Tíminn - 23.03.1963, Blaðsíða 13
50 TEGUNDIR
ALLRAHANDA
EiASILIKUM
DIRKISFRÆ
BORDSINNEP
(HILLIES
ENGIFER
ESTRAGON
FINKULL MUIINN
HVITLAUKSMJÖL
HVITLAUKSSALT
KANILL MULINN
KANILL »»“ "
KARDAMÓMUR »■■>»»
KARDAMÓMUR M'JLDAB
KARRÍ
KÓRÍANDRI
KÚMEN
LAUKSALT
LAUKMJOL
MAJORAN
MÚSKAT *»»•
NEGULL
NEGULNAGLAR
PAPRIKA EDELSUSS
PIPAR HVlTUR HEIll
PIPAR HVÍTUR MULINH
PIPAR LANGUR
PIPAR SVARTUR HEIll
PIPAR SVARTUR MUUNN
RÓSMARÍN
SELLERÍFRÆ
SELLERÍSALT
SINNEPSFRÆ
STJÖRNUANÍS
TYMÍAN
HUNANG
yv SALVIA «»uh
ANÍS MULINN
BRUNKÖKUKRYDD
CAYENNE-PIPAR
HUNANGSKÖKUKRYDD
MUSKATHNETUR
PIPARMYNTULAUF
SPIRMYNNTULAUF
POMERANSBÖRKUR
RÚLLUPYLSUKRYDD
VANILLÍNSYKUR
ÞRIDJA KRYDDID"
CEYLON KANILL
Fréttabréf
Framhalti al S. síðu.
Af hverju er þetta? Það er með-
al annars af því, að enn hefur
okkar þjóðfélagi ekki hugkvæmzt
að reyna að búa svo í haginn fyr-
ir þetta fólk, að það geti átt fram-
tíðarheimili þar, sem það er uppal
ið — miklu fremur hið gagnstæða
með því að láta hilla undir meiri
lífsins gæði í bæjum og kauptún-
um, þar er nóg að vinna, (sem
betur fer) hátt kaup í krónum og
flest lífsiþægindi.
Hér þarf að verða gagnger breyt
ing á, það þarf að leitast við að
búa þessu fólki framtíðarheimili
þar, sem það er uppalið, eða
minnsta kosti svo mörgu, sem þarf
til að viðhaldja byggðinni í sveit-
unum. Ég þykist sannfærður um,
ef viðleitni frá þjóðfélagsins hálfu
væri meiri sýnd en nú er í því
efni, þá mundi það miklu breyta
um framtið sveitanna.
Sem betur fer hneigist enn hug-
ur margra barna. og unglinga til
þess að vera í sveit. En aðstaðan
á allt of mörgum heimilium er
þannig, að þetta fólk þarf að fara
í atvinnuleit um lengri eða styttri
tíma úr árinu. Við það slitna oft
tengslin við h'eimilið, enda ekki
alltaf frá miklu að hverfa, það
sem afkomuna snertir.
Það fer fljótt að bera á því hjá
börnum í sveit og jafnvel hjá
bömum úr kaupstöðum, sem koma
í sumarvist í sveit, að þau langar
að eiga skepnur og þá helzt kind-
ur og hross, og eftir því sem hóp-
urinn þeirra verður stærri, eftir
því fylgjast mörg af þeim betur
með honum og löngunin verður
meiri, að hann geti stækkað. En
á allt of mör.gum heimilum eru
þröng takmörk fyrir því, hvað
hægt er að lofa börnum að eiga
af skepnum. Ræktunin er yfirleitt
ekki komin á það stig, að hey-
fengur sé meiri en handa bústofn-
inum, sem þarf að reka búið með
og ekki einu. sinni það.
Þegar börnin fara að vaxa, þurfa
þau að hafa aðstöðu að eiga dálít-
inn gripastofn, það gefur þeim
tilefni til að fylgjast með því, sem
er að gerast í búskapnum og skapa
þeim möguleika til dálítilla tekna
af stofninum, þau fá það á til-
finninguna, að búskapur þarf ekki
að vera dauðadæmd atvinnugrein,
ef vel er á málum hans haldið.
Þegar börnin eru komin á ferm-
ingaraldur, þurfa þau að eiga
stofn, sem gefur af sér minnsta
kosti þrjátíu þúsund krónur, það
samsvarar í stofni einni kú og 25
—30 ám, miðajf við það, að eitt-
hvað af ánum verði tvílembt.
Hér væri þá að koma vísir að
vaxandi stofni, sem gæfi auknar
tekjur, uriglingarnir sjá, að ekki
er til einskis barizt og þau geta
veitt sér, sem þau helzt girnast af
sinni heimafengnu vinnu. En til
Laust starf
Kópavogskaupstaður óskar að ráða forstöðukonu
fyrir leikskóla og dagheimili frá 1. júlí n.k.
Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og
fyrri störf, meðmælum og kaupkröfum, sendist
Bæjarstjóranum í Kópavogi fyrir 15. apríl ri.kúiMjýi
EFNAGERÐ REYKJAVÍKUR H/F.
þess að þetta riiegi verða, þarf að
skapa húsföðurnum aðstöðu til að
lofa börnunum að eiga skepnur,
svo að þau geti tekið þátt í bú-
skapnum sem fyrst. Og þá kem ég
að þungamiðju þessa máls. Þetta
ætti að vera fyrsta skrefið til að
skapa möguleika til samvinnubú-
skapar, það á að fara að undir-
byggja það, þegar barnahópurinn
er að vaxa upp, að samvinnubú-
skapur geti orðið á jörðinni, ef
aðstaða leyfir. Það fer varla
svo, þar sem fleiri börn alast upp
á heimilum, að eitthvað af þeim
vildu ekki taka þátt í þeim bú-
skap með foreldrum eða öðrum,
ef það væri undirbúið og jarð-
næði leyfði það. Einhverjum finnst
kannski, að hér sé of fljótt að unn-
ið að fara að undirbúa búskap fyr
ir börn á vaxtarskeiði. En á
hvern eigum við að treysta að
halda við búskap í þessu landi
aðra en æskuna, sem vex upp við
þann atvinnuveg?
Hvi þá ekki að láta hana sjá og
þreifa á, að það sé að einhverju
metið, og þjóðfélaginu, að hér geti
verið sem glæsilegust bændastétt,
sem er sómi og styrkur lands og
þjóðar?
Flutningsmaður benti á, að í lög
um um samvinnubú þyrfti að á-
kveða þær greinar búskaparins,
sem skylt væri að hafa samvinnu
um, og legg ég til, að þær verði
þdssar, sagði hann:
Samvinna með alla heyöflun,
koma áburði á tún, allar bygging-
ar, vélakaup og rekstur véla,
garðrækt, sameiginlegt þvottahús
með tilheyrandi vélum.
Annað, sem aðbúskapnum lýtur,
eiga félagsaðilar að, taka ákvörðun
um, svo sem hvort hey í húsum
verður sameiginlegt, skepnurnar
saman í húsum og sameiginlegt
eldhús. — Ég tel, sagði flutnings-
maður, að æSkilegast væri, að sam
vinna gæti orðið um sem flestar
greinar búrekstrarins, það verður
frjálsast og gerir reksturinn ó-
d$rari.
pér þurfa þeir, sem heimilum
ráða í sveitum þessa lands, og
löggjöfin að leggjast á eitt að
byggja upp það búskaparfyrir-
komulag, sem gæti horft til fram-
búðar fyrir landbúnaðinn og sveit-
irnar.
Einyrkjabúskapurinn er dauða-
dæmdur, svo- að til lengdar láti,
þess vegna á stefnan að vera sam
vinna í búskap, það er framtíðin. j
10. marz 1963,
Steinþór Þórðarson.
Minning
iFramhald al 9 síðu )
milli, auk samkeppninnar um frétt
irnar. Á þeim stundum, sem blaða
menn hittust utan daglegra starfa,
stóð ekki á Valtý að vera ánægju-
legur félagi. f því sambandi minn-
ist ég m.a. ánægjulegrar kynning-
ar við hann á norrænu blaða-
mannamóti sem haldið var, í Osló
fyrir nokkrum árurn.
Valtýr Stefánsson átti mörg á-
hugamál utan blaðamennskunnar.
Hann var áhugamaður um skóg-
rækt _ og formaður Skógræktarfé-
lags fslands um langt skeið. Hann
fylgist vel með listum, en kona
hans, Kristin Jónsdóttir, var ágæt-
ur listmálari, eins og kunnugt er.
Kristín er látin fyrir nokkrum
árum. Hjónabánd þeirra var mjög
gott. Þau eignuðust tvær dætur,
;em eru þjóðkunnar fyrir stjórn
sína á barnatímum í útvarpinu. j
Valtýs Stefánssonar verður
afnan minnzt sem eins mesta á- j
hrifamanns á sviði íslenzkrar j
i'laðamennsku. Áhrif hans á því j
sviði, eru ekki bundin við Mbl.
aitt, sem hann gerði að miklu
valdi í íslenzku þjóðlifi. Með efl-
ingu blaðs síns, knúði hann einnig
önnur blöð til að taka stakkaskipt-
um. Um langt skeið hafði hann
beint og óbeint meiri áhrif á ís-
lenzka blaðamennsku en nokkur
maður annar. Þ.Þ.
MINNiNG
Þorsteinn Jens Berg
Giljahlíð
Enn getum við varla trúað því,
að hann Steini litli í Giljahlíð sé
dáinn. Hann var kallaður svo
skyndilega og óvænt. Ýtarleg leit
þundraða fólks bar ekki árangur
fyrr en of seint. Allt, sem í mann-
legu valdi stóð, var gert, en dómn-
um varð ekki áfrýjað.
Steini litli var að ýmsu leyti
óvenju efnilegt og tápmikið barn,
skýr og skemmtilegur. Hann var
mjög elskur að dýrunum og áhuga
samur fram yfir það, sem flest
börn eru svo ung sem hann var,
aðeins rúmlega þriggja ára. Hann
var blíður og góður við alla, hafði
þegar tileinkað sér lipurð og frjáls
lega framkomu heimilisfólksins.
Eins og allir vita, sem til þekkja,
mun vandfundið heimili, þar sem
allir eru jafn samtaka um að skapa
gott og skemmtilegt heimilislíf
og fólkið í Giljahlíð, Sigga, Mein-
hard, Jonni og Þorsteinn eldri. Og
ekki má gleyma henni Jóninu litlu
Kristínu, seni skírð var á jólun-
um. Henni hefur nú verið fengið
stórt hlutverk.
Afi í Giljahlíð hefur nú fengið
enn eina þraut til að glíma við og
sigrast á. Hann er ekki þeirrar
gerðar, að hann bogni, frekar en
forfaðir okkar Egill á Borg, sem
kvað sig í sátt við sjálfan sig og
guð sinn, þegar hann fann sig
ekki eiga sakarafl við sonarbana.
Kannski var það stærsta hetjudáð
Egils, þótt annað kunni hann að
bafa álitið sjálfur, því að létta
lund og æðruleysi mun afi hafa
tekið að erfðum frá einhverjum
öðrum forfeðrum en Agli. Steini
litli var mjög hændur að afa sín-
um og Jonna frænda eins og öll
bern, sem þeim kynnast.
Afi og amma og fleiri vinir í
Færeyjum, sakna hans einnig, en
þar dvaldist hann með foreldrum
sínum tæpt ár á yndislegum aldri.
En mesf hafa Sigga og Mein-
bard misst, meira en orð fá lýst.
Dimmur skuggi hefur lagzt yfir
heimilið í Giljahlíð og raunar allt
Borgarfjarðarhérað. Það eru
grimm örlög, sem aðstandendur
Steina litla verða nú að reyna að
sætta sig við. Víst má það vera
þeim huggun að eiga bjartar og
hlýjar endurminningar. Eg segi
það ekki bara vegna þess, að það
er þægilegt að gripa til þess, þegar
íorlögin hafa gert eitthvað það,
sem okkur finnst svo tilgangslaust
og óverjandi, að við stöndum orð-
laus. Nei minningainar um hann
Steina eru dýrmætur fjársjóður.
Á þær ber engan skugga, og margt
getum við lært af því að uriigang-
ast lítil börn eins og hann.
Ætli það hljóti ekki þrátt fyrir
allf. að vera einhver tilgangur í
þessu?
Tilvera oskar er undarlegt ferða
lag, ef ekkert tekur svo við. Gæti
þetta ekki verið ráðstöfun forsjón
arinnar til að búa þá, sem eftir
iifa undir annað og æðra líf,
að vísu nokkuð harður skóli?
Vinir og vandamenn hafa nú
eignazt lítinn verndarengil, þar
sem Steini litli er. Hann sagði, að
allir menn væru góðir — hafði
ekki kynnzt öðru. Við hljótum að
hallast að þeirri skoðun hans, því
að margir hafa sýnt fólkinu hans
frábæran drengskap og hjálpsemi
bæði í leitmni sjálfri, og undan-
farna daga, einkum nágrannarn-
ír.
Kæra þökk fyrir viðkynninguna,
Steini minn
Ingibjörg Bergþórsdóttir
Björgúlfur Sigurðsson
— Hann selur bílana —
Borgartúni 1
Símar 18085 og 19615
4uglýsinga'
sími Tímans
19523
er
Raftækjaverzlunin LJÓS & HITI tilkynnir:
TILKYNNIR
Opnum í dag nýja sölubúð að Garðastræti 2. Fjöl-
breitt úrval af allskonar rafmagnsvörum.
Gjörið svo vel að iíta inn.
Ljós & Hiti, Garðastræti 2, sími 15184.
--------------------j-----------------
Jörd til sölu
Jörðin Byggðarholt í Eskifirði er til sölu ef við-
unandi tilboð fæst. Jörðin er laus til ábúðar í næst’u
fardögum. Bústofn getur fylgt í sölunni.
Allar upplýsingar gefur undirritaður
Páll Ólafsson, sími 52, EskifirSi.
TÍMINN, laugardaginn 23. marz 1963 —
13