Tíminn - 11.04.1963, Síða 22
lýðveldinu. Á aðeins tveimur ár-
um leiddi það Adolf Hitler að því
takmarki, sem hann hafði sett sér
og von Schleicher hershöfðingja
til falls hans og að lokum morðs.
Hinn 10. október 1931, þremur
vikum eftir að frænka Hitlers og
ástmær, Geli Baubal, framdi sjálfs
morð, fór hann í fyrsta sinn á
fund Hindenburgs forseta. Schlei-
cher, sem var önnum kafinn við
að vefa nýjan svikavef, hafði kom-
ið því svo fyrir, að af fundi þeirra
yrði. Fyrr usn haustið hafði hann
rætt við Hit'Ler og komið því til
leiðar, að hann hitti bæði kansl-
arann og forsetann. Undir niðri
veltu þeir Schleicher og Briining
því fyrir sér, hvað gera ætti, þeg-
ar sjö ára tímabili Hindenburgs
lyki vorið 1932. Marskáikurinn
myndi þá vera áttatíu og finim
ára gamall, og þeim stundum fór
ört fæ’kkandi, þegar hugur hans
var fullkomlega skýr. Allir gerðu
sér Ijóst, að enda þótt Hitler væri
ekki löglegur þýzkur borgari,
myndi hann ef til vill reyna að
fá borgararétt, ef forsetinn byði
sig ekki fram til endurkjörs: bjóða
sig sjálfur fram, vinna kosning-
arnar og verða kjörinn forseti.
Um sumarið hafði hinn lærði
kanslari brotið heilann marga
stund yfir hinu alvarlega ástandi
Þýzkalands. Hann gerði sér fulla
grein fyrir því, að stjórn hans var
orðin sú óvinsælasta stjórn, sem
lýðveldið hafði nokkru sinni haft.
Ilann hafði gefið út lög um lægri
laun, til þess að reyna að koma
einhverju lagi á kreppuna, og einn
ig hafði hann látið lækka vöru-
verð og hafði' sett mikil höft á
kaupsýslu, fjármála- og almenn-
ingsþjónustu alla. Hann hafði ver
(ið kallaður ,,Hungur-kanslarinn“
bæði af nazistum og kommúnist-
um. Samt hélt hann, að hann hefði
fundið leið, sem að lokum myndi
leiða til þess, að Þýzkaland yrði
aftur stöðugt, frjálst og velmeg-
andi. Hann ætlaði að reyna að
semja við Bandamenn um það, að
fallið yrði frá skaðabótagreiðslun-
um, en afborganir af þeim höfðu
verið stöðvaðar um sinn með
'Hoover-lögunum. Á afvopnunar-
ráðstefnunni, sem ákveðið hafði
verið, að fram skyldi fara í byrj-
un næsta árs, myndi hann annað
hvort reyna að fá Bandamenn til
þess að standa við heit sín í Ver-
salasamningnum um að afvopnast
að sama skapi og Þýzkaland eða
að leyfa Þýzkalandi að hrinda í
framkvæmd áætlun um endurher-
væðingu, sem í raun og veru, með
hans þegjandi samþykki og í leynd
hafði þegar verið byrjað á. Þannig
hefði síðasta hlekk friðarsáttmál-
ans verið kastað burt og Þýzka-
land myndi aftur standa sem jafn
ingi meðal stórveldanna. Þetta
yrði ekki aðeins til blessunar fyr-
ir lýðveldið, heldur myndi það ef
til vill einnig koma af stað, að því
er Briining hélt, nýju tímabili
tiausts í hinum veslræna heimi.
. sem gæti ef til vdl bundið endi á
| efnahagskreppuna, sem hafði leitt
Þýzkaland og þýzku þjóðina út í
| svona mikla vesöld, og svo myndi
[ það taka vindinn úr seglum naz-
istanna.
FILADELFIA
Hátúni 2*
Ræðumenn næstkomandi
daga kl. 8,30 hvert kvöld:
Skírdag: Haraldur Hansson, Föstudaginn langa:
Ásmundur Eiríksson, Páskadag: Haraldur Guðjóns-
son, Annan páskadag: Árni Eiríksson.
Fjölbreyttur söngur — Allir velkomnir!
Briining ákvað að sýna einnig
hugrekki á heimavígstöðvunum,
og fá alla flokkana að undanskild-
um kommúnistum til þcss að sam-
þykkja gagngerar breytingar á
stjórnarskránni. Hann ætlaði sér
að koma á aftur Hohenzollern-ein
veldinu. Jafnvel þótt fá mætti
Hindenburg til þess að gefa aftur
kost á sér við forsetakosningarn-
ar, var varla hægt að reikna með
því, að hann lifði heilt sjö ára
kosningatímabil. Dæi hann eftir
eitt eða tvö ár, hefði Hitler enn
tækifæri til þess að komast í emb
ætti forsetans. Til þess að koma
í veg fyrir þetta, til þess að
iryggja varanleika og stöðugleika
embættis æðsta manns ríkisins,
kom Brúning fram með eftirfar-
andi áætlun: Hætt yrði við for-
setakosniíigarnar 1932, en emb-
ættistímabil Hindenburgs einfald-
lega framlengt, eins og auðveld-
| lega mátti gera með tveimur
: þriðju hlutum atkvæða beggja
^ deilda þingsins, Reichstag og
j Reichsrat. Um leið og það hefði
i verið gert, myndi hann stinga upp
: á að þingið lýsti yfir einveldi í
; landinu mcð forsetann sem æðsta
I mann. Þegar hann svo félli frá,
myndi einn af sonum krónprinsins
; taka við krúnu Hohenzollern-anna.
: Þetta rnyndi einnig lækka risið á
j nazistum. Brúning var í rauninni
! fullviss, að það mundi binda endi
I á tilveru þeirra sem stjórnmála-
j flokks.
En hinn aldni forseti var ekkert
1 hrifinn af þessu. Ifann, sem yfir-
I maður keisaralega hersins, hafði
Breytingar á viðtaistíma
Frá 1. maí hætti ég störfum sem heimilislæknir
fyrir Sjúkrasamlag Reykjavíkur. Frá 1. maí verð-
ur viðtalstími minn kl. 9—10 aila daga nema laugr
ardaga. Kl. 1—3,30 alla daga nema laugardaga,
fimmtudaga þó kl. 1—4 e.h. og eftir urntali.
Enginn viðtalstími á laugardögum.
BJÖRN GUÐBRANDSSON læknir
Lækjargata 6 B
Framvegis breytist viðtalstínn minn þannig, að
viðtalstíminn eftir hádegi á nmmtudögum fellur
niður. Viðtalstími á föstudögum verður auk
morguntímans frá 5—7 og frá 10—12 á laugardög-
um.
ÚLFAR ÞÓRÐARSON, læknir
Lækjargata 6 B
26
Nokkru síðar tók gamli maður-
inn fram böggul, sem í var brauð
og te. Hann og amah bjuggu til
teið og skiptu brauðinu í þrjá
skammta. Síðan fann gamli mað-
urinn þrjá sprungna bolla.
Blanche horfði á þau sjóða teið
á frumstæðum prímusi og þegar
teið var tilbúið, neyddi hún sjálfa
sig til að drekka það. Heitt teið
hressti hana og höfuðverkurinn,
sem hún hafði fengið af vodka-
drykkjunni, hvarf. Hún fór að,
hugsa um Petrov. Ef hún hefði,
aðeins vitað, hvar hann var niður-
kominn. En ef hún fyndi hann
aftur, myndi það ef til vúl leiða
til þess að hann hlyti sömu örlög
og Ferskjublóm. Jafnvel þótt hennij
hefði nú gefizt tækifæri 01 aðj
hitta Dorothy, hefði hún ekki vog
að sér það af sömu ástæðu. Og
við tilhugsunina um systur sína
og börn hennar varð hún enn ör-
væntingarfyllri.
Blanche hallaði sér aftur niður |
í bátinn. Það var steikjandi húi
og þessi grein af Jangstekiang-
fljótinu hlaut að vera í meira lagij
fáfarin, því að þau urðu alls ekki j
vör við fleiri báta. Hitinn og vagg1
bátsins höfðu svæfandi áhrif á
hana og hún svaf allan daginn.
Þegar hún vaknaði var sólin að
hníga til viðar og varpaði eldrauð
um 'geislum á himininn. Fyrsta
hugsun hennar var að það hlyti
að hafa verið svefnlyf í teinu, en
þá sá hún að bæði amah og gamli
maðurinn voru vakandi og skildi
að hún hafði sofið svona lengi
vegna þess að hún hafði verið út-
tauguð bæði líkamlega og andlega.
Hún settist upp og horfði í átt
til sjóndeildarhringsins. Og sem
hún sat svona sá liún ljós sem
glitraði og hreyfðist. Dökkur
skuggi á vatninu félck á sig form,
það var mótorbátur, sem kom þar
siglandi og beindi Ijóskösturum
bæði fyrir framan og aftan. Ljós-
kastarinn þaut yfir vatnið og fann
fljótlega litlu kænuna. Var þetta
kínverskur lögreglubátur? Ef svo
var, vissi Blanche, að ekkcrt gæti
orðið henni til bjargar.
17. KAFLI.
Þegar mótorbáturinn kom nær
litlu kænunni horfði Blanche ang
istarfull i áttina til hans. Hún
fann hjartað berjast ótt og títt í
brjósti sér. Hún reyndi að segja |
við sjálfa sig, að hún væri ekki
hrædd, en hún var það og hún
óttaðist það andartak, þegar hún
mætti örlögum sínum. En þegar
ljóskastaranum var næst beint að
bátnum sá hún veru, sem stóð á
þilfarinu. ,
Blanche rak upp fagnaðaróp.
— Það er Nick Það er Nick!
Hún greip í handlegginn á amah.
— Það er Petrov ofursti. Ó, nú
fer allt vel!
Mótorbáturinn beygði að litla
bátnum. Þunnum stálvír var kast
að til þeirra og gamli maðurinn
greip hann og festi hann. Svo
stökk Petrov ofan í bátinn.
— Nick! Blanche varpaði sér í
fang hans. — Ó, ég er svo glöð
að þú ert kominn. Þetta hefur ver
ið óttalegt, skelfileg martröð. Eg
þoli ekki að hugsa um það.
— Uss, 'sagði hann. — Þú mátt
ekki missa stjórn á þér núna. Sue
Wong . . . Og hann beindi tali
sínu til amah á hennar tungumáli.
— Segðu mér nákvæmlega, hvað
gerðist.
Sue Wong gerði svo og sagði allt
sem hún vissi og hún bætti því
við, að hún væri sannfærð um,
að lafði Ferskjublóm væri dáin.
— Ég held ekki að við ættum
að missa alla von, svaraði hann.
— Eg hef vericLhjá húsinu. Það
er ekkert þar að sjá nema rjúk-
andi rústir. Eg leitaði milli rúst-
anna, cf ske kynni að ég sæi eitt-
hvað, sem benti tiL, hver örlög
hennar hefðu orðið, en ég fann
alls ekki neitt.
—1- Það er vonlaust að búast við
að finna nokkuð eftir annan eins
bruna, sir, sagði amah.
— Jú, ég er á öðru máli. Þér
skuluð ekki mfesa kjarkinn. Ef
lafði Ferskjublóm er á lífi, veit
ég að hún mun hafa samband við
mig og geri hún það ekki að
nokkrum tíma liðnum, mun ég
með einhverju móti grennslast fyr
ir um, hvað hefur orðið um hana.
Blanche var sárfegin, þegar
hann lyfti henni um borð í mótor-
bátinn, en amah andmælti og
kvaðst vilja snúa aftur og vita,
hvort hún fyndi einhver spor að
fara eftir. Kannski hafði einhverj
um þjónanna tekizt að fela sig og
gætu sagt henni það, sem þeir
vfe'su.
— Mér þykir það leitt, sagði
Petrov einbeittur. — En þú verð-
ur að koma með okkur. Þið bæði.
Gamli maðurinn vildi ejnnig
snúa heim. Hann hafði skilið eftir
fjölskyldu sína þar, en Petrov
var ósveigjanlegur. Bæði urðu að
koma með. Þeim var Ijóst, að
hann átti auðvelt með að neyða þau
til hlýðni, því að nokkur mann-
afli var í bátnum, sém hann hafði
fengið lánaðan hjá Chang og þau
létu því undan og hnipruðu sig
saman frammi í skutnum, þegar
báturinn sveigði og stefndi að ár-
bakkanum.
Blanche sat frammi í ásamt
Petrov.
— Hvers vegna leyfðirðu þeim
ekki að fara aftur heim, fyrst þau
vildu? Hermennirnir eru farnir
sína leið, sagði hún lágróma.
— Já, ég býst við því. Ég varð
ekki var við þá.
— En hefði þá verið hættulegt
að þau hefðu snúið aftur? Ég skil
vel að þau vildu það heldur, eink-
um gamli maðurinn. Hann hlýtur
að vera mjög örvæntingarfullur
að vita ekki hvað um fjölskyldu
hans hefur orðið.
— Mér er fullkomlega ljóst, að
þú hefur að nokkru leyti rétt fyr-
ir þér og ég vorkenni þeim, en ég
get ekki leyft að þau fari að
snuðra við rústirnar Hermennirn-
ir eru kannski farnir, en sjálfsagt
koma þeir aftur eða aðrir verða
sendir þangað. Og ef þessi tvö
yrðu handtekin og neydd til að
leysa frá skjóðunni, værum við
illa stödd. Hermennirnir vissu
ekki fyrir víst, að Ferskjublóm
hefði þig hjá sér, en þeir trúa
áreiðanlega ekki. að þú hafir kom
izt undan. Ég er sannfærður um,
að þeir hafa ekki fundið leyni-
göngin og ef þeir hafa haldið, að
Ferskjublóm leyndi þér cinhvers
staðar, halda þeir áreiðanlega að
þú bafir farizt í brunanum. Skil-
urðu? Ég þori beinlínis ekki að
leyfa þeim tveimur að snúa aftur.
Þau vilja áreiðanlega engum illt,
en það væri heldur engum erfið-
leikum bundið að fá þau til að
leysa frá skjóðunni.
— Ég skil . . . sagði Blanche
stillilega. Það varð andartaks
þögn, svo bætti hún við. — Hvers
vegna kveiktu þeir eiginlega í
húsinu, Nick?
— Vegna þess, áð þeir vildu
fullvfesa sig um, að þú kæmist
ekki undan. Þær einu, sem ein-
hverjar upplýsingar gátu gefið,
vorn Ferskjublóm og amah. Amah
var þar ekki og hvað snertir
Ferskjublóm . . . þá veit ég að
hún myndi tkkert hafa sagt, sem
gæti stefnt þér i hættu, og þess
vegna hafa þeir kveikt í húsinu.
— Hamingjan góða, stundi
Blanche. — Mér finnst ég vera
morðingi.
— Þú mátt ekki ásaka þig um
það, sem fyrir kom.
— Jú, ég get ekki annað Ef
ég hefði ekki verið, væri Ferskju-
blóm nú örugg á sínu heimili og
hefði verið framvegis. Ég hefði
aldrei átt að láta Dorothy telja
mig á að koma með! Eg skil nú,
að ég hefði ekki þurft að hræðast
neitt af þeim, sem komu að sækja
hana og börnin,
— Hvernig datt þér slíkt í liug?
spurði Petrov.
— Hún sagði mér, að þar eð ég
vissi að hún og börnin yrðu sótt
22
T I M I N N, fimmtudagurinn 11. apríl 1963