Tíminn

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúlí 1963næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    30123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28293031123
    45678910

Tíminn - 26.07.1963, Blaðsíða 3

Tíminn - 26.07.1963, Blaðsíða 3
✓ NTB-Moskvu, 25. júlí. Eftir að kunngjört var, að samningur hefði náðst um takmarkað bann víð kjarnorkuvopnatiiraunum, hafa aðilar bæði vestan og austan |árnt|alels, iátið í Ijós von um, að hann verði fyrsta skrefið til al- gerrar og almennrar afvopnunar, minnki spennuna í alþjóðamálum og auki skilning þjéða í mílii. Kemur víða fram, að þessi samningur @r álitinn mikiivæg- asti ávinníngur síðan kaida stríðið hófst. Aðalatriði samningsins eru (sbr. greinargerðina og texta hans, sem eru annars staðar á síðunni: 1. Samningurinn er ekki tímabundinn. 2. Öllum öðrum ríkjum er frjálst að gerast aðilar að honum. 3. Sérhvert ríki, sem gerzt hefur aðili, getur sagt sig laustfrá samningnum með briagia mánaða fyrirvara. ef því finnst, að gerzt hafi óvenjulegir og sérstakir atburðir, sem stofni öryggi bess í hættu. 4. Samningurinn kemur til framkvæmda, jafnskjótt og hann hefur verið staðfestur ar hinum upprunalegu samningsaðilum og þeir hafa ferígið staðfest eintök í hendur. f formála sammingsins leggja að aðaimarkmiö þeirra sé að ná samningsaðilarnir ríka áherzlu á.samningi am algera og almenna afvopnun undir alþjóðlegu eftdrliti, en samningurinn, sem nú hefur verið gerður nær ekki til tilrauna með kjarnorkuvopn neffanjarðar. Hér fara á eftir meginatriðin úr greinargerðinni, sem geflin var op inberlega út í Moskvu, eftir að samningar höfðu náðst: Hinir serlegu ráðgjafar Banda- ríkjaforset? og forsætisráðherra Bretlan 's, varautanríkisráðherTa, Avarell Harriman og vísindamála- ráðherrann, Hailsham lávarður komu til Moskvu ásamt fulltrúum sínum pann 14. júlí og tók Krústj- off, forsætisráðherra á móti þeim. Krústjoff tók sjálfur þátt í fyrsta íundinum um bann við kjarnorku vopnatilraunum og önnur skyld mál. Umræður stóðu til 25. júlí og var Gromyko þar aðalfulltrúi Sovét- ,'íkjanna. Umræður á fundunum voru mjög vinsamlegar og málefnaleg- íT. Samningur náðist.um orðalag samnings, sem bannar kjarnorku- vopnatilraunir 1 andrúmsloftinu og undir yfirborði sjávar. Teksti samningsins er birtur op- inberlega um leið og þessi grein- Gromykó Halisham Harrlman argerð (sja annars staðar á sið- unni). Samnir.gsuppkastið var staðfest með undirskrift Gromyko, Harri- man og Hailsham, hinn 25. júlí. Hailsnam og Harriman munu iiverfa frá Moskvu ásamt ráðgjöf- um sínum tnnan skamms og gefa ríkisstjórnum sinum skýrslu og af i-ænda samningsuppkastið. Undir- ritun samningsins mun væntanlega fara fram í Moskvu innan tíðar. Formenn samninganefndanna þriggja eru sammála um, að samn mgur þessi sé mikilvægt skref til p.ð draga úr hinni alþjóðlegu ■-.pennu og til styrktar friðinum í íieiminum. Á fundunum var rædd tillagan um griðasáttmála milli Varsjár- randalagsins og NATO. Eru full- t.rúarnir sammála um að gefa rík- .astjórnum sínum rækilega skýrslu um þessar viðræður, og ráðfæra við þær um framhald umræðna um þel'a mál, sem miðj að samn- mgi, sem allir aðilar geti verið ónægðir með. Einnig voru önnur mikilvæg uiál rædd stuttlega með það í buga að draga úr hinni alþjóðlegu spennu FALLAST ADEINS A ALGERA AFVOPNUN De Gaulle og Mao fara sínar eigin leiSir i afvopnunarmálunuml NTB-París, 25. júlí. Couve de Murville, utanríkisráð- herna Frakka, sagði í dag á lokuð- um fundi með utanríkismálanefnd franska þingisins, að samnánigur þríveldanna um takmarkað bann við kjiarnorkuvopnatilraunum myndi ekki standa í vegi fyrir því, að Frakkar héldu áfram að gera tilraunir með kjarnorkuvopn og endurbæta þiau. Svo lengi sem ekki liggur fyrir endanlegur samningur um algera afvopnun undir öruggu eftirliti, mun Frakkland ekki afsala sér kjarnorkuvopnum sínum, sem eru undirstaða varna landsins, sagði utanríkisráðherrann. Utanríkisráðherrann sagði, að samningurinn væri að vísu mikill ávinningur, en til þess fallinn að draga í eitt skipti fyrir öll marka- línu milli þeirra ríkja, sem hefðu kjarnorkuvopn og hinna, sem enn hefðu ekki komið sér upp kjarn- orkuvopnum. Fyrir mörgum árum gerðu Frakkar áætlun um kjarnorku- vopnabúnað, og er sú áætlun nauð synlpg fyrir varnir landsins og mikilvæg fyrir alla Evrópu, sagði Murville. TEXTISAMNINGSINS Að lokinnl undirskrift sam- komulagslns var textl þess birt- ur opinberlega og fara hér á eftir helztu atriði þess: Sovétríkin, Bandaríkin og Bretland lýsa hér með yfir þeirri stefnu sinni, að sem fyrst verði náð samkomulagi um al- menna og algera afvopnun und ir ströngu eftirliti, í samræmi við stefnuskrá Sameinuðu þjóð anna, seen myndi binda endi á vígbúnaðaiikapphlaupið og af- nema fiamleiðslu og tilraunir hvers konar vopna, þar með kjarnorkuvopn. Aðilar samnings þessa eru sammála um að reyna allar leiðir tíl að binda endi á allar kjarnorkuvopnatilraunir í eitt skipti fyrir öll og eru ákveðnir í að halda viðræðum áfram um það mál. I. KAFLI: 1. Aðilar samnings þessa er undir þeirra yfirráðum eða stjórn. 2. Aðilar samningsins sikuld- binda sig til að stuðla ekki að né hvetja nofckurn til að gera tilraunasprengingar, eða aðrar kjarnorkuvopnatilraunlr á þeim stöðum, sem samningurinn nær skuldbinda sig til að banna, koma í veg fyrir og framkvæma ekki neinar kiamorkuvopnatil- raunir, á nokkrum stað, seni til (þessir staðir voru ítarlega taldir upp í samningnum, en í stórum dráttum nær bannið til tilrauna í háloftunum og und ir yfirborði sjávar). II. KAFLI: 1. Hver aðili þessa samnings, sem nú hefur verið gerður, get ur lagt til breytingar á honum. Texti slíkrar tillögu skal lagð- ur fyrir þær ríkisstjórntr, sem upprunalega undirrituðu samn inginn og skal hann sendur öll un aðilum. Krefjist þess einn þriðji eða fleiri samningsaðil- anna, skal boðað til ráðstefnu, þar sem aðilum gefst kostur á að ræða breytingarnar. 2. Sérhver breytingatillaga þarf samþykki hreins meiri- hluta til að ná fram að ganga, þar með talin atkvæði þeirra aðila, sem upprunalega stóðu að samningnum. III. KAFLI: 1. Samningur þessi skal vera opinn öllum ríkjum til undir- ritunar. Sérhvert ríki, sem efcki gerist aðili að honum áður en hann kemur til framkvæmda, sbr. 3. gr. hér á eftir, getur hvenær sem er gerzt aðili að honum síðar. 2. Samningur skal staðfestur af aðildarríkjunum þrem og bera stimpil þeirra. Stjórnir ríkjanna þriggja munu geyma eintak samningsins hvert fyrir sig. 3. Samningurinn kemur til framkvæmda eftir að hann hef ur verið staðfestur og staðfest- ingareintökin komin í hendur Framhald á 15. síðu. 0 Samningmim fagnað NTB-Washington, Lundúnum, 25. júlí. Fréttinni um, að samkomulag hefði náðst á þríveldaráðstefnunni var teklð með fögnuði víðast á Vesturlöndum, og fara hér á eftir nokkur ummæli. Pierre Salinger, blaðafulltrúi Kennedys, Bandaríkjaforseta. sagði, að nú væri samningurinn orðinn staðreynd, sem bæri að fagna og yrði texti hans og grein- argerð aðilanna, birt innan tíðar. í aðalstöðvum S.Þ. var fregninni um samninginn tekið með mikilli gleði og var U Thant þegar í stað skýrt frá fregninni. Sagðí U Thant í kvöld, að samn- ingurinn myndi vera til þess fall- inn að skapa betri skilning þjóða í milli og frisamlegt andrúmsloft í heiminum. Borgarstjómin í Vestur-Berlín iét svo ummælt við fréttamann Reuters, að samningurinn væri érstaklega velkominn, af því að hann væri í anda friðarins. Þótt samningurinn næði ekki til banns við kjarnorkutilraunum neðanjarðar, væri hann fyrsti vís- irinn að samningi éum algera og al- menna afvopnun, segir í yfirlýs- ingu borgarstjórnar V.Berlínar. í Lundúnum var fregninni tekið með kostum og kynjum. Sagði Macmillan, að hann myndi gefa yfirlýsingu um málið seinna i kvöld í neðri deild brezka þings- ins. Sagði forsætisráðherrann, að samningurinn væri góð undirstaða til að byggja á frekari viðræður milli austurs og vesturs um af- vopnunarmál og önnur öryggis- mál, og væri nú eftir að vi.ta, hvort Sovétríkin yrðu jafn fús til við- ræðna um önnur alþjóðamál og sýndu sama sáttavilja og kom fram á þríveldafundinum. í Frakklandi var fregninni um samkomulagið tekið með varfærn islegri gleði, að því er fréttaritarar segja. Segja þeir, að franska stjórnin sé ánægð með al.lt, sem dregið geti úr spennunni milli austurs og vesturs, en leggi um leið áherzlu á, að þessi samningur sé aðeins um takmarkað bann og því ekki það sama og afvopnunarsmning- ur. Utnríkisráðherra Svíþjóðar, Tor- stein Nilsson, sagði, að öll sænska þjóðin hafi tekið fréttinni um samninginn með innilegri gleði. Sagði utanríkisráðherrann ,að samningurinn væri tákn betri skilnings í utanríkismálum og væri til þess fallinn að draga úr spennunni milli austurs og vesturs og stuðla að friðsamlegn sambúð um heim allan. Sagði hann, að samningurinn myndi hafa góð á- hrif á afvorpnunarviðræðurnar í Genf. UtanríkisráSherra Dana, Jens Otto Krag, sagði ag fréttin um samkomulagið í Moskvu hefði létt fargi af flestum og væru menn þakklátir fyrir þennan ávinning í alþjóðamálum. Sagði utanríkisráð herrann, að mifcilvægi samnings- ins myndi framtíðin leiða bezt 1 Ijós, en í sjálfum sér væri hann líka mifcilvægur, þar sem hann skapaðí möguleika fyrir frekari viðræðum um bætta sambúð milli Sovétrfkjanna og Vesturveldanna Væri það von sín, að samningu- inn stuðlaði að eflingu friðarin i T í M I N N, föstudagurinn 26. júlí 1963. —

x

Tíminn

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-8459
Tungumál:
Árgangar:
79
Fjöldi tölublaða/hefta:
17873
Gefið út:
1917-1996
Myndað til:
28.08.1996
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað: 165. Tölublað (26.07.1963)
https://timarit.is/issue/62907

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

165. Tölublað (26.07.1963)

Aðgerðir: