Tíminn - 03.01.1963, Blaðsíða 14

Tíminn - 03.01.1963, Blaðsíða 14
Rosemaríe Nitríhitt „Hvar er það?“ spurði Lorenz. Hún gekk að klæðaskápnum og opnaði hann. Allstór kassi stóð upp við bakið f skápnum, falinn bakvið fötin hennar. „Star Re- porter“ sá Lorenz, að stóð á kass- anum með gylltum stöfum, þegar hann hallaði sér áfram til að að- gæta hann betur. „Þú getur sett útvarpsstöð hér, áður en langt um líður,“ sagði hann. „Er nokk- uð á þessu bandi núna?“ „Já,“ sagði Rosemarie. „Lofaðu mér að heyra það,“ sagði hann. „Þú mátt ekki segja neinum frá því,“ svaraði hún. „!Þú getur treyst okkur algjör- lega, ungfrú. Við segjum ekki neinum neitt. Þú hefur heldur ekki verið að blaðra neitt um okkur við aðra. Þú skalt halda á- fram að láta eins og þú vitir ekki neitt, ef þú vi'lt fara að mínum ráðum. Eg var sex ár í hemum og vel vel, hvað ég syng. Það er alltaf mest öryggi í því að vita ekki neitt. En þú mátt treysta okkur, Schmitt, Wallnitz og mér. Við erum ekki frá lögreglunni.“ Rosemarie létti ákaflega. En það hefði þó verið bezt, ef gamli Schmitt hefði sjálfur komið, en ekki þessi Wallnitz. Hún þekkti hann ekki neitt. Hún dró þungt segulbandstækið út úr skápnum, og það var augljóst, að hún kunni með það að fara. Það, sem Lorenz fékk að heyra, voru stunur Brusters og þúkhljóð í rúminu og útslitnar athuga- semdir og innskot Rosemarie, meðan ástaleikurinn stóð yfir, en Lorenz hafði verið bílstjóri í svo mörg ár, að hann var orðinn ýmsu vanur. Hann var hættur að kippa sér upp við smámuni. Það eina, sem hann sagði, var: „Það, sem fólki getur dottið í hug!“ Og eftir stutta þögn: „Það væru áreiðan- lega einhverjir til með að borga drjúgan skilding til að fá að hlusta á þetta.“ „Hverjir?“ spurði Rosemarie. „Þú hefur víst ekki hugmynd um, hvernig það gengur fyrir sig“, svaraði hann tvíræður á svip. „Eg gæti sagt þér sitt af hverju.“ Hann skýrði það ekkert nánar, hvort hann gæti sagt henni eitt- hvað, sem hann hefði lesið eða það, sem hann hafð'i reynt á bíl- stjóraferli sínum. „Nú máttu slökkva á bandinu," sagði hann, og meðan hún var að loka kass- anum utan um tækið og koma því á sinn stað í klæðaskápnum, hvarflaði hugur hans aftur að gátunni, sem hann var að reyna að leysa. „Borguðu þeir nokkuð?“ spurði hann. Hún skildi undir eins, að hann átti við mennina tvo frá lögregl- unni. „Já“, sagði hún. „Hve mikið?“ Hve mikið? Þeir höfðu borgað skitin fimm hundruð mörk og sagt henni, að hún fengi brátt nýtt verkefni, og ef allt gengi vel með Schmitt, fengi hún önnur fimm hundruð. Það var ekki neitt í samanburði við þær upphæðir, sem hún fékk frá Mallenwurf & Erkelenz. „Segðu mér það nú. Eg hefði bara gaman af að vita það, — ég er forvitinn", sagði Lorenz. „Sex þúsund mörk,“ svaraði Rosemarie strax, „og svo fæ ég önnur sex, ef allt gengur að ósk- um.“ „Aha“, sagði Lorenz. „Það verð- ur nú ekki mikið úr því hér eftir, úr því að við vitum, hvernig í öllu liggur. Þú hlýtur að skilja það. En hvað sem því líður, — hvað gætu þeir svo sem hafa komizt á snoðir um? Hlægilegt!“ „En ég tapa peningunum", sagði Rosemarie. „Við skulum nú sjá, hvað hægt er að gera í málinu," sagði Lor- enz rétt eins og fjárreiður fyrir- tækisins væru í hans höndum. Honum varð litið á borðið. „Heyrðu!“ kallaði hann allt f einu upp yfir sig. „Hvað er orðið af allri pylsunni?“ Rosemarie hafði etið hana upp til agna. Henni var aftur farið að líða vel. Kannske færi það svo að lokum, að hún græddi meira á þessu en hún hafði í fyrstu bú- izt við . . . „Þú getur fengið-að íera- hér í nótt,“ sagði hún við Lofenz.^1 „Nei, þakka þér fyrir“, sagði hann. „Eg hef ekki efni á því?“ „Þú þarft ekki að borga neitt“, sagði Rosemarie. Þetta var einstætt tilboð, en Lor enz tók því ekki og gerði sér í raun og veru ekki grein fyrir gildi þess. Hann var ekki eins viss um það og Rosemarie, að allt væri aftur fallið í ljúfa löð. Hann hafði náð sínu takmarki og fengið þá vitneskju, sem hann vantaði, Nú var um að gera að sleppa takinu og draga sig í hlé. Auk þess hafði hann lifað einlífi árum saman. Hann var firwmtíu og þriggja ára gamall, og ástæðan til þess, hve hann hagaði sér skynsamlega á þessu andartaki, átti kannski ekki sízt rætur sínar að rekja til þess, hve hann hafði fengið fá tækifæri til að haga sér óskyn- samlega. SKÝRSLAN, SEM LORENZ gaf húsbónda sínum þessa sömu nótt, leiddi til langs samtals milli Wallnitz og Schmitts morguninn eftir. „Hve mikið borgum við í skatta yfir árið núna?“ spurði Schmitt. „Rúmlega hundrað og fjörutru milljónir“, sváraði Wallnitz, sem var hissa á spurningunni. „Ef við vissum, hve öll þessi blessuð leyniþjónusta okkar hefur úr miklu fé að spila, gætum við reiknað út, hve mikið við höfum lagt henni til, svo að útsendarar 55 hennar geti komið fyrir útvarps- sendi til að njósna um mig með tilstyrk minxra eigin tækja." „Ojá,“ sagði Wallnitz. „Svona er l£fið.“ „Finnst þér það kannski vera allt í lagi?“ Wallnitz yppti öxlum. „Allt í lagi?“ sagði hann. „Hér gildir bara hart gegn hörðu. Tökum bara þetta dæmi, Bernhard! Við erum með pálmann í höndunum. Þessir þokkapiltar hafa ekki fengið nein- ar merkilegar upplýsingar.“ „Hvað þá?“ „Þú hefur ekki farið til Rúss- lands." „Þvert á móti“, sagði Schmitt, „hafa þeir fengið mjög góðar upp- lýsingar. Þeir vita meira að segja, að þú ert ekki tíður gestur hjá Rosemarie, — nema þú hafir hugs- að þér að venja þangað komur þínar framvegis . . . “ Wallnitz bandaði hendinni kæru- leysislega frá sér. „En þeir vita, að ég . . . “ hélt Schmitt áfram. „Þá langar ekki til að vita neitt um ferðalag þitt sem slíkt, heldur'áhrif þess á við- skipti okkar. Þetta eru einkenni- legir tímar, Walter, finnst þér það ekki? Allt á að vera svo heil- steypt. Krupp gamli seldi fall- byssur . sínar hverjum, sem hafa vildi, og það fannst engum neitt athugavert við það, ekki einu sinni, þegar þær hófu skothríð hver á aðra. En við . . .“ „Já“, sagði Wallnitz, „það er náttúrlega ekki beinlínis hægt að •skjóta því, sem við framleiðum, en það er hverju orði sannara, að siðferðisblærinn er orðinn mik- ill á hergagnasölunni nú á dög- um.“ „Hermenn drekka líka mjólk, — er það það, sem þú ætlaðir að segja? Er þurrmjólk á svarta list- anum?“ 42 tekið til mat og búið upp rúm handa ykkur öllum. Það er það, sem þér eigið að gera. — En . . . Hún var svo undr- andi, að hún vissi ekki, hvað hún átti að segja. — En þér eruð að spauga, hr. Pendleton . . . — Spauga. Mér hefur aldrei verið meiri alvara! Eg hef loksins fundið frænku mína og hef tekið hana með mér hingað til London. Og nú er ég í þeirri aðstöðu að geta gefið henni heimili, en ég hef enga konu, sem getur hjálpað henni, ráðlagt henni og kennt henni, hvernig hún á að klæða sig, og fylgzt með henni, þegar hún fer í samkvæmi. Því sagði ég við sjálfan mig. „Eg hef þó mína góðu vinkonu, frú Harborough, ég er viss um, að hún vill hjálpa mér. „Þess vegna ók ég rakleiðis hingað til að bera þessa tillögu fram við yður og þá kemst ég að því, að þér eigið að setjast að í einhverju kofaskrifli f Leicester- héraði án þess að hugsa um, hvernig börnin og Ayah myndu þrífast þar . . . ég . . . — Ó, hamingjan góða, hættið þér! Laura hló og grét í senn. — Eg vil alls ekki fara til Leicester, ég hata tilhugsunina eina. Eg er engin kennslukona, og ég veit, að börnin myndu ekki kunna við sig þar heldur. — Þá liggur málið ljóst fyrir, þér komið og aðstoðið Horatiu, sagði hr. Pendleton. — En minn góði hr. Pendleton, þér gleymið börnunum . . . — Eg gleymdi þeim alls ekki. Húsið er nógu stórt fyrir tíu í viðbót. Takið þau öll með, góða mín, ef þér viljið bara koma sjálf- ar. Hann leit áhyggjufullur á hana. — Þér hafið tár í augunum, sagði hann. — Hef ég verið slæmur við yður? — Slæmur? þér? hrópaði hún. Svo rétti hún honum höndina. — — Við komum með innilegri gleði. Frú Ernest Harborough var sannarlega fjúkandi reið við svil- konu sína fyrir að taka slíka skyndiákvörðun — og án þess að ráðfæra sig við þau, og hún lét ekki undir höfuð leggjast að sýna það. En þegar Ernest hafði jafn- að sig eftir mestu undrunina, tók hann þessu skynsamlegar. Eins og hann sagði við konu sína, þá var bersýnilegt, að maðurinn var rík- ur, hver vissi, hvað úr þessu gat orðið. Að minnsta kosti myndi hann eftirláta henni fáeina skild- inga, þegar hann dæi. Og svo var hús Edwards Pendle tons í London opnað og innréttuð barnaherbergi á efstu hæð og öllu komið í stand, svo að Ayah og börnin gátu flutt þar inn. Barn- fóstra var ráðin handa yngri telp- unum, og drengirnir voru innrit- aðir í Etonskólann, en þar hafði hr. Pendleton sjálfur hlotið mennt un sína. Og Laura gekkst með áhuga upp f verkefni sínu, sem sé að gera Horatiu að dömu. Hún réð danskennara, tónlistarkennara, frönskukennara og var sjálf alltaf viðstödd, svo að hún gat fylgzt með framförum Horatiu. Sjálf kenndi hún henni að sauma út, og meðan þær sátu •saman á kvöldin sögðu þær hvor annarri frá því, sem borið hafði fyrir þær í lífinu, og milli kvenn- anna tveggja þróaðist heil og inni- leg vinátta, hr. Pendleton til mik- illar gleði. Stundum bauð hann þeim með MARY ANN GIBBS: SKALDSAGA ERFINGINN sér í leikhús eða í óperuna og fólk fór að tala um, hver hann væri þessi hái, glæsilegi maður með hvíta hárið, og hvort þessi ljós- hærða, unga stúlka [ stórkostlega kjólnum úr indversku silki væri týndi erfinginn, Horatia Pendle ton. Þegar hár Horatiu fékk að vaxa óhindrað, fór það að liðast, og kjólarnir, sem Laura valdi duldu, að kannski vantaði eitt- hvað á stöku stað, en undirstrik- uðu grannt mitti og ávalar axl- irnar. Horatia var námfús og vilj- ug að læra og fræðast og kvart- aði eikki yfir öllum kennslutím- unum, ef hún gat aðeins fengið að ríða um ga-rðinn á hestinum Hvítstjarna, sem hún unni ofur- heitt. Og hr. Pendleton skrifaði Jeremías Smallbones og bauð hon- um stöðu sem hestaveini, og þá var hamingja Horatiu fullkomn- uð. Hin rómantíska saga um, hvern- ig hr. Pendleton hafði leitað frænku sinnar, varð fljótlega að- alumræðuefnið í klúbbum og tízkusölum f London, þótt enginn kæmist að því, hvar hann hafði fundið hana. Þetta haust fór Horatia að taka þátt í samkvæm- islífinu, og í fylgd með henni var hin vingjarnlega og laglega frú Harborough, skreytt hinum glæsi- legu indversku gimsteinum. Frændi Horatiu fylgdist stoltur með því, að hver dans var pant- aður hjá henni á hverjum dans- leik. Og kvöld eitt á dansleik kom hún allt [ einu auga á hr. Latimer, sem sveiflaði dömu í vals fáeina faðma frá henni. Aldr- ei þessu vant virti hann hana fyrir sér með auðsærri velþóknun. Hún var því undir það búin, þegar frændi hennar kom til henn ar eftir dansinn með hr. Latimer og kynnti hann fyrir henni. — Hr. Latimer segist vera gamall kunningi þinn, góða mín, sagði hann. — Hr. Latimer! Hún brosti kuldalega við Richard og hneigði sig virðulega eins og danskenn- ari hennar hafði kennt henni. — Já, við erum sannarlega gamlir . . . kunningjar . . . ekki satt. Mig minnir, að ég hafi séð yður í garðinum um daginn, en ég var ekki viss. Hafið þér enn sömu hestana? Hún hló að honum, en í þetta skipti hafði hann ekkert á móti því. Hver hefði trúað, að hárið á henni gæti liðazt svona töfrandi? Og hver hefði getað ímyndað sér að hún hefði svona grannt og fag- urt mitti og fallegar axlir? — Madam, ég skammast mín, sagði hann auðmjúkur. Hún yppti öxlum léttilega. — Skammizt yðar fyrir hvað, hr. Latimer? Eg er hrædd um, að ég skilji yður ekki. Þegar hr. Pendleton snéri sér frá þeim til að heilsa kunningja, hélt hún á- fram: — Fyrir að hafa verið þjónustustúlku hjálpsamur? Eða fyrir að sýna hestasveini vinsam- legan áhuga? Það er engin ástæða til að skammast sín fyrir það. En nú sé ég dömu þarna við hliðina á frú Harborough, sem horfir á yður. Hann leit um öxl og sá, að móð ir hans veifaði til hans. — Má ég fá þann heiður að dansa næsta dans ‘við yður?, spurði hann, áður en hann gekk til móður sinnar. — Ekki næsta, því miður. Eg hef þegar lofað Robert Clayton þeim dansi, hann kvaðst þekkja yður. Hún kinkaði kolli í áttina til hávaxins, ljóshærðs og glæsi- legs manns. Hr. Latimer leit fýlulega á vin sinn, svo gekk hann yfir gólfið. — Frú Harborough var að segja mér skelfilegustu hluti um ástandið í Indlandi, góði minn, sagði frú Latimer við son sinn. Og frú Harborough kinkaði kolli til þeirra og gekk til annars kunn- ingja. Þá hvíslaði móðirin bak við blævænginn: — Svj að þetta er þá stúlkan. En hún hefur alls ekki músgrátt hár, Richard! Og hún er hreint ekki hversdagsleg, þvert á móti, og vöxturinn ágætur. Eg skil sannarlega ekki, hvað þú varst að hugsa, þegar þú lékst svona á mig. Og hún hefur einkar fögur augu, það er eitthvað hress T f M I N N, fimmtudagur 3. janúar 1963. 14

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.