Tíminn - 23.03.1963, Blaðsíða 8

Tíminn - 23.03.1963, Blaðsíða 8
i m Lamaðir hjálpa lömuð- m Það er ekki í frásögur fær- andi þóif kvenfólk reki forn- gripaverzlanir. En konan, sem rekur fornminjaverzlunina í gamla skólahúsinu í bænum Dundee í Illinoisfylki í Banda- ríkjunum, er að' því leyti frá- brugðin öðrum stéttarsystrum sínum, að hún er lömuð frá hálsi ofan í mitti af völdum löm unarveikí. Þessi kona, sem heitir frú William Ryan, hefur verið löm- uð í ellefu ár. Velgengni sína á viðskiptasviðinu þakkar hún lömunarveikisöfnuninni (March of Dimes), sem sett var á lagg- irnar árið 1938 af þáverandi for seta Bandaríkjanna, Franklin D. Rosevelt, sem sjálfur var lamaður af völdum lömunar- veiki. Frú Ryan stjórnar verzlun sinni úr rúmi sinu ,sem er sér- staklega útbúið fyrir lamað fólk, pg hefur hún sérstakt inn- anhússsímakerfi ^ér til aðstoðar við reksturinn, þar eð hand- leggir hennar eru lamaðir. Vin ir hennar og nágrannar aðstoða tálmanir, kemst hún furðu vel lömunarveikisöfnunina, og árið í sameiningu við verzlunina og af á eigin spýtur á ýmsum svið- 1962 safnaði hún 7.500 dollur- hjálpa .henni yið. jnnkaupin. um. Hún skrifar á ritvél með um i sjóðinn. Frú Ryan er með öndunar- táhum og hefur nað>:í'þvíIUiiiírá:*,’q ^ýrir tilstilli lömunarveiki- tæki úr plasti og getur því litið verðri tækni. Auk alls þessa er-- ^sjóðsins í Bandarikjunum hefur hreyft sig. Þrátt fyrir þessar hún raanhæfur starfsaðili; við baráttan gegn lömunarveikinni náð hámarki sínu. Þannig er það söfnun þessari að þakka, að kleift var að gera uppgötvanir eins og Salk og Sabin bóluefn- in, sem eru upphafið að útrým- ingu lömunarveiki í heiminum. íréttabréf úr A- Skaftafellssýslu HER HEFUR fátt gerzt mark- vert síðan ég skrifaði línurnar um áramótin í vetur. Tíð hefur ver ið ágæt, hægviðrasamt í janúar og febrúar, og sá einatt sól, frost mest 10 stig. Mikil vætutíð hefur verið síðustu þrjár vikur og hiti oft 5—6 stig með austanstrekk- ing. Tún, sem ekki voru þrælbeitt í haust, er farið að slá á grænum lit. Búast má við, að kólni með páskatunglinu. Mariumessu ber upp á sarna dag og tunglkomu, það líkar okkur sumum gömlu mönnunum ekki vel. Þótt vel hafi viðrað, miðað við vetrartíð, hefur ekki verið mikið um beit hjá saufé, að minnsta kosti ekki sums staðar. Á þessu heimili voru beitardagar 11 í janú ar og 1Ó í febrúar, 2, sem af er marz. Hér á mínu heimili og ef- laust víðar hefði þó komið sér vel, að beitardagarnir hefðu verið fleiri. Ásetningur var hjá mörgum í tæpara lagi í haust, vona ég, að allt fari samt þolanlega, ef vorið verður ekki því harðara. Síðan í marzbyrjun hefur verið ótíð til sjós og þar af leiðandi rýr afli hjá Homafjarðarbátum þann tíma. Mannfagnaður hefur verið nokk ur í héraðinu. Húsfreyjur hafa halaið bændum og búaliði þorra- fagnað og bændur aftur konum og öðru fólki góufagnað. Sú nýlunda hefur verið tekin upp í sambandi við mannfagnað, að nágrannasveitir hafa skipzt á boðum til að gera hópinn stærri sem samkvæmi. Er þá allt fólk vel komið úr þeirri sveit, sem boðinu er beint til. Ég tel þetta vel til fundið í fámenninu, sem nú er í mörgum sveitum. Annan þessa mánaðar hélt Menn ingarsamband A.-Skaftfellinga sína samkomu, var hún haldin í félagsheimilinu „Sindrabæ", Höfn Samkomuna sóttu á fjórða hundr- að manns. Er það meiri fólksfala en hér er að venjast á samkomum. Formaður sambandsins setti samkomuna. Meðal annars sagði hann: — Eg tel vel fara á því, að okkar nýstofnaða félagasamband hefur stefnt fólki hér saman í þessu nývígða félagsheimili. Það minni báða aðila á, bæði Menning- arsambandið og það fólk, sem að Sindrabæ stendur, að þeir eiga að gegna líku hlutverki, það er að vinna að og viðhalda menningunni í þessu héraði. Næst flutti séra Sváfnir Svein björnssson á Kálfafellsstað ræðu. Eftir hana söng karlakór Horna- fjarðar nokkur lög undir stjórn Bjarna Bjarnasonar, Brekkubæ. Þá var umræðumál „Samvinnu- bú“, var því ætlaður einn klukku- tími úr dagskránni. Flutningsmað- ur var Steinþór Þórðarson. Að umræðum loknum sungu tví söng frú Ágústa Sigurbjörnsdóttir og frú Guðrún Ingólfsdóttir. Því næst var spurningaþáttur. Keppni milli Kf. A.-Skaftfellinga og Búnaðarsambands A.-Skaftfell- inga, stjórnað af Þorsteini Geirs- syni, kennara, Reyðará. Eftir þann þátt söng blandaður kór Hafnar- hrepps, stjórnandi Eyjólfur Stef- ánsson. Að lokum flutti Aðalsteinn Að- alsteinsson gamanþátt. Óskar Helgason, símstöðvarstjóri, stjórn aði samkomunni með ágætum. Að lokinni dagskrá sleit formaður sambandsins samkomunni klukkan 24. Þá var stiginn dans til kl. 2 e.m. Fór samkoman að öllu leyti prýði- lega fram. Það var ánægjulegt að sjá þama aldraðar húsfreyjur og aldraða bændur, ásamt mörgu ungu fólki. Umræðumálinu ,,Samvinnubú“, var fylgt með miklum áhuga af áheyrendum. En ve.gna takmark- aðs tíma, sem það hafði i dag- skránni, var ekki hægt að ræða það til hlítar. Nokkrir tóku þó til máls og lýstu sig fylgjandi því, að samvinnubúskapur gæti þróazt í sveitum landsins og þá fyrst og fremst með fjölskyldum. Hér skal í stuttu máli rifjað upp það helzta, sem flutningsmaður sagði í sinni framsöguræðu. Hann byrjaði mál sitt með því að segja: — Hvaðanæva af landinu berast fregnir, að fólk sé að flytja úr sveitunum og býli að leggjast í eyði. Má minna á þá útvarpsfrétt haustið 1962, að úr Fljótshlíð hefði á því sumri flutzt í burtu 40 manns og enginn komið í stað- inn. Þetta er saga, sem endurtek- ur sig vítt um ojckar land og hef- ur sínar djúptæku afleiðingar. Það er augljóst mál. að eftir því. sem byggðin þynnist í sveitunum, eftir því verður erfiðara fyrir þá að búa, sem eftir sitja, meðal annars dvínar allt félags- og menningar- líf, það blasir andleg auðn við. Hér þarf að reyna að stemma á að ósi og það með engum vettl- ingatökum. Hér er um svo mikla þjóðarnauðsyn að ræða, að það er ekki hægt að horfa upp á það að- gerðarlaust. sem í sveitunum er að gerast Afleiðingarnar eru auð- sæjar, þess vegna þurfa öll ráð- andi öfl þjóðfélagsins að leggjast á eitt að reyna að vinna gegn þeim voða, sem yfir sveitunum vofir. Eftir ég hef nokkuð hugsað þetta mál, þá hef ég komizt að þeirri niðurstöðu, að efna þurfi til meiri samvinnu í búskap en nú er. Ég lít svo á, að það gæti orðið helzta ráðið til að tryggja framtíð sveitanna og landbúnaðar- ins í þessu landi. En til þess, að þetta megi verða, þarf ag gefa út ný lög, eða fyllri lög en nú gilda um samvinnubú eða samvinnubyggðir, sem fela í sér aukinn stuðning hins opin- bera, þar sem slíkur búskapur verður grundvallaður. — Þá benti ræðumaður á eftirfar andi: — Jörð, sem ætti að stofna til samvinnubúskapar á, þarf að vera í sjálfsábúð eða leigð á erfðafestu. Umsókn, að til samvinnubúskapar verði stofnað, komi frá ábúanda jarðar, þar sem ætlun er að stofna til samvipnununar. Meðmæli fylgi þeirri umsókn frá landnámsstjóra, stjóm viðkomandi búnaðarsam- bands og ráðunaut þess, að mögu- leikar séu til félagsrekstrar í bú- skap á jörðinni. Framlag frá ríkinu á alla rækt- un, eins vélgrafna skurði, verði þrisvar sinum hærra en það fram lag, sem greitt er eftir gildandi lögum hvers tíma á framkvæmdir þeirra jarða, sem stofnað er til samvinnu á í búskap. Framlag verði greitt á fjárhús- og hlöðubyggingar, sem nemi ein- um þriðja alls byggingarkostnað- ar. Lán til framkvæmda á samvinnu búi, það er til ræktunar og bygg- ingar útihúsa, verði veitt til þrjá- tíu ára með lækkuðum vöxtum. Tveir eða fleiri aðilar hafa heim ild til samvinnu í búskap með ríkisframlagi. — Ofanskráðar á- bendingar flutningsmanns voru umræðugrundvöllur um málið. Þá leitaðist flutningsmaður við að rökstyðja mál sitt mcð eftirfar- andi: — Eins og lýðum er ljóst, vex upp hópur mannvænlegra barna á fleiri og færri heimilum í sveit- um landrins. Þegar þetta félk er komið yflr fermingaraldt'.r, verður margt af því að leitu fvá heimil- unum eftir atvinnu. Framhald á 13. síðu. 6 T f MIN N, laugardagfnn 23. marz 1963

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.