Tíminn - 23.03.1963, Blaðsíða 14

Tíminn - 23.03.1963, Blaðsíða 14
ÞRIÐJA RÍKIÐ WILLiAM L. SHIRER Hitler var jafn áhrifalaus og hand j árnaSur hnefaleikamaður í hringn uui, eða svo héldu flestir. En þeim ökjátlaðist enn einu sinni. Þeir gleymdu því, að Hitl- er var skipuleggjari um leið og hann var töframaður. Hann byrj- aði að skipuleggja Þjóðernis-sós- íalistaflokk þýzkra^ verkamanna með óhemju ákafa á meðan hann reyndi að halda reiði sinni í skef j um, eftir að honum hafði verið hannað að halda ræður á almanna færi. Hann ætlaði sér að gera úr flokknum samtök ólík öllum þeim, sem verið höfðu í Þýzkalandi fram til þessa. Hann ætlaði sér að gera þau líkt og herinn — ríki í ríkinu. Fyrsta verkið var að afla flokks- meðlima, sem greiddu félagsgjöld. í árslok 1925 var tala þeirra rétt um 27.000. Verkið gekk hægt, en á hverju ári bættust einhverjir við: 49.000 meðlimir 1926 72.000 árið 1927; 108.000 árið 1928 og 178.000 meðlimir 1929. Mikilvægara var þó, að koma á fjölþættu flokkskerfi, sem líktist fyrirkomulagi þýzku sljórnarinn- ar og í rauninni þýzka þjóðfélags ins. Landinu var skipt í svæði, eða Gaue, sem féllu nokkurn veginn saman við hin þrjátíu og fjögur kjördæmi þingsins, og yfir hvert þeirra var settur Gauleiter, sem Hitler skipaði. Auk þess voru sjö Gaue til viðbótar fyrir Aust- urríki, Danzig, Saar og Sudeta- héruðin í Tékkóslóvakíu. Hverju Gaue var skipt í Kreise — hringi — og yfir þeim réðu Kreisleiter. Næstsmæstu flokkseiningarnar voru Ortsigruppe — stærðarhópur — og í borgunum var þessum hópum enn skiþt niður í götusell- ur eða blokkir. Pólitískri starfsemi Nazista- flokksins var stjórnað af tveim- ur deildum, eins og það var kall- að, sem áttu að grafa undan og ráðast á stjórnina, og P.O. II, sem var til þess gerð, að koma á ríki innan ríkisins. Þannig hafði P.O. II. með að gera landbúnaðardeildir, eða ráðu neyti, deildir fyrir dómsmál, efna hagsmál, innanríkismál og atvinnu mál og verkfræðileg efni. P.O. I. fól í sér utanríkisráðuneyti eða deild, sem fjallaði um verkalýðs- félög, svo og alla útgáfustarfsemi ríkisins. Áróðursdeildin var sér- stök deild og mjög margþætt. Þrátt fyrir það, að sumir af harðjöxlum flokksins, fyrrverandi þátttakendur í götuibardögunum og bjórkjallarauppþotunum, væru því mótfallnir, að konur og börn tækju þátt í starf'i flokksins, skipu lagði Hitler eihnig stofnanir fyr- ir þau. Æskulýðsflokkur Hitlers tók við félögum frá fimmtán til átján ára, sem komu upp sínum eigin deildum, menningarmála, skólamála, útgáfustarfsemi, áróð- urs, „varnariþrótta“, o.s.frv., og börn frá tíu til fimmtán ára gengu í Deutsches Jungvolk. Fyrir stúlkurnar var Bund Deutscher Madel og fyrir kvenfólkið N. S. Frauensehaften. Stúdentar, kenn- arar, opinberir starfsmenn, lækn- ar, lögfræðingar, dómarar — all- ir höfðu þeir sín eigin samtök, og að lokum var einnig skipulagt Nazista Kulturbund til þess það mætti draga til sín vitmenn og listamenn. Eftir töluverða erfiðleika tókst að fá S.A. viðurkennt að nýju sem vopnaðar sveitir nokkur hundruð þúsunda manna til þess að vernda nazictafumdi, hleypa upp fundum annarra og yfirleitt til þess að skjóta skelk í bringu þeim, sem voru á móti Hitler. Sumir foringjanna létu sig einnig dreyma um, að S.A. ættu eftir að bola í burt fastahernum, þegar Hitler hefði náð völdum. Til þess að undirbúa þetta, var komið á sérstakri stof'nun undir stjórn Franz Ritter von Epp, hershöfð- ingja, kallaðri Wehrpolitische Amt. Henni var skipt í fjórar deildir, sem önnuðust t.d. utan- ríkis- og innanríkisvarnarmála- stefnu, varnarstyrk almenna varn argetu og svo framvegis. En brún stakkarnir í S.A. urðu aldrei ann að en sundurleitt samansafn of- stopamanna. Margir helztu for- ingjamir, og þar má fremstan telja Röhm, voru frægir kynvill- ingar. Edmund Heines lautinant, sem stjórnaði Munchenar-S.A., var ekki einuingis kynvillingur, raa heldur hafði hann einnig hlotð dóim vegna morðs. Þessir tveir og tylftir annarra rifust og deildu eins og aðeins þeir menn geta gert, sem hafa óeðlilegar kyn- hvatir til að bera, uppfullir af undarlegri afbrýði. Hitler skipulagði nú S.S. sveit- irnir til þess að hafa við höndina herflokka, sem han.n gæti betur treyst — Schutzstaffel — klæddi liðsmenn í svarta einkennisbún- inga líka þeim, sem ítölsku fas- istarnir gengu í og lét þá sverja sér persónulega sérstakan holl- ustueið. í upphafi var S.S. lítið annað en lífvörður foringjans. Fyrsti foringi sveitanna var blaða maður Berchtold. Þar eð honum líkuðu betur rólegheitin á skrif- stofum Völkischer Beobachler en að leika lögreglumann eða her- mann var Erhard Heiden látinn taka við af honum, fyrrverandi lögreglu-spæjari, sem hafði slæmt orð á sér. Það var ekki fyrr en 1929, að Hitler fann manninn, er hann hafði alltaf verið að leita að sem hinn rétta foringja S.S. Hann fann hann í gervi hænsna- bónda í þorpinu Waldtrudering, í nánd við Miinchen, mildilegan mann í framgöngu, sem fólk hélt vera (eins og reyndar höfundur þessarar bókar líka, skólastjóra í eiinhverju smáþorpi, þegar það sá hann. Nafn hans var Heinrich Himmler. Þegar Himmler tók við stjórn S.S. vorn aðeins um 200 menn í sveitinni. Þegar hann svo hafði lokið starfi sínu réði SS. yfir Þýzkalandi og nafn hans kom fólki til þess að skjálfa í öllum hinum hernumdu löndum Evrópu. Á toppi píramída þessa flókna flokksskipulags stóð svo Adolf Hitler, m.éð titilinn Partei-und- Oberster-S.A.-Fuhrer, Vorsitzend- er der N.S.D.A.V., sem mætti 52 þýða sem „Æðs'ti foringi flokksins og S.A., formaður þýzku verka- lýðssaimtaka þjóðcrnis-sósíalista." Beint undir embætti hans heyrði ríkisráðið (Reichsleitun), sem myndað var af toppforingjum flokksins og jafn gagnlegum starfsmönnum og ríkisféhirðinum" og „ríkisframkvæmdastjóranum.“ Þegar maður heimsótti hið stór- fenglega Brúna hús í Mvinchen, aðalbækistöðvar flokksins fyrir allt landið, síðustu ár lýðveldis- ins, fékk maður það á tilfinning- una, að þarna væru vissulega skrif stofur ríkis innan ríkisins. Og án efa var það þetta, sem Hitler ætlaðist til, því það hjálpaði til þess að grafa undan trúnni bæði innan lands og utan, á hinu raun- verulega þýzka ríki, sem hann var að reyna að steypa af stóli. En Hitler lagði áherzlu á dá- lítið, sem var mikilsverðara en til finning. Þremur árum eftir að hann hafði komizt til valda, skýrði hann í ræðu, sem hann hélt „gömlu bardagamönnunum" í Biirgerbrau 9. nóv. 1936, annað af tveimur markmiðunum, sem hann hafði haft, þegar hann var að byggja upp flokkinn og gera hann að jafn ægilegri og víðtækri stofnun og hann átti eftir að verða. ..Við gerðum okkur grein fyrir því,“ sagði hann, er hann minntist daganna, þegar flokkur- inn var endurskipulagður eftir uppreisnina, „að ekki er nægilegt að steypa ríkinu, heldur verður nýtt ríki að hafa verið byggt upp og það verður að vera svo til reiðu búið. . . . Árið 1933 var ekki leng ur um það að ræða að kollvarpa ríki með ofbeldi. Nýtt ríki hafði verið myndað, og allt, sem eftir var að gera, var að eyðileggja síð- ustu leifar gamla ríkisins — og það tók aðeins nokkrar klukku- stundir.“ 10 ekki afborið að hugsa til þess að tvíburarnir .... Þá er það eins og ég óttaðist, hugsaði Blanche. Við erum gíslar, við erum hér sem öryggispantur meðan þeir efast um trúmennsku hans. Mér þætti fróðlegt að vita, hvað þeir hafa hótað að gera . . . ef hann neitaði að taka að sér þetta verkefni? Hann mun sjálf- sagt ekki segja Dorothy nánar frá því, en kannski get ég veitt það upp úr honum. Eg held hann treysti mér. Hann virtist glaður að sjá mig. — En eigum við að búa hér lengi enn? spurði Dorothy og þrýsti sér að manni sínum. — Shangbai? Nei. Eg á að takast ferð á hendur lengra irin í land- ið eftir fáeina daga og mér skilst það sé meiningin að þið komið með. j — Eg átti við í Kína, sagði kona hans stuttaralega. — Mér lízt ekki á mig hér, John, ég hef viðbjóð á þessu hótelherbergi. Hugsaðu þér bara, krakkarnir sofa bak við skerminn þarna. Og Blanche hef- ur örlitla kytru á næstu hæð fyr- ir ofan. — Vertu ekki að kvarta við John mín vegna, >sagði Blanche. Eg hef ekki borið mig upp við þig- Elskan mín, eg veit þetta er ykkur ekki boðlegt, en ég held að þeir . . . sem hafa séð um þetta, hafi gert hvað þeir gátu. Það er erfitt að fá húsnæði í borgunum. Kína hefur átt í stríði í mörg ár, og nú hafa orðið gífurleg' flóð norður í landinu, svo að þúsund- ir manna eru heimilislausir. Hvert einasta herbergi er upptekið. — En ef þú talar við forstjór- ann á hótelinu og mennina sem þú vinnur fyrir, þá hljóta þeir að sjá um að við fáum einhverja skárri vistarveru. — Það er þýðingarlaust, Doro- thy, sagði liann og andvarpaði. Eg verð að vera varkár gagnvart yfirmönnum mínum. Eg vil að þú hjálpir mér eins og þér er unnt. þú verður að vera brosmild Qg elskuleg, eins og ég veit að þú getur verið. Gerðu það fyrir mig að kvarta ekki, reyndu að líta á þetta sem smáferð út i sveit eða eitthvað slikt . . . — Það get ég ekki, sagði Doro- thy önuglega. — Þú veizt að mér hefur alltaf verið meinilla við sveitaferðir. Hún snökkti og sagði eymdarlega. — Hvert för- um við þá? -— Það get ég ekki sagt ykkur. — Þvæla! Þú hlýtur að geta sagt eiginkonu þinni. — Ástin mín, það er þín vegna að ég geri það ekki. Það er miklu betra að þú vitir ekki neitt. — En í hverju er þá þetta verk efni þitt fólgið? spurði hún. —Það get ég heldur ekki sagt þér. Eg skal reyna að rækja það, svo að þeir verði . . . ánægðir. Og ég er neyddur að fara. Leyfðu mér að kíkja á börnin, Dorothy. Svo fáum við okkur einn sjúss. Eg hef með mér eina vodkaflösku, mér er farið að getast vel að þeim drykk. 6. kafli. Þegar Dorothy hafði sefazt nokkuð eftir fáeina sjússa, sagð- ist Blanche vilja fara til herberg- i>s síns. Hún beygði sig yfir syst- urina og kyssti hana á vangann. — Góða nótt, Dorothy, sofðu vel. — Eg skal fylgja þér upp stig- ann, sagði John. Blanche langaði mest til að af- þakka, en hann leit svo biðjandi á hana og hún skildi að hann vildi gjarna tala við hana eina. — Vertu ekki lengi, sagði Doro- thy. — Eg ætla fljótlega að fara að sofa og mér líður ekki vel fýrr en þú ert hjá mér, John. Á ETTUSTUND Mary Richmond Blanche og John Marsden töl- uðu ekki saman meðan þau gengu upp mjóan stigann. Þau voru komin nær alla leið upp þeg- ar lítill horaður Kínverji í Evrópuklæðum kom hlaup- andi niður. John færði 'sig alveg upp að veggnum til að láta mann inn komast fram hjá. Blanche gerði það ekki og var ýtt svo harkalega til hliðar, að við borð lá að hún missti jafnvægið. Kín- verjinn sýndi en.gan lit á að biðja afsökunar. — Þvílíkur. dónaskapur. hróp- aði Blanche reiðilega. — Blanche, SEGÐU ÞETTA EKKI. Þú verður að læra, að það er hættulegt að segja það sem maður meinar hér. Þessi maður er meðlimur í öryggislögreglunni. — Eg skil Þau héldu áfram upp stigann og þegar þau komu að dyrunum, rétti hún honum lyk ilinn, svo að hann opnaði fyrir hana. En hann stóð kyrr og leit ráðþrota á hana. Hún vissi að það var eitthvað, sem hann langaði að segja henni en vissi ekki, hvern ig hann átti að jiefja máls. Henni lá líka sitthvað á hjarta, svo að hún sagði: — John, sagði þún svo lágt sem hún gat. — Segðu mér sannleikann. Erum við gíslar? Var það vegna þess að . vinnu- veitendur þínir stungu upp á að Dorothy og börnin kæmu til þín . . þú getur treyst mér, hélt hún áfram þegar hann svaraði engu- — Eg er ekki eins og Dorothy, ég fæ ekki taugaáfall, sama hvað þú segir mér. Og ég heiti því að segja engum. — Eg veit að mér er óhætt að treysta þér, svaraði hann. — Og hvað spurningu þína snertir, ja, þá held ég að það sé á vissan hátt hægt að segja að Dorothy og börn- in séu eins konar gíslar. Þú Hka. Eg held ekki að það hafi verið ætl- unin í upphafi, en ég var svo ó- heppinn að vekja andúð í ákveðn- um hópi manna, ég get ekki sagt þér ástæðuna . . . þess vegna van- treysta þeir mér mjög. Þess vegna VERÐ ég að Ijúka verki minu hér, annars . . . Hann þagnaði, var um| megn að ljúka við setninguna, og| hún sá að andlit hans var afmynd- •að af hugarkvölum. — Þú átt við að ekkert okkarj geti vænzt miskunnar ef þér mis- tekst? — Blanche . , . — Er það ekki sannleikurinn? — Ja . kannski . . já. — Þakka þér fyrir Nú veit ég að minnsta kosti hvar við stönd- um. Eg vil alltaf heldur vita á hverju ég get átt von, heldur en fálma mig áfram í óvissu og myrkri. Hún greip um hendur hans og varð ekki hissa að finna að þær voru votar af svita. — John, er nokkur leið til bjargar? — Nei, Blanche. Áðui en þið komuð hingað var kannski ein — fyrir mig. En nú verð ég að hugsa um ykkur fjögur. — Get ég orðið að liði? spurði hún. Hann hristi höfuðið. — Bara með þvi að hafa róandi áhrif á Dorothy. Eg veit hvað það kostar hana að sætta sig við þetta, en ef hún bara REYNIR að laga sig eftir aðstæðum og vera þolin- móð, er ég viss um að allt mun ganga að óskum. — Hún VERÐUR að gera það, sagði Blanche einarðlega. — John kynntist þú Petrov ofursta í Moskvu? —- Eg hef hitt bann margoft. — Hann fylgdi okkur hingað og hann sagði mér, að hann bæri á- byrgð á okkur. Verður hann eftir í Shanghai, meðan við förum inn i landið? — Nei, ég held að hann eigi að koma með okkur. Hann er meðal hinna æ Vtu í leynilögreglunni, en hans verkahringur er aðallega ut- an Rússlands. Þú getur kannski i- myndað þér, hvað þetta verkefni er mikilvægt fyrst á hann að koma með mér. Maður í hans stöðu . — Hvernig iíkar þér við hann, John? Þegar hann anzaði engu, bætti hún við: — Treystir þú hon- um? — Petrov? Hamingjan sanna, NEI. — Hano hefur komið mjög kurteislega fram við okkur, sagði hún. — Og ég hafði á tilfinning- 14- T f MIN N, Iaugardaginn 23. marz 1963

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.