Tíminn - 23.03.1963, Side 5

Tíminn - 23.03.1963, Side 5
ÍÞRÓTTIRJ :. —. jl. . ... __ iÞRQTTIR RITSTJÓRI: HALLUR SIMONARSON FYRSTISKURISLENZKS UDS GEGN NOREGI í HANDBOLTA Varla er hægt a8 segja að útlitið hafi verið sérlega glæsi legt fyrir íslenzka unglinga- landsliðið í handknattleik eft- ir fyrri hálfleikinn í fyrsta leiknum á Norðurlandamótinu gegn Norðmönnum í gær- kvöldi, en þá hafði Norðmönn- um tekizt að skora níu mörk gegn þremur íslenzka liðsins — og í rauninni ekki annað fyrirsjáanlegt, en norska lið- ið myndi auka þetta mikla for- skot í síðari hálfleiknum, hafði norska liðið talsverða yfir- burði. — En hlutirnir áttu eft- ir að breytast — og það til mikilla muna. í síðari hálf- leiknum tók íslenzka liðið upp breytta leikaðferð og smásax- aði á forskot Norðmannanna, sem varla vissu hvaðan á sig stóð veðrið og áttu ekkert svar við hinum leiftursnöggu upphlaupum íslenzka liðsins, sem flest enduðu með rfiarki eftir hörkuskot þeirra Sigurð- ar Dagssonar og Viðars Símon arsonar, sem báðir áttu af- bragðs góðan leik. Þegar 23 mínútur voru liðnar af seinni hálfleiknum, hafði ís- - Unglingalandsliðið vann Noreg með 18-16 eftir óvenju- legan lokasprett. - Noregur ýfir í hálfleik 9-3. Vart hugað líf NTB-Los Angeles 22. marz Dave Moore, sem í nótt missti heimsmeistaratitilinn í- fjaðurvigt í hnefaleikum til Kúbubúans, Sugar Ram os, liggur nú á sjúkrahúsi í Los Angeles, en hann skadd aðist svo mjög á heila i keppninni, að tvísýnt er að hann haldi lífi. Moore er 29 ára gamall Bandaríkjamaður, kvæntur og á fimm börn. Hann var fluttur á sjúkrahús, þegar hann féll meðvitundarlaus niður í búningsherberg! sínu eftir leikinn. Keppnin var stöðvuð í tíundu lotu, en þá var Moore orðinn svo máttvana, ag hann hékk biargarlaus á reipunum. Hann virtist þó ná sér um skeið í búningsherberginu, en skyndilega féll hann nið ur og kvartaði um mikinn höfuðverk, og andartaki síð ar hafði hann misst meðvit- und. Fjórir læknar hafa stundað hann síðan hann kom á sjúkrahúsið, en allt er talið mjög óvisst um úr- slitin. ,... . J.j.-j.Jjj. .X;-...-.-.J^'j.J---..jj j-. ..'. .. Viðar Símonarson, Brynjar Bragason og Sigurður Dagsson. um og áttu öðrum fremur þátt í sigrinum. Þeir stóðu sig vel ( leiknum gegn Norðmönn- iand náð tveggja marka forskoti, 16—14, eða skorað 13 mörk gegn 5 Norðmauna í síðari hálfleikn- um. Síðustu 7 mínútur leiksins héldust hlutföllin óbreytt — hvort liðið skoraði tvö mörk og lokatölur urðu 18—16 íslandi í hag, og það voru vissulega ánægð- ir — en þreyttir — íslenzkir pilt- ar, sem yfirgáfu leikvöllinn, en þetta er í fyrsta skipti, sem ís- landi tekzt að sigra Norðmenn í londsleik. Norðmenn högnuðust á hörku í fyrri hálfleiknum Það var ekki mikið skorað af rnörkum fyrstu 20 mínútur leiks ins, en er liðlega 20 mínútur voru hðnar höfðu Norðmenn skorað 3 ' mörk, en íslenzka liðið 2 mörk, i Sið'ustu tíu mínútur fyrri hálfleiks I ms léku Norðmenn af mikilli hörku og brutu óspart á íslenzku leikmönnunum án þess að hinn aanski dómari — sem dæmdi leik- inn heldur illa — sæi nokkra á- stæðu til að taka hart á þeim brotum og högnuðust Noiðmenn gífurlega á því og tókst að auka eins marks forskot upp í sex marka forskot fyrir hlé, en í hálf ieik var staðan eins og áður ség- ir 9—3. í fyrri hálfleiknum stóðu is- lenzku markmennirnir sig báðir mjög vel og vörðu m. a. vítaköst og línuskot, en íslenzka liðið mis- notaði einn;g sín tækifæri og skor aði ekki úr vítaköstum. Brevff leikaðferð færði sinurinn Flestir munu eflcust hafa reikn að með auðveldurr norskum sigri eftir þessa útkomu í hálfleik — ekki sízt hinir norsku áhorfendur, sem mjög fjölmenntu í íþrótta- höllina í Hamar og hvöttu sína menn óspart. í hálfleik lagði þjálf- ari íslenzka liðsins, Karl Bene- diktsson, breytta leikaðferg fyrir liðið — meiri hraða í upphlaupin og beita eins mikilli hörku og dóm arinn leyfði. — Og árangurinn lét | ekki á sér standa, en með hröðum upphlaupum og hæfilegri hörku minnkaði forskot Norðmanna sinám saman og þegar 20 mínút- ur voru liðnar af síðari hálfleikn- um voru leikar jafnir og sköinmu síðar náði ísland tveggja marka forskoti, sem hélzt út leikinn. Það voru einkum þeir Sigurður Dags- son og Viðar Símonarson, sem hrelldu norsku vörnina, en þeir skoruðu langflest mörkin fyrir fs- land í leiknum. Þetta er í fyrsta skipti, sem ís- lenzku liði tekst að sigra Norð- menn í handknattleik — þótt oft hafi munað litlu — og jafnframt er þetta fyrsti leikurinn, sem ís- land vinnur á Norðurlandamóti unglinga í handknattleik. Sigur íslenzka liðsins var sann- gjarn, sagði Jón Kristjánsson far- arstjóri liðsins, í stuttu símtali vig okkur í gærkvöldi. — Norð- menn voru betri í fyrri hálfleikn- um, en íslenzka liðinu tókst vel upp í síðari hálfleiknum og lék hratt og taktiskt. Beztir í íslenzka liðinu voru: Sigurður Dagsson og Viðar Srmon- arsson, svo og báðir markmennirn ir. Mörkin fyrir ísland skoruðu Sigurður 6, Viðar 5, Auðunn Ósk- ai'sson, Jón Karlsson og Stefán Sandholt 2 hver og Sigurður Hauksson 1. Körfubolti íslandsmótið í körfuknattleik heldur áfram um helgina og fara ffam tveir leikir í meistaraflokki — auk leikja í 1. og 2. flokki. — í kvöld fara fram tveir leikir, í fyrri leiknum mætast í 2. flokki ÍR a og KR a, og má reikna með að það sé úrslitaleikur í þeim fl. í síðari leiknum mætast í meistara flokki^ Ármann o,g stúdentar, en ekki Ármann og ÍR, eins og skýrt hefur verið frá í nokkrum blöðum. Á sunnudagskvöldið heldur mót ið áfram og þá leika í 1. flokki Skarphéðinn og Ármann og í meist araflokki Ármann og ÍR, en sá leikur getur liaft talsverða þýð- ingu varðandi efsta sætig í mót- inu. Fyrsti leikur bæði kvöldiii hefst kl. 8,15 að Hálogalandi. Síðustu 5 mínút- urnar örlagaríkar Aðeins klukkutíma eftir að! leik íslands og Noregs lauk, mætti íslenzka liðið aftur til leiks í íþróttahöllinni í Hamar — og nú átti að berjast við Dani, sem léku sinn fyrsta leik í mótinu og mættu alsendis ó- þreyttir til leiks. Engu að síð- ur stóð islenzka liðið sig vel — og það var ekki fyrr en á 5 síðustu mínútum leiksins, að Danir trygqðu sér örugg- lega sigur með fimm nóðum •morkum í röð oo siqruðu með 71:15 en síðustu mínúturnar 'ór heldur lítið fyrir íslenzka ’iðinu, enda var þreytan far- I in að segja til sín. Fyrri hálfleikurinn var nokkuð jafn og skiptust liðin á að sikora — í hálfleik var staðan jöfn 10— 10. íslenzka liðig náði ekki vel saman í síðari hálfleiknum og komust Danir fljótlega yfir — þótt aldrei skildu meira en tvö til þrjú mörk á milli. Þegar u.þ.b. fimm mínútur voru eftir var staðan 16 —14 fyrir Dani og þá virtist ís- lenzka liðið vera búið — fimm góð mörk Danana gerðu út um leikinn, en íslenzka liðið skoraði eitt mark áður en yfir lauk og urðu lokatölur 21—15. Danir áttu sigur skilig í leikn- um — þeir léku betur. en vissu- lega hafði það mikið að segja, að íslenzku leikmenmrnir höfðu leikið erfiðan leik klukkutíma áð- ur en þessi leikur hófst og var þreyta áberandi meðal þeirra. Mörkin fyrir ísland í leiknum skoðuðu: Viðar og Sigurður 4 hvor; Tómas 3, Auðunn 2 og Sig- urður Dagsson 1, en ekki vitum við hver skoraði eitt markið. Þess má geta, ag íslenzka liðið var óbreytt báða leikina og var það skipað þannig: Brynjar Braga son, Sigurður Karlsson, Hinrik Einarsson, Tómas Tómasson, Við- ar Símonarson, Auðunn Óskarsson, Sigurður Dagsson, Jón Karlsson, Stefán Sandholt, Ólafur . Friðriks- son og Sigurður Hauksson. Dómari í síðari leiknum var finnskur og dæmdi hann vel. Þess má geta. að Svíar og Finn- ar léku í gær í mótinu og unnu Svíar með miklum yfirbmrðum, 20—12. Dómari í þeim leik var Magnús Pétursson og dæmdi hann mjög vel. T í MIN N, laugardaginn 23. marz 1963 — 5

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.