Tíminn - 22.12.1962, Page 3

Tíminn - 22.12.1962, Page 3
Kennedy býður Frökk- im Polarís-eldflaugar NTB—Nassau, 21. des. Kennedy forseti hefur sent de Gaulle Frakklandsforseta bréf, þar sem hann býður Frökkum Polaris-eldflaugar meS sömu skilmálum og Bret- ar eiga að fá þessar eldflaug- ar, en Macmillan forsætisráð- herra hefur gengið að tilboði Kennedys um að fá Polaris- eldflaugar í stað Skybolt-eld- flauganna, sem Bandaríkja- menn höfðu áður heitið Bret- um. f fréttum frá Nassau segir, að talið sé líklegt, að Bandaríkja- menn verði nú að afhenda öðrum ríkjum innan NATO Polaris-eld- flaugar, ef þau óska þess. Þá hef- ur einnig verið um það rætt á fundum þeirra Macmillans, að smátt og smátt verði hluti herja NATO-landanna sameinaður og með þeim byggður upp her búinn kjamorkuvopnum. Kennedy hefur heitið Macmill- an, að Bandaríkin leggi Bretum til Polaris-eldflaugar, en þeim er bæði hægt að skjóta af landi og úr kafbátum undir yfirborði sjáv- arins .Geta eldflaugarnar hitt í mark í 2.896 km. fjarlægð frá þeim stað, þar sem þeim er skotið upp. Eldflaugar þær, sem Banda- ríkjamenn ætla að afhenda Bret- um verða ekki búnar kjarnorku- sprengjum, heldur verða Bretar sjálfir að sjá sér fyrir þeim. Þá hafa Bandaríkin lofað að aðstoða Breta að einhverju leyti við að smíða sérstaka kafbáta, sem nauð- synlegir eru fyrir Polariseldflaug- arnar, en annars verða Bretar að mestu að sjá um smíði þeirra, og er hér um aukakostnað að ræða, sem Bretar höfðu ekki gert ráð fyrir í sambandi við uppbyggingu kjarnorkuhers síns. Ekki er enn vitað hversu marga kafbáta Bret- ar munu þurfa, eða hversu margar eldflaugar þeir fá. Bátamir verða byggðir í brezkum verksmiðjum, og þeir verða mannaðir Bretum og undir brezkri stjórn. Kennedy forseti gerði Macmillan forsætisráðherra það ljóst á með- an á viðræðunum þeirra stóð, að ekki kæmi til greina, að Banda- ríkin héldu áfram að framleiða Skybolt-eldflaugarnar á eigin kostnað. Forsetinn kvaðst fús að samþykkja, að þær yrðu fram- leiddar á reikning Breta og Banda ríkjamanna sameiginlega, en því tilboði hefur Macmillan hafnað, en er þó sagður ætla að velta því maður bandarísku nefndarinnar er Louis Truman hershöfðingi, en hann er skyldur Truman fyrrver- andi forseta Bandarígkjanna. Ótrúlegt cr, að stjórnin geti tek- ið afstöðu til þessarar tillögu st.iórnarandstöðunnar fyrr en í Bókasalan míkil Framhald af 1. síðu. fílar og Mínir menn þar næstar. Blaðið ta'.aði við nokkra forleggj ara, sem til náðist í dagsins önn og spurðist fyrir um úthaldið hjá þeim: Leiftur — Gunnar Einarsson: Þetta gengur vel og betur en í fyrra svo ekki þarf ég að gráta. Söluhæstu bækur útgáfunnar eru Ást í myrkri, sem seldist upp á nokkrum dögum; Guðrún frá Lundi, eins og vant er; Leiðsögn til lífshamingju og í ljósi minn- inganna. Bókfellsútgáfan — Guðmundur Guðjónsson: Svipað og í fyrra og sami bókafjöldi. Kristmann efst- ur, Valtýr næstur. Skuggsjá — Oliver Steinn: Sátt- ur, og hef á tilfinningunni að nú muni vel farnast. Söluhæstar eru Líf að loknu þesu og Tvísýnn leik ur. Menningarsjóður — Gils Guð- rcundsson: Góður gangur og all- miklu betri en í fyrra. Hæstar í sölu Lundurinn helgi, Þúsund ára sveitaþorp og Hundrað ár í Þjóð- minjasafninu, sem er að verða búin hjá forlaginu. Heimskríngla — Einar Andrésson: Svipað og í fyrra og þó betur. Ljóðaþýðingar Jóns Helgasonar exu hæstar í sölu. Helgafell — Böðvar Pétursson: Svipað og i fyrra og hittiðfyrra. Prjónastofan Sólin langhæst í sölu. Ið'unn — V'aldimar Jóhannesson: Ánægður, gengur samkvæmt áætl un. Ódysseifur hæstur, búinn hjá forlaginu. Setberg — Arnbjörn Kristins- son: Mjög þokkaleg vertíð í heild cn dauft síðustu daga. Veðrið hef ur spillt fyrir Fimm konur hæst. uppseld hjá foriaginu. ísafoldarprentsmiðja — starfs- æaður: Mjög gott úthald. Við elda | Jndlands hæst í sölu. nánar fyrir sér. Hann hafnaði til- boðinu upphaflega sökum þess, að ekki er fullkannað, hvað Sky- bolt geta í raun og veru, og einn- ig vegna þess, að óvíst er, hvenær hægt yrði að ljúka við framleiðslu þeirra eða, hvað mikið þær myndu kosta. Bagt er að framleiðslu Pol- aris ætti að vera lokið einhvern tíman fyrir 1970. Þriggja daga viðræðum Kenne- dys og Macmillans er nú lokið, og hefur brezka stjórnin sam- þykkt skýrslu forsætisráðherrans um viðræðurnar, en næsta mál- ið á dagskrá verður að rannsaka hversu mikið það á eftir að kosta Breta að framleiða hina sérstöku kafbáta fyrir eldflaugarnar. næstu viku, en áður en það hef- ur verið gert er hægt að senda bréf þingsins um málið til Thants. Að baki bessarar tillögu stend- ur Gabriel Yumbu, sem er foringi þess flokks, sem styður Gizenga. Svo virð'ist, sem mestur hluti full tvúa stjórnarandstöðunnar á þing- inu styðji Yumbu, en stjórnar- andstæðingar hafa fleiri fulltrúa en stjórnin sjálf í þinginu. Bandaríska sendinefndin kom til I.eopoldville í dag, og í tilkynn- ingu, sem send var út í því tilefni segir, að ætíunarverk hennar sé að kynna sér, hvers konar hernað arlegan útbúnað SÞ-hermennirn- ir kunni að þurfa á að halda, eða geta notað. Margir hjálparþurfi Framhald af 1. síðu. þarfnast því aukinnar hjálpar af- lögufærs fólks. Þær taka enn við gjöfum, og er Vetrarhjálpin til húsa í Thorvaldsensstræti 6, sími 10785, en Mæðrastyrksnefnd í Njálsgötu 3, sími 14349. Það er raunar talsvert alvar- legt mál, ef lífskjör hinna verst settu fara jafn ört versnandi og hjálparbeiðnirnar benda til. JÓLABLAP ÍHALDSINS Á AKRANESI Keykjavík, 21. des. Sjálfstæðismenn á Akranesi hafa ekki treystst til að gefa út biað, síðan þeir töpuðu hundrað atkvæðum í síðustu bæjarstjórnar kosningum, fyrr en nú, að þeir gáfu út jólablað. Er það nær ein- göngu helgað Jesú og Daníei Ágústínussyni, og fær þó sá síð- arnefndi mim meira rúm í blað- inu. Hefur útgáfa þessi vakið mikið umtal á Akranesi. Ábyrgðarmað- ur blaðsins er Jón Árnason, al- þingisma'ður. Sievenson ánægður með gerlir Sovét- stjórnarínnar NTB-New York, 21. des. Stevenson fulltrúi Banda- ríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum sagði í dag, að hann væri ánægður með það, hvernig Sovétríkin hefðu uppfyllt samning þann, sem þau hefðu gert við ÍBandaríkin um Kúbu, og lýsti hann því um leið yfir ,að hann byggist við að málið yrði leyst fyrir jól. Reiknar ekki meö að Rússar hætti NTB-Genf, 21. des. Aðalfulltrúi Bandaríkj- anna á Afvopnunarráðstefn- unni í Genf, Arthur Dean, sagði við blaðamenn áður er hann hélt til New York í dag, að hann reiknaði með því, að Sovétríkin myndu halda áfram að gera tilraun ir með kjarnorkusprengjur, en'ekki vissi hann, hvort til- raunir yrðu gerðar nú um áramótin. Stjórnmálamenn frá Vest- urlöndum álíta, að Sovét- stjórnin muni gefa út til- kynningu um að hún láti hætta tilraunum með kjarn- orkuvopn, ef Vesturveldin gefa út_ sams konar yfirlýs- ingu. Allsherjarverkfall sjómanna í Brazilíu NTB-Rio de Janeiro, 21. des. Allur brazilíanski verzl- unarflotinn er nú lamaður af verkfalli, sem hófst í morgun. Það er sjómanna- samband Brazilíu, sem stendur fyrir verkfallinu, og skýrði forseti þess frá því í dag, að verkfallið væri algerlega ópólitískt, og til- gangur þess væri það eitt að síyðja kröfur sjómann- anna um hærri laun. Stjórn landsins hefur skipað sjó- hernum um að gæta þess að allt fari fram með ró og spekt í landinu þrát fyrir verkfallið. Wicht látinn laus NTB-Karlsruhe, 21. des. í dag var látinn laus vest- ur-þýzki ofurstinn Adolf Wicht, sem tekinn var höndum, grunaður um land ráð í sambandi við Spiegel málið. Wicht er annar tveggja ofursta, sem hand- tekinn var í sambandi við málið. Formælandi vestur-þýzka hæstaréttarins sagði í dag, að Wicht hefði verið látinn laus, þar eð engin ástæða væri til þess að hann væri lengur í fangelsi, en rann- •sókn á Spiegelmálinu stend- ur nú yfir. Uppskeran betri en áöur NTB-Briissel, 21. des. Uppskeran í EBE-löndun- um 6 varð mun meiri í haust, en búizt hafði verið við. Kornuppskeran, að und anteknum hrísgrjónum, nam 57,7 milljónum lesta, og er það 8 milljónum lesta meira en.á síðasta ári. Búnaðarbanka- útibú á Blönduósi Hinn 1. janúar næst komandi, tekur til starfa á Blönduósi nýtt bankaútlbú frá Búnaðarbanka ís- lands. Tekur útibúið við öllum innláns -og útláns viðskiptum Sparisjóðs Húnavatnssýslu. Úti- búið verður fyrst um sinn rekið í húsakynnum Sparisjóðsins, en á næsta vori er áformað að hefja húsbyggingu við Blöndubrú fyrir útibúið og ýmsa starfsemi hrepps og sýslu. Útibúið annast öll venju leg innlend bankaviðskipti og fyr- irgreiðslu við aðalbankann í Reykjavík. tibússtjóri hefur verið skipaður Hermann Þórarinsson, sparisjóðs- stjóri á Blönduósi. Þetta er þriðja úlibú Búnaðar- bankans úti á landi, en hin eru á Akureyri og í Egilsstaðakaup- túni. Fréttatilkynning. Mótmæla komu nefndarinnar NTB—Leopoldville, 21. des. Stjórnarandstaðan í þinginu í Kongó krafðist þess i dag, aS sambandsstjórnin bæri fram mótmæli við U Thant framkvæmdastjóra SÞ, vegna þess, aS Bandaríkjastjórn hef- ur sent hernaSarlega sendi- nefnd til Kongó til þess aS athuga ástandiS þar. Fulltrúar stjórnarandstöðunnar sögðu, að þessar aðgerð'ir væru ógnun við sjálfstæði Kongó. For- Tvær árásir Framhald af-1. sfðu. og ber lýsingum þeirra á manninum heim við lýsingar þeirra, sem áSur liöfðu skýrt frá bekkingum þessa náunga. Samtals eru þá spurair um níu konur, sem hafa orðíð fyrir barSinu á manninum, eða séð hann með annarlegt látbragð í framrni. BlaSið hefur fregnaS, að nokbur geigur sé í kvenfólki, sem þarf snemma í vinnu cða scint heim á svæðinu þar sem maSurinn licfur haft sig í frammi, enda sýnt, að hér er um geðtruflun að ræSa. 13.1 RQDINNI JK—Reykjavík, 20. desember Samkvæmt nýútkominni fiskiskýrslubók fyrir árið 1961 eru íslendingar 13. mesta fisk veiðiþjóð í heimi, ef miðað er við heildarmagn en ekki höfða tölu. fálendingar veiddu þá 0,7 milljón lestir af fiski. Mesta fiskveiðiþjóð heims eru Jap- anir, sem hafa 6,7 mlljójj lesta afla. Þá kemur Perú með 5,2 milljón iestir. Kína með 5 millj. lestir (ágizkað), Sovétríkin með 3,2 og Bandaríkin með 2,9. Noregur hefur 1,5 milljón lest ir, Kanada, Spánn og Suður- Afríka með eina milljón hvert, Sndland með 0,96, Dmnmörk með 0,76 og Indónesia með 0,73 milljón lestir. Næst fyrir neðan fsland er Vestur-Þýzka- land með 0,62 lestir og Frakk land með 0,57 lestir. — Af öllum þessum afla er mest af síld og skyldum fiskum, 12,6 milljón lestir, þorskur og ýsa 5,1 milljón, vatnafiskur 4,4 og flatfiskar 1,3 milljón lestir. T í M I N N, laugardagurinn 22. des. 1962. — 3

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.