Tíminn - 13.02.1963, Síða 6

Tíminn - 13.02.1963, Síða 6
TÓMAS KARLSSON RITAR ÍÍIBI ÞINGFRÉTTIR ijiill _ ÞINGFRÉTTIR SJA LFSTÆÐISFL OKKURINN VILDIFA KOMMÚNISTA / STJÓRNIDES. 1958 I NEÐRI DEILD var enri haldið áfram 1. umræðu um á- ætlunarráð ríkisins og var um- ræðunni enn ekki lokið, var frestað í miðri ræðu Hannibals Valdimarssonar. Þessar umræð' ur hafa haft á sér nokkurn svlp eldhúsdagsumræðna og kennt margra grasa. Þórarinn Þórarinsson svar- aði nokkuð ræífum þeirra Gylfa Þ. Gíslasonar, Einars Olgeirssonar og Gísla Jónsson- ar við umræðurnar. Sagði hann það óumdeilanlegt, að' vinnu tími væri nú lengri hjá laun- þegum, en hann hefði verið fyr ir 4—5 árum. Vitnisburður um þetta, sem Gyi'fi kynni að taka mark á, værl að finna í ára- mótagrein Emils Jónssonar, en þar sagði hann, að vinnutíml manna væri svo langur að’ þeir hefðu ekkl lengur tíma til að sinna félagsstörfum í svipuðum mæli og áður hefði verið og - taldi þetta eina helztu skýring- uria á óförum Alþýðuflokksins í kosningunum. Þá mætti einn ig minna á ályktun Aiþýðu- sambands Vestfjarða, en þar eru kratar með tögl og hagldir. í þeirrl ályktun sagði, að kjör manna væru nú verrl en áðtir þrátt fyrir lengdan vinnutíma. Pétur Sigurðsson hefði reynt að gera lítið úr samstarfi Sjálf stæðisflokkslns við kommún- ista. Sagðist Þórarinn í sam- bandi við leyniþræðlna, sem liggja milli kommúnsta og Sjálf stæðisflokksins vilja minna á það, að Sjálfstæðisflokkurinn hefði á löngum fundum reynt að ná stjómarsamstarfi við kommúnista f desember 1958 og að'eins strandað á ehiu at- riði að samnlngar tækjust, en það var það, að Sjálfstæðis- flokkurinn treysti sér ekki til að mynda stjórn nema kaup- hækkunfn, sem forystumönn- um flokksins hafði tekizt að knýja fram um sumarið með að stoð Einars Olgeirssonar til að koma vinstri stjórnlrini frá, yrðl öll tekin aftur. Einar 01- geirsson taldi sig ekkl geta að því gengið', þótt hann að öðru ieyti væri ólmur í samstarfið. Mbl. skýrir frá þessum fund um í desember 1958 og greinlr frá því, að Ólafur Thors og Bjami Benediktssjn hafi setið klukkustundum saman á fund- um með þeim Einari Olgeirs- synl, Finnboga R. Valdemars- synl og Lúðvík Jósepssyni og ræR stjórnarsamstarf þessara flokka. Þá gat Einar Olgeirs- son af skiljanlegum ástæðum ekki gengi® til samstarfsins, því að óumflýianlegt var að taka aftur kauphækkunlna, sem hann hafði barlzt mest fyrir. Nú keppist hanu hins vegar við, að lýsa þvf yfir í þinglnu, að Sósíalistaflokkurlnn sé reiðubúinn að ganga í þjóð- fylkingu með Sjálfstæðisflokkn um og verður grátklökkur er hann talar um ást Sjálfstæðis- flokksins á réttlætl og lýðræðí, sem hann telur að haft birzt mjög grelnilega við kosningu hans sjálfs í Norðurlandaráð. Það er mikill mlsskilningur, að' það sé ást^SjálfstæðlSflokksins á lýðræði og réttlæti, sem þarna er um að ræða, heldur aðelns eitt dæmi af mörgum um ást Sjálfstæðlsflokksins á Einari Olgetrssyni og klofnings starfi hans í íslenzkum stjórn- málum. Vegna þáttar Einars Olgelrssonar og Sósíalistaflokks ins í fslenzkum stjómmálum eru íhaldsandstæðingar miklu klofnarl og dreifðari en þeir annars væru, en hin óeðlilega mlklu völd Sjálfstæðisflokksins á undanföraum árum hafa fyrst og fremst byggzt á klo-fn- ingi íhaldsandstæðlnga, en ekkl fyrst og fremst á stærð flokksins. Þetta skilur Sjálf- stæðisflokkurinn mæta vel og því vlll hann halda opinni leið til samstarfs við kommúnista, þegar það þykir henta, og hann telur lífsnauðsyn að sundra samstarfi umbótaflokkanna. — Þetta notaðl Sjálfstæðisflokk- urinn sér sumarið 1958 og það stóð ekkl á Einari Olgelrssyni. Einar Olgeirsson ber því mikla ábyrgð á þeirri þróun, sem orðið hefur. Ef klofnfngsiðja hans f samstarfi við Sjálfstæð- isflokkinn hefði ekki koml® til sæti vinstri stjóraln sjálfsagt enn. Hannibal Valdemarsson sagði að sá flokkur, sem tregastur yrð1 að svara því fyrir kosn- Ingar, hvort hann ætlaði að vinna með kommúnistum myndi verða Framsóknarflokk urlnn. Hann væri ólmur í stjórnarsamstarf við íhaldið. 2 KR. FRA BÆNDUM A MÚT11 KR. FRA í efri daild í gær var fram haldið 1 umræðu um frum- varp Framsóknarmanna um breyfingu á lögum um stofn- lánadeild landbúnaðarins. Tii máls tóku við umræðuna í gær þeir Ásgeir Bjarnason, Ólafur Björnsson, Bjartmar Guðmundsson og Sigurvin Einarsson Ásgeir Bjarnason minnti á ræðu Ólafs Björnssonar frá deg- inum áður og sagði, að sér hefði fundizt sem Ólafi fyndust vext- irnir vera sizt of háir eins og þeir eru nú. Sagði Ásgeir, að allar blikur á lofti bentu hins vegar til þess að vextir væru það háir, að atvinnuvegirnir þyldu þá alls ekki. Það var ein orsök skuldaskilanna, sem orðið hafa bæði hjá sjávar- útveginum og landbúnaðinum. Þessir háu vextir eru byrði á at- vinnuvegunum og afleiðingin er sú, samfara sívaxandi dýrtíð, að innheimta bankanna verður örðugri en ella. Það er því höfuð- nauðsyn að lækka vextina og létta þar með á framleiðslunni. Þá ræddi Ásgeir nokkuð um ræðu Magnúsar Jónssonar. Sagði hann, að M. J. væri bankastjóri | þess banka. sem bæði ætti að vera þess megnugur að greiða úr fjárhagsörðugleikum bænda öðr- um bönkum fremur og einnig bera það hugarfar til landbúnað- arins, að bændur fyndu athvarf sitt þar fremur en hjá öðrum bönkum. M. J. sagði með réttu, að Stofnlánadeild landbúnaðarins væri ekki þess megnug að veita það há lán út á framkyæmdir bænda, að þeir slyppu við lausa- skuldasöfnun. Þessu héldu Fram sóknarmenn fram fyrir ári, en þá trúði hvorki M. J. né land- búnaðarráðherra að svo myndi verða. — Þrátt fyrir minnkandi fjárfestingu í landbúnaði vantar nú mikið á að stofnlánin séu nógu há og stafar það m. a. af því, að framkvæmdirnar eru of lágt metn ar. Samkvæmt tölum frá Efnahags- stofnuninni hefur þróun í útihúsa byggingum í sveitum orðið sú, að hún hefur farið stórlega minnk- andi frá árinu 1958. Reiknað á verðlagi ársins 1954 hefur á árabil inu 1954 til 1961 verið mest fjár- festing í útihúsum í sveitum á árinu 1958 eða 54,4 milljónir, en var komin niður í 41,1 milljón á árinu 1961. Þessar tölur segja glögglega frá þróun byggingar- mála sveitanha hin síðari ár, fjár- festingin hefur minnkað um full- an fjórðung. Og hvernig er það með unga fólkið? Hvaða áhrif hefur Stofn- linadeildin á að glæða áhuga unga fólksins il bústofnunar í sveitum? Jafnvel þau stofnlán, sem fáanleg eru. eru svo óhag stæð, að unga fólkið hugsar sig tvisvar um áður en bað byrjar búskap og það engu síður þótt það geti fengið 6 ára lán til véla lcaupa, sem nema 30% af kaup- verði dráttarvélar með sláttuvél, enda hefur „viðreisnin1- hækkað verð þessara tækja um hvorki meira né minna en 100%. Ung hjón, sem kaupa í skuld bústofn meðalbúsins í verðlagsgrundvell- inum og dráttarvél með nauðsyn- legustu tækjum, verða sér úti um 300 þús. króna lán. Árleg vaxta- byrði yrði um 28.600 krónur. Gegnum verðlagsgrundvöllinn fá þau 6,200 krónur sem skuldavexti bað sýnir bezt, hvað það er mikil H*tæða að halda því fram, að það sé með verðlagsgrundvellin um nokkur leið að rétta þessu fólki þá hjálparhönd, sern verður að gera í framtíðinni. í þessu dæmi er þó aðeins reiknað með bústofni og vélum, en jarðnæðinu og öllu öðru, sem ungu hjónin þurfa, sleppt. Rikisstjórnin keppist við að hæla „viðreisninni" en það er lít ið minnzt á gömlu loforðin um að afnema alla framsóknarskatta af vélum og sjá öllum, sem landbún að stunda fyrir það háum stofn- lánum, að lausaskuldir myndist ekki. Hins vegar gengur ríkis- stjórnin og hennar lið fram og lögfestir að taka af bændum á árunum 1962—1975 hvorki meira né minna en 618 milljónir króna Þetta er kallað að byggja upp stofnlánasjóði landbúnaðarins af forsjálni og fyrirhyggju! Það er ekki að undra, þótt það næði um felenzka bændas'étt, þegar þann- ig er að henni búið Það verður að lækka vextina og lengja Iánstímann og létta launa- ikattinum af bændum. Verði það Je"t. rofnar örlitið til frá því sem nú er Ólafuv Björnsson sagði, að ekki mætti gera til-lögur um afnám skatta og lækkun gjalda nema benda á lekjuöflunarleiðir á móti. Tillögur Framsóknarmanna væru því ábyrgðarlausar. Bjartmar Gúðmundsson sagði löggjöfina ttm „endurreisn" stofn- lánasjóðanna mjög góða Fram- sóknarmenn hefðu skilið við sjóð- ina í ólestri. Ásgeir Bjarnason sagði, að hrein eign sjóðanna hefði í árs- !ok 1958 er vinstri stjórnin fór frá verið rúmar eitt hundrað milljónir króna. Síðan tóku Sjálf- stæðisflokkurinn og Alþýðuflokk- urinn við og framkvæmdu 2 geng isfellingar og gerðu ekkert sjóð- unum til góða í 2 ár. Það er verið að reyna að kenna Framsóknar- mönnum um hvernig fór fyrir sjóðunum, en það eru Sjálfstæðis- flokkurinn og Alþýðuflokkurinn, sem einir bera ábyrgð á því- og það var ekki fyrr en eftir 2 ár, að þeim datt loks í hug að útvega sjóðunum fjármagn og þá með því að seilast niður í vasa bænda. Það sýndi bezt hver þróunin hefur verið í þessum málum, að 1929 var framlag ríkisins til Bygg ingar- og landnámssjóðs 2,3% af hverjum hundrað krónum, sem ríkissjóður hafði þá í tekjur. Nú næmi framlag ríkisins til stofn- lánadeildarinnar sama prósenti af hverjum þúsund krónum, sem rík issjóður hefði í tekjur miðað við fjárlög 1962. Að lokum minnti Ásgeir á það, er Bjartm&r guggn aði á að standa við fyrirheit, sem hann hafði gefið um að styðja fillögur um lækkun tolla á land- búnaðarvélum. Bjartmar Guðmundsson sagðist aldrei hafa lofað að létta tollum af dráttarvélum. H4nn hefði að- eins talað hlýlega utþiað það væri æskilegt. Sigurvin Einarsson minnti á, að þegar frumvarp um breytingar á tollskrá hefði verið til umræðu á síðasta þingi, hefði Bjartmar talað næstur á eftir framsögu- manni og talið nauðsynlegt að tollar á dráttarvélum yrðu lækk- aðir. Framsóknarmenn báru fram breytingartillögur við frumvarpið um þetta efni. Þegar hún kom til atkvæða réði atkvæði Bjartmars úrslitum. Hann sat hins vegar hjá og tillagan féll á jöfnum atkvæð- um. A ÞINGPALLI ★ ★ BJARNI BENEDIKTSSON hafði í gær framsögu fyrir frum- varpi ríkisstjómarinnar um Iðnlánasjóð. Kveður frumvarpið á um nýjan tekiustofn fyrir Iðnlánasjóð, 0,4% gjaldi, sem inn- heimta á af iðnaðinum í landinu, en forystumenn iðnaðar- mannasamtakanna hafa lýst sig samþykka þeirri tekjuöflunar- leið. ★ ★ ÓLAFUR JÓHANNESSON sagðl, að Iánamál iðriaðarins væru mjög þýðingarmikil. í þessu frumvarpi væri aðeins fjallað um annan þátt þeirra, þ. e. stofnlánin, en reksturslánin eru annar þáttur og ekkl síður mikilvægur. Sagðist Ólafur efast um það, að það fjármagn, sem gert væri ráð fyrir að sjóðurinn fál sé nægilegt í svo vaxandi Iðnaði, sem er hér á landi. ★ ★ ÓLAFUR JÓHANNESSON sagðist einnig vilja benda á það, að mjög vafasamt væri, hvort skynsamlegt og heppilegt mætti telja að vera með marga sérskatta, einn yflr þetta og annan yfir hitt. Væri þessi sérskattur sem frumvarpið gerðí ráð fyr- tr lítt i samræmi við yflrlýsingar ríkisstjómarinnar um að hún myndi gera skattakerfið einfaldara. Heppilegra hlyti að teljast að innheimta alla þessa skatta í einu lagi. Það væri þó auð- vitað mikilsvert atriði í þessu sambandi, að forystumenn iðnað- arins hafa lýst sig samþykka þessari skattalagningu. ★ ★ SKATTLAGNING á atvinnuvegina til að leggja í lánasjóði er vafasöm og ef almennt verður farið inn á þá braut að láta atvinnuvegina standa undir sínum lánum, og með þessum hætti, má það teljast eðlilegra að það fjármagn, sem fyrirtækln leggja fram séu í formi stofnlánstillaga, sem þau ættu.og gætu fengið endurgreidd, ef þau t. d. hættu starfsrækslu. ★ ★ í GÆR var afgreitt sem lög frá Alþingi frumvarp ríklsstjórn- arinnar um að reglulegt Alþingi 1963 komi saman til funda eigi síðar en 10. október 1963. 6 T í M I N N, miðvikudagur 13. febrúar 1963.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.