Tíminn - 23.03.1963, Blaðsíða 3

Tíminn - 23.03.1963, Blaðsíða 3
Fyrir skömmu brauzt út taugaveiki í svissneska skíSabænum Zermatt, en þar var þá mikill fjöldi manna staddur við iðkun vetraríþró'tta. Hefur veikin nokkuð breiðzt út síðan, þótt reynt sé eftir megni að einangra þá sem hafa sýkzt eða grunur leikur á, að geti borið veikina. Þegar fregnaðist að taugaveiki væri komin upp í bænum sló að von um miklum óhug á menn, sem þar voru staddir, og margir komu sér á brott þaðan eins fljótt og auðið var. — Myndin hér að neðan er tekin á járnbrautar stöðinni í Zermatt og sést þar ös fólks, sem ferða hugur var kominn í vegna veikinnar. (UPI). Skjdta sér á bak við skipulagsleysi Á fundi borgarstjórnar Reykja-' vikur í fyrrakvöld var til umræðu j eftirfarandi fyrirspurn fá Birni GuSmundssyni, borgarfuiltrúa Famsóknarflokksins: 1. Hvenær er fyrirhugað að full-! gera Lækjargötuna í sömu breidd r.orðan Bankastrætis, eins og hún er sunnan strætis- ins? 2. Liggur fyrir áætlun um kostnað í við framkvæmd þcssa verks, og ef hún hefur verið gerð, hver er hann þá áætlaður? Geir Hallgrímsson, borgarstjóri svaraði þessum fyrirspurnum á þá lund, að þetta yrði gert starx og skipulag er ákveð'ið í miðbænum, en hann kvaðst vona, að það yrði á þessu sumri. Kostnaðaráætlun væri af þessum sökum ekki heldur fyirr hendi. Ekki væri unnt að vinna þetta verk, fyrr en gatnamót og breidd götunnar á þessu svæði hefði verið ákveðin. Björn Guðmundsson þakkaði svörin en kvað þau þó vera í allra fátækasta lagi. Borgaryfirvöldin væru nú búin að tvístíga í þrettán ár yfir skipulagi miðbæjarins og Lækjargötunnar, en fr'amhald hennar hlaut þó að vera ráðið í höfuðdráttum, þegar gatan sunn- an Bankastrætis var gerð. Björn minnti á’þessa allmyndar iegu gatnagerð fyrir þrettán árum, sem vakti töluverða athygli og umræður á sínum tíma og var lang dýr&sti vegarspotti, sem gerður hafði verið á íslandi, og mætti til gamans rifja það upp, að verkstjór- ar við þessa gatnagerð hefðu ver- ið 13. Framhald á 15. síðu. VINKONA RADHERRA • • FER NU HULDU HOFÐl NTB—London 22. marz. Brezka kvikmyndastjarnan Vale- Christine Keeler rie Hobson sat ein síns liSs á áheyr endapöllum neðrl málstofu brezka þingsins, og hlustaðl á eiginmann slnn, hermálaráðherrann John Pro- fumo, lýsa þvf yfir, að hann hefði verið góðkunningi ungrar rauðhærðr ar Ijósmyndafyrirsætu, sem nú um skeið hefur verið gufuð upp. Fyrirsætan Christine Keeler, ólst upp í fátækrahverfi utan við London, vann um hríð við þjón- ustu á næturklúbbum og gerðist síðan vinsæl partídama. f síðustu viku varð hún allt í einu forsíðu- efni blaðanna, en þá var maður einn frá Vestur-Indíum, sagður elskhugi hennar, dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir að hafa hleypt af skammbyssu í anddyri íbúðar einn ar í London. Christine var stefnt fyrir réttinn sem vitni, en lét ekki sjá sig og hefur verið týnd síðan þá. Að undainförnu hefur gengið þrálátur 'orðrómur um, að hún hafi staðið í sambandi við hátt- setta menn, líklegast ráðherra. Og Neytendasamtökin Framhald af 16 síðu. ingsmálum vegna fatahreinsunar. Ellefu efnalaugar eiga aðild að nefndinni, en það er bindandi um að hlíta umsögn nefndarinnar. Neytendasamtökunum berast að meðaltali 1000 kvartanir árlega. Starfsmaður samtakanna, Birgir Ásgeirsson, lögfræðingur, ber hit- an og þungan af starfinu, sem þar af leiðir. í dag lýsti Profumo yfir því, að hann hefði þekkt stúlkuna, en full yrt að ekkert óviðurkvæmilegt hefði farið þeim á milli og hann myndi stefna hverjum þeún, sem reyndi að koma bletti á mannorð hans í þessu samabndi. Hann sagð- ist ekki hafa séð Christine síðan í desember árið 1961 og ekki hafa neina hugmynd um, hvar hún væri niður komin nú. Það væri alger staðleysa ag halda að hann hefði átt einhvern þátt í, að hún kom ekki til réttarhaldanna. Profumo, sem er 48 ára að aldri og kominn af ítalskri aðalsætt, sem lengi hefur verið búsett í Bretlandi, sagði að hann hefði fyrst hitt Christine hjá vini sín- um, lækni ag nafni Ward, og hefði kona sín verið með sér. Við það tækifæri hafði starfsmaður sendiráðs Sovétríkjanna, Ivanov, höfuðsmaður, einnig verið við- staddur. Alls kvaðst hann hafa hitt hana sex sinnum á síðara miss eri ársins 1961. Ward læknir skýrði frá því í blaðaviðtali síðasta sunnudag, að brezka leyniþjónustan hefði spurt hann um kunningsskap hans við Christine Keeler og vináttu hans við Ivanov, rússneska sendiráðs- manninn og hefðu yfirvöldin tek- ið svör hans sem góða og gilda vöru. BÓ-Reykjavík, 22. marz. Kári Eiríksson opnar mál- verkasýningu í Listamanna- skálanum á laugardaginn kl. 2. Þetta er önnur málverka- sýning Kára hér á landi, hann sýndi áður í Listamannaskál- anum 1959. Kári sýmr að þessu sinni 58 >ærk. Síðasta málverkasýning Kára var í Gallería Babuinetta í Róm, en honum var boðið að sýna þar. Kári var þá við listnám í boði Ítalíustjórnar, en samtals hef ur hann numið á Ítalíu í þrjú ár. Kári hefur einnig stundað listnám hér heima og á Norðurlöndum. Mikið manntjón í eldgosi á Bali NTB—Djakarta, 22. marz. 1100 manns eru talin hafa látið lífið af völdum eldgoss á eyjunni Bali í Indónesíu, og mikill fjöldi manna er í hættu. Þrjú þorp eru einangruð, en reynt verður að bjarga íbúum þeirra af sjó. Eldfjallið Agung byrjaði að gjósa um siðustu helgi, en það er neilagt fjall í augum frumbyggja' Bali og talið heimkynni goðanna. í dag magnaðist gosið, og hraun- flóðið, sem áður hefur runnið nið ur suður-, vestur- og austurhlíðar íjallsins, er nú einnig farið að renna norður af fjjallinu. Þorp þau, sem standa við rætur fjalls- ins eru án vegasambands á landi og sum orðin umkringt af hraun- inu, en reynt verður að flytja íbú- ana burt sjóveg. Engin leið er að áætla, hve marg ir hafa slasazt, en þeir eru greini- lega mjög margir. Þá hafa þúsund- ir manna flúið heimili sín, en ná- kvæma töiu þeirra treysta yfir- völdin sér heldur ekki til að á- ætla. í hópi þeirra sem hafa farizt er mikið af börnum, sem hafa ekki gætt þess að forða sér fyrr en hraunflóðið hefur verið komið yf- ir heimili þeirra. Flugvélar og skip hafa haldið frá Austur-Java til að fivtja hinum nauðstöddu vistir og hjúkrunartæki. Sukarno forseti Indónesíu hefur lýst yfir hörm- a.ngarástandi á þessum hluta Bali, og tilkynnt hefur verið að U Thant framkvæmdastjóii Sameinuðu þjóðanna, hafi boðið aðstoð sam- tákanna T ( MIN N, laugardaginn 23. marz 1963 — 3

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.