Tíminn - 18.04.1963, Qupperneq 14

Tíminn - 18.04.1963, Qupperneq 14
ÞRIDJA RIKID WILLIAM L. SHIRER Þetta vildi Hindenburg ekki samþykkja. Hindenburg samþyk'kti að bjóða sig aftur fram, særður vegna iþess að nazistarnir og þjóð- emissinmarnir, hinir siðarnefndu vinir hans og stuðningsmenn, að því er talið var, höfðu neitað að spara honum erfiði kosningabar- áttunnar. En við reiði hans í garð þjóðernisflokkanna bættist und- arlegur illvilji í garð Briinings, sem honum fannst hafa höndlað málið allt á heldur slæman veg og væri nú að meyða hann út í bitur átök við einmitt þau þjóð- ernisöfl, sem kosið höfðu hann til forseta árið 1925, þegar hann bauð sig fram gegn frambjóðend- um frjálslyndra-marxista. Nú gat hann einungis sigrað með stuðn- ingi só'Síalista og verkalýðsfélag- anna, sem hann hafði alla tíð fyr- irlitið og ekki farið dult með það- Greinilegur kuldi setti mark sitt á öll skipti hans við kanslarann — „hinn bezta“, hafði hann sagt fyrir ekki svo löngu, „frá dögum Bismarcks“. Kuldinn í garð Brúnings náði einnig til hershöfðingjans, sem komið hafði honum í embættið. Sehleicher hafði þegar orðið fyrir vonbrigðum með hinn harða kaþólska foringja. I-Iann var orð- inn allra óvinsælasti kanslari sem lýðveldið hafði haft. Honum hafði ekki tekizt að ná meirihluta í land- inu- Honum hafði mistekizt að stemmu stigu við útbreiðslu naz- istanna eða vinna þá á sitt band. Hann hafði af klaufaskap eyðilagt möguleikana á því, að Hinden- burg héldi áfram Sem forseti. Því varð hann að hverfa — og ef t'l vill með honum þeir Gröner hers- höfðingi, hinn virti yfirmaður Sohleichers, sem virtist ekki geta skilið þær hugmyndir, sem hann sjálfur, Schleicher, hafði gert sér varðandi framtíðina. Hinn slóttugi hershöfðingi var ekkert sérstak- lega að flýta sér. BrUning og Gröner, hinir tveir sterku menn stjórnarinnar, urðu að vera áfram í stöðum sínum, þar til Hinden- burg hafði verið endurkosinn. Án þeirra myndi gamli marskálkur- inn ef til vill ekki ná kosningu. Eftir kosningarnar yrði ekki hægt að hafa frekara gagn af þeim. Hitler gegn Hindenburg. Það kom þó nokkrum sinnum fyrir á ferli Adolfs Hitlers, að hann virtist ófær um að taka ákvörðun, þegar hann þurfti að gera það, og þetta var eitt af þeim skiptum. Spurningin, sem hann þurfti að svara í janúar 1932, var: Átti hann að bjóða sig fram til forseta eða ekki? Hindenburg virtist ósigrandi. þessi næstum því sögufræga hetja yrði studd af ekki einungis fjölda hægrimanna, heldur einnig af lýðræðisflokkun- um, sem höfðu verið honum mót- fallnir í kosningunum 1925, en litu nú á hann sem frelsara lýðveldis- ins. Að bjóða sig fram gegn mar- skálkinum og tapa, sem var næst- um öruggt að hann myndi gera — var það ekki að stofna í hættu trú manna á, að Nazistaflokkur- inn væri ósigrandi, en það var einmitt það, sem þeir höfðu verið að reyna að fá menn til að trúa í hverri 'sveitarstjórnarkosningunni af annarri allt frá því að þeir unnu sinn mikla sigur í septemberkosn ingunum 1930. En að bjóða sig ekki fram, var það ekki að játa veikleika, að sýna skort á trúiini, að nazistar væru nú í þann veg- inn að komast til valda? Þá var enn eitt, sem taka varð til athug- unar. Sem stóð var Hitler ekki fær um að bjóða sig fram. Hann var ékki þýzkur ríkisborgari. Joseph Göbbels hvatti hann tú þess að tilkynna, að hann byði sig fram. Ifinn 19. janúar fóru þeir saman til Múnchenar, og það kvöld skráði Göbbels í dagbók sína: „Ræddi um forsetaembættið við foringjann. Engin ákvörðun hefur enn verið tekin. Eg mælti eindregið með því, að hann byði sig sjálfur fram“. Dagbók Göbb- els endurspeglar næstu mánuði þær s^eiflur, sem hugur Hitlers tók. Hinn 31. janúar: „Foringinn mun taka ákvörðun á miðvikudag- inn. Það er ekki hægt að draga það lengur“. Hinn 2. febrúar virð ist svo sem hann hafi tekið ákvörð unina. Göbbels skrifar: „Hann hef ur ákveðið að verða í framboði“. En Göbbels bætir því við, að frá i þessu verði ekki skýrt opinber- i lega fyrr en séð verði, hvað sósíal- | demokratarnir geri. Næsta dag ; koma foringjar flokksins saman í i Múnehen til þess að heyra þar ákvörðun Hitlers. „Þeir bíða ár- angurslaust“, segir Göbbels hálf úrillur. „Allir“, bætir hann við, „eru taugaspenntir og órólegir“. Þetta kvöld leitar litli áróðurs- meistarinn sér hvíldar. Hann læð- ist burt til þess að sjá Grétu Gar- bo í kvikmyndahúsi, og hann verð ur „snortinn og utan við sig“ af þessari „mestu núlifandi leik- konu“. Síðar sama kvöld „koma til mín nokkrir gamlir flokksfélag ar. Þeir eru hálf þunglyndislegir, vegna þess að ákvörðun hefur enn ekki verið tekin. Þeir óttast, að foringinn bíði of lengi“. Ef til vill bíður Hitler of lengi, en trú hans á lokasigurinn minnk ar þó ekki. Kvöld nokkurt í Mún- chen, stendur í dagbókinni, að for- inginn hafi átt langar viðræður við Göbbels um það, hvaða emb- ætti sá síðarnefndi muni fara með í Þriðja j'íkinu. Foringinn hefur hugsað honum embætti „ráðherra, sem hefur umsjón með almennri menntun“, segir Göbbels, „og á hann að fjalla um kvikmyndir, út- varp, listir, menningu og áróður“. Annað kvöld ræðir Hitler lengi stundar við arkitektinn sinn, pró- fessor Troost, um „stórkostlegar breytingar, sern gera á á stjórnar- byggingunni“. Og Göbbels segir: „Foringinn hefur lokið við að gera allar sínar áætlanir. Hann talar, hegðar sér og hugsar eins og við hefðum þegar náð völdum“. En samt talar hann enn ekki eins og hann væri ákafur í að bjóða sig fram á móti Hinden- burg. Hinn 9. febrúar skrifar Göbbels: „Foringinn er farinn aft- ur til Berlínar. Viðræður halda áfram í 'Kaiserhof um forsetakosn- -ingarnar. Allt hangir í Lausu lofti“. Þremur dögum síðar fer Göbbels yfir atkvæðaútreikningana með foringjanum. „Þetta er nokkur áhætta“, segir hann, „en það verð I ur að taka hana“. Hitler fer til : Múnchenar til þess að velta mál- t inu enn betur fyrir sér. | Að lokum er það Ilindenburg, sem tekur ákvörðunina fyrir hann. Hinn 15. febrúar tilkynnir hinn aidni forseti opinberlega, að hann bjóði sig fram tjl forseta. Göbbels er ánægður. „Nú höfum við fj-jáls ar hendur. Við þurfum ekki leng- ur að leyna ákvörðun okkar“. En Hitler leynir henni sarnt þar til 22. febrúar. Á fundi í Kaisej’hof þann dag „gefur foringinn mér heimild til þess að tilkynna fram- boð hans í íþróttahöllinni í kvöld“, segir Göbbels fagnandi. Þetta varð bitur og ruglingsleg kosningabarátta. í þinginu bar Göbbels á Hindenburg, að hann væri „frambjóðandi flokks lið- hlaupanna“ og var vísað burt úr þingsalnum fyrir að hafa móðgað forsetann. Þjóðcrnissinnablaðið Deutsche Zeitung í Berlín, sem hafði stutt Hindenburg í kosning- unum 1925, snerist nú gegn hon- um af miklum ofsa „Aðalmálið í dag er, hvort alþjóðasvikararnir og friðarsinnasvínin, með stuðn- ingi Hindenburgs, eiga að leggja | Þýzkaland algerlega í rúst“, sagði blaðið. Allt hefðbundið fylgi stétta og J flokka fór á ringulreið í óreiðu og hita kosningabaráttunnar. Stuðnjngur sósíalistanna, verka- lýðsfélaganna, kaþólikkanna úr Miðflokki Brúnings og eftirstöðv- anna af frjálslyndn lýðræðfelegu millistéttaflokkunum fór til Hind- enburgs, sem var mótmælendatrú- ar, Prússi, íhaldsmaður og einveld issinni. Hins vegar hafði Hitler 28 hann heyrði tÚ þeirra, leit hann upp. — Petrov, mikið er ég feginn að þér eruð komnir aftur . . . Svo þagnaði 'hann, þegar hann sá kon una í fangi Petrovs. — En ham- ingjan góða, er það Blanche, hróp aði 'hann og stóð upp. Hann gekk nær þeim og Petrov setti hana niður. — Litla systir, þú getur ekki ímyndað þér hvað ég hef haft mi'klar áhyggjur af þér! 18. KAFLI. Blanche kom á óvart að hitta þarna John Marsden, en hún skildi að kannski hefði hún mátt búast við því vegna þess að Petrov hafði talað um að hjálpa honum við verk hans. Hún reyndi að brosa, en það tókst miðlungi vel. Petrov sá svipinn á andliti hennar og — Blanche er þreytt og örvingl uð. Hún hefur orðið að þola sitt af hverju síðan hún sá yður síð- ast, Marsden, svo að ég sting upp á að þér bíðið með að spyrja hana nokkurs, fyrr en hún hefur feng- ið að hvíla sig. — Auðvitað, en ég varð svo glaður að sjá hana . . . Eru Dor- othy og tvíburarnir hér líka? — Nei . . . — Eg vonaði, að þau hefðu komið . . . — Hefurðu ekki hitt þau síðan um borð í djunkaranum, John, skaut Blanche inn í. — Nei. — Þá veiztu kannski ekki, hvort þau eru . . . — Eg nef sagt yður ótal sinn- um, Marsden, að þér hafi'ð enga ástæðu til að hafa áhyggjur af 'konu yðar og börnum, sagði Petr- ov einbeittri röddu. — Það er hugsað vel um þau. Hér hefðu þau aðeins verið til óþæginda. — Já, þér hafið sjálfsagt rétt fyrij’ yður, samsinnti John. — Eg skal kveikja upp í ofninum, olíu- birgðirnar eru að minnka, svo að ég hef orðið að spara. Hafið þér náð í nýjar birgðir? — Já, Sing kemur með olíu, og það ætti að nægja þann tíma, sem við verðum hér. Meðan hann tal- aði kom einn af mönnum Changs inn með stóran kassa, sem hann setti frá sér á borðið. John opnaði hann og tók upp margar niður- suðudósir. Svo gekk hann að ofninum og kveikti upp í honum. Þegar fór að hlýna í herberginu, stakk Petr- ov upp á að Blanche settist ná- lægt og reyndi að hita sér. — Marsden getur fundið ein- hvern mat handa þér, bætti hann við — á meðan fer ég út og athuga hvar amah og gamli maðurinn eru. Það er sjálfsagt bezt að þau fái hinn kofann. Þú ert neydd til að vera hér hjá okkur, sagði hann við Blanche. — En ég skal setja upp skerm umhverfis rúmið þitt, svo að þú getir að minnsta kosti verið dálítið út af fyrir þig. Jafnskjótt og hann var farinn kom John til hennar. — Blanche, sagði hann. — Mér þykir ákaflega leitt, að þú skulir vera flækt inn í þetta. Hún lyfti höfði og leit á hann. Hann virtist enn mjög tauga- óstyrkur, hörundsliturinn veikinda legur. — Svo virðist sem ég komi ykk- ur alltaf í vandræði, sagði hún og reyndi að vera glaðleg í mál- rómnum. — Ef ég hefði ekki sleg- izt í för með Dorothy, hefði allt verið miklu léttbærara. Já, hún j og tvíburarnir hefðu kannski feng ið að dveljast hér hjá þér — Eg veit að ég sagðist vonast I til að sjá þau hér, en þetta er ekki staður fyrir Dorothy. Það er al- veg rétt hjá Petrov að banna henni að koma hingað. Það er bara . . . maður er svo skelfing einmana stundum . . . og þá fer maður að brjóta heilann . . . — Um hvað, John? spurði hún vingjarnlega. Hann hafði opnað box með korn buffi og nú tók hann matinn úr boxinu og setti á disk á borð- inu. Svo kom hann aftur og kast- aði sér á kné við stólinn hennar. — Ó, ég hef verið svo dæma- laust erkififl, hrópaði hann. — Eg hef brotið heilann um allar þær vitleysur, sem ég hef gert og þá hættu, sem ég hef leitt ástvini mína í. Það er hreinasta helvíti að hugsa til þess, að hefði ég bara verið sterkur frá upphafi, hefði ekkert af þessu komið fyrir. — Ef þú hefðir aðeins sagt ein- hverjum hvað þú hafðir í hyggju, John, sagði hún lágt. — Ef þú hefðir getað treyst einhverjum nógu vel. En það gerðir þú ekki. — Eg hefði getað treysi þér,' sagði hann. — En ég hélt, að þú j myndir ekki vilja sjá mig,' Blanche. Eg hef aldrei minnzt á það, en leyfðu mér að gera það núna, að ég hef iðrazt allan tím- ann hvernig ég kom fram við þig, þegar ég svcik þig vegna Dorothy Eg get ekki ætlazt til að þú skilj- ir það ... I — En ég skil það einmitt, greip hún fram í fyrir honum. — Dor- othy er töfrandi kona og þú gazt ekki að því gert, þótt þú yrðir hrifinn af henni. Hún er eigin- kona þín núna og þykir mjög vænt um þig. Hann hló kuldahlátri. — Hefur þú ekki uppgötvað það enn, litla systir, að Dorothy getur ekki þótt vænt um neinn nema sjálfa sig? Víst varð ég heill aður af henni til að byj-ja með, ég . . . mér fannst hún dásamleg. En það leið ekki á löngu, þar til ég komst að því, að mér hafði 'skjátlazt hastarlega . . . í mörgu Fyrst og fremst að ég skyldi svíkja þig . . . í öðru lagi að ég lét hana gera mér lífið svo óbærilegt, að ég lagðist svo' lágt að svíkja föður- land mitt, til þess eins að geta upp fyllt allar kröfur hennar En mig óraði aldrei fyrir, að þú myndir flækjast inn í þetta líka. — Það skiptir engu máli, John, sagði hún. — Jú, víst gerir það. Þú skilur ekki enn Það gerist oft, að mað- ur kemur ekki auga á ekta gull vegna þess að svikinn glitrandi steinn lokkar. Það kom fyrir mig — Eg skil ekki, hvað þú átt við. En hún skildi það fullvel, hún vildi bara korna í veg fyrir að hsegði henni það. — Blanche. Hann greip fast um hcndur hennar og þrýsti þær | harkalega. — Eg veit, hvað ég jmissti, þ-egar ég sveik þig. Eg hef j haft nægan tím@ til að átta mig ! á því . . . já, ég, mér var það ljóst, j áður en ég fór frá Englandi. Ef j þú hefðir verið konan mín, hefð- I um við verið hamingjusöm núna. | Við hefðum búið okkur indælt heimili fyrir okkur og börn okkar og þú hefðir ekki gert takmarka- lausar kröfur t4 mín. — Þú gleymir því, að við hefð um ekki eignazt nejn börn, benti hún honum á. — Þú getur ekki verið viss um það. Sjálfsagt hefur læknunum slcjátlazt. Nú er langt um liðið síðan þú varst veik og líkami konu | breytist- Eg hefði elskað börnin J þín, Blanche þau hefðu verið indæl, goð og elskuleg. Hún reis snögglega upp og reif sig lapsa. — Þú mátt ekki tala svona, John, sagði hún ásakandi. — Dor- j othy er konan þín og hún hefur I alið þér tvö góð born. Eg skal j viðurkenna, að hún kveinaði og j kvartaði yfir því, að þú ynnir ekki | fyrir nógu miklum peningum og [ rak þig stöðugt lengra og lengra. En ég veit að hún iðrast sáran núna. Þegar verki þínu hér er lok í ið, farið þið saman til Rússlands. ■ Þið verðið haniingjusöm þá sam- j an. John Eg er viss um það. j — Það þýðir ekkert fyrir þig 1 að segja þetta. Dorothy og ég get- T í IVII N N , fimnrtudaginn 18. apríl 1963 — 14

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.