Tíminn - 03.01.1963, Blaðsíða 1

Tíminn - 03.01.1963, Blaðsíða 1
ttlMA ERUÓSGJAFlt 1. tbl. — Fimmtudagui» 3if janúar jjffóct--- 47. árg. NÆRRI SOKKIÐ UNDAN SlLDINNI MB—Reykjavík, 2. jan. Minnstu munaði, að illa færi fyrir einum Vestmannaeyja- bátinum í lok gamla ársins. Bá*urinn Kristbjörg var að sfdveiðum undan Reykjanesi að morgni gamlársdags. Veð- ur var fremur gott, en einhver ylgia mun hafa verið. Skip- veriar höfðu aflað vel og voru komnir með rúmlega fimmtán hundruð tunnur. Voru þeir að ljúka við að háfa og ætluðu að fara að halda heim á leið, er þeir tóku eftir því, að skipið var íarið að siga mikið að aftan. Sneru þeir þá við blaðinu ug opnuðu iensportin til þess að skila Ægi gamla nokkru af því, sem þeir höíðu heimt úr greipum bans. Jafnframt tók skipstjóri það til ráðs að keyra upp í báruna, en ekkert dugði, skipið hélt áfram að síga að aftan. Var nú skipinu snúið og siglt lens. Jafnframt var beðið um aðstoð og björgunarbát- urinn hafður tilbúinn. Var sjór þá kominn langleiðina upp á báta- dekk. Sem betur fór þurfti ekki á aðstoð að halda, því eftir að bátn itm var snúið tók hann að lyfta skut að nýju. Komst báturinn heilu og höldnu Framhald á 15. síðu. Síldin verði ekki flutt á dekki í öryggisskyni MB-Reykjavík, 2. jan. Skipaskoðunarstjóri, Hjálmar R. Bárðarson, hef- ur sent nokkrum aðilum til lögur, sem óskað er álits á, til að draga úr sjóslysahætt unni á vetrarsíldveiðunum. Er þar m.a. lagt til að hætt verði að flytja síld á dekki og gætt verði mikillar var- úðar í notkun hillna í lest- um. Mörgum hefur orðið tíðrætt um hina miklu hleðslu síldar- skipa, enda er vitað að stöð- ugleiki skipanna minnkar mjög ört við mikla dekk- hleðslu. Skipaskoðunarstjórinn hefur nú sent ýmsum aðilum, bar á meðal LÍÚ og sjómanna samtökum, tillögur, sem hann leitar álits á, um það meðal annars að takmarka eða af- nema alveg þilfarshleðslu fiski skipa á vetrarsíldveiðum. Enn fremur telur skipaskoðunar- stjórinn, að notkun hillna í Franihald á 15. síðu. UNGIIt SEM GAMLIR kvöddu árið' 1962 með virktum, og kannski öllu innilegar en oft áður. Bálkestir loguðu glatt víða um Reykjavík, og hinir ungu létu ekki á sér standa að mæta á þeim stöðum, þar sem gamalt ár hvarf í eldslogum upp í næturhúmið. Þelr eldri skoluðu því hins vegar niður í ýmsum drykk — og nokkuð harkalega sumir hverjir, eins og dæmin sanna í fréttum annars staðar í blaðinu. Þessi mynd er tekin við Valsheimilið, er leið að miðnætti. (Ljósm.: TÍMINN-RE). SK-Vestmannaeyjum, 2. jan. Eldur kom upp um fimm-leytið í dag í húsakynnum Smiðs h.f. hér í Vestmannaeyjum. Fyrirtækið ér til húsa í stórhýsi við Strandveg og kviknaði í efstu hæð hússins. Þar er efnisgeymsla íyrirtækisins og þar geymdar lakkvörur og máln ing. Var lán, að allstór sending af þessum vörum var rétt ókomin. Hæðin varð alelda á svipstundu, rúður sprungu og logarnir stóðu út um gluggana. Slökkviliðið kom fljótlega á vettvang og tókst á stuttum tíma að ráða niðurlögum eldsins, en miklar skemmdir urðu á hæðinni og eyðilagðist talsvert af spóni og harðviði. Einnig má búast við að einhverjar skemmd- ir hafi orðið af völdum vatns á neðri hæðunum, þótt loftið sé steinsteypt. Ekki urðu slys á mönnum. Elds- upptök eru ókunn. (. i' . í norður með segulband um úlnliðinn Segularmböndin rjúka út jaf nótt og þau koma JK-Reykjavík, 2. janúar. Eins og endranær voru tveir síðustu mánu'ðir ársins góð vertíð hjá kaupmönnum lands ins. Ein vara hefur þó skarað fram úr og hefur jafnan selzt upp á svipstundu, þegar send- ingar af henni hafa komið til landsins. Þetta eru segularm- böndin frægu, sem sögð eru lækna flest líkamsmein, sem tjáir að nefna. Nú um áramótin var innflytjandi þessara japönsku armbanda að fá nýja sendingu með 600—700 arm- böndum, og verða þau seld þessa dagana. Armbönd þessi eru gyllt og meinleysisleg að sjá en eru seg ulmögnuð, og í því er lækninga- mátturinn fólginn, að sögn fram- leiðenda. Þeir segja þau lækna of háan og of lágan blóðþrýsting,; andarteppu, iungnakvef, ýmsar teg i undir gigtar, þar á meðal liðagigt, I og marga aðra sjúkdóma, jafnvel ! svefnleysi. í kaffiboðum jólavikunnar hefur frægð þessara armbanda verið mjög umtöluð og ýmsar aldraðar ! konur eiga varla til orð yfir á- .gæti þeirra. M. a. er talið öruggt ráð við svefnleysi að sofna með þessi armbönd, þannig að höfuð manns snúi í átt til norðursegul- skautsins Síðustu þrjá áratugina fyrir alda mótin var mikið blómaskeið fyrir undralyf. Þá voru m. a. svonefndir voltakrossar mjög í tízku hér, en þeir voru þá taldir hafa svipuð seguláhrif og sagt er um armbönd- in núna. í tímaritum þeirra tíma er mikið um auglýsingar, þar sem fólk vitnaði um undramátt þess- ara krossa. Framhald á 15. síðu Aðils—Kaupmannahöfn, 2. jan. Allmiklir skaðar og eldsvoðar urðu í Danmörku um áramótin. Tveir menn létu lífið og ellefu íullorðnir og 18 börn urðu heim- Framh. á 15. síðu Landa nú síldinni á bryggjuna í Eyjum KB-Reykjavík, 2. jan. I Aflahæstir þessara báta voru I Síðustu nótt voru ekki mjög ' e._..._* . I margir bátar á sjó, en voru flest- Síldveiði hefur verið góð Stapafell með 1400 tunnur, ir komnir út j dag og farnir að síðasta sólarhring. Til Reykja- Halldór Jónsson með 1250 og kasta síðdegis, bæði suður í Mið- víkur komu í dag ellefu bátar Helgi Flóventsson og Steinunn nessj° og á Jökuldjúpi. Um afla- með samtals 10.150 tunnur.l með 1200 hvor bátur. (Framhald á 15. síðu).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.