Tíminn - 11.04.1963, Qupperneq 9
SLEIT EKKILEIK FYRR EN LOG
REGLAN KOM Á VETTVANG
Tuthjgu ár í ævi manns
©ru í sjálfu sér langur tími —
enn þá lengri þætti manni tutt
ugu ár skoðuð ( Ijósi starfs-
tfma knattspyrnudómara og
alveg sérstaklega ef hann er
íslenzkur. Knattspyrnuíþrótt-
in á fslandi á að baki sér til-
tölulega langa sögu — ef mið
sð er við aðrar flokkaíþróttir
— eg sem betur fer, eru
helztu heimildir um hana rit-
aðar og geymdar í formi blaða
og bóka.
Ef við flettum blöðum getum
við lesið um frækna knattspymu-
garpa, sem geystust um velli og
voru víðfrægir fyrir skot með blá-
tánni — það var sama hvor fótur-
inn var notaður — á
íuttugu til þrjátfu metra færi,
sem hðfnuðu eins og þrumur í
markið — við getum líka lesið um
martanenn, sem léku sér að verja
vítaspymur, jafnvel þótt þeim
^iefði orðið sú skyssa á að varpa
sér í skakkt hom, — við getum
enn fremur lesið um fræga bak-
verði, sem voru annálaðir fyirr að
ítanda alltaf fjrrir sínu, með við-
umefni eins og „Stalín“ og „Klett-
urinn." — Já, við getum yfir höf-
uð lesið eitthvað um alla þá, sem
höfðu knattspymu að leik, um
skin og skúrir á ferli þeirra —
og látið okkur nægja að skyggn-
ast ekki á bak við þann bláma,
sem tími og fjarlægð hafa ofið
ævintýralegum litum. En þrátt fyr
ir, að við vitum svona mikið um
knattspymumennina sjálfa — þá
vitum við næsta lítið um skugga
þeirra, knattspyrnudómarana, sem
eru svo nátengdir knattspyrnu-
fþróttinni, að það væri hæpið að
hún stæði úndir sjálfri sér, ef
þeirra nyti ekki við — það litla,
sem getið er um knattspyrnudóm-
era á blöðum sögunnar, er hér um
bil allt vitnisburður um skammir
og svívirðingar í þeirra garð —
og hafi þeim einhver tíma ver-
ið hrósað, þá getum við verið viss
nm það, að varla meira en helm-
ingur knattspyrnuáhorfenda hef-
ur verið sammála um að viðkom-
andi hafi átt það hrós skilið.
Okkur datt í hug um daginn,
þegar við fréttum að einn um-
deildasti knattspyrnudómari, sem
við þekkjum í dag, Guðbjörn Jóns-
son úr KR, ætti tuttugu ára starfs
a'mæli sem knattspyrnudómarh að
gaman væri að rekja úr honum
garnirnar ofurlítið og spjalla við
hann um dómaraferilinn — að vísu
reyndist það ekki auðsótt — en
begar til kom urðum við ekki ein
ungis vitni að óvenjulegum dóm-
aiaferli, heldur sögu knattspymu-
manns, sem er fæddur og uppal-
inn í vesturbænum — að sjálf-
sögðu verið í KR frá því að hann
man eftir sér og margfaldur ís-
landsmeistari með því félagi — við
komumst í kynni við sögu klæð-
skerans, sem fór til Frakklands
rétt eftir stríð'slok og smyglaði
dollurum, földum í sokkunum, inn
í landið og við kynnumst einnig
knattspyrnumanninum, sem Frakk
— Rætt við GuSbjörn Jónsson, knattspymudómara
ar hófu upp í skýin af því að
hann var frá íslandi — þetta var
um sama leyti og Albert Guð-
mundsson var að komast á hátind
frægðar sinnar í Frakklandi — og
loks fengum við smá þef af góð-
um þjálfaraferli. En það fer fjarri
því, að hægt sé í örstuttri blaða-
grein að gera öllu þessu skil og
því verður stiklað á stóru, en fyrst
og fremst reynum við að halda
okkur við dómaramálin.
Af eðlilegum og skiljanlegum
ástæðum er ekki nema rétt, að við
spyrjum Guðbjörn allra fyrst,
hvaða atvik honum sé minnisstæð-
ast á dómaraferlinum.
— Mér verður leikurinn milli
Fi-am O'g Vals í haustmótinu 1957,
sem ég dæmdi, alltaf minnisstæð-
astur, vegna þess að ég slapp ekki
frá honum án aðstoðar lögreglu-
sveitar, sem mér var sérstaklega
send til hjálpar. í leiknum hafði
ég rekið tvo Valsmenn út af vell-
inum og litlu síðar þann þriðjá,
sem bað mig um að vísa sér út
af, en áður hafði ég dæmt tvær
yítaspymur á Val í leiknum. Mikil
ólga hljóp í áhorfendur við þetta
ailt saman og þegar líða tók að
leikslokum, sá ég fólk í vígahug
safnast saman við nyrðra markið
og útganginn — hátt á annað þús-
und manns — og reiði þess beind-
ist gegn mér. Satt að segja leið
mér ekki allt of vel og var ég
að renna augunum umhverfis völl
inr, í leit að heppilegri útgöngu-
leið. — Það leið óðum að leikslok-
um og mér var sannarlega ekki far
ið að lítast á blikuna, en þá sá
ég einn vallarstarfsmanninn koma
hlaupandi eftir hliðarlínunni og
hann hrópaði til mín að ég skyldi
ekki slíta leiknum fyrr en lögreglu
lið, sem væri á leiðinni væri kom-
ið. Eg varð rólegri við þessi tíð-
ind og einbeitti mér að leiknum,
en gætti þess um leið að færa mig
nær útganginum. Mér fannst heil
eilífð líða, þar til lögreglan kom
— og ég get upplýst það nú, að ég
lét leikinn standa þremur til fjór-
um mínútum lengur en lög-
legt er, á meðan ég beið eftir lög-
reglunni, en um leið og ég sá
lögreglumennina raða sér upp við
útganginn sleit ég zeiknum —og
þá hófst mikið kapphlaup milli
fólksins annars vegar og lögregl-
unnar hins vegar um að ná í mig
og sem betur fer sigraði lög-
reglan í það skipti, og sló hring
í kringum mig og bjargaði mér út
af vellinum.
— Þetta hefur náttúrlega haft
einhver eftii'köst?
— Já, Valur kærði mig fyrir
Vnattspypuráðinu fyrir staðlausr
dóma, en lokin urðu þau, að é&
var sýknaður af ákærunni, en þeir
itíikmenn Váls, sem reknir höfðt
verið út af, voru allir víttir.
— Er þetta ekki í eina skiptið,
sem þú heíur þurft á lögreglu-
vernd að halda?
— Nei, lögreglan hefur þrisvar
sinnum orðið að veita mér vernd,
en útlitið hefur samt sem áðu;
aldrei verið jafn ískyggilegt oj
í fyrrgreindum leik — mér gek'k
satt að segja illa að sofna um
kvöldið eftir leikinn við tilbugs-
unina, enda er múgæsing hættu-
legt fyrirbrigði. Annars minnist
ég þess, að í leik skömmu síðar
vísaði ég leikmanni út af og er ég
sleit leiknum og var á leiðinni út
af var ráðizt á mig og ég sleginn
niður, en nokkru síðar var ég gerð
ur að milliríkjadómara og má því
segja, að enginn verði óbarinn
biskup.
— Þið eruð sem sé ekki öfunds
verðir dómararnir?
— Nei, dómararnir eru vissu-
lega ekki öfundsverðir — þeir
þiggja ekkert fyrir störf sín, en
leggja sig í mikla hættu og þeir
fá ekki aðeins skammir frá áhorf-
endum, heldur hafa blaðamenn al-
veg sérstaka ánægju að skamma
og klípa þá. Það sem verra er, að
þetta lendir ekki einungis á þeim
sjálfum — heldur ættingjum
þeirra. í alþjóðaknattspyrnulögun-
um eru dómarar sérstaklega var-
aðir við blaðamönnum — þeir eru
stórhættulegir — enda hef ég pass
að mig á því, að ræða aldrei við
blaðamenn eftir leik um atvik,
sem skeð hafa — reyndar með
einni undantekningu, en í leik á
síðasta sumri komu þeir til mín
í leikhléi og fóru að spyrja mig
út úr — þá sneri ég blaðinu við
og birti viðtal við vin minn Frí-
mann Helgason og átti það reynd-
ar erindi til flestra blaðamann-
anna og verð ég að segja eins og
er, að þeir báru sig heldur illa
eftir að það birtist, enda munu
þeir vera viðkvæmari en við dóm
ararnir fyrir Skvettunni. Blaða-
menn mættu gjarnan fá smásýnis
horn af skömmum. — Konan mín
hefur oft beðið mig að hætta dóm
arastörfunum eftir að hún hefur
lesið blöðin, en ég geri þeim það
ekki til þægðar að hætta.
— En ekki dæmirðu bara vegna
blaðamannanna?
— Líf mitt hefur að mestu leyti
snúizt í kringum knattspyrnu og
á knattspyrnuvellinum hef ég lifað
margar af mínum beztu stundum.
URSIITALEIKURISLANDS-
MðTSINS IBRIDGEIDAG
Sveitakeppni íslandsmóts-
ires í bridge lýkur í dag í
Skátaheimilinu og mætast þá
tvær efstu sveitirnar í lands-
liðsflokknum, sveitir Einars
Þorfinnssonar og Þóris Sig-
urðssonar og má búast við að
úrslit í þeim ráði hvor sveit-
in hlýtur íslandsmeistaratit-
ilinn. Leikurinn verður sýnd-
ur á sýningartöflunni.
Eftir þrjár umferðir í landsliðs
flokknum var sveit Einars efst
með 18 stig, sveit Þóris hafði 17
stig, sveit Agnars Jörgenssonar 8
stig, sveit Ólafs Þorsteinssonar 5
stig, sveit Laufeyjar Þorgeirsdótt-
ur 4 stig og sveit Jóns Magnússon,
ar 2 stig. Fjórða umferð hófst í
gærdag og eftir 16 spil var staðan
þannig: Sveit Þóris hafði 56 stig
gegn 15 stigum sveitar Ólafs, sveit
Agnars hafði 20 stig gegn 17 stig
um sveitar Einars og sveit Jóns
I hafði 51 stig gegn 19 stigum Lauf-
eyjar.
í meistaraflokki er keppni lokið
í riðlum, en 11 sveitir kepptu í
! flokknum. Efstar urðu sveitir Jó-
hanns Jónssonar og Torfa Ásgeirs-
I sonar, Reykjavík, með 28 stig,
I þriðja sveit Mikaels Jónssonar, Ak-
ureyri, með 24 stig og fjórða sveit
Ólafs Guðmundssonar, Hafnarfirði
með 19 stig. Þessar sveitir munu
spila úrslitakeppni og færast tvær
þær efstu upp í landsliðsflokk.
Hvað er þá eðlilegra en maður
veiti sjálfum sér þá gleði að fórna
ein'hverju af frítímunum til að
dæma og rétta um leið æskunni
örvandi hönd? Annars hefur orð-
ið nokkuð mannfall í mínum vina
hóp, eftir að ég fór að dæma og
það er kannski stærsti gallinn.
Það er ekki hægt að skilja við
Guðbjörn svo að knattspyrnuferill
hans sé ekki rakinn lauslega.
Hann byrjaði að æfa sem smá-
strákur í KR — ásamt eldri bræðr
um sínum, Sigurjóni og Óla B. —
og byrjaði að leika með KR ellefu
ára gamall, þá í 3. flokki, en í
meistaraflokk komst hann átján
ára gamall. Með KR lék Guðbjörn
í 28 ár og vissulega hefur á mörgu
gengið. Hann lék alla tíð stöðu
bakvarðar og þótti alltaf í grimm-
ara lagi, enda fékk hann viður-
nefnið „grimmilíus". Tæplega hef
ur nokkur maður fengið að kenna
eins mikið á kaupmennsku lands-
liðsnefndar og Guðbjörn, en eng-
inn maður hefur verið eins oft
varamaður í landsliði og hann og
er til saga um það, að Guðbjörn
mætti alltaf samvizkusamlega
sem varamaður, nema einu sinni,
en þá treysti hann sér ekki til að
mæta, þar sem hann var að halda
upp á fimm ára afmæli þess, að
bann var valinn sem varamaður í
landslið í fyrsta skipti.
Það má geta þess, að í viðtali
sem birtist í einu blaðanna við
hinn fræga landsliðsútherja, E’ll-
ert Sölvason (Lolla í Val) segir
'hann, að Guðbjörn í KR sé bezti
og minnisstæðasti bakvörður, sem
hann hefur leikið á móti — það
var sama hvernig ég reyndi, sagði
hann, það var eins erfitt og að
ætla sér að fara í gegnum stein-
vegg að fara fram hjá Guðbirni
og isegir það sína sögu.
Árið 1947 skrapp Guðbjörn út
til Frakklands til að fullnema sig
í klæðskeraiðninni og dvaldist
hann í fjóra mánuði ytra. Frakk-
land var þá ekki fyllilega risið úr
rústum styrjaldarinnar og mikið
ófremdarástand í landinu. Mátti
t d. ekki fara með erlendan gjald
eyri inn í landið og faldi Guð-
björn dollara, sem hann hafði
meðferðis í sokkunum á meðan
hann fór í gegnum tollskoðunina.
í Frakklandi hafði Guðbjörn tals-
verð samskipti við Albert Guð-
mundsson, sem þá lék með Nancy
og höguðu atvikin því þannig til,
að Guðbjörn æfði um tíma með
Nancy — og af því að fsland var
undraland knattspyrnunnar vegna
Alberts — álitu Frakkar, að Guð-
björn hlyti að vera sjení og fyrir
bragðið keppti hann með vara- og
áhugamanna- og aðalliði Nancy
og stóð sig vel.
Síðari árin hefur Guðbjörn snú
ið sér að þjálfun og hefur m. a.
verið þjálfari í Hafnarfirði, Akur
eyri, Keflavík og hér í Reykjavík
Þess má geta að Guðbjörn tók við
þjálfun meistaraflokks Keflavík-
ur í fyrra, en þá var liðið í 2.
deildinni, — árangurinn lét ekki
á sér standa, en eins og kunnugt
er vann Keflavíkurliðið keppnina
í 2. deild og leikur í 1. deild á
þessu ári. — alf.
T f M I N N, fimmtudagurinn 11. apríl 1963
9