nam hann augnablik staðar á einni hæðarbungunni og veifaði að lokum í vináttuskyni náttúrubarninu Ugluauga. Uglu- auga svaraði samstundis með því að veif.a strigadruslu sinni og sveðjunni „Bjarnabana". Dan Beam brosti og hugsaði með sjálfum sér: — Ég þekki þá illa strákana á varðstöðinni, ef þeir verða ekki hrifnir af hug- rekki og hreysti rauðskinnans Ugluauga.--------- Og fjallalögreglu- maðurinn þeysti af stað til starfs- féla-ga sinna með enn eina frá- sögu í ævintýrasafn þeirra. Nýr lækiiis- bóstaður OH-Gunnarsstöð‘um, 5. des. TÍÐ hefur verið hér góð í haust, að undanskildum kafla um vetur- næturnar. Lítið er búið ag gefa sauðfé af heyi og kemur það sér vel, því hey eru með minna móti frá sumrinu. Flestir gefa síld eða síldarmjöl með beitinni, og ætti fé að komast vel af með þag því jörð er alauð. Núna um síðustu mánaðamót var tekinn í notkun nýr læknisbú- staður á Þórshöfn. Að byggingu hans stóðu þeir fjórir hreppar, sem éru í læknishéraðinu, þ. e. Þórshafnar-, Svalbarðs-, Sauðanes- og Skeggjastaðahreppur. Húsið er hið myndarlégasta. Á efri hæð er íbúð læknis en á þeirri neðri lækningastofur og lyfjabúð. — Þar eru einnig tvær sjúkrastofur og smá íbúð fyrir hjúkrunarkonu eða ljósmóður. Byrjað var á byggingu hússins um mánaðamót júní-júlí 1961 og er húsinu nú að mestu lokið. Eft- ir er þó að mála það utan og lag- færa lóð. Byggingarkostnaður er rúmar tvær milljónir króna. Yfir- smiður var Óskar Guðbjörnsson. Með honum unnu mest að múr- verki og smíðum Axel Davíðsson og Ingimar Lárusson. Marteinn Davíðsson gekk frá húsinu að ut- an, hann gekk einnig frá snyrti- herbergjum. Aðalsteinn Guð- mundsson málaði húsið innan. Um raflagnir sáu þessir aðilar: Rafgeisli h.f., Selfossi; Rönning h.f., Rvík, og Birgir Antonsson raf virkjameistari, Þórshöfn, vann hann lan.gmest af því verki. hann finna fyrir hnefunum. Aftur á móti fann hún sig oft knúða til láta taka 1 lurginn á litlu Wenge I lunum Og það var stöðugt við i kvæði hjá barnfóstrunnr Verið þtð nú þæg, krakkar, annars kalla ég á hana maddömu Engebretsen. Maddömu Engebretsen fannst hún vera lánsöm. Hún leit til baka yfir farinn veg og var ánægð með það sem hún hafði áorkað með sínum sterku höndum. Að Enge- bretsen hafði ekki orðið fyllibytta, og að Amalía var rík og virt kona, átti hlýðinn mann og hlýðin börn. Þetta áleit hún, sem vonlegt var, sín eigin handaverk. En einn góðan veðurdas fór Itún i leikhús og sá sterka konu, sem bar manninn sinn á bakinu, og sitt barnið í hvorri hendi. Upp frá þeirri stundu, var úti um sál- arfrið maddömu Engebretsen. „Ég hefi ekki lent á réttri hillu í lífinu“, sagði hún. Ég hefði átt | ag læra að leika listir með hann I Engebretsen. Þá hefði ég haft silfurkögur um mig miðja og bor- I ið manninn minn á höndunum og I lifað á því að sýna okkur fyrir peniga. Það hefði verið obboð lítig | annað en að hanga í sælgætisbúð" Undan þessu sveið henni svo, að henni hnignaði dag frá degi. ,,Það hlýtur að vera, aö hún mamma sé eitthvað veik“, sagði Engebretsen. því það er meira en mánuðui síðan hún hefur rifizt" Þannig var það líka Maddama Engebretsen lagðist í rúmið og slé aldrei á fæturna meir. Engebretsen sat aleinn grátandi j búðinni og tuggði negulnagla. „Drottinn minn“ umlaði í hon um, hverjum hefði komið til hug- ar, að hún hefði dáið á undan mér? Hún, sem var svo sterk!“ Margrét Jónsdóttir íslenzkaði. Byggingarvöruverzlun Tómasar Björnssonar, Akureyri, sá um lagn ingu á miðstöð. Sama verzlun seldi einnig allt efni til byggingar innar. Óhætt mun að segja að almenn ánægja ríki í héraðinu yfir þessu myndarlega húsi. Gamli læknisbú- staðurinn er 45 ára gamall og orð- inn langt frá kröfum tímans. — Héraðslæknir á Þórshöfn er Frið- rik Sveinsson. Félagslíf er allfjörugt hér í sveitinni þrátt fyrir fámennið. — Kvenfélag Þistilfjarðar er að æfa sjónleikinn „Mann og konu“ og sitthvað fleira er á döfinni. Almennur sveitarfundur fyrir Svalbarðshrepp var haldinn að Svalbarði í gær. Var hann fjöl- mennur og margar ályktanir gerð ar, s. s. um rafmagnsmál, ásetning og fóðurbirgðir, vegalagningu o. fl. En með tilkomu mjólkursam- lags á Þórshöfn er brýn þörf vega bóta í héraðinu. HugprúðÍT menn Ot er komin f islenzkri þýðingu Bárðar Jakobssonar hin fræga Rulitzer verðlaunabók John F Kennedys Bandaríkjaforseta, sem á frummálinu nefnist Profiles in Courage, en hefur á íslenzkunni hiotið heitið: Hugprúðir menn. Ásrún gefur bókina út. íslenzka þýðingin er gerð eftir nokkuð styttri útgáfu af Profiles in Courage, sem gefin hefur verið út þrisvar sinnum í Bandaríkj- unum og hlaut hin eflirsóttu Pulitz erverðlaun árið 1957 Bókina skrif- aði Kennedv qait.iin„p a alllöngum tíma, sem hann varð að dr'aga sig ; hlé frá dagsins önn vegna veik- inda í baki Hún er safn ævisögu- hrota nokkurra amerískra þing manna sem sköruðu fram úr á sínum tím-a ÞeHa eru frásagnir um þær þrengingar, sem átta sena- ] torar í Bandaríkiunum lentu í. ’t.m áhættuna og óvinsældir þær sem stefna þeirra skapaði þeim ”g hvernig þeir — þó ekki allir - endurhéimtu mannorð sitt 0? óðluðust '•éttUeting hugsjóna sj'nna Þessir átta senatorar voru John Ouincy Adams, Daniel Web ster Thomas Hart Benton. Sam Kouston Edmund G Ross. Lucius Ouintus Cincinnatus Lamar Ge- orge Norris og R,obert A, Taft. Bókin er '67 biaðsíðitr í dímai- broti, prýdd myndum af fyrrnefnd um senatomm og teikningum eftir Emil Weiss. Kennedy tileinkar konu sinni, Jacqueline, bókina. . 12

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.