Tíminn - 03.01.1963, Síða 8

Tíminn - 03.01.1963, Síða 8
— ERTU kominn heim til að halda tónleika? spurði ég SigurB Björnsson óperusöngv- ara, sem kom heim laust fyrir jólin frá Stuttgart, þar sem hann hefur starfað við óper- una síðan í haust. — Nei, piltur minn. Ég kom heim fyrst og fremst tU að halda jólin eins og ég hef alla tíð gert — og til að missa ekki af jólahangikjötinu. Ég hef enga tónleika í huga, hef ekki tíma til þess, því að ég fer út aftur á hak jólum, rétt upp úr þrettándanum. Ég bað um jólafrí til 2. janúars, og þeir voru svo rausnarlegir að gefa mér viku að auki, en ég verð að vera mættur í óperunnni fyrir 10. janúar. Sem sagt, eng inn konsert hér að þessu sinni. Máske raula ég nokkur lög á band fyrir útvarpið áður en ég fer, og á jólafagnaði Germaníu, sinfóníuhljómsveitarinnar í Madrid. — Hvernig fellur þér að syngja fyrir Spánverja? Láta þeir ekki óspart í ljós, hvort þeir eru ánægðir eða ekki með músíkina? — Mér finnst Spánverjar ó- sköp gott fólk. Og þeir draga það ekkert við sig að klappa. Það munar um minna. Meira að segja klappa þeir fyrir kirkjutónlist, og það hef ég ,ekki orðið var við annars stað- ar. — Hefurðu ekki sungið í Messíasi áður? — Nei, aldrei. Það er svo einkennilegt, að Messías er sárasjaldan fluttur í Þýzka- landi, ég hef aldrei heyrt hann þar á sviði. Það er eins og Englendingar og aðrir útlend- ingar kunni betur að meta Handel en Þjóðverjar. — Meturðu Munchen umfram aðrar borgir? — Tvímælalaust. Ég þekki enga borg, sem hefur upp á að bjóða meiri fjölbreytni í öll um listum en Miinchen. Þar standa listir á gömlum merg, en þeir fylgjast líka með straumum samtímans þar. Og þar er ekki sýnt eða sungið fyrir tómu húsi. Alls staðar hús fyllir.. Jafnvel þótt fólkið hlusti mikið á útvarpið og glápi á sjónvarpið. Mér dettur það nú í hug, sem er í rauninni hversdagslegt þar í landi. Ég skrapp suður til Miinchen fyr- ir nokkru. Ég gekk þar spöl eftir götu, milli nokkurra húsa. í Bayreuth var þá verið að út- varpa frá óperunni, þessa stund ina Tannhauser. Þá varð mér hugsað heim: „Ætli allt fólkið heima sé nú að hlusta á óperu, sinfóníu, kirkjutónlist eða aðra Og Silja hef ur verið rto-g ^ ^ ^ Z1 ars 1 rjogur ar sem verður í Lido í kvöld, syng ég nokkur íslenzk og þýzk lög með undirleik Glsla Magnússon ar píanóleikara. — En þú ætlar að syngja með Sinfóníuhljómsveit íslands áð- ur en þessu tónleikaári lýkur? — Já. Ég kem aftur heim fyrir páska og verð einn af ein söngvurum í Messiasi eftir Handel, sem Sinfóníuhljóm- sveitin og kórinn Fílharmonía flytja á páskasunnudag undir stjórn dr. Róberts A. Ottósson- ar, en aðrir einsöngvarar verða Hanna Bjarnadóttir, Álf heiður Guðmundsdóttir og Kristinn Hallsson. — Svo þú syngur þá ekki fyrir Spánverja á næstu pásk- um. Ég var farinn að halda að þú værir orðinn fastur páska söngvari á Spáni. — Ég er búinn að syngja þar nokkrum sinnum á páskun- um, í Matteusar-passíunni eftir Bach, Sköpuninni eftir Haydn, og Sálumessunni og Krýningar messunni eftir Mozart .Skóla- bróðir minn frá Miinchen stjómaði hljómsveitinni, Rafael Friihbeck, Spánverjl af þýzk- um ættum. Ég var beðinn að syngja þar aftur á næstu pásk um, en af því verður ekki, þar sem ég var áður búinn að semja um að syngja hér í Messi- asi. — Það gladdi mig mikið að frétta nýlega, að minn gamli félagi, Rafael Fruhbeck hefur framazt mikið í sínu heima- landi. Hann er nú orðinn aðal- hljómsveitarstjóri Þjóðlegu — Hvað ertu búinn að vera lengi í Þýzkalandi? — Það er komið á sjöunda ár. Ég var sex ár við nám í Miinchen, þeirri dásamlegu listaborg, sem ég gleymi nátt- úrlega aldrei né mínum góða og snjalla kennara, Gerhard Hiiss. Nú er hann í Japan, blessaður, réði sig þangað sem söngprófessor til tveggja ára. Mikið á ég þeim manni að þakka. Hann er að ég held eini Þjóðverjinn, sem ég hef hitt úti og talað hefur við mig um Pétur óperusöngvara Jónsson, hafði á honum miklar mætur. Þeir sungu nefnilega saman einu sinni, þegar Hiiss var ung ur, meira en 15 árum yngri en Pétur, sem þá var orðinn fræg ur í Þýzkalandi. — Syngur Hiiss enn? — Það kemur fyrir, en að að mestu fæst hann við kennslu !»inn varð sextugur I fyrra. Ný lega kom út endurútgáfa á grammófónplötum hans. Það eru söngljóðaflokkarnir Mal- arastúlkan fagra og Vetrarferð- in, eftir Schubert, sem Hiiss varð fyrstur til að syngja inn á plötur, en nýja útgáfan er á hæggengri plötu og nýtur sín furðuvel. Þetta þykir víst feng ur fyrir aðdáendur hans úti um heim. Þótt Hiiss sé einn af beztu söngvurum Þýzkalands síðustu áratugina, þá held ég að hann sé jafnvel meira met- inn sem söngvari erlendis en í heimalandinu, enda ferðaðist hann mikið um heiminn, þeg- ar vegur hans var mestur. GUNNAR BERGMANN sígilda músik í Ríkisútvarpinu, eða skyldu hinir vera fleiri, er hafa stillt tækið sitt á gólið og gapið frá Keflavíkurstöð- inni?“ Það má vera, að þaðan heyrist einhvern tíma eitthvað nýtilegt, en ég hef aldrei heyrt það. — Hvernig fellur þér annars við Stuttgart? — Mjög vel á margan hátt. Óperan þar er líklega ein af þeim beztu í Þýzkalandi, máske næst á eftir Berlín og Miinch- en. En mér finnst aðrir tón- leikar ekki nógu góðir í 'Stutt- gart. — Hafa þeir tryggt sér marga betri krafta þar en ann ars staðar er upp á að bjóða — fyrir utan þig, Sigurður? — Vsrlu nú ekki að hæð- ast að mér lagsmaður, þó að ég sé ekki orðið stórt númer þar enn. Það er ekki hlaupið inn í aðalhlutverkin í óperunni í Stuttgart, þar sem eru ráðnir þrír beztu tenórar Þýzkalands, Wolfgang Windgassen, Joseph Traxel og Fritz Wunderlich. — Óperan er örugglega þeirra stolt í Stuttgart. Og þeir spara ekkert til hennar, því að Stutt gart er rík borg, sem þotið hef ur upp sem nýtízkuborg eftir að hún var að miklu leyti lögð í rúst í styrjöldinni. Af söng- konum við óperuna nefni ég eina unga, sem varð fræg þfya- ar í stað er hún kom fram 16 ára gömul og þá talin undra- barn. Það er Anya Silja, Jhún er af finnskum ættum en upp alin í Þýzkalandi að ég held Mestan sigur hefur hún víst unnið. þegar hún var 21 árs. því að síðan er eins og timinn SIGURDUR BJÖRNSSON óperusöngvari. (Ljósm.: TÍMINN-RE). hafi staðið í stað hjá mörgum í Stuttgart, sem hafa hlustað á hana. Nefnilega þeim, sem í fjögur ár hafa alltaf svarað því sama til, þegar þeir eru spurð- ir, hvað Anya Silja sé gömul: „Hún er 21 árs“. Hún er sem sagt búin að vera 21 árs í fjög- ur ár. En hún er alveg fádæma mikil dramatísk sópransöng- kona. Þar er díka talsvert um útlenda söngvara. ekki sízt söng konur. T.d. ameríska söngkon- an Grace Hoffman, sænska söng konan Sif Eriksdotter, sem er gift einum hljómsveitarstjóran um við óperuna o. fl. — Hvað hefur þú annars að- hafzt í Stuttgart-óperunni síð- an þú varst ráðinn þangað? . — Ég hef sungið þar í einni óperu enn sem komið er, í Aida. Síðan hef ég verið að æfa þar hlutverk í ýmsum óperum öðrum, í Rigoletto, Don Carlos, Cosi fan tutte og Brottnáminu úr kvennabúrinu, og mér þykir líklegast, að ég syngi í Mozart- óperunum fyrir vorið. Ekki var ég fyrr farinn að vinna þar en óperuhljómsveitarstjórinn. — hinn frægi Ferdinand Leitner, kom til mín og fór að spyrja mig um Einar Kristjánsson Þeir höfðu starfað saman við Hamborgaróperuna. Leitner er 8 T í M I N N, fimmtudagur 3. ianúar 1963.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.