Tíminn - 23.03.1963, Blaðsíða 7

Tíminn - 23.03.1963, Blaðsíða 7
í Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Tómas Amason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Auglýs- ingastjóri: Sigurjón Davíðsson Ritstjórnarskrifstofur I Eddu- húsinu. Afgreiðsla-, auglýsingar og aðrar skrifstofur i Banka. stræti 7. Simar: 18300—18305. — Auglýsingasimi: 19523 Af- greiðslusími 12323.Askriftargjald kr. 65.00 á mánuði innan- lands. ! lausasöiu kr. 4.00 eint. — Prentsmiðjan Edda h.f. — Leirinn gylltur Morðunblaðið er nú byrjað á bví sveinsstykki að búa sér til geislabaug úr „viðreisninni“ í því skyni að íslenzkir kjósendur mættu festa á honum vonar- og að- dáunaraugu. Yrði þetta frægasta gullgerðarlist á íslandi, ef sæmilega tækist, því að annar eins málmsori og „við- reísnin“ er varla til skartgripagerðar. Þegar Mbl. fer að lýsa „viðreisninni“ með skrautyrðum ber myndin þegar augljós merki um gylltan leir. Gyll- ingin heitir á máli Mbl. gjaldeyrissjóðir og sparifjár- myndun, og því er hampað óspart tii þess að þekja leir- inn. En þetta ,,gull“ hylur illa. Leirnum skýtur alls staðar upp og segir ljóta sögu. Sú saga er um hafrömmustu kjaraskerSingu, sem þjóðin hefur orðið aS þola í árafugi. Hún er um vaxta- okur, sem á sér enga hliSstæSu í Evrópu. Hún skýrir frá Evrópumeti í d^ýrtíSaraukningu, hefndargengis- lækkunum, sem voru hrein og bein skemmdarverk á efnahagskerfinu og hnefahögg í andlit vinnustéttanna. Hún segir frá ofsóknum á hendur vissum stéttum, sér- stökum klafa á sjálfsbjargarviSieitni unga fólksins, ofsalegum vexti byggingarkostnaSar og samdrætti lánsf jár til þeirra. Þessi saga greinir einnig frá því afreki að gera ísland annað ódýrasta ferðamannaland í Evrópu, sem er um leið vísitala lífskjara fólksins í landmu. Hún segir frá dýrdýrtíðar-,,bjargbrúninni“, sem þessi stjórn situr nú enn á án þess að hafa tekizt að þoka sér frá henni, og unn- ið það eitt að hækka „hengiflugið“ um helming á kjörtíma- bilinu! Þessi saga segir líka frá skefjalausum gróða ein- stakra fésýslumanna og fjárbrallsmanna á íhaldssnærum og á hinu leytinu nauðung, sem hefur rekið almenning til þess að vinna allt að tvöföldum vmnudegi til þess að hafa sæmilega í sig og á. Þetta er „viðreisnin að verki“. En íslendingar hafa sem betur fer fengið að reyna, að sannazt hefur máltækið. að drottinn leggur l,kn með þraut. Þjóðin hefur búið við einstaka árgæzku náttúr- unnar til sjávar og einstök aflabrögð. Þetta hefur skapað mikla atvinnu og næg verkefni i tvöfalda vinnudaginn, og afkoma manna byggist eingöngu á því. Eða vill Mbl. gera svo vel að reikna út, hvernig hagur almennings váeri, ef afli hefði verið heldur rýr og al- menningur aðeins unnið venjulegan vinnudag? Vilja menn ekki líta í eigin barm og hugleiða, hver afkoman væri þá? Hætt er við. að þá blasi engin glæsimynd við um íslenzk lífskjör á þessu vori. Mikill af verki sinu , Fyrir nokkrum dögum talaði sjálfsiæðisþingmaður um daginn og veginn i útvarpinu og minmist þess meðal ann- ars, er Haraldur Böðvarsson reið á vaðið s.l. haust og samdi við starfsmenn sína um hækkan sem ríkisstjórn- in og nánustu þjónar hennar neituðu sjómönnum um Þingmaðurinn hafði þau.orð um Harald fyrir þetta, að „þann dag hefði einn maður orðið mikill af verki sínu“. Heimilt er þingmannínum að mæla svo um Harald, en það er eins og flesta minni, að það hafi verið svolítið önnur orð, sem notuð voru í íhaldshe'-búðum begar sam vinnustofnanirnar í landinu leystu d'vigt verkfall með alveg sama hætti og Haraldur, en sú lausn hafði bó enn meiri þvðingu fvrir atvinnulíf landsins í heild Eða hefur nokkur hevrt Mbl orða það. að famvinm^'áiöcfm hafi siækkað af því verki? Það er víst ekki sama, hverjum íhaldið gefur einkunnir. C0LLIN CR0SS: Myndu Bretar una því vel ai vera undir stjórn kommúnista? Brezkur blaöamaöur segir frá því, sem fyrir augu bar i Tékkóslóvakíu. HAFIÐ þið nokkurn tíma hugleitt, hvernig yrði að lifa í Bretlandi ef kommúnistaflokk urinn tæki völdin? Þetta er að vísu ósennilegt, en gerum ráð fyrir að það gerð- ist. Gerum ráð fyrir, að komm- únistaflokkurinn kæmi and- stöðuflokkunum fyrir kattarnef og afnæmi kjör miðstéttanna. Sársaukalaus leið til ag fá hugmynd um, hvernig umhorfs yrði, er að athuga Tékkóslóvak- íu, eins og ég hefi verið að gera að undanförnu, en þar er ein- mitt nýbúið að halda upp á fimmtán ára afmæli kommún- istastjórnar í landinu. Landig er í miðri Evrópu, nær hvergi að sjó og íbúatalan nálega 14 milljónir. Þetta er eina fylgiríki Sovétríkjanna, sem bjó við háþróaðan iðnað og þroskaða þingræðisstjórn áður en kommúnistar tóku völd in. Landið verður að treysta á kaup nauðsynlegra matvæla og hráefnis erlendis frá, eins og Bretland. Lífið í hinni gömlu Tékkósló- vakíu var mjög ólíkt því, sem gerðist í Rússlandi, eða þeim löndum öðrum, sem nú lúta stjórn kommúnista. Það var aftur á móti mjög svipað og í Bretlandi. ^tswFftfrrrnfH * EN IIVERNIG er þessu farið nú? Ég hóf athuganir mínar á því að leggja leið mína um Venis- lásartorgið í Prag, en það er aðalverzlunarhverfið í borg- inni. Þar gnæfir stytta af Ven- islási konungi á hestbaki. Ég sá tugi verzlana, en ekki einn einasta sjálfseignarkaup- mann. Sérhver verzlun er ann- aðhvort í eigu ríkisins eða samvinnufélags, undir yfir- stjórn rikisins. Vörurnar voru í þokkalegum hrúgum í glugg- unum Ekkert var auglýst og engin hvatning til að kaupa. Af greiðslumennirnir voru hlut- lausir eins og afgreiðslumenn við frímerkjasölu í pósthúsi. Verzlanir, sem seldu rnat, fatnað og búsáhöld, voru færri en maður ætti von á að sjá við brezka verzlunargötu. Allar búðirnar voru fullar af fólki og ég sá biðröð utan vig skó- búð eina. Bílar voru hvergi til sýnis í verzlun og ryksugur voru helzta tækið, sem nóg var af. Ég sá verzlunarglugga einn fullan af þeim, og allar voru bær grænmálaðar og nákvæm- lega eins. Skammt er síðan skortur var á vörum í verzlunum. Á liðnu sumri var skortur á kjöti og smjörskortur var í haust. meðan átökin um Kúbu stóðu yfir. Enn getur það reynzt erf- itt að fá þá stærð skyrtu, sem rnanni er mátuleg. Fólkið á götunni er nægjan- lega klætt. en lítið ber á nýj- ustu tízku Fatnaðurinn er merki þess. sem stiórn Tékkó- slóvakíu heldur fram. að Tékk ar séu þjóð „verkamanna og bænda“. SÉ UM nokkra forréttinda stétt að ræða. þá er það fólkið. sem er -vo lánssamt að fá per MASARYK — meg fráfalli hans lauk frjálsum stjórnarháttum í Tékkóslóvakíu. ingagjafir frá vinum eða ætt- ingjum á Vesturlöndum. Gegn „hörðum gjaldeyri", svo sem sterlingspundum og Bandaríkja dollurum, er hægt að kaupa skírteini, sem veita rétt til kaupa í búðum „Tuzex“, fyrir- tælcisins, sem selur erlendar vörur í smásölu. í Prag eru sex i slíkar verzlanir og átta aðrar annars staðar í landinu. í þeim er á boðstólum mun meira úr- val vara en í yenjulegum verzl- unum, allt frá rakblöðum og upp í bíla. Ég kom í stærstu „Tuzex“- búðina í Prag. Hún er í mjóu fimm hæða húsi og nakinn steinstigi liggur milli hæðanna. Við dyrnar stendur gömul kona, sem á að gæta þess, að enginn fari inn nema hann hafi skírteini, sem veiti rétt til verzl unar í verzluninni. Þetta var síðdegis á mánu- degi, en fólksfjöldinn í búðinni minnti á jólaös. Fólkig virtist hafa mestan áhuga fyrir inn- fluttum vefnaðarvörum og fatn aði. Konur í loðkápum, með taustranga í fangi, tróðust hver fram fyrir aðra ti] þess að kom- ast út að gluggunum, þar sem hægt var að skoða efni'ð betur í dagsbirtunni. „Tuzex“- verzlanirnar bera vott um gjaldeyrisskortinn í landinu, en Tékkóslóvakía er eitt þeirra landa, sem flytur út hvað mest af vörum. En undir stjórn kommúnista nýtur fólk þess að litlu leyti í því, að eiga völ neyzluvara í verzlunum. — Sumt af iðnaðarvarningnum er selt gegn gjaldfresti til Kína, Kúbu og annarra „sósíalista- ríkja“. Tekjum af sölu annars varnings er jafnóðum varið til eflingar þungaiðnaðarins. Lítið verður því afgangs fyrir „borg aralegar lúxusvörur“. EITT hefur Prag umfram það, sem gerist í Bretlandi. Það eru fleiri bókabúðir og ódýrari bækur. Þar fást stórar, inn- bundnar skáldsögur fyrir á- móta hátt verð og fjöldaútgáf- ur í pappírskápum í Bretlandi En á boðstólum eru aðeins þær hækur. sem kommúnislaflokk- urinn ieggur blessun sína á Daily Worker er eina dagblaðið á ensku, sem hægt er að kaupa. Fáir bílar eru á ferð, jafn- vel í miðri Prag. Eg taldi 14, sem fóru fram hjá einu fjölfarn asta götuhorninu á fimm mínút um. Fæð bíla er einmitt eitt af því, sem er til íegurðarauka í Prag í augum ferðamannsins. Umferðarbendur eru ekki tilog auðvelt að komast vfir göturn- ar. En Tékkar líta öðrum augum á málið. Eg heyrði napuryrði um, að tékknesljir bílar frá hinum frægu Skoda-verksmiðj um væru fluttir tii kommúnista rikja eins og Kína, í stað þess að vera á boðstólum í heima- landinu. Segja má, ag enginn eigi eigin bíl. Flest þeirra bíla, sem eru á ferð um göturnar, lætur ríkið meiri háttar embætt ismönnum í té, ásamt bílstjóra Og daglegt líf Tékka? Þeir njóta velferðar- og menningar-þjónustu af hálfu þess opinbera á borð við það, sem tíðkast í Bretlandi. Nýbúið er ag gefa út ókeypis kennslu bækur handa börnum, og því var fagnað sem skrefi í átt til „uppbyggingar sósíalismanns" Tékkar geta farið í leikhús eða kvikmyndahús sér til skemmtunar. íbúar Prag eru um 1 mllljón, en leikhúsin eíu 22 og leiklist stendur með mikl um blóma, þrátt fyrir pólitísk afskipti. f kvikmyndahúsunum er mikil aðsókn að myndum frá Bretlandi, Frakklandi, Ítalíu og Bandaríkjunum, en fáar eru sýndar, einkum af gjaldeyris- ástæðum að því ag sagt er. Alvarlegasta félagslega vanda málið er húsnæðisskorturinn. Það er algengt, að heil fjöl- skylda búi í einu herbergi. Fyrr verandi miðstéttarfólk, sem stærra húsrými hefur, verður ag greiða sérstakan skatt fyrir að fara fram úr því, sem venju legt er. Nýgift hjón, sem vilja fá hús næði, verða að ganga á fund „þjóðlegu nefndarinnar" á staðnum, bera fram óskir sínar í eigin persónu og láta sér lynda að vera yfirheyrð. Þetta er ekki ósvipag því, sem tíðk- ast við úthlutun á leiguíbúðum sveitarfélaga í Bretlandi Mun- urinn er einkum sá, að í Tékkó slóvakíu getur ekki heitið að um aðra Ieig sé að ræða til að útvega sér húsnæði. Eina hugg unin er, að leigan er mjög lág. Hún nemur oft aðeins 2% af tekjum leigjandans Ég hitti hjón. sem áður höfðu tilheyrt millistétt Þau bjuggu í þriggja herbergja íbúð. sem þau höfðu keypt. 'yrír p.p árum „Okkur finnst i’aft sé auga með okkur'' sögðu þau „Hér í sambýhshi5«5n:í eru kommúnistar, sem 'egrir vildu koma okkur út til þes? r* rý.na fyrir stórri j-^Lkyh’x“. EN HVERNIG -i u-.g v°ra, að kommúnistasf’ár’T. ha:.-h vöidunum víg siíkar jS.tr*’5”:-’ Skýringin felst r.rþ-.on leyti í þvi. -"vm-óslV’ahía er lögTeBhirfki SJ, >,r p r'/.ir ií'.:5s “tiórj.iinni andstö'u rr hr.f.prt- Framhalö é b.’a. 13. T í M IN N , laugardaginn 23. marz 1963 — /

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.