Tíminn - 11.04.1963, Síða 15
leggja mikið í
Dr. Halldór Pálsson, búnað-
a-rmálastjóri er nýkominn úr
Englands- og írlandsför, og
hittum við hann að máli um
helgina, spurðum frétta af
ferðalaginu.
— Ég fór til að flytja erindi
á vetrarfundi hrezka búfjárrækt
arfélagsins. Það var í haust er
leið, að mér barst boð um að
koma á þenna fund og flytja
þar aðalfyrirlesturinn. í félagi
þessu eru allir þeir brezkir vís-
indamenn, sem vinna að rann-
sóknum og tilraunum til efling-
ar búfjárframleiðsiu, og heitir
félagið réttu nafni British Socie
ty of Animal Production.
— Hvar var fundurinn hald-
inn, og um hvað fjallaði fyrir-
lestur þinn?
— Fundurinn var haldinn í
London dagana 27. og 28. marz.
Að ósk félagsins ræddi ég í er-
indi rnínu um nútímaþekkingu
á vexti og þroska búfjár til kjöt
framleiðslu. Fyrra hluta fundar
dags var varið til erindis míns
og umræðna um það, og þá
fluttu að auki tveir brezkir vís-
indamenn stutt erindi u-m skyld
efni. Annar ræddi um áhrif hor
móna á kjötframleiðslu, hinn
um áhrif vaxtar á kjötgæði. —
Fleiri vísindamenn sögðu frá
niðurstöðum tilrauna sinna, og
var einkar fróðlegt að hlýða á
frásagnir af ýmiss konar fóðrun
artilraunum og því, hvaða áhrif
mi'smunandi uppeldi gripa
hefði á kjötgæði, erindi og um
ræður um efnarannsóknir og
ýmsar aðferðir til að mæla kjöt
gæði á sem fyrirhafnarminnstan
hátt. Og síðast en ekki sízt vakti
athygli mína er brezkir vísinda
menn á fundi þessum sögðu frá
tilraununum sínum og gerðu
samanburð á mismunandi hús-
vist búfjár og því að láta fénað
inn liggja úti.
— Tclur þú niðurstöður
þessara rannsókna geta haft
raunhæft gildi hér á landi?
— Já. Til að mynda var þarna
sagt frá tilraunum, sem gerðar
voru meg lambær, þar sem
þeim var vcitt skjól með -görð-
um eða þaki og athugað, hvern-
ig ærnar og lömbin bæru sig
eftir því. Þessar tilraunir leiddu
í Ijós, að í þurrakulda hirtu
ærnar ekkert um skjólið. Lömb
in fyrstu tvær vikurnar eftir
burð drógu sig ætíð í skjól, en
þriðju og fjórðu vikurnar eftir
burð virtust lömbin ekki meta
skjólið að neinu. Aftur á móti
í miklu úrfelli ^óttu bæði lömb
in og ærnar undir þak. Hér á
landi orkar ekki tvímælis, að
skjólleysi háir unglömbum oft
á tíðum í kuldatíð. Einkum er
hætt við því á sléttum túnum,
að unglömb líði af kulda. Gæti
verið lieppilegt að láta ruðn-
inga upp úr skurðum mynda
skjólgarða fyrir vindátt, þegar
tún eru ræktuð og áformað er
að nota til beitar fyrir sauðfé
á vorin.
— Hvað er fleira frétta af
fundinum, sem hér mætti draga
lærdóma af?
— í Bretlandi er kjarnfóður
notað mikið handa mjólkurkúm.
Telja margir, að það sé notað
í óhófi. Þag hefur orðið að á-
vana þar í landi síðan á árun-
um milli heimsstyrjaldanna,
þegar Bretar gátu útvegað svo
ódýrt kjarnfóður, að gefa há-
mjólka kúahjörðum kjarnfóður
á sumrin, þótt kúnum sé beitt
á ræktað land. Á þessum vetrar
fundi brezka búfjárræktarfé-
lagsins var lýst cinni mikilli
Rætt viS dr. Halldór Pálsson, eftir
Esiglands- og Irlandsför
Leikfélag líópavogs:
MÁÐUR OG KONA
Það er góðra gjalda vert, að
Leikfélag Kópavogs hefur ráðizt
í að flytja Mann og konu, þennan
lífseiga forngrip íslenzkrar skáld
sagnagerðar í leikritsformi. Raun-
ar er verkið ærið þunglamalegt á
okkar mælikvarða, en það er í því
viss kjarni, sem fellur ekki úr
gildi. Sá kjarni er af allt öðrum
toga en hinn rómantíski kjarni
Skugga-Sveins, sem virðist ódrep-
andi og verður að lí'kindum ekki
ráðinn af fyrr en búið er að gera
Skugga að óperettu. Kjarninn í
Manni og konu eru klækir Sig-
valda prests og viðskiptin við hina
frómu sveitunga, góður og gildur
reyfari með inntak mannlegra sam
skipta. En það er misráðið að
íþyngja slíkri sýningu með svið-
búnaði fram yfir aðstæður hvers
ieikhús'S. Klækir Sigvalda prests
og frómleiki sveitunganna þarfn-
'ist ekki jafn viðamikilla leiktjalda
og Hafsteinn Austmann hefur kom
ið upp í félagsheimili Kópavogs.
Stjórn leikfélagsins kveðst hafa
dregið það við sig að sýna Mann
og konu vegna þrengsla á sviði,
tn látið verða af því, þegar annar
/eggur sviðsins var opnaður. í
.eikskrá er tekið fram, að vegna
skiptinga á sviði verði ekki hjá
því komizt að hafa 5—10 mínútna
hlé þrisvar sinnum fyrir utan
lengsta hlé. Þetta rýfur sýning-
una og dregur hana óhóflega á
langinn, en sýningin öll tekur um
hálfa fjórðu klukkustund. Ég
sagði áður, að verkið væri þung-
lamalegt og mátti því sízt við
þessu. Leiktjöldin sjálf eru hins
vegar mjög sómasamlega gerð,
sérstaklega stofan á prestsetrinu,
en tilkoma þeirra er á kostnað sýn
ingarinnar í heild. íhaldssemi í
leiktjaldagerð er nauðsynleg að
vissu marki, þegar slík verk eru
annars vegar, en verður að miðast
við aðstæður á sviði. Mér dettur
ekki í hug að Hafsteinn Austmann
hafi ráðið þessu einn. Hér hlýtur
að vera um sameiginlegan mis-
skilning hans og leikstjórans og
stjórnar leikfélagsins að ræða.
Félagarnir í Kópavogi hafa lagt
það á sig að æfa á næturnar, eftir
að búið er að nota félagsheimili
þeirra sem bíó. Sýningin ber þess
líka nokkur merki, að undirbún-
ingurinn hefur verið knappur og
erfiður. Haraldi Björnssyni leik-
stjóra hefur tekizt vel við þetta
fólk, hvað snertir undirstöðuatriði
•svo sem skýra framsögn, því segja
má, að hvert orð nái til áheyrenda.
En nokkuð bar á því á frumsýn-
ingu, að lei'karar kynnu ekki rullu
sina nógu vel. Tilfinnanlegri var
þó skortur á viðbrögðum í sam-
leik, til dæmis í uppgjörinu við
Sigvalda prest. Það er í verka-
hring leikstjóra að sjá um, að leik
arar standi ekki eins og þvörur,
þegar þeir hlýða á tal annarra um
brýnustu mál þeirra sjálfra.
Frammistaða leikaranna er vita
skuld upp og ofan, þar sem margt
áhugafólk kemur fram. Gestur
Gíslason skarar fram úr í hlut-
verki séra Sigvalda, enda góður
leikari og fremur á atvinnumæli-
kvarða en amatöra. Ásmundur
Guðmundsson fer vel með hlut-
verk Egils meðhjálpárasonar, sér-
staklega eftir að klerkurinn hefur
gift þau Staðar-Gunnu, en sam-
leikur feðganna er ýktur meir en
góðu hóff gegnir, sérstaklega frá
hendi Sigurðar Jóhannessonar í
hlutverki Gríms. Karl Sæmunds-
son fer skemmtilega með hlutverk
Hallvarðar Hallssonar og hin skop
ræna ýking Staðar-Gunnu er vel
við hæfi. Auður^ Jónsdóttir fer
með hlutverkið. Árni Kárason er
stórskemmtilegur í hlutverki
Hjálmars tudda. Guðrún Þór ger-
ir hlutverki Þórdísar húsfreyju
tilraun, sem gerð var til þess
að komast að raun um, hvort
hagur væri í því að gefa kúm
kjarnfóður frá maímánuði og
fram í október. Kom í Ijós, að
enda þótt hægt væri að auka
meðalnyt á tilraunaskeiði um
tæp 300 kg. þá var fjarri lagi,
að sú nythæð borgaði kjarnfóð-
ursgjöfina. Við höfum hér á
landi gert tilraunir um sama
efni í Laugardælum. Þær
leiddu í ljós, að kjarnfóðurgjöf
me ð góðri túnabeit svarar alls
ekki kostnaði.
— Heimsóttir þú ekki til-
raunabú að lokum í London?
— Eftir fundinn var mér bog
ið til írlands, sem ég þáði og
var ég nokkra daga þar í landi
til að skoða búfjárframleiðslu-
deild Rannsóknastofnunar land
búnaðarins í írska lýðveldinu.
Það var býsna fróðlegt að kynn
ast þessum máum þar. írar eru
nú að gera mikið átak í rann-
sóknum og tilraunum á ýmsum
sviðum landbúnaðarins. Fyrir
3—4 árum endurskipulögðu
þeir tilraunamál sín, sem áður
höfðu verig lítt skipulögg og
í molum. Nú hafa þeir komið
á fót einni mjög ’myndarlegri
tilraunastofnun og varið til
hennar miklu fjármagni. Stofn
un sú er nokkuð sjálfstæð, enda
þótt hún fái allt fjármagn sitt
frá ríkinu. Höfuðstöðvar henn
ar eru í Dublin, og hafa þeir
300 hektara tilraunabú 25 km.
frá borginni. Auk þess hafa þeir
viðunanleg skil. Helgi Guðmunds-1 Aðrir búningar og hárgreiðsla er
son fer viðvaningslega með hlut- ^ með miklum ágætum. Förðun er
verk Þórarins stúdents og sama | misjöfn. Sem dæmi um góða förð
verður að segja um Sigurbjörgu un má nefna Staðar-Gunnu, Hall-
Magnúsdóttur í hlutverki Sigrún-^varð I-Iallsson og Hjálmar tudda.
ar. Hlutverkin eru að vísu dauf í Förðun meðhjálparafeðganna er
gerðinni, en leikstjórinn hefði óhófleg.
þurft að fjörga þau Sigurbjörgu Ljósanotkun er einföld. Gunnar
töluvert. Loftur Ámundason fer; Harðarson ljósameistari gerði rétt
stirðlega með Sigurð bónda, en : á frumsýningu, þegar hann kveikti
viðvaningsleg framsögn Sigríðar, í salnum yið skiptinguna eftir
Einarsdóttur i hlutverki Þuru | fyrstu sýningu í fjórða þætti og
gömlu verður enn bagalegri, þar; eftir þann þátt. Það er nógu dauf-
sem hún gegnir þýðingarmiklu legt að sitja og bíða eftir nýjum
hlutverki í upphafi leiksins. Lín- tjöldum, þótt ljós brenni í salnum
ey Bentsdóttir fer mjög þokkalega á meðan. Þjóðháttalýsingin er þar
með hlutverk Staðarhúsfreyju og '■ á kostnað ieiksýningarinnar. Hitt
Guðmundur Gíslason er hressileg '■ fer ekki á milli mála, að leikfélag
ur Bjarni á Leiti. Einar Torfa- ar í Kópavogi hafa sýnt mikinn
son ber sig þolanlega í hlutverki, dugnað og ósérhlífni með því að
Finns. Hlutverk vinnuhjúanna í flytja þetta gamla verk.
Hlíð eru smá og ekkert út á þau
að setja nema búning smalans. Baldur Óskarsson.
nokkur útibú stofnunarinnar
víðs vegar um landið. Þótt
stofnunin sé ung, hefur hún á
að skipa mörgum vel mennt-
uðum, áhugasömum og stór-
huga vísindamönnum. Hef ég
óvíða komið í slíka stofnun,
þar sem vísindamenn voru jafn
samhuga um að vinna stórvirki
í þágu andbúnaðarins. Enda er
reynt að skapa þeim góð starfs
skilyrði. Sérstaklega er lögð á-
herzla á að láta vísindamennina
fá nægilegt landrými og nógu
margar skepnur til umráða, svo
að verk þeirra verði ekki ein-
ungis stofuvísindi. í búfjár-
ræktardeildinni leggja þeir
kapp á hvers konar tilraunir
til að auka framleiðslu eftir
hvern hektara lands og eftir
hvern mann, sem að framleiðsl-
unni vinnur. Enn fremur er
lögð áherzla á ýmiss konar beit
ar-, fóðrunar- og ræktunartil-
raunir. írar gera sér Ijóst, að
árangur slíkrar starfsemi verð
ur ekki fullnýttur nema bænd-
ur hafi full tök á að beita bú-
fcnaði á hagkvæman hátt til að
nýta landið sem bczt. Landbún
aður íra er enn að ýmsu leyti
með fornum hætti, og þurfa
vísindamenn að leysa úr fjöl-
mörgum viðfangsefnum. Ein
deild rannsóknarstofnunarinnar
vinnur að tilraunum með land-
þurrkun. Á írlandi er mikið af
mýrum, og munum við geta
ýmislegt lært af reynslu íra á
þessu sviði
Útbeð
Tilboð óskast í að- leggja 120ií m. langan kafla af
Hellissandsvegi um Ólafsvíkurenm.
Útboðsgögn verða afhent á vegamálaskrifstofunni
laugardaginn 13 apríl kl. 10—12 og eftir páska
gegn 1000 kr. skilatryggmgu.
Vegamálastjóri
15
7 í M I N N, fimmtudagurinn 11. apríl 1963