Tíminn

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúlí 1963næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    30123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28293031123
    45678910

Tíminn - 26.07.1963, Blaðsíða 13

Tíminn - 26.07.1963, Blaðsíða 13
SJOTUG: Sesselja Kristjánsdóttir Eldjárn ÞAÐ er raunar furðulegt að þurfa að tala um Sesselju Krist- jánsdóttar sjötuga að aldri, þegar manni finnst að það hafi eiginlega verið í gær, sem hún sást hlaupa við hesta og kýr heima á Tjörn, þar sem hún sleit bamsskónum. Þá taldi hún aldrei eftir sér spor- in. Hitt var henni hið mikilverð- asta, að geta orðið öðrum að liði og rækja með dugnaði og trú- mennsku hvert það starf, sem henni var falið ag inna af hönd- mn. Og um skapgerðina og innrætið er það að segja að okkur, sem þekktum hana frá barnæsku, hlýn- ar jafnan um hjartarætur er við minnumst hennar frá þeirri tíð, hversu liísglöð hún var og skemmti lega hréssileg, full af spaugi og glettni, færði allt sem aflaga fór til betri vegar, kom alls staðar fram til góðs, var skjöldur og skjól þess, sem minni máttar þótti og gekk til liðs við allt sem betur mátti fara og til heilla horfði. Og þannig finnst mér að Sesselja hafi venð alla ævi. Sesselja Kristjánsdóttir Eldjárn er fædd að Tjörn í Svarfaðardal 26. júlí 1893. Voru foreldrar henn- ar síðustu prestshjónin á Tjörn, þau sr. Kristján Eldjám Þórarins- son prests í Vatnsfirði Kristjáns- sonar prests að Völlum Þorsteins- sonar, og Petrina Soffía Hjörleifs- dóttir, prests að Tjöm Guttorms- sonar og konu hans Guðlaugar Björnsdóttur. Eru þetta alkunnar merkisaettir, presta og bænda, en_ verða hér ekki frekar raktar. Ólst Sesselja upp á Tjörn með foreldrum sínum og systkinum, en þau vom 5 sem náðu fullorðins aldri. Og á því ágæta heimili óx einnig upp sumt af frændliði þeirra systkina. Og fleiri áttu þar sín ógleymanlegu æskuár. Varþað goður og glaður hópur, heimilið fjölmennt og fullt af iðandi lífi og staríi heilbrigðrar æsku. Það var hamingjureitúr, sem okkur er öllum 'nlýtt til, er þekktum það og munum. Og þar var „Sella“, ein af perlunum og ekki sú sízta. — Eru 2 systurnar látnar, Þor- Djörg og Ólöf, en af systkinunum eru eftir á lífi; Þórarinn hrepp- stjórj á Tjörn, Sesselja og Ingi- björg. , Um fjóra áratugi hafa þær bú- íö saman á Akureyri Sesselja og íngibjörg og mega varla hvor af annarri sjá. Og sammerkt eiga þær i því að astunda það eitt sem verða n.ætti öllum og öllu til góðs. Slíkar afbragðskonur eru þær. Það munu óefað margir minn- ast þeirra frá þeim dögum, er þær sáu um heimavist Menntaskólans á Akuieyri, en þar var Sesselja ráðskona um skeið. Og kannski 1 ekki siður frá þeim tíma er Sess- elja hafði greiðasölu í bænum. Þá fór vissulega margur bitinn og sop- inn i gest og gangandi fyrir lítið gjald. Og vist var talið, ag inn- heimtan fyrir seldan greiða væri stundum í slakara lagi. Það var a. m. k. staðreynd, að ekki hafði Sesselju satnast auður á þessu fyr- irtæki. En hitt var víst, að hún og þær systur höfðu áunnið sér miklar vinsældir og virðingu fjöl- margra manna fyrir góðvild og höfðingslund. Og ekki sízt var það fátækt cg umkomulítið námsfólk. sem att; þeim gott að gjalda. Á s. I ári var Sesselja Eldjárn sæmd .riddarakrossi Fálkaorðunn ar fyrir störf hennar að málefnum slysavarna. Það var makleg viður kenning sem hún hafði vissulega frá Tjörn ",'C í'?'ri' til unmð. Þvi síðustu áratugina he'fur hún verið önnum kafin við þau mikilsverðu þegnskaparstörf. Hún hatði forgöngu um stofnun Kvennadeildar Slysavarnarfélags- ins á Akureyri á sinni tíð og hef ur vérið /óranaður hennar frá upp- hafi. Hefur þessi deild þótt á ýms an hátt til fyrirmyndar, enda átt sinn drjúge þátt í framvindu mál- efna siysavarnanna norðanlands. Mun það flestra mál, að um þessa deild hafi verulega munað, og þá ekki sizt 'ormann hennar, er hrinda purfti á flot björgunar- skútu fyrir Norðurland og koma sjúkraflugvélinni í gagnið. Urðu þó vissuiega margs konar örðug- leikar á þeim leiðum. En þar gekk Sesselja stundum fram fyrir skjöidu, studd af mörgu ágætu fólki, og varð mikið ágengt. Og vitnisburðurinn, sem frk. Sesselja fær hjá framkvæmdastj. Slysavarnafélags íslands, Henrý Hálfdái arsyni er þessi: „Eftir að mér hefur í nærfellt 2 áratugi auðgazt sú gifta að njóta stuðnings frá Sesselju Eldjárn í starfi mínu hjá Slysavarnarfélagi íslands, og ég hefi líka fengið að fylgjast með hinu fómfúsa starfi hennar í þágu slysavamanna, er cg fullur þakklætis og aðdáunar á starfi þessarar mikilhæfu og óeigingjörnu konu. Hún er heil- steypt og vammlaus manneskja, sem Ijuit er að vinna með að góð- um málefnum, og kona, sem örugg- lega er treystandi til að bera fram göfugar hugsjónir og vinna þeim mikið gagn Það hefur hún sýnt og sannað“ Þetla, og fleira gott, hefur fram- kvæmdastjórinn um afmælisbarn- ið að segja. Og sannleikurinn er sá, að þarna fann Sesselja vettvang og málefni, sem átti vel við hana. Tilgangurinn, að hjálpa öðrum, var einmitt í samræmi við innræti hennar og eðlisfar. Og því mætti vel svo að orði komast, að svo vel hafi þær þjónað hvor annarri, — Kvennadeildin og Sesselja, — af svo mikium innileik og trúnaði, að báöar hafa af því varið, og aðrir haft margt gott af. — Og þá er viísulega vel farið og ham- ingjusamlega. •, , Fléi’i orð skulu svo ekki- höfð ’ira afmælisþamið 'að þessu sinni, slíkt er óþarft. En af heilum hug skulu frk Sesselju færðar hjartans þakkir frá göml- um „bróður“ og fólki hans öllu. Gg raunar miklu fleirum. Og jafn- íramt sú innilegasta ósk fram borin, að blessaðar séu henni og verði allar stundir. Snorri Sigfússon. MINNING: Mapús Ásgrímsson l|)róttir Efsti maður mótsins, Sverrir Þóroddsson hlaut titilinn Svif flugmeistari íslands. Verðlauna afhending mun fara fram síðar, en meistarinn hlýtur 2 bikara, þ.e. farandbikar (sem aldrei vinnst til eignar), gefinn til minningar um Jóhannes Hagan, efnilegan svifflugmann sem fórst í flugslysi í Kanada 1943, og bikar gefin af flugmálaráð- herra, vinnst hann ttt eignar, ef sami maður hlýtur hann tvisvar. Mótinu var formlega slitið af mótsstjóranum Ásbirni Magnús syni, sunnudaginn 21. júlí, við sameiginlega kaffidrykkju að hótelinu á Hellu. Keppnisnefndina, sem ákvað keppnisþrautirnar o.fl. skip- uðu: Ásbjörn Magnússon, Gísli Sigurðsson og Sverrir Ágústs- son. í dómnefnd voru: Hörður Magnússon, Órnar Tómasson og Lúðvík Marteinsson. FRÁ VARSJÁ Framhald ai 6 síðu að fá landrými fyrir Þjóðverja. Þessi fáu dæmi nægja til þess að sýna hvað pólska þjóðin hef- ur orðið að ganga í gegnum. En hún hefur ekki látið bugast. Úr öskunni og rústunum hefur hún risið, þróttmikil, viljasterk og frelsisunnandi eins og bezt sést í uppbyggingu þeirra og listasköpun. f leiklist, málara- list, tónlist og kvikmyndagerð fara þeir sínar eigin götur; eru frumlegir og djarfir og koma umheiminum á óvart. í sambandi við leiklistarþing ið var fjöldi ágætra leik- og óperusýninga í borginni. í verk efnavalinu sýna þeir mikið frjálslyndi. Þarna voru sígild verk, eins og t.d. eftir Shake- speare, Moliére og Ibsen, ásamt nútímaverkum eftir Arthur Miller, Tennessee Williams, Ionesco, Diirrennatt og, Max Frisch, svo nokkrir séu nefndir hinna nýju höfunda. Frammistaða leikaranna var framúrskarandi, yfirleitt og leik tjöldin listræn og nýtízkuleg. Fulltrúarnir «á listaþinginu fóru áreiðanlega frá Varsjá með góð ar endurminningar um ágæta Ust og elskulegt fólk. Gúðlaugur Rósinkranz. fhróttir Kringlukast: Þorsteinn Lövé ÍR og Hallgrímur Jónsson Tý. Spjótkast: Valbjörn Þorláksson og Kjartan Guðjónsson. Sleggjukast: Þórður B. Sigurðs son, KR Og Þorsteinn Löve ÍR. Fararstjóri íslenzka landsliðsins verður Ingi Þorsteinsson, formaður Frjálsíþróttasambandsins, en þjálf ari Benedikt Jakobsson. Liðið fer utan 3. ágúst og kemur heim 11. ágúst. LAUGARDAGINN 20. júlí, var jarðsettur frá Sauðárkrókskirkju, Magnús Ásgrímsson. Hann var fæddur 10. september 1888, áð Hólakoti í Fljótum, og ólst þar upp hjá foreldrum sínum til ferm ingaralaurs, en þá missti hann fög ur sinn. Tók hann út af hákarla- skipi, e- þeir feðgar voru báðir á. Eiftn þann sorglega atburð varð Magnús að sjá fyrir sér sjálf ur, þótt ungur væri. Árið i 918 giftist hann Elísabetu Evertsdóttur, var hahn þá vinnu- maður á Reynistaði í Skagafirði. Ári síðar hófu þau búskap og Djuggu á ýmsum stöðum í Skaga- úrði, en lengst munu þau hafa búið að Rein í Hegranesi. Árið 1937 fluttu þau til Sauðárkróks. Stundaði Magnús þar alla algenga vinnu og búskap jöfnum hönd- um, enda var Magnús dýra- vinur mikill og hafði yndi af að hirða vel um búfé. Þau Magnús og Elísaoet eignuðust tvö börn, pilt og stúlku, en urðu fyrir þeirri sáru sorg ag missa soninn, en hann drukknaði á unglingsárum. Dóttir þeirra hjóna, Sigurlína er gift Jófianni Lúðvíkssyni, norskum að ætt, og búa þau góðu bú; að Kúskerpi í Blönduhlíð. Þangað íluttist Magnús með konu sinni árið 1952, og bjó þar síðan í skjóli sinnar góðu dóttur og tengdason- ar, þar til heilsu hans þraut, svo ag hann varð að flytjast á sjúkra- hús Sauðárkróks. Á Kúskerpi undi Magnús sér vel hjá dóttur sinni og dótturbörnum, en þau voru yndi hans og eftirlæti. Árið 1957 missti Magnús konu sínaj var það'honum hiikíð áfall, ícm eölilegt er. . ÞegSr Magm'rs bjó á Saúðárkróki kynntist ég honum og tókst með okkur góð vinátta, þótt aldurs- munur væri mikill, en Magnús var barngóður meg afbrigðum, Ijúf- mennj og tryggðartröll vinum sín- um. Vinátta þessa elskulega, full- orðna manns meg bamshjartað, var mer þá ungum að aldri, ó- metanlegur fjársjóður, sem ég nú við fráfall hans, þakka af hrærð- um huga. Magnús átti marga og góða vini, enda varð öllum, er honum kynntust, hlýtt til hans og get ég ekki hugsag mér að hann hafi átt nokkurn óvin. Hann var sérstaklega vandaður maður, bæði í orðum og verkum, prúður og ljúfur í allri fram- göngu. Þegar Magnús átti sjötug- asta afmælisdag sinn, sóttu hann margir vinir og nágrannar. Var nonum þá meðal annars flutt kvæði, og finnst mér vel viðeigandi að taka hér upp úr .því tvö erindi, þar sem það lýsir honum betur en nokkur blaðagrein. Málleysmgjans mikli vinur, miskunn þír ei brást. Útlit þeirra í umsjá þinni hjá öðrum fegra ei sást. Vinaást þú átt að baki eftir langan dag. Þú mazt þarfir minnsta bróður meira en eigin hag. Eðallyndi manndómsmaður, marga raun þú hlauzt. Áfram þó til auðnu og sigurs ísinn sjálfur brauzt. Höfðingi og gleðigjafi gladdir vinalið. Úr angursmyrkri ýmsa leiddir út í sólskinið. Megi nann nú sjálfur ganga inn sólskinið til guðs síns. Knistinn Michelsen. Skátar til Grikklands Hinn 27. júlí n.k. heldur hópur íslenzkra skáta til Gi'ikklands til að taka þátt í alþjóðamóti skáta, Jamboree, sem haldið verður þar í landi dagana 1. til 11. ágúst. Yfir 80 þjóðir munu tka þátt í mótinu Oig munu alls yfir 12.000 skátar verða á mótinu. Mót þetta er 11. alþjóðamótið, sem haldið er, en það áttunda, sem íslenzkir skátar sækja. Fyrsta mót ið, sem íslenzkir skátar sóttu var haldið í Danmörk 1924 og var að- eiins einn fslendingur þar, en nú nær tai: þeirra yfir 250, sem sótt hafa Jamboree. í þetta sinn verða alls 28 ís- lenzkir skátar, sem fara til Grikk- lands, og eru þeir frá skátafélög- um viðs vegar ag af landinu. Mótið verður haldið á einum sögufrægasta orustuvelli veraldar, Marathon-völlum, sem eru tæpa VÍÐAVANGUR sinnum með nokkrum breyting- um, en ekki náð fram að ganga. Vonandi verður þess ekki langt að bíða, að þetta nauð- synjamál nái fram að ganga, því örfokið og eyðing landsins heldur áfram meðan ekki er nægilega að gert. 50 km. frá Athenu. Dvalist verður á Marathon-völlum í þrettán daga eða meðan á mótinu stendur og tekið þátt í öllum störfuim og þátt um mótsins. Meðan á mótinu stendur verður efnt til margra sýninga og hefur hverju þátttökulandi verið falið ákveðiö verkefni til þess að sýna. Atriði það sem íslenzkir skátar hafa valið að sýna, er björgun úr sjávarháska. Þá verður og efnt til iandkynningar-sýningar, er standa mun yfir alla daga mótsins. Upp- lýsingar verða veittar um ferðir til íslands og bæklingum útbýtt sem kynna landið sem ferðamanna land. Undirbúningur fyrir mótið hefur staðið lengi yfir og hafa íslenzku þátttakendurnir skipt með sér verkefnum. Þá mun ísland einnig sjá ucn atriði á varðeldi er Norð- urlöndin öll halda sameiginlega. í sambandi við mótið verður haldin alþjóðarráðstefna skáta, sem fer fram á eyjunni Rhodes og stendur yfir dagana 12. til 19. ágúst og hefur ísland rétt tU að senda tvo fulltrúa á ráðstefnuna. Markmiðið með Jamboree er að Framhald á 15. síðu. T í M I N N. föstiulaiauriim 2fi. iúlí 19G3. — 13

x

Tíminn

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-8459
Tungumál:
Árgangar:
79
Fjöldi tölublaða/hefta:
17873
Gefið út:
1917-1996
Myndað til:
28.08.1996
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað: 165. Tölublað (26.07.1963)
https://timarit.is/issue/62907

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

165. Tölublað (26.07.1963)

Aðgerðir: