Tíminn - 03.01.1963, Blaðsíða 9

Tíminn - 03.01.1963, Blaðsíða 9
«a A TM H nú einn af mestu hljómsveitar- stjórum Þýzkalands. Ég læt náttúrlega ekkert tækifæri ó- notað að hlusta á óperur þar, þegar ég hef tíma til, oft á hverju kvöldi. Einu sinni kom ég inn þegar sýning var byrj- uð og hafði ekki athugað, hvaða söngvarar kæmu fram það kvöldið. Og þá kom þar fram á sviðið söngkona, sem mér fannst ég endilega kann- gst við en kom lengi ekki fyrir mig. Þetta var þá Stina Britta Melander. Ég hafði ekki séð hana eða heyrt í átta ár, eða síðan hún söng hér í Þjóðleik- húsinu og ég var þá með. Strax eftir þessa sýningu í Stuttgart fór ég að tjaldabaki til að heilsa upp á hana. Hún söng þarna sem gestur. Hún kann- aðist við mig og var guðsfeg- in að hitta mig og fór strax að tala íslenzku við mig. Hún var nú farin að ryðga í henni blessunin, sem von var. Hún er nú eftirsótt söngkona víða um heim, fræg og rík, búin að kaupa sér slot rétt hjá Miinch- en og er þar búsett. Þá skal ég nefna einn músikmann þýzk an, sem margir hér kannast við, bæði af því að hann er meðal beztu píanóleikara og hefur líka hingað komið: Her- mann Reuter, sem kom hing- að sem undirleikari með Henny Wolf fyrir fáum árum. Við 'höfum unnið nokkuð saman, við Hermann Reuter. Hann er alveg stórkostlegur undirleik- ari, við köllum hann stundum annan Gerald Moore, og þá er mikið sagt. —■ Hafa hinir mest rómuðu, ítölsku söngvarar ekki verið á ferðinni í Stuttgart nýlega, t. d. vinkonurnar Maria Callas og Renata Tebaldi? — Síðast var Giuseppe di Stefano þar á ferð, en ekki sem bezt fyrir kallaður. Hann bil- aði. Og honum varð svo mikið um það, að hann sendi skeyti til Berlínar og aflýsti konsertin um, sem hann átti að halda þar á eftir, þó að miðar þar væru uppseldir. Maria Callas hefur haft heldur hægt um sig upp á síðkastið. Þegar ég var í Munchen í fyrra, kom hún þang að og hélt tónleika. Það gekk ekki lítið á. fremur en endra- nær. þegar hún er á ferðinni. Það varð húsfyllir, þó að að göngumiðinn kostaði ekki nema lítil 100 mörk, eða með öðrum orðum meira en 800 íslenzkar krónur. Ég varð nú samt að neita mér um þá ánægju að hlusta á hana, taldi mig ekki hafa efni á því að kaupa miða. — Ég er hræddur um, að vinur vor, Jón Engilberts, geti ekki fyrirgefið þér, að láta það undir höfuð leggjast. Var þetta miðaverð einsdæmi þar syðra’ — Mér er næst að halda, að svo sé. Næsthæsta miðaverð sem ég heyrði um þar, var á tónleikana, sem Renata Tebaldi hélt í Miinchen um líkt leyti, það var 80 mörk. En þegar Giuseppe di Stéfano kom, kost uðu miðar að söng hans 40 mörk. Annars er algengast, að hæsta miðaverð á óperur og tónleika sé um tíu mörk. — Hefurðu kynnzt finnska söngvaranum Kim Borg, sem kemur hingað í vetur til að syngja með sinfóníuhljómsveit inni okkar? — Já. Hann hitti ég fyrst í Munchen fyrir 2—3 árum. Kennari minn, Gerhard Hiiss, var formaður Finnsk-þýzka fé- lagsins þar og bað mig að syngja á skemmtifundi, og þar var einmitt staddur Kim Borg, sá mikli bassasöngvari. Seinna varð ég samferða honum i flug vél til Kaupmannahafnar og kynntist honum enn betur. Hann fór að spyrja mig um Guð mund Jónsson, þekkti hann mætavel og talaði mikið um hann, ég held þeir hafi verið samtíða í Stokkhólmi, þeir eru á líku reki. Og það var ekkert smáræðis lof, sem Kim Borg hlóð á Guðmund okkar, kvaðst aldrei hafa heyrt annað eins efni í mikinn söngvara. slíka fádæma rödd hefði Guðmund- ur. En sjálfur er Kim Borg kominn í fremstu röð bassa- söngvara, varð heimsfrægur á skömmum tíma. Það er gleði- legt, að hans skuli von hingað í vetur. — Hvað eru margir íslend ingar nú í Stuttgart? — Við höfum verið þar um 20 í haust, allir við nám nema ég og einn annar, sem hætti rafmagnsnámi og fékk starf i borginni Enginn er þar við tónlistarnám. Þeir eru allir i raunvísinda- og tæknifræði námi. — Haldið þið ekki hópinn eftir beztu getu? —Jú, við hittumst alloft Það er einkum einn veitinga- staður, sem við venjum yfirleitt komur okkar á. Sá heitir Wald- horn. Nýlega var skipaður ís- lenzkur konsúll í Stuttgart og heitir hann Hartmann. Þegar hann hafði fengið embættis- skipun, bauð hann okkur til veizlu. Hann spurði okkur, hvar við vildum helzt koma saman. Við vorum sammála um það, að við þekktum sér- lega vel einn stað, sem Wald- horn héti og hefðum ekkert á móti að fara þangað. „Það er ágætt, því að ég á hann“ svar- aði Hartmann. Svo fórum við þangað. — Þú sagðir áðan, að Stutt- gart væri rík borg. Ber þar mikið á auðkýfingum? — Ég veit ekki hvað segja skal um það, en þeir eru sjálf- sagt æði margir. Margir hafa auðgazt þar í landi í öllum upp ganginum síðasta áratuginn. Mér dettur í hug sagan af tveim Þjóðverjum, sem fóru saman inn á veitingastað og gerðu sér glaðan dag. Þegar þeir voru mettir og komu aftur út á götuna, varð þeim gengið þar hjá, sem verið var að sýna og selja nýjustu gerðina af Mercedes-Benz, og sá átti að kosta 36 þúsund mörk. Þeir skoða nú vagninn í krók og kring, þangað til annar segir ákveðinn við afgreiðslumann- inn: „Ég ætla að slá mér á einn — og taka hann með mér“ og tekur síðan upp veskið. Þá grípur hinn fram í og tekur svo til orða: „Nei, bíddu nú rólegur. Nú borga ég. Þú borg aðir matinn áðan“. Og þar við sat. Þetta er nokkuð táknrænt um marga, sem orðið hafa vell- ríkir á skömmum tíma. — Þú ert nú á förum út. og kemut aftur um páskana. Hvað tekur við hjá þér, eftir að þú ert búinn að syngja hér í Messíasi. Ferðu þá enn aftur út til Stuttgart? — Það ber mér að gera. Ég er ráðinn þar til eins árs. Ann- ars er svo mál með vexti, að við Guðrún Kristinsdóttir píanó leikari höfum fengið boð frá þýzka sendiráðinu hér og inn- anríkisráðuneyti Vestur-Þýzka- lands um að fara í tónleikaferða lag um Vestur-Þýzkaland í vor eða sumar, halda þar ljóðatón- ieika í einum 10—12 borgum. Ég vonast til að fá leyfi frá óperunni til að sinna þessu boði helzt í vor, þegar ég er búinn að syngja hér. — Þér líkar vel við Guðrúnu Kristinsdóttur sem undirleik- ara? — Eg tel hana okkar bezta píanóleikara, að öllum öðrum ólöstuðum. Hún er bæði fram úrskarandi píanóleikari og af- burða góður undirleikari. Og það fer ekki alltaf saman, held ur fremur sjaldgæft. — Hvað viltu svo segja enn að lokum, Sigurður? — Ekki annað en það, að ég er alltaf guðs feginn að koma hingað lieim, dveljast hér hvort heldur er lengur eða skemur. Ég þakka öllum móttökurnar og óska ykkur gleðilegs nýs árs og þakka öll þau liðnu. ATH.: — Viðtal þetta átti að birtast i síðasta blaði TÍMANS 1962, s. I. sunnudag, en varð að bíða vegna þrengsla. Hér tekur Vigfús upp söguþráð- inn þegar „Villta vestrið" er hon- um að baki 1917, og segir þvi næst frá ferðum sínum f íslend- ingabyggðir 5 Norður-Dakota og Manitoba og dvöl sinni á þeim slóðum, meðal annars frá fisk- veiðum sínum á Manitobavatni vetrarlangt; þessu næst greinir hann frá dvöl sinni í New York borg, ferðinni þaðan heim til ís- lands og heimkomunni. Mörgum íslendingum kynntist hann bæði ! í Norður-Dakota og Manitoba og. • ber þeim öllum vel söguna, má hið 1 sama segja um lýsingar hans á þeim „löndum“ hans, sem á vegi hans urðu annars staðar á ferð- um hans vestan hafs. Meginhluti bókarinnar fjallar síðan um fjölþætta starfsemi Vig- fúsar: veitingarekstur hans, for- ystu og félagsleg störf bæði í ung- mennafélögum og Kaupfélagi Borg arfjarðar. um nýbýli hans „Bjarg“ og um stofnun Reykholtsskóla, en hann var emr, þeirra manna, sem þar komu mikið við sögu. í kaflanum „Fyrsta ferðastof- an“ segir höfundur frá því, með hvaða hætt; hann og Einar Magn ússon, yfirkennari við Mennta skólann í Reykjavík, stofnuðu fyrstu /almennu ferðaskrifstofun? á íslandi vorið 1932, og var þa- Frarnhald a 13 siðu Rætt við Sigurð Björnsson, söngvara EITT ÞEIRRA hundraða húsa í Stuttgart, sem lögð voru I rústir I styrjöldinni, var leikhúsið Kleine Haus, sem sést hér á efri mynd- innl, eftir að það var gereyðilagt 1944. Það var endurbyggt í ný- tízkustíl eins og sést á neðri myndinni og var vigt í byrjun yfirstand- andi leikárs. Minmngar Vigfúsar Hinn ágæti fslendingur dr. Richard Beck, forseti Þjóðræknis- félags íslendinga i Vesturheimi, kynnti fyrir jólin samlöndum sín- um hina nýju bók Vigfúsar Guð- mundssonar með eftirfarandi grein í blaði þeirra fslendinganna vestra, Lögberg—Heimskringlu: Vigfús Guðmundsson frá Eyri, er löngu kunnur heima á ættjörð- i.nn; fyrir afskipti sín af félags- og landsmálum. og einnig fjölda manna að góðu kunnur persónu- lega sem gestgjafi á ýmsum stöð- um, mörg hin síðari ár að Hreða- vatni í Borgarfirði. Tekur það einn ig til margra Vestur-íslendinga, sem kynntust honum á ferðum hans vestan hafs á yngri árum hans eða hafa haft kynni af honum Hreðavatni í sumarferðum á þeim slóðum. Á seinni ái\um hefir Vig- fús einnig rrðið kunnur fyrir bæk ur sínar. Veturinn 1960—’61 kom út fyrra bindi ævisögu hans, Æsku- dagar, fjölbreytt hók að efni, þvf að margt dreif á daga höfundarins framan af árum, ekki sízt á ævin- týrarikum dvalarárum hans í Montana begar hann var hjarð- maður þar i „Villta vestrinu", og að sama skapi mjög skemmtileg bók, því að Vigfús segir vel frá og fiörlega. en óþarft er að fjöl- yrða frekar um þessa bók hans hér í blaðinu. sem flutti nýlega gagno»’ða og góða umsögn um hana Því pinu skal bætt hér við, að þetta fyrra bindi minninga Vig- fúsar fékk mjög góða dóma í ís- lenzkum bloðum. Nú í haust kom út í Reykjavík seinna bindi minninga hans. Þroskaárin, en nm efni þess seg- ir höfundur meðal annars i for- spjalli sinu „Þessi bók er ágiip æviminninga minna.frá því ég kvaddi „Villta vestrið“ 27 ára gamall og fram á efri ár. Þó er ekkert um ferðalög erlendis síðan 1918. að ég kom heim. Sumt um þau er í ferðabók um mínum. samt ekkert frá Rúss- landi, Grænlandi. Svalbarða, Finn möVk og litið frá Evrópu yfirleitt. í þessari hók er revnt að bregða upp ýmsum spegilmyndum frá miðhluta ævinnar". T f M I N N, fimmtudagur 3. janúar 1963. 9

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.