Tíminn - 03.01.1963, Blaðsíða 3

Tíminn - 03.01.1963, Blaðsíða 3
Áframhaldandi kuldar í Evrópu NTB-London, Oslo, Stokkhólmur, 2. janúar. Alls munu 140 manns hafa látiS lífið í kuldunum, sem nú ganga yfir England, og búizt var við að í dag héldi áfram að snjóa bæði í Englandi og annars staðar í Evrópu. Miklum erfið'leikum er bundið, að útvega fólki brenni og aðrar Schröder væntan- legur til London í janúar NTB-London, 2. jan. Tilkynnt hefur verið í London, að utanríkisráð- herra Vestur-Þýzkalands, Gerhard Schröder, sé vænt- anlégur þangag í opinbera heimsókn síðar i þessum mánuði. Hann mun ræða við alla helztu ráðamenn Breta, m. a. ræðir hann við Edward Heath um viðræður hans við EBE um umsókn Breta að Efnahagsbandalag inu. Sprenging í niður- suöuverksmiðjii NTB-New York, 2. jan. Að minnsta kosti 6 manns létu lífið og 36 særðust, er sprenging varð í niðursuðu- verksmiðju í borginni Terre Haut í Indiana í Bandaríkj unum í dag. Ekki er vitað, hversu margir starfsmenn voru í verksmiðjunni, þegar slysið vildi til, og þvf er ekki vitað nákvæmlega, hversu margir létu lífið eða særðust. Útkoma tveggja blaða stöövuð í Túnis NTB-Túnis, 2. jan. Tilkynnt hefur verið í Túnis, að stöðvuð hafi verið um sinn útkoma flokksblaðs kommúnista þar í landi, en það var ritað á arabisku. Einnig hefur verið bannað að gefa út blaðið Tribune de Progress, sem hefur kom ið út á frönsku. Á'Stæðan fyrir banni þessu er sú, að verið er að rannsaka starf- semi blaðanna, en þau hafa ekki komið út síðan uþp komst um samsæri, sem gera átti gegn Bourgiba for seta Túnis fyrir nokkru. Skýrir frá afstöðu sinni NTB-París, 2. jan. De Gaulle hefur tilkynnt, að hann muni halda blaða- mannafund 14. janúar n. k. og er talið víst, að hann muni þar greina frá afstöðu sinni til tilboðs Bandaríkj- anna. Færri fórust í bif- reiðaslysum en áður NTB-New York, 2. jan. Um áramótin fórust 362 Bandaríkjamenn í bifreiða- slysum, og er það mun lægri tala en verið hefur undanfarin ár. Á sama tíma létust 84 af völdum elds, en 127 fórust af ýmsum öðrum orsökum í Bandaríkjunum nauðsynjar í Englandi og allt dreif ingakerfi landsins er að komast í hinn mesta ólestur vegna ófærð- arinnar. Brezki flugherinn hefur hafizt handa um að flytja matvæli og aðrar nauðsynjar til manna með þyrilvængjum, og á þann hátt hef ur einnig tekizt að bjarga mörg- um manneskjum, sem nær því voru frosnar í hel víðs vegar um 1 landið. Víðs vegar um Evrópu mældist 10 stiga frost, og í Póllandi komst frostið á einum stað niður í 27 stig. Dýraverndunarfélög hafaskor að á almenning, að gefa þúsundum fugla, sem nú berjast fyrir lifi sínu, mat, og í Hollandi hefur verið tilkynnt, að allar dýraveið- ar séu bannaðar um sinn. í Eystrasalti og Kattegat er hinn langvarandi kuldi farinn að valda nokkrum vandræðum. Bátar hafa ekki getað róið vegna þess að lag- ís er nú á löngu svæði meðfram strönd Svíþjóðar, og óttazt er að Eyrarsund kunni jafnvel að leggja. í Malmö hefur verið komið upp sérstakri ísskrifstofu, sem undir- búa á ýmiss konar gagnráðstafan- Framhald á 15. síðu. II lll—i ........... sem þeir eru aö berjast við hermenn úr liði Sameinuðu þjóðan um vopnahlé NTB—Kongo, 2. jan. í síðusfu fréttum frá Kongó segir, að herir Sameinuðu þjóðanna sæki fram í áttina til Jadotville. Vitað var með vissu, að þeir voru komnir yf- ir Lufira-brúna, en hún er í um 36 km. fjarlægð frá bæn- um. Herirnir reyna nú að ná undir sig rafstöð þeirri, sem staðsett er í norðausturhluta Jadotville, en þar er framleitt allt rafmagn fyr- ir námur belgíska námufélagsins í Katanga. Skýra ChouEn-lai frá sáttatillögum NTB—Peking, 2. jan. I anna. Ekki hefur neitt verið gefið Chou En-lai forsætisráð-! uppi um innihald tillagnanna. herra Kína sagði í Peking í| Peking-stjórnin bar í dag fram dag, að hann vonaðist til þess'_________(Framhald á 15. síðu). ' að Indverjar vildu taka upp; aftur samningaviðræður við| kínversku stjórnina út afi landamæradeilum Indverja og; Kínverja. Forsætisráðherrann sagði þetta,' er hann tók á móti Subrandio ut- ’ anríkisráðherra Indónesíu, sem í, dag kom til Peking, til þess að ræða þar við kínversku stjórnina um tillögur þær til sátta, sem hann og forsætisráðherra Ceylon frú Bandaranaike flytja stjórn- inni. Tillögurnar voru gerðar á fundi hlutlausra rikja, sem fram* fór í Colombo á Ceylon í siðasta J mánuði. ! Frú Bandaranaike kom til Pek- ing á mánudaginn, en áður hafði hún verið í Nýju Dehlí, þar sem hún ræddi við Nehru forsætisráð herra Indveiia og skýrði honum frá sáttatillögum hlutlausu ríkj- Tshombe hefur undanfarna daga haldið sig i Jadotville, og hefur hann nú íarið fram á að fá að ræða við einhverja af fulltrúum Sameinuðu þjóðanna, en þó eng- an þeirra, sem þátt tók í Kongó- aðgerðunum. Tshombe hefur ver- ið neitað um þetta, en þrír ræðis- menn í Leopoldville, franskur, brezkur og belgískur vinna nú að því að fá leyfi til þess að fara til Jadotville til þess að sækja Tshom be og fylgja honum á fund ein- hvers fulltrúa Sameinuðu þjóð- anna. U Thant framkvæmdastjóri SÞ lýsti yfir því í dag, að hann myndi nú ekki hverfa frá þeirri ákvörð- un sinni, að aðgerðum skyldi ekki hætt í Kongó fyrr en Katanga hefði verið sameinað öðrum hlut- um Kongó. Tók hann um leið skýrt fram, að ekki kæmi til greina að frekari samningaviðræður færu íram við Tshombe um vopnahlé í landinu. Vitað er, að 4 hermenn Sam- einuðu þjóðanna hafa fallið, og a.m.k. 19 særzt í átökunum undan farna daga. Hermenn þessir munu vera úr sveitum Indverja og íra á þessum slóðum. DAUÐASL YS A VOPNAFIRDI KV-Vopnafirði, 2. janúar. j Þa8 slys varð hér á Vopna-| firði á áttunda tímanum, laug- ardaginn 29. desember s.l., að loftskeytamaðurinn á Arnar-1 felli, Agnar Ingólfsson, féll í sjóinn er hann var á leið út i skipið og var örendur, er hann náðist eftir skamma stund. Arnarfellið var hér að lesta síld I til útflutnings. Skipið stóð á grunnu við bryggjuna og var fært nokkuð frá; munu hafa verið 3—4 mctrar frá bryggjunni út í skipið. Lögðu skipverjar einhvers konar planka milli bryggju og skips, en notuðu ekki landganginn. Mun skipstjórinn hafa varag skipverja við og ráðlagt þeim að fara ekki milli skips og bryggju, fyrr en aðstæður bötnuðu, en þeir talið það hættulaust, enda var veður (Framhald á 15. síðu). Sjómenn í verkfalli í Noregi NTB-Osló, 2. jan. f gær hófu 40 þúsund norskir fiskimenn verkfall, eins og boðað hafði verið, en ekki hafði verið fallizt á þá kröfu sjómannanna, að þeir fengju 10 aurum meira en áður hefur verið fyrir hvert kg af fiski. Þess var farið á leit við fiskimenn- ina, að þeir biðu vors, þann ig, að hægt yrði að veita þeim sömu kjarabætur og öðrum stéttum, en þeir neit uðu þessu. Gerhardsen for- sætisráðherra sagði í dag, að hann harmaði mjög, að sjómenn skyldu ekki hafa viljað bíða vors, því að óheppilegt væri, að ein stétt fengi launahækkun en aðr- ar ekki. Einnig kvaðst hann vonast til þess, að almennt hæfust ekki verkföll í land inu, og almenningur gerði sér grein fyrir því, að fjár- hagur landsins væri ekki þannig, að hann gæti stað- ið undir stórfelldum launa- hækkunum. T I M I N N, fimmtudagur 3. janúar 1963, 3

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.