Tíminn - 20.01.1963, Síða 7

Tíminn - 20.01.1963, Síða 7
f é ÆSssf& <& Otgefandi: FRAMSÓKNARFLOKK0RINN Framkvæmdastjóri: Tómas Arnason Ritstjórar: Þórarinn Þó-rarinsson (áb). Andrés Kristjánsson, .Jón Helgason og Indriði G Þorsteinsson Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Auglýs- mgastjóri: Sigurjón Davíðsson Ritstjórnarskrifstofur t Eddu húsinu Afgreiðsla, auglýsingar og aðrar skrifstofur i Banka- stræti 7 Símar- 18300—18305 - Auglýsingasími: 19523 Af. greiðslusimi 12323 - Askriftargjald kr 65.00 á mánuði innan- lands í lausasölu kr. 4.00 eint — Prentsmiðjan Edda h.f. — Vantrú stjómarliðsins í hinni ágætu grein Helga Bergs, ritara Framsóknar- flokksins, er birtist hér í blaðinu í gær, er vikið að því, að „þegar st.iórnarliðar ræða um atvinnuframkvæmdir, virðist að hjá mörgum þeirra komist ekkert að nema hug- myndin um stóriðnað útlendinga, sem nýti vátnsorku landsins.“ Um þetta segir Helgi enn fremur: „Þessi hugmynd er auðvitað vel þess virði að um hana sé rætt og hugsað. En önnur verkefni kalla meira að. Fyrst þarf að tryggja betur grundvöll okkar eigin framleiðslu og byggja upp fjölbreyttari og traustari iðnað byggðan á afurðum lands og sjávar. Meðan okkar eigin atvinnu- rekstur stendur ótraustum fótum getur stóratvinnurekst- ur útlendinga beinlínis verið okkur hættulegur. Hugmyndin um útlendan stórrekstur á íslandi er ekki ný en hún hefur fengið nýjan byr á seglin m.eð hug- myndinni um að ísland gangi í ríkjasamsteypu iðnaðar- stórveldanna í V-Evrópu. Báðar þessar hugmyndir byggjast á þeirri vantrú, sem nú gerir æ meir vart við sig hjá íhaldsöflunum í landinu á því að við íslendingar getum sjálfir byggt upp okkar cigið atvinnulíf. Þessi vantrú er kannske það sem þjóð- inni stafar mest hætta af 1 dag.“ Helgi Bergs víkur nánara að þessari hættu, er hann ræðir um aðild íslands að EBE. Hann segir: „Að baki hugmyndarinnar um þátttöku íslands í ríkja- samsteypum með erlendum þjóðum liggur vantrúin á það, að íslendingar geti tryggt sér farsæla framtíð einir í sínu eigin landi. Þeim sem þannig hugsa yfirsézt þá sú staðreynd, að sjálfstæði þjóðarinnar er einmitt sú orku- lind, sem hún hefur sótt í þrótt og stórhug til þeirra afreka, sem þegar hafa verið unnin í uppbyggingu þessa lands. Framsóknarflokkurinn á rætur sinar í þeim félags- málahreyfingum, sem í upphafi þessarar aldar blésu þjóðinni í brjóst trú á land sitt og á sjálfa sig og gáfu henni sjálfstraust til þeirrar sóknar sem síðar hefur orð- ið í atvinnumálum og sem-Framsóknarflokkurinn hefur átt drýgstan þátt í að móta. Aðeins sigur hans í Alþingiskosningunum' á komandi sumri getur tryggt það, að snúið verði inn á þjóðlegar brautir í atvinnumálum okkar og samskiptum okkar við aðrar þjóðir. Að næsta kjörtímabili liðnu kann það að vera of seint.“ Ánnað hljóð en áður Þajð er mjög ánægjulegt að lesa það nú nær daglega í stjórnarblöðunum, að íslendingum beri að bíða átekta og óska ekki eftir samningum við EBE að sinni, Það hefur nefnilega verið annað hljóð í strokknum hjá þessum málgögnum, þegar lengra hefur verið til kosn inga. Sumarið 1961 birti t. d. Mbl. dag eftir dag greina: þess efnis, að ekki mætti draga að sækja um fulla aðilö að EBE. Fyrir tæpu ári síðan hafði Al.þ.bl. það eftir Gylfa Þ. Gíslasyni að ekki mætti lengi draga að sækja um aukaaðild. Um líkt leyti lýsti flokksstjórn Alþýðu- fiokksins sig eindregið fylgjandi aukaaðild. Framsóknarflokkurinn einn hefut jafnan verið þvi fylgjandi að bíða bærj átekta og ekki ætti að æskja samninga fyrr en síðar. þótt hann hali hins vegar talið að íslendingar ættu nú þegar að gera sér grein fyrir hvers bæri að æskja. þegar að samningum kæmi. Fyrri skrif stjómarblaðanna benda þvi miður til þess að ekki sé líklegt. að stjórnarflokkunum endist lengi biðlund, ef þei." halda meirih’uianum eftir kosningarnar. prntmní mmTmnm fyrsti forseti alls vestursins Washington hefur fengið nýjan svip undir stjórn Kennedys. HOFUNDUR þessarar grein ar er þekktur enskur blaða maður, sem skriíar a® stað aldri pólitískar yfirlits- greinar í enska blaðið „Sunday Telegraph“. Hann dvaldist alllengi í Banda- ríkiunum á síðastliðnu hausti. Eftirfarandi grein hans, sem er nokkuð stytt í þýðingunni, birtist í „Sun day Telegraph" síðastlið'inn sunnudag. EFTIR tveggja mánaða dvöl í Washington, fór ég að hugsa um Kennedy sem fyrsta forseta alls vestursins, en ekki' sem þritugasta og fimmta forseta Bandaríkj- anna. Ég fann til miklu víð- feðmari og sterkari póltískra tengsla við hann og stjórn hans en brezka forsætisráð- herrann og hans stjórn. Fyrir gamaldags íhalds- mann eins og mig var þetta óvænt reynsla og breytti allri afstöðu minni til pólitískra tengsla. Ég á ekki við, að mér hafi farið að finnast ég amerísk- ari en áður, eða minna brezk ur. Svo blátt áfram var það ekki. Aðdráttarafl Washing- ton, borgar Kennedys, er i því fólgið, að hún er sérlega alþjóðleg, og stjórnarviðhorf- ið og afstaðan til heimsins er jafn ó-amerisk og ó-ensk. — Þetta er jafn örvandi, trufl- andi, nýtt, framandi og eggj andi fyrir innfæddan Amerík ána frá Chicago til dæmis eins og Englending frá Lond on. STJÓRNIN er einfaldlega sú fyrsta í sögunni, sem er önnum kafin við byltandi ögr- un kjarnorkuvaldsins, — að ekki sé sagt gagntekin af henni. Stjórnmálaframferði Krust joffs mótast enn af kommún- ístískum hugsjónum, de Gaulle hershöfðingi hrærist fyrst og fremst í frægðar- ljóma Frakklands og Macmill- an er niðursokkinn í leitina að nýjum félagsskap Englandi til handa. Mao Tse-tung stend ur andspænis hungri og eyði leggingu, og Nehru, Adenau- er og allir hinir lúta liðinni reynslu og yfirstandandi á- hyggjum stjórnmálanna í það ríkum mæli, að staðreyndir kjarnorkualdar eru þeim fjær. Kennedy forseti er sá eini, sem fær er um og fús til að líta fyrst á það, sem mestu varðar. Vegna þessa er Washington eina höfuðborgin í heiminum. — Moskva ekki undanskilin — þar sem vandamál kjarn- orkunnar sitja i dag í fyrir- rúmi fyrir öllu öðru. Öldunga deildarþingmennirnir vilja reyna að knýja á með sér- mál ríkja sinna og er þreyt- andi fyrir þá, að höfuð stjórn arinnar skuli sífellt vera uppi í skýjum þessa nýjabrums ekki síður en fyrir Ieiðtoga bandaþjóða Bandaríkjanna sem e.ru að reyna að fá Banda ríkin til fylgis við einkahags muni ríkja sinna. En gagn tekin af þessu höfuðviðfangs efni aldarinnar. gæðir Was hington einmitt þeim upphaf lega, byltingarkennda helgun arljóma, sem hún hefur í dag KENNEDY OG GRECO í augum framandi fréttarit- ara, sem er í heimsókn og hef ur engra sérstakra hagsmuna að gæta. ÞETTA gat ekki orðið meira áberandi en það varð vikurn ar eftir aðalátökin út af Kúbu. Þegar rætt var'við að- stoðarmenn forsetans, eins og til dæmis þá McGeorge Bundy og Walt Rostov, — en þeir höfðu báðir tekið þátt í ákvörðunum um atriði, sem hefðu getað gjörbreytt heim inum, varð ekki hjá því kom izt að veita því athygli, að þessi reynsla hafði gætt póli tíska hugsun þeirra nýrri dýpt, sem tæplega verður vart hjá starfsbræðrum þeirra hér í Englandi. Það er varla hægt að gera sér í hugarlund þá raun, sem menn þessir höfðu gengið í gegnum hvað þá forsetinn sjálfur. Hið örlagarika kvöld, — áður en Krustjoff deplaði augunum, — hafði forsetinn jafnvel gefið fyrirskipanir um undirbúning flutnings síns og starfsliðs sins til neð anjarðar-höfuðstöðvanna í Virginia, en þaðan hefði svo kjarnorkustríði verið stjórn- að allt til hinna ógnþrungnu loka. Það er vissulega ekki að undra þó að mönnum, sem erfiðast áttu þessa viku og er ljóst, að þeir — og aðeins þeir — verða að ganga í gegn um þetta allt aftur, ef sam- bærileg vandamál steðja að, gangi illa að skilja, hvers vegna bandamenn þeirra vilja endilega vera að flækja mál- in fyrir þeim. í ljósi þess virð ast -þeim kröfur um brezkan kjai’norkuvígbúnað jafn óvið eigandi og hinar furðulegu umræður, sem áttu sér stað við frönsku hirðina fyrir bylt inguna, um það, hvaða her- toga ætti að leyfa að bera ^niskó konungs. BREZK VIÐBRÖGÐ við óþolinmæði Bandaríkjanna gagnvart kröfum Breta fara mjög eftir aldri, eins og svo margt annað. Síðan ég kom aftur heim til Bretlands frá Bandaríkjunum, hefi ég ekki hitt nokkurn mann undir þrí- tugu, sem ekki er reiðubúinn að hlíta forustu Bandaríkj- anna í varnarmálum. Hitt er þó enn athyglisverðara, að fleira og fleira ungt fólk veitir Kennedy miklu meiri athygli en forsætisráðherra heima- landsins. Það hlýðir á ræður hans, horfir á hann, þegar hann kemur fram í sjónvarpi, talar um fjölskyldu hans og svo framvegis, eins og því finnist hann mikilvægari, pólitískt séð, en þeir leiðtog- ar, sem það hefur sjálft kos- ið. ÉG HELD ekki að þetta sé aðeins tilviljun. Ein þeirra stórbreytinga, sem Kennedy hefur framkvæmt við stjórn Bandaríkjanna, er alvarleg tilraun til að tryggja sér stuöning evrópsks almenn- ings, jafnvel þó að það kosti að hneyksla og fjarlægja Bandaríkjamenn sjálfa. Á ýmsan hátt er verið að gera Washington að því, sem Versalir voru á 17. öld, þ.e. ekki aðeins að aösetri stjórn ar ríkisins, heldur hirð, sem varpar ljóma sínum yfir all- an hinn menntaða heim. Og hvers konar listamenn, heim- spekingar og aðrir leiðtogar í slíkum málum, fremur þó frá Evrópu en Ameríku, — þyrpast að Hvíta húsinu á þapn hátt, sem fyrri íbúum þess hefði þótt hneykslanleg ur. Meðan Truman og Eisen- hover voru við völd, reyndu Bandaríkin að stjórna heim- inum úr bjálkakofa svo að segja. Kennedy hefur ger- breytt þessu af ásettu ráði og valið leið, sem fremur heyrir til gamla heiminum en þeim nýja og hefur lík lega mun meira aðdráttarafl gagnvart Evrópu en Ameríku Framhald á 13 síðu. V T í M I N N, sunnudagur 20. janúar 1963. — 4

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.