Tíminn - 03.01.1963, Síða 16

Tíminn - 03.01.1963, Síða 16
DREIFDU SORPI fl STRANDGÖTU Eggert Stefánsson látinn Söngvarinn og rithöfundurinn Eggert Stefánsson andaðist að heimili sínu í Schio á Norður- Ítalíu þann 29. desember síðast liðinn. Eggert hafði kennt nokk- urs sjúkleika á síðastliðnu hausti, en var nú kominn heim og virt- ist við góða heilsu. Virðist andlát hans hafa borið brátt að, en blað- inu er ekki kunnugt um dánaror- Framhald á 15. síðu. KB-Reykjavík, 2. jan. Samkvæmt upplýsingum lög reglunnar I HafnarfirSi voru ólæti þar í bæ um áramótin sízt meiri en þau hafa stund- um verið áður og búast mátti við. Voru þó ærsl töluverð í unglingum og hávaði, nokkuð bar á að verið væri með kín- verja og aðrar ólöglegar sprengjur, en engin slys eða skaðar urðu af þeim völdum. Einna hvimleiðast atferli ærsla belgjanna var að þeir fluttu nokk- uð af fullum sorptunnum niður á Strandgötu, flestar úr næsta ná- grenni, en þó jafnvel ofan af Hverfisgötu, og helltu úr þeim á götuna. Einnig kom fyrir að kveikt væri í sorpinu, og þurfti einu sinni að kalla slökkviliðið á vett- vang. Benzíni eða öðrum eldvaka var þó ekki beitt, eins og kom fyrir á gamlárskvöld fyrir ári, enda hafði lögreglan áminnt allar benzínsölustöðvar að selja ekki eldsneyti á brúsa. Það mun hafa ýtt undir þetta óþrifnaðaratferli, að sorphreinsun hefur að mestu legið niðri yfir hátíðarnar, sakir skorts á mannafla til starfans. Voru því öskutunnur Hafnfirðinga flestar velfullar og hafa greini- lega gengið í augun á unglingun- um. Á gamlársdag urðu tvö umferð-j arslys skammt fyrir sunnan Hafn- arfjörð. Varð hið fyrra við Hvassa hraun um hádegisbil, þar rákust saman tveir bílar, annar úr Reykja vík, hinn keflvískur. Skemmdust' bílarnir nokkuð, en slys urðu eng-' in á mönnum. B ramhald á 15. síðu. 1 Búnaöarmálastjóri í rúm 27 ár MB-Reykjavík, 2. jan. f dag Iét Steinigrímur Stcin- þórsson formlega af embætti búniaöa rm ál a stj ó ra og við tók dr. Halldór Pálsson. Blaðamað ur frá Tímanum hitti Stein- grím sem snöggvast að 'máli í kvöld, þegar hann ætlaði að fara að snætu kvöldverð ásamt eftirmanni sínum og stjórn Búnaðarfélags fslands í Hótel Sögu. — Já, ég lét formlega af störfum í dag. Ég tók við störf um búnaðarmálastjóra fyrsta júní 1935, af Metúsalem Stef- ánssyni. Þeir höfðu gegnt starf inu tveir um hríð, hann og Sigurður Sigui-ðsson. Sigurður lét af störfum á Búnaðarþlngi árið 1935, þá tók Metúsalem við starfinu öllu og gegndi því, þar tU ég tók við því. Sfðan hef ég gegnt starfinu til þessa dags, nema þau rúm sex ár, sem ég gegndi ráðherrastörf- um, 1950—56, þá gegndi Páll Zóphóníasso,n starfinu. — Áður en óg tók við þessu starfi hafði ég verið skólastjóri á Hólum í sjö ár og þar áður fjögur ár kennari á Hvanneyri. — Jú, það liefur vissulcgia mikið breytzt öll þessi ár, cins og allir vita. Þær breytingar þekkir hvert mannsbam. Eitt dettur mér í hug ,núna á stund inni, sem sýnir tírnana tvenna. Árið 1932 var Iialdið hátíðlegt fimmtíu ára afmadi Hólaskóla, og þá kom fjölmenni á staðinn. Þá varð að reiða alla samkomu gestina heim, því að ómögulegt var að komast á bil; það var svona rétt hægt að segja, al þangað væri vagnfært. — Það merkasta í landbún aðarmálum síðustu áratugina? Þar ber tvímælalaust hæst hina miklu jarðræktaröldu, sem hófst með setningu jiarðræktar laganna, sem gengu í gildi ár- ið 1924, og hefur staðið síðan. Framh. á 15. síðu Dr. Halldór Pálsson og Steingrímur Steinþórsson. Börn í Grænlandi meö kynsjúkdóma Aðils—Kaupmannahöfn, 2. jan. Þær fregnir hafa borizt frá Grænlandi, að 10% skója- barna í bænum Narssaq hafi smitazt af lekanda. í bænum eru 225 skólabörn undir ferm- ingaraldri. Frá þessu greinir í skýrslu hér- sðslæknisins í Narssaq, en hann hefur haft málið til meðferðar. Hefur honum tekizt að grafast fyrir um orsakir sjúkdómsins hjá börnunum, en eins og kunnugt er, er þag næsta fátítt, að börn fái þennan kynsjúkdóm. Sjúkdómur- Ópelbílarnir í Happdrætti Framsóknarflokksins komu á þessi númer: Nr. 36563 Hvítur með bláum toppi. Nr. 27642 Blár með hvítum toppi. í stað hvors bílsins sem er getur vinningshafi fengið FARMAL-dráttarvél tneð sláttuvél, ámoksturs- tækjum og öðrum tækjum eftir vali fyrir samtals 180. 000,00 krónur. Skrifstofan er í Tjarnargötu 26, sími 12942. inn barst frá tveimur fullorðnum mönnum í bænum, sem gerzt höfðu sekir um að nauðga fjór- um stúlkubörnum og smitað þær af lekanda. Lekandinn breiddist S'ðan út meðal barnanna, því að þessar fjórar telpur áttu kynferð- ismök við jafnaldra sína og er hér- sðslæknirinn hóf rannsókn á skóla börnunum, reyndust 10% þeirra vera með lekanda, en samtals eru 225 börn i barnaskólanum í Narssaq — öll undir fermingar- aldri. Mjög erfiðlega hefur gengið að útrýma kynsjúkdómum í Græn- landi og eru þeir hin versta plága þar í landi Á árinu 1962 breidd- ist lekandinn mjög út í Grænlandi Fyrstu mánuði ársins skráðu lækri ar í Grænlandi 3609 tilfelli en ú sama tíma árið áður voru þau 2515 ABERANDIMIKIÐ UM KÍNVERJA, - EINN TEKINNMEÐ 350 80 HANDTEKNIR Á SLYSAVARÐSTC BÓ-Reykjavík, 2. janúar. Þa8 er mál manna, að áramótagleðskapur I Reykjavík hafi verið með fjörlegasta móti og styðja það frásagnir lögreglu, slökkviliðs og yfirlæknis slysavarðstofunnar. Engir stórskaðar hlutust þó af galsanum. Erlingur Pálsson yfirlögreglu þjónn skýrði blaðinu frá störf- um lögreglunnar, sem voru ær in á gamlárskvöld og fram eft- ir nóttu. Um 100 brennur voru í umsjá lögreglu og slökkviliðs, og var kveikt í þeim flestum kl. 10 og þeim stærstu klukku stundu síðar. Stærst var brenna borgarinnar á Klambratúni og safnaðist þar mikill fólksfjöldi Þá voru stórar brennur í Laug ardal og við Ægissíðu. Umferð milli þessara staða var gífur- leg, en lögreglan hafði góða stjórn á henni enda varð ekk- ert slys í bílaumferðinni, en þó talsverð hálka. Unglingar hópuðust saman í miðbænum og lótu þar ófrið lega, brutu glugga í Herrabúð- inni, hjá Eymundsen og Jóni Brynjólfssyni, hjá Hrátt og soðið, og sýningarkassa brutu þeir við Lækjartorg. Þá voru brotnir upp fimm stöðumælar og hvellsprengjur látnar inn i þá. Lögreglan handtók níu stráka með sprengjubirgðir þar af einn með 350 stykki smyglaðra kínverja, en drengur viðurkenndi síðar að hafa ver- ið búinn að selja slatta af vör unni, sem hann kom sjálfur inn í landið. Tvær þungar sprengjur sprungu i miðbæn- um, önnur á tröppunum hjá Reykjavíkurapóteki. Tveir pilt- ar voru staddir þar, þegar sprengjan spraks, og annar fékk málmflís í t'ótinn Aðspurð ir sögðu piltarnir. að þeir hef'ðu ekki sprengt bombuna. heldur hefðu aðrir gert það Gamall kunningi lögreglunn ar var tekinn úr umferð fyrir að slást upp á fólk i Austur- stræti, en strákavaður fylgdi að lögreglustöðinni og lét ófrið- lega þar fyrir utan Lögreglan kastaði þá þrem litlum táragas- Framh á 15. síðu

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.