Tíminn

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúlí 1963næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    30123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28293031123
    45678910

Tíminn - 26.07.1963, Blaðsíða 14

Tíminn - 26.07.1963, Blaðsíða 14
 ÞRIDJA RIKIÐ WILLIAM L. SHIRER land, sem nýlega hafði lagt út á nýja foraut að friðmælast við Hitl- er undir forystu Chamberlains, né Frakkland, sem var nú þjakað af alvarlegum innanríkisdeilum, foöfðu undanfari.ð sýnt mikinn áhuga á því að verja sjálfstæði Austurríkis, ef Hitl'er léti höggið ríða. Og nú höfðu hinir íhalds- sömu foringjar þýzka landhersins og utanríkisráðuneytisins horfið imeð Papen, þeir, sem höfðu dreg- ið heldur úr hinum metnaðar- gjörnu ráðagerðum Hitlers. Schu- sehnigg, sem var þröngsýnn, en þrátt fyrir takmarkanir sínar, gáf- aður maður, og mjög vel upplýstur lét sig ekki dreyma um, að ástand ið værí betra en það í raun og veru var. Sú stund var upp runn- in, eihs og honum hafði einnig fundizt eftir Dollfuss-morðið, að tími væri kominn til þess að reyna að friðmælast frekar við þýzka einræðisherrann. Papen bauð upp á tækifærí, enda þótt honum hefði veríð vikið frá. Hann var einn þeirra manna, sem lét sig engu skipta, þótt hann fengi löðrung, ef hann aðeins kom frá æðrí stöðum, og nú flýtti hann sér til Hitlers sama dagjnn og hon um var vikið úr embætti „til þess nð fá eitthvert yfirlit yfir það, sem var að gerast“. Hann hitti foringj ann í Berchtesgaden 5. febrúar „uppgefinn og utan við sig“ eftir baráttuna við hershöfðingjana. En Hitler var furðu fljótur að ná sér, I og brátt hafði hinn brottrekni sendimaður vakið áhuga hans á tillögu, sem hann hafði reyndar skýrt honum frá hálfum mánuði áður, þegar þeir hittust I Berlín: Hvers vegna ekki að gera persónu lega upp sakirnar við Schuschn- igg? Hvers vegna ekki að bjóða honum til Berchtesgaden til per- sónulegra viðræðna? Hit.ier fannst hugmyndin athyglisverð. Án þess að hugsa um, að hann hafði verið að enda við að reka Papen úr emb ætti hans, sendi hann hann til Vín- ar til þess að koma því í kríng, að fu-ndurinn gæti átt sér stað. Schuschnigg gekkst fúslega inn á þetta, en setti viss skilyrði, enda þótt aðstaða hans væri veik. Hann yrði að fá vi.tneskju um öll atriðin, sem Hitler vildi ræða, áður en fundurinn yrði haldinn, og hann yrði að fá staðfestingu á því áður, að virtur yrði samningurinn frá 11. júli 1936, þar sem Þýzkaland hét að virða sjálf'stæði Austurríkis og hlutast ekki í innanríldsmál þess. Þar að auki yrði yfirlýsingin, sem gefin yrði út að fundinum loknum að staðfesta,.að bæði lönd in myndu halda áfram að hlíta samningnum frá 1936. Schuschnigg vildi ekki eiga neitt á hættu, þeg- ar hann byði ljóninu byrginn í bæli þess. Papen flýtti sér til Ob- ersalzberg til' þess að ræða við Hitler og hélt síðan til baka með loíorð foringjans um að 1936-sátt- málinn myndi haldast óbreyttur, og hann vildi einungis ræða „þann misskilning og samágreiningsatrið in, sem komið hefðu fram síðan hann var undirritaður. Þetta var ekki eins nákvæmt og austurríski kanslarinn hafði óskað eftir að það væri, en hann sagðist vera ánægður með svarið. Ákveðið var, að fundurinn skyldi fara fram að morgni 12. febrúar og að kvöldi 11. febrúar lagði Schuschnigg af stað í sérstakri l.est og me5 algerri leynd til Salzburg, en þaðan átti hann að aka í bíl yfir landamærjn til fjallaheimilis Hitlers næsta mörgun. í fylgdj með honum var aðstoðarutanríkisráðherrann, Guido Schmidt. Þessi ferð átt' eft ir að reynast örlagarík Funelurinn í Berchiesqeden 12. febrúar. Papen var mætu við landamær in til þess að taka á móti hinum austunísku gestum, og hann v-rt ist vera „í bezta skapi“, fannst Schuschnigg þennan frostkalda vetrarmcrgun. Hann fuil.vissaði gestina um, að Hitler væn í ágætis skapi í dag. Og svo kom fyrsta aðvörunin. Papen sagði, að foring- inn vonaði, að dr. Schuschnigg myndi ekkert hafa við það að at- huga, að þrir hershöfðingjar væru staddir í Berghof, en þeir hefðu komið þangað af hreinni tilviljun: Keitel, hinn nýi yfirmaður OKW, Rechenau, sem var yfirmaður herj anna á íandamærum Bayern og Austurríkis, og Sperrle, sem var yfirmaður flughersins á þessum slóðum. Papen minntist þess síðar, að gestunum haf^i „fundizt lítið til um þessar upplýsingar“. Schuschn- i.g'g segir, að hann hafi sagt sendi- herranum, að honum væri sama, sérstaklega, þar sem hann hefði „ekki um margt að velja í þessu sambandi“. Þessi gáfumaður, sem fengið hafði menntun sína hjá Jesúítum, var komiin í varnar- stöðu. Þrátt fyru’ þao, var hann ekki , undir það búinn, sem áttj eftir að I gerast. Hitler heilsaði austuriíska | kanslaranum og aðstoðarmanni ,hans á tröppum húss síns, klædd- ur gráum jakka cg svörtum bux- um stormsveitanna og hjá honum stóðu hershöfðingjarmr þrír. Schuschnigg fundust móttöku nar vingjarnlegar en nokkuð formleg ar. Eftir nokkur augnabiik var ha-n-n orðim einn með þýzka ein- •æði.sherranum í rúmgó’ri skr.f- stofu á annar i hæð, þar sem hin :r tignariegu snæviþöktu Alpar og Austurríki blöstu við út um glugg ana, fæðinga staður mannanna t.veggja En eins og allir, sem þekkt hafa Kurt von Schuschnigg . myndu viðurkenna, var þessi fjöru tíu og eins árs gamii maður upp- fuilur af gallala-sum gömlum austurriskum siðum. og hann byrj aði samtalið. e n$ cg honum var eðlilegast, me* þ "í a'5 'ssgja e.tt- hvað viðe.gandi um hið stórfeng- lega útsýni, veðrið og svo hrós- yrði um herbergið, sem hlyti að hafa verið staður, þar sem margar mikilvægar ákvarðanir hefðu ver- ! ið teknar. Adolf Hitler greip fram í fyrir honum: „Við komum ekki saman hér til þess að t-ala um þetta fallega útsýni eða veðrið“. Þá skall óveðrið á, og eins og aust- urríski kanslarinn bar síðar ,,voru viðræðurnar næslu 1vær klukku- stun-dirnar heldur einhliða“. — Þér hafií gerí allt' til þess að f. lgja ckk; vinsa niegr1 stefnu (ruddi Hitler úr sér) . . . Öll saga Austurríkis er ein óslitin landráð. Þannig var það áður fyrr, og það ■sr engu betra í dag. Þessi sögu- lega f.iarstæða verður að taka enda þótt seint sé, og ég get sa.gt yður það nú þegar, Herr Schuschnigg, að ég er íastákveðinn í þvi að binda endi á þetta allt. Þýzka rík- ið er eitt af stórveldunum, og eng inn mun segja orð, enda þótt það geri út um landamæravandamál sín. \ Ilinn hægláti austurríski kansl- ari reynd.i að vera sáttfús, þótt orð Hitlers hefðu komið honum að óvörum, og hann reyndi að standa við sitt. Hann sagðist vera á öðru máli en gestgjafi hans um hlutverk Austurrík;s í þýzkri sögu. „Framlag Austurríkis, hvað þessu vif-kemur, er töluvert11, sagði hann. HITLER: — Alls ekkert. Eg segi yður þsð, framl.agið er hreint ekki neit.t. Öll þjóðleg hugsun hefur ve"ið eyðilögg af Austurríki frá upphafi, og vissulega voru það Habsborgararnir og kaþólska kirkj an, sem störfuðu aðallega að þess- ari eyðileggin.gu. PCHUSCHNIGG: — Það er rama, Herr Reichskanzler, mörg af framlögum Austurríkis er ekki hægt að skilja úr hinni almennu mynd þýzkrar menningar. Takið sem dæmi Beethovén . . . HITLER: — Ó, Beethoven? Eg skal segja yður, að Beethoven kom frá neðanverðum Rínarlönd- um. SCHUSCHNIGG: — Samt sem áður valdi hann Austurríki, og eins var með marga aðra . . . HITLER: — Það getur verið. Eg segi yður það enn einu sinni, 58 „Konan mín hafði einhverji óljósa hugmynd um að þér ættuð sokkaverksmiðju. En stundum get ur enskan þvælzt fyrir henni“. Beecher brosti til Pusey. „Hún hélt, að þér vilduð selja henni nælonsokka". Pusey hló uppgerðarhlátri. „Nei, langt því frá“. Þarna kom hann. við annað kýli í rammflæktri sál Puseys. Þetta dularfulla og ógnvekjandi, sem kallað var kona. Kona Puseys vildi ekki fara svona langt frá læknin- um sínum. Nei, nei. Höfuðverkirn- ir og magastingirnir voru áreiðan lega ekki annað en eins konar skírlífisbelti, sem hún íklæddist í hvert sinn, sem hún hugsaði um hárugar og beinaberar hendur Puseys. 'Pusey ræskti sig með augljósri áreynslu. „Kannske minntumst við eitthvað á sokka. Við sátum og röbbuðum um daginn og veginn. Eg -spurði hana, hvort hún vil'di kaffibolla, þar sem hún virtist vera niðurdregin — hún þyrfti kannske á hjálp að halda. Þér vitið, að mað ur finnur oft þörf fyrir að aðstoða konur, ef maður heldur, að þær þurfi á því að halda". „Já, við erum víst flestir með því cnarki brenndir". „Já, einmitt“. Pusey kinkaði ákaft kolli. „Fjöldinn “llur af þess um útlendingcrm geta skít í allt slíkt. Bjóða konu aldrei sæti, ryðj ast fram fyrir þær og svo fram- vegis. Það er hræðilegt að sjá tjl þess“. „Það er allt undlr uppeldinu komið“, sagði Beecher. „Eg er á sömu skoðun“. Pusey tók um nef sér tveimur fingrum, eins og hann væri að reyna að hafa hemil á sveiflum þess. „Eg er algerlega á sama máli“. „Þvi bjóst ég líka við“, sagði Beeeher brosandi. Þeir óku þegjandi áfram. Hann vissi, að hann hafði meira en sigr að. Fusey var skák og mát. Hann hafði auðmýkt og sært Pusey og alls staðar hitt á honum snögga punkta. Og það mundi gera hann hættulegan. Hvort sem hann tryði Beecher eða ekki, biði hann nú aðeins eftir tækifæri tU að ná hefndum. Beecher hafði svipt tjaldinu frá leyndardómum sálar hans, því sem Pusey sjálfur reyndi að fela fyrir sjálfum sér og öðr- um, minnimáttarkenndina og blygðunarkenndina. Eitt andartak fann Beecher til eins konar sam- stöðu með ungu vændiskonunni, sem Pusey hafði hitt í London. Hann var henni eiginlega þakklát ur. Þessi lítilsiglda, ljóshærða stúlka hafði tárvot og bitur hróp- að tij hans aðvörunarhróp um Pusey. Brátt höfðu þeir náð til útjaðars Tangiers. Vegarskiltin voru enn rituð á þremur tungum, arabísku, frönsku og spönsku. Það minnti á þá daga, er borgin hafði veríð al- þjóðleg hafnarborg. Nú var sá tími liðinn. Tangier var nú orðinn virðingarverð borg.'Það var reynt að hafa hemil á smyglurunum og vísir að skatta og peningalöggjöf kom í kjölfar hins stranga, maró- kanska skrifstofuveldis. í Soco Chico var nú urmull er- lendra ferðamanna með myndavél ar á maganum og arabískir götu- salar röltu þar um göturnar með kassana sína fulla af pennum og skrúfblýöntum, úrum, amerískum sígarettum og gítörum úr skjald- bökuskel. Ópíum var orðin um það bil jafn sjaldgæf vara og aspirín. Það mátti fá í flestum lyfjabúð- um. Þau óku fram hjá freistandi bað • • FORUNAUTAR OTTANS W. P. Mc Givern ströndum, þar sem sandurínn virt ist jafn fíngerður og mjúkur og hveiti og framundan bar skýja- kljúfa Tangierborgar við himin. Það var álandsvindur og það væri lítið varið í að fara í bað í dag, hugsaði Beecher. Hann gladdist yfir því, hve hann gat hugsað ró- lega. Hjarta hans sló alveg eðli- lega, hugsaði hann. Þau beygðu inn á breitt stræti, sem lá niður að miðbiki borgar- innar. Þarna var fjöldi gangstétt- arkaffihúsa, lyfjabúðir og fornsöl ur og hann sá hóp túrista þrengja sér í gegnum mannmergðina á göt unni undir forystu innfæddra leið sögumanna klædda flaksandi jella bah yfir vel sniðnum, dökkum jakkafötum. Pusey deplaði augunum. „Eg ætla rétt aðeins að stanza og ná í sólgleraugun mín úr töskunni“, sagði hann. „Eg þreytist í augun- um af að aka í sólinni". Hann dró úr ferðinni og ók upp að gangstétt arbrúninm. „Eg verð enga stund“. Beecher kveikti sér sígarettu og þurrkaði sér á enninu á jakka- erminni. Röð grannvaxinna pílvið artrjáa kastaði skuggum sínum á götuna, en hafgolan lék heit um andlit hans. Hann hallaði sér fram og leit til himins. Sólin var hulin að baki fjöðurlaga trjáblaðanna og skin hennar þrengdi sér aðeins á stöku stað í gegn og bjó til alla vega lagaðar myndir á götuna. Skyndilega varð Beecher tor- trygginn. Pusey þurfti ekki sólgler augu núna. Nú kemur það, hugs- aði hann, nú kallar hann á lög- regluþjóninn . . . Hann leit snögglega til hliðar og sá bílinn og sjálfan sig endur- speglast í stórri verzlunarrúðu. Hanm kom einnig auga á Pusey. Hann hafði opnað farangurs- geymsluna og var að þerra andlit- ið með vasaklút. Án þess að líta af mynd Pusey í rúðunni hallaði Beeeher sér aftur og ýtti við hnjám Ilse. „Það er kominn tími til að vakna“, sagði hann hátt. í glugga verzlunarinnar sá hann, hverni.g Pusey stirðnaði og teygði fram álkuna til að reyna að heyra, hvað hann sagði. „Erum vi komin til Tangier?-‘ spurði Ilse syfjulega. „Já, elskan“, sagði Beecher. „Þú hefur sofið eiPs og steinn, Herra Pusey er að ná í sólgleraugun sín og síðan ökum við tl hótelsns. Lízt þér ekki vel á það?“ Beeeher talaði hátt og greinilega og um leið sá hann ljóslega, hvernig Pusey sperrti eyrun með lymskufullt glott á vörupi. Nú, hugsaði Beecher, nú er einmitt tækifærið. Hann sá, að Pusey dró til sín tösku Ilse og opnaði hana. Pusey tók eitthvað upp úr innri vasanum og lét það falla ofan í töskuna og lokaði hennj síðan aft ur. „Það er índælt að vera i Tang- ier“, sagði Beecher hjartanlega. „Við hressum okkur upp í gisti- húsinu og svo förum við yfir á Parade Bar og fáum okkur eitt- hvað ískalt að drekka Og á eftir förum við upp í fjöllin til ftal- anna og borðum raviola með hvít- lauk. Hvað segirðu um það?“ Bee- cher heyrði, að farangursgeymsl- unni var skellt aftur. Hann sneri sér við og horfði ákveðinh framan í Ilse. „Vertu viðbúin að gera ná kvæmlega það, sem ég segi þér“, sagði hann. Pusey opnaði bíldyrnar og smeygði sér undir stýrið. „Eg fann þau ekki“, sagði hann. „Það mundi ekki koma mér á óvart, þótt grið- konan í Casablanca hefði hnuplað I þeim á meðan ég var í baði“. ! „Maður getur aldrei farið of varlega", sagði Beecher. „Þér hefð uð átt að taka þau með yður inn í bakherbergið. Meðal annarra orða, vi.ð vorum að tala um, hvar við ætt um að borða. Þér munduð gera okkur mikla ánægju, ef þér vild- uð borða með okkur“. „Því miður get ég það ekki“, svaraði Pusey. „Eg verð að fara rakleiðis til Gíbraltar. Eg fer með Bland Lines ferjunni eftir klukku tíma. Og ég verð að gera upp bíl- inn áður. En þakka yður samt kær lega fyrir“. „Það var leiðinlegt“, sagði Beecher. „Við vildufn gjarnan sýna yður þakklætisvott á einhvern hátt. Þér hafið víst ekki nafnspjald yðar á yður? Við gætum þá að minnsta kosti sent yður kveðju“. Ósjálfrátt hreyfði Pusey hönd- ina upp að jakkavasanum, en hann breytti snöggt um stefnu og fitlaði við bindishnútinn í staðinn. „Því miður hef ég ekkert nafn- T í M I N N. föstudagurinn 26. júlí 1963. — 14

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað: 165. Tölublað (26.07.1963)
https://timarit.is/issue/62907

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

165. Tölublað (26.07.1963)

Aðgerðir: