Tíminn - 23.03.1963, Blaðsíða 2

Tíminn - 23.03.1963, Blaðsíða 2
LEIÐIST AD SKRIFA LEYNIL ÖGREGL USÖGUR Agatha Christie, hin ókrýnda drottning leynilögreglubókmennt anna, eins og hún hefur oft veríð nefnd, á tryggan lesenda- hóp hér á landi, eins og alls staðar annars staðar í heimin- um. Okkur fannst ekki úr vegi að birta viðtal við hana, þar sem flestir mundu hafa áhuga á að lesa eitthvað um þann leyni lögregluhöfund, sem veitt hef- ur þeim cinna ánægjulegastar eða ógnvænlegastar kvöldstund irnar í skammdeginu. Blaðamaðurinn, sem viðtalið hefur, segir, að sjálf minni Agatha mikið á Miss Marple, eina aðalsöguhetju sína. Hún virðist vera feimin og gjóti tortryggnislegu auga til segul- bandsins. Hún byrjar á því að svara spurningum um bernsku sína. — Eg var yngsta barnið á heim ilinu og í nágrenninu voru engin börn á mínum aldri, svo þar af leiðandi dundaði ég mér í garð- inum við að ímynda mér alla mögulega hluti. Eg lifði satt að segja mínu eigin lífi, og þegar ég hitti önnur börn, sagði ég þeim sögur og ævintýri. Eg gekk aldrei í skóla, en lærði heima og sankaði svona hinu og þessu að mér. Eina reglulega kennslan, sem ég nokkurn tíma hef haft, var í píanóleik og söng. Eg dvald ist tvo vetur í París við tónlist- arnámið, en ég var of taugaó- styrk til að geta orðið píanóleik- ari, ég mundi hafa fengið tauga- áfall á hverjum hljómleikum. Mér gekk betur með sönginn, en röddin var ekki nógu sterk fyrir óperur, svo ég söng aðallega á hljómleikum. Um þétta leyti var ég einnig mjög hrifin af kveð- skap, ég skrifaði feikn af kvæð- um og sum þeirra voru birt í tímaritum. Og þegar ég var átján eða nítján ára kom út eftir mig kvæðabók „The Road oft Dreames", en ég verð að viður- kenna, að hún var ekki beinlínis góð. Þegar ég byrjaði að skrifa leynilögreglusögur var ég undir áhrifum fr'á Sherlock Holmes. Það var systir min, sem fékk mig til að byrja með því að segja, að það væri reglulega erfitt að skrifa leynilögreglusögu. Eg var á öðru máli og því til sönnunar byrjaði ég að skrifa „The Mysteri ous Affair at Styles“. Þetta var árið 1914, en þá vann ég á spít- ala og fékk mikinn áhuga á eitri og öðru þess háttar, og þá þekk- ingu notaði ég svo í bókina. Það tók mig hálft annað ár, að skrifa bókina, en ég hafði auðvitað ekki míkinn frítíma. Svo byrjaði hin vanilega píslarganga til útgefandanna, ég held að það hafi liðið þrjú ár þangað til Bodley Head gaf hana út og sal- an var svona vel sæmileg. Það fór ekki að ganga reglu- lega vel fyrir mér með leynilög- reglusögurnar, fyrr en þriðja bók in var birt sem framhaldssaga í dagblaði, fyrir það fékk ég £ 500 og þá keypti ég mér bíl, en það var munaður, sem ég hélt að ég mundi aldrei geta veitt mér. Sumar dt bókum mínum hafa verið umskrifaðar fyrir kvik- myndir, en mér hafa fundizt þær tilraunir ílestar vera misheppn- aðar. í einni þeirra er Poirot gerður að ungum spjátrungi, sem á í væmnu ástarævintýri. Eg tók því sjálf að mér að umskrifa bæk- Agatha Christie veit ekki að ég get ekki þolað hann. Mér hlýtur samt að hafa geðjast vel að honum í fyrstu. Fyrir utan leynilögreglusög- urnar hef ég skrifað nokkrar skáldsögur undir nafpinu Mary Westmacott, en þær seljast ekki vel miðað við þær fyrrnefndu. Samt er ekki hægt að segja, að þær seljist illa. Eg held að ástæð an fyrir þeím skrifum sé ein- göngu tilfinningaleg, þar sem mér finnst mjög gaman að skrifa þess háttar skáldsögur. Eg hef aftur errga ánægju af því að skrifa leynilögreglusögur. Mér finst gaman að hugsa um „plottið“, en ekki að skrifa þær, það er eins og hver önnur vinna, en með henni sá ég fyrir mér og dóttur minni í mörg ár. En það er ekki svo auðvelt að hætta að skrifa bækur, sem seljast vel. Eitthvað verður að koma upp í skattana. Þó að leik- ritin gefi mikið í aðra hönd, kemur ýmislegt þar til greina. Músagildinna t.d. á sonarsonur minn. Eg gaf honum bókina áð- ur en leikritið var nokkurn tíma sýnt. Hann er stálheppinn í öllu, sem hann kemur nálægt. Eg hef íjölskyldutryggingu, eins og margir aðrir nú á tímum, og af henni hef ég fastar tekjur. Eftir því sem útgefendur mínir segja mér seljast bækur mínar betur en nokkru sinni fyrr. Eg hélt að seinasta bókin mín, sem er smásögur, mundi ekki seljast eins vel, en hún rennur út. Eg var vön að skrifa tvær leynilög- reglusögur á ári, en nú orðið ekki nema eina. f fyrra var ég lengi í skemmtiferð í Indlandi, svo að ég gat ekki fullgert bók, en það komu sem sagt smásögur í staðinn. Þegar ég fer í forn- leifaleiðangra með manninum mínum, verður oft lítill tími til ÞOL/R EKKI POIROT urnar, og byrjaði á „The Little Niggers“, sem sýnt var í byrjun stríðsins. Síðan þá er alltaf verið að sýna leikrit eftir einhverri af sögum mínum í London. Nú er það „Músagildran", sem hlotið hefur ótrúiegar vinsældir. Það tekur mig í rauninni þrjá mánuði að skrifa eina bók, og ef vel stæði á gæti ég skrifað hana á mánuði með því að vinna 4—5 stundir á dag. En það er alltaf eitthvað annað sem glepur, svo að það vilja verða sjö mánuð- ir, sem fara í eina bók. Fyrst hef ég auðvitað dottið ofan á hug- myndina að bókinni, og það er öllu skemtilegra en skriftimar sjálfar. Það hefur mikið verið talað um í>að, að ég fái hugmynd ir, þegar ég sé i bað'i og birði epli, en það er nú dálítið ýkt, þó að mér þyki auðvitað gott að hugsa í baði um leið og ég borða epli. Það er enginn, sem á auð- velt með að trufla mig í þannig aðstæðum. Hugmyndir þessar eru stundum þrjú ár að mótast, og stundum ekki nema tvo til þrjá mánuði, og sum'ar þeirra reyn- j ast líka ónothæfar eða eru geymd ar til betri tíma. Annars hefur margt breytzt á svo löngum tíma, Captain Hast-! ins, vinur Poirots, sem greini-1 lega var skapaður eftir fyrir- mynd Sherlock Holrnes, virtist alltaf verða meira og meira óraunveruiegur, þangað til 'ég hætti alveg við hann. í síðustu bókunum, sem hann var í, skemmdi hann allt saman. Það er líka þess vegna, sem ég læt helzt ekki kvikmynda hann eða Poirot Poirot er algjör gervifígúra, það fyrirfinnast ekki svona leynilög- reglumenn, ég hef að minnsta kosti ekki heyrt þeirra getið. j En ég verð að halda áfram að skrifa um Poirot, því það er það sem fólkifs vill, en hann er al- í gjörlega ónothæfur á leiksviði eða í kvikmynd. Annars held ég að fólk lialdi jafnmikið upp á Poirot og Miss Marple. Sumir| skrifa og biðja um fleiri Poirot sögur, þeim geðjist ekki að Miss ‘ Marple og aðrir segjast vera svo ánægðir yfir Miss Marple, en þeim sé illa við Poirot. Þó er ég hrædd um, að Poirot eigi meiri vinsældum að fagna. Það skrífar, að ég hljóti að elska hann. Það skrifta, því að ég hef mikinn áhuga á uppgreftrinum. Ef ég hefði ekki orðið rithöf- undur, veit ég varla hvað ég hefði lagt fyrir mig. Þó hefði ég haft gaman af að reyna við högg- högmyndaiist en ég hefði sjálf- sagt aldrei orð'ið góð á því sviði. Jú, ég hefði gjarnan viljað verða hjúkrunarkona. Það starf hefði veitt mér mikla ánægju. Starf hyggingarfulltrúa Kópavogskaupstaðar er laust til umsóknar. Upplýsingar um menntun og fyrri störf ásamt meðmælum berist skrifstofu minni fyrir 1. maí n.k. Starfið verður veitt frá 1. júlí n.k. Kópavogi, 21. marz 1963. Bæjarstjórinn. LÖGTÖK Að kröfu gjaldheimtus.tjórans f.h. Gjaldheimtunn- ar í Reykjavík og samkvæmt fógetaúrskurði, upp- kveðnum 21. þ.m., verða lögtök látin fram fara til tryggingar ógreiddum fasteignasköttum og brunabótaiðgjöldum til borgarsjóðs Reykjavíkur, en gjalddagi þeirra var 15 janúar s.l. Lögtökin fyrir framangreindum gjöldum, ásamt iráttarvöxtum og kostnaði, verða látin fram fara ð 8 dögum liðnum frá birtingu þessarar auglýs- ngar, verði þau eigi að fullu greidd, innan þess tíma. Yfirborgarfógetinn í Reykjavík, 21. marz 1963, Kr. Kristjánsson. Hljóðir menn og hugsandi Það er farið að vekja athygli um land allt, að Alþýðubanda- lpigið er cini þingflokkururlnin, sem hvergi hefur birt fram- boðs'lista. „Unnendur rökréttr- ar hugsunar“ skýra þet'ta á þann veg, að beðið sé eftir því a'ð fá eina „iínu“ úr Austur- heimi í stað tveggja. Þetta kvað þó vera vonlítið, því að Mao er nýbúinn a'ð bjóða Krustjoff á kappræðufund í Peking — og ekki ólíklegt að „mínum manni“ í Moskvu þyki nú skör- in farin að færast upp í bekk- in.n. Yfir öllu þessu eru íslenzk- ir komúnistar. hl jóðir og hugs- andi. Hvað tefur jarð- i ræktarlögin? Á Alþimgi var fyrir nokkr- um dögum útbýtt mjög fyrir- feiðarmiklum skjölum fiá rík- isstjóminni um flugmál, al- mannatrygigingar, rithöfunda- rétt o. fl., og er ekki nema gott um það að segja, að vinna hefur verið löigð í endurskoð- un þessara mála. Um sum þessara mála liefur þess verið getið, að þau komi óbreytt frá nefnd. Getur það líka verið gott, að stjómin sé ekki að krukka í þáð, sem aðrir hafa vel unnið. En í sambaudi við framkomu þessara miklu þing- skjala, verður sumum að spyrja: Hverju sætir það, að jarðræktarlögin fá ekki sömu meðferð? Endurskoðun þeirra í milliþinganefnd, sem kjörin var á Búnaðarþingi á sínum tíma, er fyrir löngu lokið, og frumvarpið afhent landbúnað- arráðlterra. Ráðlierra kvað hafa skipað nýja nefnd í mál- ið fyrir jólin, til áð endurskoða endurskoðunina, undir forystu Péturs Gunnarssonar. Og þar við situr. Á nýafstöðnu Búnaðar- þingi var mikill áhug.i fyrir að vita afdrif þessia máls og fá það til meðferðar að nýju, ef um breytingar væri að ræða. Hið þögla svar Inigólfs land- búnaðarráðlierra, fyrir munn stjómarinnar þýðir: „Hafðu, bóndi minn, hægt um þig“. Þeir hurfu af listanum Eftirtekt hefur það vakið í sambandi við framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Norður- landskjördæmi eystra, að af listanum hafa horfið bændur og búlærðir menn. Ámi Jónsson tilrauniastjóri, sem er kunnáttumáður í al- mennum landbúnaðarmálum oig áhugamaður á þeim sviðum, var þurrkaður út af listanum. Söinu örlöig hlutu bændurnir Jóhanncs Laxdal í Timgu og Baldur Jónsson, fyrrv. bóndi í Garði. í Stað þessara manna voru settir á Listann menn með allt önnur sjónarmið. Þannig hef- ur Sjálfstæðisflokkurin.n enn einu sinni sýnt Norðlendingum hug sinn til landbúnaðarmála — í verki. — (Dagur). 2 TÍMINN, laugardaginn 23. marz 1963 —

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.