Tíminn - 03.01.1963, Page 15

Tíminn - 03.01.1963, Page 15
Búnaðarmálastjórí Framhald aí 1 síðu. Þau lög eru grundvöMur allra hinna miklu framfara í land- búna'ði. okkar. Á árunum eftir stríðiS var svo sett löggjöf um jarðræktar- og húsaigerðarsam- þykktjr í sveitum. Hún miðaði að því að þjaippa bændum sam an í félög um þessi mál. Þessi lcggjöf hefur orðlið til lalveg ótrúlega miki.ls góðs. Á grund velli hcninar hafa til dæmis ræktunarsamböndin komizt á taggirnar og allir vita, hversu þau hafa gerbreytt búskiapar- háttum. — Já, það er margs að minn ast, þótt misstórt sé.- Til dæmis vildi ég geta þess, að skömmu eftir aS ég tók til starfa hjá Búnað'arfélaginu voru teknar upp liinar svonefndu bændafar- ir, þar scm bændum og konum þeirra gafst kostur á ferðalög- um milli héraða. Þessar ferð- ir hafa haldizt óslitið síðan og orc'ið sveitafólki bæði til gagns og skemmtunar. _ Búnaðarfélag íslands lief- ur frá upphafi verið íslenzkri bændastétt mikill aflgjafi, og séð um framkvæmdir þýðingar rtiestu Iöggjafa. Það var stofn- að árið 1899 upp úr Hús- og bústjórnarfélagi Suðuramtsins, sem hafði starfað frá 1857. Við það að vera gert að landsfélagi tók það mikinn fjörkipp og svo aftur árið 1920, þegar Sigurður heitinn búnað’armálastjóri tók við störfum. Og ég vænti þess, að það verði í framtíðinni sami aflgjafi og það hefur hing að til verið. __Ég vll á þessum tímamót- um þakka 'fyrir alla þá vinsemd, sem ég hefi mætt hjá starfs- fólki BÍ og stjórn þess. Já, þa® hefur verið deilt um ýmis- legt um dagana, skemmst er að minnast þeirrar deilu, sem átt hefur sér stað um húsið, sem við erum nú í. Ég er sannfærð- úr um að það var rétt að byggja þetta hús. Kostnaðurinn hefur farið fram úr áætlun, rétt er það. En hvort tveggja er, að allt hefur hækkað frá því á- ætlunin var gerð, svo og það, að húsið er miklu stærra, en upphaflega var gert ráð fyrir. Ég er glaður yfir því, að ég tel þetta mál nú loks vera komið í örugga höfn og ég vona, og er viss um, að þetta hús verði íslenzkum bændum og samtök- um þeirra til góðs í framtíð- inni. Þa® eru sjálfsagt sumir á móti byggingu þessa húss, — vegna þess að þeir telji í hjarta sínu, að í of mikið liafi verið ráðizt, — en svo ráða líka á- byggilega önnur sjónarmið hjá öðrum, en við skulum ekki fara lengra út í þá sálma. — Ég er bjartsýnn á fram- tíð íslenzks landbúnaðar, þrátt fyrir allt. Við erum alltaf að fá nýja, inenntaða menn til starfa og uppbygging hans mun vissulega halda áfram. Því er ekki að neita, að ræktunar- framkvæmdir hafa nokkuð dreg izt saman undanfarin ár, og það verður að breytast, og það mun breytast. 80 handteknir Framhald af 16. síðu sprengjum, en strákahópurinn tvístraðist. Sumir fengu lítils háttar í nefið. Mikið umstang var við sam- komuhúsin og 70 manns tekn- ir úr umferð sakir ölvunar, þar af voru 32 fluttir heim og 38 settir í geymslu. Samtals voru um 80 manns teknir úr umferð, og Síðumúlinn, Kjall- arinn og Steinninn voru í notk un. Frá kl. 8 á gamlárskvöld til 8 á nýjársdagsmorgun komu 53 til aðgerða á slysavarðstofuna, þar af tveir fótbrotnir og einn handleggsbrotinn. — Það leið asta við þetta, sagði Erlingur, var að strákarnr, sem við tók- um með sprengjur i miðbæn- um, voru fullir. Þeir voru 14— 15 ára, og þeir voru með brennivínsflöskur á sér. Haukur Kristjánsson, yfir^ læknir á slysavarðstofunni. tjáði blaðinu, að 140 manns hefðu komið til aðgerða á stof- una frá kl. 8 að morgni á gaml ársdag til kl. 8 morguninn eft- ir. Er það einn mesti mann- fjöldi, sem leitað hefur á stof- una á einum sólarhring og flest nýir gestir, sem báru með sér fast drukkið vín. Talsvert var um brunasár, en ekki alvarleg, nokkrir illa brákaðir. Lögreglu- þjónn var til aðstoðar á slysa- varðstofunni eins og vant er f nýársnótt. Slökkviliðið var kvatt úr f jór um %ða fimm sinnum, en að litlu tilefni. Einnig var um göbbun að ræða, en það, sem hvað mesta athygli vakti kring um þessi áramót voru þrálátar hvellsprengingar víða hvar í borginni. Var stundum engu líkara en hver strákur hefði komizt yfir hvellsprengjur, en þær eru bannaðar eins og mönn um er vitanlegt. Flestar þess- ar sprengjur munu smyglaðar, en ekki eru menn á einu máli um skaðsemina. Segja sumir, og líkast til með réttu, að sprengidella stráka 'verði ekki upprætt, og sé nær að leyfa þeim kraftlitlar hvellsprengjur í pappahylkjum því strákar búi til verri sprengjur heima hjá sér að öðrum kosti. Eftirspurn og framboð leigu- bíla á gamlárskvöld var mjög óhagstætt fyrir þá, sem þurftu á farartæki að halda, og er sagt að konur hafi látið berast í fangi manna sinna gangandi heim úr samkomuhúsum og jafnvel barnakerrur sóttar til að skjóta undir máttlausan maka. Lögreglan hafði spurnir af ölvun unglinga á dansleik í Skátaheimilinu en þar munu hafa slæðzt að krakkar, sem ekki var boðið í dansinn og sum ir hálfir. Þá voru nokkrir undir aldurstakmörkum. Lögreglan kom þarna við, en forráðamenn skáta tóku sjálfir ákvörðun um að slíta dansleiknum kl. 2 í stað 4. — Annars má segja, að borgarar hafi vel sloppið við skakkaföll um áramótin, þegar hver, sem vettlingi getur valdið aðhyllist gleðskap og sumir eins og þeir eigi líf sitt að leysa. Segularmböndín Framhald af 1 síðu. Nú eru slíkar auglýsingar bann- aðar, en segularmböndin renna út án stuðnings þeirra. Bækur um dulræn og yfirnáttúruleg fyrir- brigði eru mjög vinsælar á þess- um tímum, og að öllu samanlögðu virðist efnisheimurinn vera á und- anhaldi hérlendis á sjöunda tugi tuttugustu aldar. Landa á bryggjuna Framhald af bls l. brögð þessara báta var þó ekki kunnugt enn um kvöldverðarleyt- ið. Vestmannaeyjabátar hafa aflað vel um áramótin og hafa borizt þar á land um 18.000 tunnur. Var unnið að löndun á gamlársdag til klukkan 4 síðdegis og byrjað aftur klukkan 20 á nýársdag. í dag hefur síld verið stöðugt að berast þar á land og er allt útlit fyrir að það haldi áfram. Þessi síld hefur veiðzt á Selvogsbanka og hafa margir bátar fengið mik- inn afla, þar á meðal kom Gjafar inn í dag með 1400 tunnur. Móttökustöðvar í Eyjum eru nú allar að fyllast af sí'Id, búið er að fylla síldarportið og farið að láta síld á bryggjuna. Er hætt við, að til löndunarörðugleika kunni að koma sakir rúmleysis, ef uppgrip- in halda áfram, og er enda sömu sögu að segja frá öðrum verstöðv- um, t. d. Akranesi, en þaðan reru engir bátar í gær, þótt búið væri að losa þá, þar eð síldarþrær voru allar fullar og ekki hægt að taka við meiru, fyrr en nokkuð væri farið að rýmkast um í þeim. Er blaðið hafði spurnir af veiðinrii seint í kvöld voru bátar margir að kasta. Blíðskapar veð- ur var á miðunum og leit mjög vel út með veiði í nótt. Nærri sokkinn Framhald af 1 síðu. til heimahafnar á gamlársdag,, en það er álit manna, að ekki hafi miklu mátt muna, enda hafði sjór komizt niður i káetuna og eitthvað riður í vélarrúmið, þó ekki svo mikið, að vélin næði að ausa upp á sig. Bátsverjar munu hafa losað sig við á þriðja hundrað tunnur þarna á miðunum, en landað mun hafa veriff úr Knstbjörgu um þrettán hundrað tunnum. Mann- og eignatjón Framhaid af 1 síðu ilislaus í átta eldsvoðum og einni sprengingu, sem urðu á gamlárs- kvöld. Mikig eignatjón varð. — Þá var framið morð í Ordrup. Ung ur maður banaði ungri stúlku, sem hann ekkert þekkti til. Mun há- reysti hennar í nýjársfagnaði, sem þau voru í, hafa farið í taugarnaf á honum. Morðinginn særffi einnig bróður stúlkunnar á öxl með hnífi. Eftir ódæðið hrakti hann alla gest ina út á götuna og ógnaði þeim meff blóðugum hnífnum. Ódæðis- maðurinn 'reyndi sfðan að flýja, en var stuttu síðar handsamaður af lögreglunni. Ungi maðurinn mun ekki vera heill á geffsmunum. Ktildarj Evrópu (Framhald ai 3. síðu) ir, ef ísalögin meðfram suður- st.rönd Svíþjóðar halda áfram að aukast. Enn hefur ástandið ekki komizt á svo alvarlegt stig, að grípa hafi þurft tU neinna sér- stakra ráðstafana. Undan vestur- ströndinni nær ísbreiðan nú um 5 til 6 mílur á haf út, en ísinn er mjög þunnur enn sem komið er. Nokkrir fiskibátar urðu að hætta við að fara á veiðar í Katte- gat í dag. Mikil snjókoma hefur verið und- anfarna daga í Finnlandi, sérstak- lega í Vestur-Finnmörk. Þykk snjóbreiffa bggur yfir öllu Alta- héraðinu og á nýársnótt féll 35 cm. þykkt snjólag á aðeins 12 klukkustundum. Þrátt fyrir þetta hefur að mestu leyti tekizt að halda vegum opnum og enginn hef ur látið lífið af völdum óveðursins og símakerflð hefur verið í góðu lagi, segir í fréttum frá Alta í N.- Noregi. Dauðaslys Framhaid af 3. síðu gott. Þegar Agnar heitinn var á leið um borð og var kominn rúmlega hálfa leið féll hann út af plönk- unum og í sjóinn. Telja ýmsir sjónarvottar sennilegt, að Agnar heitinn hafi fengið aðsvif. Hann fór einu sinni í kaf, en náðist síð- an og voru þegar hafnar lífgunar- tdraunir, enda var læknirinn staddur niðri á bryggju. Stóðu lífg unartilraunir yfir á fimmta tíma, en án árangurs. Flugvél sótti lík Agnars hingað austur og var það flutt til Reykja- víkur til krufningar. Agnar var 36 ára að aldri, ættaður frá Siglu- firði. Hann var ókvæntur. í mótmælaorðsendingunni, að ind- verska stjórnin hafi valdið starfs- bði ræðismannsskrifstofanna hin- um mestu óþægindum, auk þess sem stjórnin hafi brotið viður- kennda samninga í sambandi við slörf erlendra stjórnarerindreka. Enn hafa bréfaviðskipti staðið yfir milli scjórnanna í Peking og Nýju Dehlí og segja menn í Nýju Dehlí, að Nehru muni hafa end- urtekið fyrri skilyrði sín fyrir samningavið'ræðum við Kínverja, en þau eru eins og kunnugt er, að Rínverjar hverfi aftur til þeirra stöðva, sem þeir höfðu á valdi sinu 8. september í haust., og gildi þetta jafnt um allar stöðvar með- fram öllum landamærunum. Chou En-lai (Framhald ai 3. síðu) mótmæli við indversku stjórnina vegna þess, að lokað hefur verið r.ðalræðismannsskrifstofum Kína bæði í Calcutta og Bombay. Segir m ekki á dekki? Framhald af 1. siðu. lestum sé ærið varasöm og séu þær notaðar beri að setja auka ballest, til þess að vega upp á móti þeim, og setja síld í loft rúmið undir hillunum. Því ber vissulega að fagna, þegar gerðar eru ráðstafanir til þess að draga úr hinni miklu slysahættu, sem dæmin sýna að er samfara vetrarsíldveiðunum, og sjálfsagt er fyrir skipaskoð- unarstjórann að leita álits hlut- aðelgandi aðila. Hitt er svo jafn sjálfsagt fyrir hann að setja þær öryggisreglur, sem bann telur nauðsynlegar, hvert svo sem álit hagsmunaaðila er. Eggert Stefánsson ^ Framhald af 16. siðu sök. Eggert var sjötíu og tveggja ára, þegar hann lézt. Eggert var víðförull maður, en unni föðurlandi sínu mjög og reyndi að dvelja hér heima eins oft og honum var unnt. Hin síðari árin bjó hann oft heil misseri hér í Reykjavík, þar sem hann var borinn og barnfæddur. Hann var sérkennilegur og áhrifamikill söngvari og mikill persónuleiki. Hann ritaði íslenzkt mál af mik- j illi tilfinningu og út hafa komið eftir hann nokkrar bækur, í bland æviminningar, ritgerðir og ætt- jarðarskrif. Það er mikill sjónar- sviptir að Eggert Stefánssyni, og vandséð hvort í náinni framtíð komi menn, sem haldi fram mál- stað ættjarðarinnar af meiri elju. Eggert var kvæntur Lehliu Stef- . ánsson frá Schio og lifir hún mann sinn. Dreifðu sorpi Framhald al 16. siffu Síðari áreksturinn varff laust fyrir klukkan 14 milli Hvassa- hrauns og Straums og skullu þar saman tveir bílar úr Keflavík. Skemmdust báðir bilarnir mikið og er annar þeirra talinn gerónýt ur. í þeim bíl var sex manns og slösuðust fimm þeirra svo, að flytja þurfti á sjúkrahús. Hálka mun miklu hafa valdið um árekstra þessa. Frá happdrætti KÖRFUKNATTLEIKSSAMBANDS ÍSLANDS Útdregið númer var 2345. Handhafi miðans vitji vinnings til Einars Ólafs- sonar, Ölduslóð 46, Hafnarfirði. ÞAKKARÁVORP Beztu hjartans þakkir til allra, viria og vandamanna, fjær og nær, sem glöddu mig á margan hátt á 70 ára afmælisdaginn 8. desember s.l. og gerðu mér daginn ógleymanlegan. Guð blessi ykkur öll. Jón Kr. Guðmundsson. JarSarför föðursystur minnar SIGRÍÐAR ÁRNADÓTTUR Kárastfg 11, Reykjavík, sem andaðist 30. f.m., fer fram frá H!lðarendaklrk|u I Fljótshlíð, laugardaglnn 5. janúar kl. 2 síðdegis. Kveðjuathöfn verður i Foss vogskapellu föstudaginn 4. janúar kl. 3 síðdegls. — Fyrlr hönd vandamanna. Elín Guðjónsdóttir. Hjartanlegar þakkir faerum við öllum, sem á einn eða annan hátt hafa vottað okkur samúð og hiartahlýju við fráfall og jarðarför SIGURÐAR E. HLÍOAR, fyrrv. yfirdýralæknis. Guð blessi ykkur komandi ár, hafið þökk fyrir hið liðna. Fyrir hönd aðstandenda. Guðrún Hlfðar. Maðurinn minn, ÍVAR HELGASON bóndi í Vestur-Meðalholtum, sem andaðist 28. desember s.l„ verður jarðsunginn frá Gaulverja- bæjarkirkju, laugardaginn 5 jan. n.k. — Athöfnln hefst með húskveðju að heimili hins látna kl. 1 e.h. Guðrlður Jónsdóttlr. Faðir minn, ANTON GUÐMUNDSSON, húsgagnasmlður, sem andaðist þann 27. f. m„ verður jarðsunglnn frá Fossvogsklrkju föstudaginn 4. janúar kl. 10,30. F. h. aðstandenda, María Antonsdóttir. T f M I N N, fimmtudagur 3. janúar 1963. 15

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.