Tíminn - 03.01.1963, Blaðsíða 7

Tíminn - 03.01.1963, Blaðsíða 7
Utgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Tómas Arnason Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjónsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Auglýs- mgastjóri: Sigurjón Davíðsson Ritstjórnarskrifstofur I Eddu húsinu. Afgreiðsla, auglýsingar og aðrar skrifstofur i Banka- stræti 7. Símar: 18300—18305 - Auglýsingasimi: 19523 Af. greiðslusími 12323. — Askriftargjald kr 65.00 á mánuði innan- lands. í lausasölu kr. 4.00 eint. — Prentsmiðjan Edda h.f. — Áramótaræða Ólafs Ólafur Thors lagði mikla áherzlu á það í áramóta- ræðu sinni, að hann ætlaði ekki að segja nema sann- ieikann um áhrif „viðreisnarinnar" Það skal ekki vefengt, aO þetta hafi verið ætlun hans og sumt viður- kenndi hann, sem stjórnarblöðin hafa borið á móti áður. Ólafur viðurkenndi t. d. það, að „viðreisninni“ hefði ekki tekizt að stöðva verðbólguna, en einmitt það var talið höfuðtakmark hennar á sínum tíma. Það var líka höfuðloforð stjórnarflokkanna fyrir seinustu kosningar. Ólafur taldi beint og óbeint, að í þessum efnum væri staðan ekki betri en áður. ,Viðreisnin“ hefði m. ö. o. misheppnazt á því sviði, er mestu skipti. Þetta er meiri hreinskilni en menn hafa átt að venj- ast úr þessum herbúðum áður og ber vissulega að láta Ólaf njóta viðurkenningar fyrir það, Þegar Ólafur fór svo að færa fram það, sem telja mætti jákvæðan árangur „viðreisnarinnar", varð honum hins vegar helzt til hrösunargjarnt á sannleiksbrautinni. Ólafur hélt því fram, að gjaldeyrisstaðan út á við hefði batnað um 1200 millj. kr. Þetta er slæmt frávik frá sannleikanum. í þessum efnum er vitanlega rangt við að miða viö febrúar 1960, þegar bú^ •’ð auglýsa gengislækkun með margra mánaða tv •-< og menn höfðu því keppzt við að flytja sem mesi ínn áður og dregið að yfirfæra erlendan gjaldeyri. Rétt er að miða við desemberlok 1958, þegar núv. valdasamsteypa kom lil valda. Eins og Eysteinn Jónsson sýndi fram á í ára- mótagrein sinni, er heildarstaðan í gjaldeyrismálunum nú mjög svipuð því og hún var í árslokin 1958. Þá hélt Ólafur því fram, að sparifjáreign landsmanna hefði nær tvöfaldazt síðan „viðreisnin11 kom til sögunn- ar. Þetta er rétt, ef menn miða við krónutöluna. En skekkj- an er sú, að íslenzka krónan er nú nær helmingi verð- minni en áður. Ef menn ætla að finna út raunverulegt verðmæti sparifjárinneignarinnar og miða við erlendan gjaldeyri eða verð framleiðslutækja, eins og skip, land- búnaðarvéla rog iðnaðarvélar, þá kemur í ljós að raun- verulegt, verðmæti hennar hefur ekkert aukizt á þess- um tírna, heldur tæplega staðíð í stað. þótt krónu- talan hafi nær tvöfaldazt. En vitanlega er það hið raun- verulega verðmæti. sem máli skiptir Þegar allt feemur til alls, er það kannski mesti sorgar- báttur ,.v’ðreisnarinnar“, að eftir hið mesta góðæri, sem vfir landið hefur gengið. skuli gjaldeyrisstaðan út á við, þegar allt er talið með. ekki vera neitt betri en í árs- lok 1958 og raunveruiegt verðmæt' sparifjárinneignar- innar ekki hafa aukizt neitt. Þetta verður enn ískyggi- iegra, þegar þess er gætt. að ekki hefur verið haldið í horf- inu hvað endurnýjun og aukningu atvinnutækja snertir. Mrasanir Bjarna Þótt Ólafi Thors yrði hált á sannleiksbrautinni um ára- mótin, reyn'dist. Bjarni Benediktsson þó enn hrösunar- gjarnari. Ilér er ekki rúm til að telja upp ailar þær missagnir. sem er að finna í áramótagrein Biarna heldur skal aðeins bent á eina sem sýnishorn. Bjarm teíur, að fylgi stjórnar- flokkanna hafi haldizt óbreytt í bæiarstjórnarkosning- unum s.l. vor. Þó tapaði Sjálfstæðisflnkkurinn milli 4— 5% af heildarfylgj sínu 'og missti bæ.iarfulltrúa i Reykja- vík og á Akureyri og meirihlutann i Keflavík. Alþýðu- flokkurinn beið hinn stórfelldasta ósigur Samt segir Ejarni, að stjórnarflokkarnir hafi haidið óbreyttu fyigi! T í M I N N, fimmtudagur 3. janúar 1963. „Viðreisnin" hefur afnumið átta stunda vinnudaginn Athyglisverð viðurkenning í áramótagrein Emils Jónssonar Eins og margir aðrir, las ég yfirlitsgreinar stjórnmálaleiStog- anna um áramótin og hlýddi á áramótaræðu forsætisráðherr- ans og forsetans. Margt er að finna athyglisvert í þessum greinum og ræðum. Það, sem mér fannst þó einna athyglisverðast af öllu, fann ég í áramótagrein Emils Jónssonar, formanns Alþýðuflokksins. Þar er m.a. reynt að skýra ósigur Alþýðuflokksins í bæjar- og sveitarstjórnarkosningunum á síðastl. ári. Sú skýring Emils hljóðar á þesSa leið: „Alþýðuflokkurinn hefur átt því láni að fiagna, að eiga inn- an sinna vébanda marga áhuiga menn og konur, sem ekki hafa talið eftir stundirnar og störf- in fyrir flokkinn. En með hin- um langa vinnudegi, sem flest- ir Ieggja nú á sig, til að bæta afkomuna, verða tómstundirn- ar færri oig flokksstarfið minna hjá mörgum." Hér skal ekki xætt um, hvort þetta sé hin rétta skýring á ó- sigri Alþýðuflokksins. I-Iitt er hins vegar laukrétt hjá Emil Jónssyni, að vinnutíminn er nú orðinn svo langur hjá fjölda- mörgum, að tíminn til að sinna félagsstörfum er sáralítill, jafn- framt því, sem aukin vinnu- þ^^a dregur úr félagsmálaáhug r \ Atta stunda vinnudag ur ur sögunni Emil Jónsson hefur með fram- angreindum orðum sínum vakið athygli á því, — án þess að hafa sennilega ætlað að gera það, — að átta stunda vinnudagur er raunverulega úr sögunni hjá launastéttum landsins, hvað þá hjá bændastéttinni. Það var lengi eitt helzta bar- áttumál verkalýðsflokka um all- an hinn frjálsa heim að koma á átta stunda vinnudegi. Víða hefur þetta tekizt og sums stað- ar betur. Hér á landi hafði Ai- þýðuflokkurinn lengi vel for- ustu í baráttu fyrir átta stunda vinnudegi og átti mikinn þált ' að fá hann viðurkenndan. Nú er hins vegar svo komið, að fjarri fer því, að átta stunda vinnudagur hjá ýmsum stærstu launastéttum landsins nægi til þess að tryggja sæmilega lífsaf- komu. Hér i Reykjavík gildir þetta um meginþorra allra laun- þega. Menn verða að vinna miklu lengur, og gera þó ekki meira en rétt að bjargast. Alveg sérstaklega hefur þessi öfugþró- un magnazt seinustu misserin siðan „viðreisnin“ svonefnda kom til sögu. Nú lifir enginn launþegi lengur sæmilegu lífi á því kaupi, sem fæst fyrir átta stunda vinnudag. „Viðreisnin-1 er raunverulega búin að afnema átta stunda vinnudaginn. Það er eitt ömur- legasta dæmið um hin beizku ör lög Alþýðuflokksins, að sú ríkis- stjórn, sem hann hefur átt flesta ráðherra í, skuli hafa unnið markvisst að þvj að gera aí engu árangurinn af baráttu hinna gömlu leiðtoga flokksins *EMIL JÓNSSON er fengu átta stunda vinnudag- inn viðurkenndan. 10% rýrnun síðan árið 1958 Alþýðusamband íslands hefur látið þekktan hagfræðing gera athyglisverða skýrslu um kaup- mátt tímakaupsins hjá verka- mönnum á undanförnum árum Þessi samanburður sýnir m.a., að kaupmáttur tímakaupsins er nú um 10% minni en hann var í október 1958. Þetta þýðir að kaupmáttur launa eftir 8 stunda vinnudag er nú raunverulega um 10% minni en hann var í október 1958. Þetta er skýringin á því, að menn verða nú að vinna mikla eftir- vinnu, ef þeir eiga að geta bjarg- azt. Það er vottur um einhverja mestu öfugþróun og hina rang- lálustu efnahagsmálastefnu, að kaupmáttur launa eftir átta stunda vinnudag skuli rýrna um 10% á sama tíma og þjóðartekj- urnar hafa stóraukizt af völdum óvenjulegs góðæris 1000 eftirvinnii“ stundir á ári Gylfi Þ. Gíslason hefur nýlega birt lölur um það, sem hann tel- ur hcildarlaunatekjur verka- fólks, þ.e, sjómanna, verka- manna og iðnaðarmanna, á nokkr um undanförnum árum. Hann telur að samkvæmt þessu^ hafi kaupmáttur heildarlaunatekna aukizt síðan 1958 hjá þeim f.iöl- skyldum, er njóta fjölskyldu- bóta. Hjá öðrum launþegum, sem eru alltaf um tveir þriðju allra launþega, hefur kaupmátt ur heildariaunatekna minnkað Gylfi Þ. Gíslason heíur hins vegar ekki haft fyrir því, að reikna það út, hve langan vinnu- tíma verkamenn,. eins og t.d Dagsbrúnarmenn og tðjuverka- menn, hafa þurft að vinna til að ná þeim meðallaunatekjum, sem hann telur þá muni hafa haft á árinu 1962. Sá útreikningur lítur hins vegar þannig út, að þeir hafa þurft að vinna auk átta stunda vinnudagsins, röska þrjá eflirvinnutíma alla virka daga ársins eða milli 900—1000 eftir- vinnutíma á árinu. Dagbrúuarmenn og Iðjuverka- menn þurfa með öðrum orðum 11—12 stunda daglegan vinn- tíma, ef þeir eiga að ná þeim meðaltekjum, sem Gylfi ætlar þeim og þeir þurfa að hafa, ef þeir eiga rétt að geta bjargazt. Vinnutími hinna „gömlu, góðu daga” Þegar „viðreisninni" var á sín- um tíma hleypt af stokkunum, lét forsætisráðherrann svo um- mælt á Alþingi, að það væri von hans, að aftur skapaðist hér á- stand hinna „góðu, gömlu daga“. daga“. „Viðreisnin“ hefur vissulega náð því marki, að við búum nú við ástand hinna „gömlu. góðu daga“, hvað vinnutímann snertir. Nú þurfa langflestir launþeg- ar landsins að hafa ellefu til tólf stunda vinnudag, ef þeir eiga að geta bjargazt. Svo gífurlega hefur dýrtíðin vaxið seinustu misserin. Slíkur er nú árangurinn af starfi þeirra Héðins Valdimars- sonar, Jóns Baldvinssonar og annarra slíkra, sem börðust fyr- ir átta stunda vinnudegi. „Við- reisnin" er búin að gera þennan árangur að engu. Ástandið er nú orðið líkast því og á hinum „góðu, gömlu dögum“. þegar verkalýðssamtökin hófu fyrstu baráttu sína, a.m.k. hvað vinnu- tímann snertir. Lágt kaup tefur vinnuhagræðingu Þau rök heyrast nú talsvert, að ekki megi hækka kaupið svo. að átta stunda vinnudagur tryggi verkafólki lífvænlega afkomu, nema áður hafi verið komið á aukinni vinnuhagræðingu hjá at- vinnufyrirtækjunum. Það er rétt, að vinnuhagræðingu þarf að auka, og um það atriði þari að komast á gott samstarf milli atvinnurekenda og launþega En það ber jafnframt að hafa í huga, að reynslan annars sta5ar sýnir ólvírætt, að þar sem kaup ið er lægst, er vinnuhagræðingm minnst, en þar sem kaupið er hæst, er vinnuhagræðingin mest Sæmilega gréitt kaup er atvinnu- rekendum hvatnmg til að auka vinnuhagræðinguna. Það er líka annað, sem stend ur nú meira í vegi vinnuhagræð ingar en kaupið Til þess að koma á vinnuhágræðingu. þari oftast nokkra f.járfesmgu Láns féð, sem Oarf til slíkra frarn kvæmda, er nú annaðhvori frysi í Seðlabankanum eða lánað út með okurvöxtum. Meðan svo liáttar til, blæs ekki byrléga fyr ir aukinni vinnuhagræðingu á íslandi. Hvað gerir verka- lýðshreyfingin? Þeir menn, sem hófu baráttu verkalýðssamtakanna á íslandi Framh a ^3 sif' imwiim nnn iir>"i i i ii i /

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.