Tíminn - 23.03.1963, Blaðsíða 1

Tíminn - 23.03.1963, Blaðsíða 1
<H3D BUÐEVGAR HEILDSÖLUBIRGÐIR SKIPKOIT HF SÍMI23737 LEYSIR VANDANN 70. tbl. — Laugardagur 23. marz 1963 — 47. árg. K y & • s•• ÉÉH Erlingur IV, sem fórst í nótf, var 80 brúttó lestir að stærS. TVEIR FORUST EN ATTA SLUPPU MED NAUMINDUM MB—Reykjavík, 22. marz. Sá sviplegi atubrður varð um sexleytið í morgun, að vélbátn- um Erlingi IV. frá Vestmanna- eyjum hvolfdi í róðri og sökk hann á örskammri stundu. Tíu manns voru um borð í bátnum og björguðust átta þeirra á síð- us'tu stun'du, en tveir fórust. Þeir voru Guðni Friðriksson, 35 ára, 1. vélstjóri, frá Vest- mannaeyjum, ókvæntur og Samúel Ingvason, Hjarðarhaga 64, Reykjavík; hann var 21 árs og lætur eftir sig unnustu í Vestmannaeyjum. Samúel og unnusta hans voru nýkomin heim til foreldra hennar í Vest- mananeyjum og var þetta fyrsti róður hans með Erlingi IV. Ásberg Lárenzíusson, skip- stjóri á Erlingi IV, var svo máttfarínn, er blaðið reyndi að hafa samband við hann, að hann treysti sér ekki í sím- ann, en blaðið náði í Óskar Þórarinsson, stýrimann á bátn- um. Honum sagðist svo frá: — V:ð lögðum af stað úr Eyjum um hálf þrjúleytið um nóttina. Vindur var allhvass suðaustan og talsverður sjór. Segir ekki af ferðum okkar fyrr en um klukkan 6, þegar við vorum komnir um 30 mílur frá Eyjum. Þá voru sjö af áhöfn- inni í svefni, þar á meðal ég. Eg vaknaði við atburðinn. Það kom sjór aftan á bátinn á bak- borða. Þótt skipstjóri reyndi að hægja á skipinu og forðast slys lagðist báturinn á stjórnborðs hliðina. Skipverjar þustu upp, sumir fáklæddir, tveir voru til dæmis á nærklæðunum einum. Það voru ekki nema í mesta lagi þrjár mínútur frá því sjór- inn reið á bátinn, þar til hann var sokkinn og enginn tími til að nota talstöðina. Gúmbát var fleygt fyrir borð og skip- verjar fleygðu sér í sjóinn hver um annan og reyndu flestir að halda sér í bátinn. Skipstjór- inn, Ásberg Lárenzíusson, reyndi oegar að draga út snúi- una, sem opnar súrefnis- flöskuna í bátnum, en það gekk ekki vel. Snúran er um 15 faðmar á,lengd og áður en skip- stjóra rækist að draga hana alla út. var hann að þrotum kominn, enda í kuldaúlpu, sem þyngdi hann í sjónum. Hann mun hafa farið í kaf, en sleppti aldrei snúrunni og er hann var að sökkva var snúran loks kom in á enda og báturinn blés upp. Framh. á bls. 15. ^ % ,AWpv,s s V v, , .; Guðni FriSriksson, 1. vélstjóri Samúei Ingvason, háseti / Nú get ég ekki svarað' Happaskipið Halkíon, sem nú bjargaði mönnum úr sjávarháska i þriðja sinn. Skipið er stálskip, 101 brúttólest að staerð, smíðað í Brandenburg áriðl960. FIMM ÞEiRRA FARNIR MB-Reykjavík, 22. marz Erlingur IV. var smíðaður í Svíþjóð árið 1946. Það ár voru þar smíðaðir sjö bátar eftir sömu teikningu. .Nú eru að- eins tveir þeirra enn ofansjáv- ar. Bátarnir voru: Hafdís, sem brann og sökk á Selvogsbanka árið 1960, Freydís, heitir nú Sigurfari og er á Patreksfirði, • Gunnbjörn, sem síðar var skírð ur Hamar og hvolfdi á Faxa- flóa í bezta veðri s.l. sumar, ísbjörn, sem síðar var skírður Erlingur IV. og sökk nú, Borg- ey, sem hvolfdi út af Horna- firði, þegar árið 1946 og fórust Framh a bls 15 MB-Reykjavík, 22. marz. Blaðið átti í dag tal við Stefán Stefánsson, skipstjóra á Halkíon, VE 205, sem bar gæfu til þess ásamt skipshöfn slnni, að bjarga þelm átta skipverjum af Erlingi fjórða, sem I bátinn komust. Það má segja að mikil gæfa fylgi Stefáni og skipi hans, því þetta er í þriðja sklpti er hann bjargar mönnum úr sj'ávarháska og eru mannslífin, er hann og áhöfn hans hafa bjargað, nú orðin 24. Fyrsta b’jörgunin var í okt. 1961. Þá bilaði vél bátsins Blá- tinds, er hann var staddur á annað hundrað mílur frá Fær- eyjum og tveir togarar höfðu árangurslaust leitað hans og voru uppgefnir á leitinni er Halkíon fann báthm og dró hann til hafnar. Um borð í Blá tindi voru fimm menn. í vetur bjargaði Halkíon 11 manns af Bergi, systurskipi Erlings IV., er honum hvolfdi í Faxaflóa. Stefán sagði svo frá: Við fórum á eftir Erlingi frá Eyjum, en munum hafa dregið eitthvað á hann, þar eð vig sigldum á fullri ferð, en það gerði hann ekki. Við áttum okkur einskis ills von, þar eð Erlingur IV gat engu skeyti komið út, er slysið varð. Svo var það eitthvag tuttugu mínút um fyrir sjö, að við sáum ljós, sem við könnuð'umst ekki við. Þetta var flöktandi ljós og okkur datt fyrst bauja í hug, Framhald á 15. síðu. STEFÁN STEFÁNSSON skipstjóri á Halkíon

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.