Tíminn

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúlí 1963næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    30123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28293031123
    45678910

Tíminn - 26.07.1963, Blaðsíða 15

Tíminn - 26.07.1963, Blaðsíða 15
ÖSKJUVATN Framhald aí 1. síðu. næst kama Þingvallavatn ag Lag- arfljót, bæði nálægt 120 metrum. Sigurjón og félagar hafa búið í tjöldum skamimt frá Víti, en þang- að er nálægt klukkutíma gangur að þeim stað er bátur þeirra var. Þann spöl. bafa þeir fé'lagar farið á 'beltisdráttarvél sinni. Veður hefur verið ákaflega ó- faagstætt til mælinga í Öskju, þar heíur gengið á með frosti, snjó- komu og roki. Hámarki sínu náði veðrið aðfaranótt sunnudagsins síðastliðins, en þá mun veðurhæð- in hafa verið 10 vindstig. Á vatninu hefur því oft verið mjög brimasaimt og í hlíðunum við það hafa einnig myndazt hættu- legar snjóhengjur. Þá er einnig mjög hvirfilvindasamt á Öskju- vatni. Af öllu þessu má sjá, að þessar mælingar þeirra Sigurjóns Rist og félaga hans hafa verið mjög erfið- ar og hættulegar og vissulega gleðilegt, að þeim skuli nú lokið slysalaust og með góðum árangri. Hefur þar komið sér vel, að ann- áluð hraustmenni hafa vérið að störfum. Eins og fyrr segir, lauk mælingu í gærkvöldi, og voru þeir Sigur- jón nýbúnir að flytja dót sitt nið- ur að tjaldbúðunum, er frétta- mann linans bar þar að garði í nótt. Hann brauzt inneftir á jeppa bifreið með öðrum manni, og fengu þeir hið versta veður, snjó- komu og hvassviðri, síðasta hluta leiðarinnar. Si^urjón mun koma til byggða í kvöld og halda til Akureyrar, þar sem hann mun skýra ýtarlegar frá niðurstöðum mælinga sinna og mun blaðið að sjálfsögðu segja frá þeim niðurstöðum, er þær l'iggja fyrir. DRUKKNUÐU 1907 Áður hefur verið gerð tilraun til þess að mæla dýpi Öskjuvatns', én 'hún endaði með hörmungum. Það var árið 1907, er tveir Þjóðverjar, Walter von Knebel, doktor í jarð- fræði og háskólakennari í þeirri grein, og málarinn Max Rudloff, sigldu á lélegum báti út á vatnið og drukknuðu, án þess no'kkur vi'ti enn þann dag í dag, hvernig það slys bar að höndum. Frá þessu segir í hinu ágæta ritverki Ólafs Jónssonar, Ódáðahrauni, og verða nokkrar glefsur úr frásögn hans rifjaðar hér upp. Þeir von Knebel og Rudloff fóru til rannsókna í Öskju um mánaðamótin júní/júlí og komu að Öskjuvatni síðdegis hinn 1. júlí 1907. Með þeim var þýzkur jarð- fræðistúdent;, Hans Spethmann að nafni og íslenzkir fylgdarmenn, en aðal fylgdarmaður þeirra var Ög- mundur Sigurðsson, er oft hafði fylgt Þorvaldi prófessor Thorodd- sen um öræfin. Fýlgdarmennirnir sneru strax aftur til byggða, en Þjóðverjarnir urðu eftir, eins og ráð hafði verið fyrir gert. Vetrarlegt var í Öskju í byrjun júlí það ár, hjarn yfir öllu og allt vatnið ísi lagt. Þjóðverjarnir voru vel útbúnir með stórt tjald. hitun artæki, svefnpoka og gnægð mat væla. Þá höfðu þeir og meðferðis bát, er þeir ætluðu að nota til mœlinga á vatninu. Bátur þessi virðist hafa verið hið mesta skrifli og höfðu fslendingar megna ótrú á honum. Hann var þannig gerður, að þéttur segldúfcur var þaninn ut an um messingsgrind, og mátti leggja hann satnan og láta í klyf. Honum fylgdu tvær árar. Þýzkir og enskir vísindamenn höfðu áður notað samskonar báta við vatna- rannsóknir. Þeir félagar höfðu reynt þennan bát á Pollinum á Akureyri, en hann gafst illa, því hann lak svo mikið, að þeir urðu fljótlega að leita lands. Sem dæmi um það, hvernig Akureyringum leizt á bátinn, nefnir Spethmann það, að þeir hafi nefnt hann „Hel- vítisbátinn“. Ektki batnaði farkost urinn í flutningnum inn að Öskju, því enn nudduðust göt á segldúk- inn og önnur árin brotnaði. Dagana eftir að þeir félagar komu í Öskju batnaði veður fljót- lega og ísinn rann í sundur. Þeir skiftu þannig með sér verkum, að Spethmann skyldi rannsaka norð ur og austurhluta Öskju, en von Knebel og Rudloff suður- og vest- urhlutann og féll vatnið í þeirra hlut. Rannsökuðu þeir fyrstu dag- ana umihverfi vatnsins. Hinn 10. júlí ákveða þeir svo að hefja rannsóknlr á vatninu sjálfu. Þeir höfðu gert við brotnu árina með því að vefja hana með gips- bindi og einnig eitthvað þétt bát- inn. Spethmann virðist hafa haft ótrú á bátnum og í blaðaviðtali við Ögmund Sigurðsson eftir slys- ið sagðist hann hafa vonazt til að Þjóðverjarnir færu ekki að „glann- ast út á vatnið, meðan hann væri í burtu“. Spethmann fór með sín rann- sóknartæki í fjöllin norðaustan Öskju og 'kom eikki aftur fyrr en klukkan 10 um kvöldið. Voru fé- lagar hans þá ókomnir. Hann beið rólegur í tvo tíma en fór þá að leita þeirra. Sá hann þá, að bátn- um hafði verið ýtt á flot og var samstundis viss um, að alvarlegur atburður hafði gerzt. Næstu fimm daga var Spethmann svo einn í Öskju og leitaði eftir megni að félögum sínum, en árangurslaust. Var hann að vonum feginn komu Ögmundar fylgdarmanns, er kom 15. júlí. Var nú þegar hafin um- fangsmikil leit, er stóð til 4. ágúst og tóku margir menn þátt í henni og var bátur fluttur inn að Öskju og reynt að slæða vatnið, en allt án árangurs. Þeir höfðu meðferð- is færi með önglum, og vildu þau mjög festast í botni. Á einum stað skammt suður af Víti, renndu þeir öllum færunum út, 240 föðmum, en fundu ekki botn. Næsta sumar voru enn gerðir út Téitarleiðangrar í Öskju og tóku m.a. þátt í þeim unnusta von Kneb els, Viktorina von Gruimbkow og þýzkur jarðfræðingur, dr. Hans Reck, auk íslenzkra aðstoðar- manna. Þau komu í Öskju 14. ágúst og dvöldust þar til 25. ágúst. Askja virðist hafa gripið von Grum bkow sterkum tökum og lýsir hún Öskju mjög fagurlega í endurminn ingum sínum. Þau hrepptu mis- jafnt veður í Öskju, ýmist sumar- blíður eða stórhríð. Þau hlóðu vik urvörðu á hábarmi vatnsins, skammt vestur frá Víti. Dr. Reck hjó á grágrýtisstein, sem þau settu í vörðuna: t 1907 Walter von Knebel Max Rudloff Þann 23. ágúst reru þau út á vatnið. Ungfrú von Grumbkow sökkti titlum kistli, sem vafalaust hefur haft að geyma minjar um samvist r hennar og unnusta henn ar, von Knebel, í vatnið, hallaði höfði sinu að öxl dr. Reck og brast i grát. Þar með var leitinni að þeim félögum hætt. Síðan giftist ungfrú von Grumb- kow dt Reck og skrifuðu þau 'bækur um dvöl sína hérlendis. Eins og oft vill verða um slíka atburði, mynduðust þjóðsögur um hvarf þeirra félaga og voru ekki allir ánægoir með það, að hvarf þeirra -stafaði af slysi einu saman. Meðal annars vildu sumir halda því fram, að Spethmann hefði átt sök á dauða þeirra, þar eð hann hefði varið keppinautur von Kneb el, bæði í ástamálum og um vís- indastyrk’ Slíkt er fjarstæða með Öllu. Margar orsakir geta legið til .slyssins Eins og áður er sagt var báturinn sjalfur mjög lélegur og einnig eru hvirfilvindar tíðir á þessum slóðum Þótt þeir félagar hafi báðir verið vel syndir, var vatnig svo kalt þarna, að þeir hafa f>kki lent-i haldizt á floti, enda var DAUDALEIT Framhaiö ai 16. síðu. beiði og Stóra-Sandi undanfarna daga. Leitarmenn úr Borgarfirði komu aftur til byggða í morgun, án þess að verða nokkurs vísari, utan það, a.g þeir töldu sig hafa ség slóð eft- ir einn hest að kofanum í Álfta- krók, en þar var talið, að Sigríður myndi gista, en síðan töpuðu þeir slóðinni aftur. í dag lögðu tveir i-ílar frá Atvinnudeild Háskólans sí stag frá Hveravöllum og ætl- uðu ferðamennirnir að leita á lík- legri slóð yfir Stóra-Sand ag Hvera völlum. í kvöld voru þeir komnir framhjá Krák, án þess að verða nokkurs vísari. í dag lagði einnig upp 7 manna flokkur frá Hjálp- arsveit skáta í Reykjavík og ætl- ?ði í Kaldadal, en frétzt' hafði, að þar hefði gær sézt slóg eftir einn hest, en fremur þykir ólíklegt að Sigríður hefðj farið þar, án þess að láta vAa. Munu skátarnir síðar. fara á Arnarvatnsheiði til leitar. í kvöld lagði svo upp 12 manna flokkur fra Slysavamarfélagi ís- lands og hjálparsveitum skáta úr Reykjavík og Hafnarfirði undir stjórn Jóhannesar Briem, og mun sá hópur fara um Hveravelli og síðan þiðan á Arnarvatnsheiði. f allan dag hefur verið leitað úr ■lugvél á þessu svæði. Skyggni hef ur verig gott, en árangur enginn. I'yrri part dagsins leitaði flugvél 'rá Bimi Pálssyni og Slysavarnar élaginu og síðari hluta dags og Jram á nótt flugvél frá ' Flugsýn. Sigríður Jóna Jónsdóttir er bú- sett hér í Reykjavík. — Hún er 66 ára að aldri. — Hún þekkir iræfin manna bezt og kunnugir • elja nær útilokað, ag hún hafi ,’illzt. Er því mjög óttazt, að eitt- hvað alvarlegt hafi hent hina öldr- ,’ðu konu á ferð hennar um öræf- ,n að þessu sinni, einkum þar sem veðrið hefur verig jafn slæmt og vaun ber vitni. Síðustu fréttir: Blaðið átti tal við Láius Þor- steinsson, er var með Flugsýnarvél inni á vegum Slysavarnarfélags íslands. Þeir lögðu upp um hálf fjögur leytig í dag og lentu á Reykjavíkurflugvelli um ellefu- leytig i xvöld. Þeir flugu fyrst upp Kaldadaí, síðan upp með Norðlinga fljóti, yiír Arnaivatnsheiði, Stóra- Sand, niður með Blöndu og síðan til Hveravalla. Síðan flugu þeir aft ur yfir Stóra-Sand. — Þeir hittu fólkið á bílum Atvinnudeildarinn- ar. Það hafði leitað fyrir austan og sunnan Bláfell og leituðu þeir á flugvélinni norðan og vestan fellsins og köstuðu miða niður, til að segja leitarmönnum það. Um tíuleytið í kvöld flugu þeir yfir skátana, þeir voru þá komnir aust ur fyrir Amarvatn. Láms kvað skilyrði til leitar hafa verið mjög góð. Þeir hefðu flogið yfir stóð, er þeir sáu, og gengið úr skugga um, að þar væri ekki hross með hnakk né beisli. Leitinni verður haldið áfram í nótt og á morgun. Lúaleg fnamkoma fólks á Y-bíl Þá sagði Lárus okkur frá lúa- legri framkomu fólks, er var statt inni á Hveravöllum á fólksbíl úr Kópavogi. Þeir ákváðu að lenda á Hveravöllum, en flugvöllurinn er um níu kílómetra frá skálanum og akfært þangað. Þeir flugu yfir báturinn þannig geiður, að hann hefði sokkið til botns, jafnskjótt og hann fyllti. Þá hefur einnig verið bent á pann möguleika, að hann bafi orðið undir vikurhengjum, sem stöðugt féllu úr hlíðunum við '’atnið. Margt getur hafa valdið því, að ,ík þeirra félaga fundust aldrei, en það vai ein af meginástæðun- um fyrir skýringum þjóðtrúarinn ar á því, að ekki hefði verig allt með felldu um dauða þeirra; lím- ænndur leir getur verið í botni og í honum eru margar og djúpar nraungjótur. bíllnn og köstuðu niður miða og báðu um að verða sóttir á flug- völlinn. Er þeir flugu aftur yfir, sáu þeir að bíllinn ók af stað frá skálanum og toldu víst að hann kæmi að flugvellinum og lentu. En bíllinn kom ekki og þeir urðu að ganga alla l'eiðina, um 9 kíló- metra. Er að skálanum kom, var þar fyrir ein kona. Henni sagðist svo frá, að fólkið á bifreiðinni hefði 'hent í sig miðanum, sem kast að var niður úr flugvélinni og ekið síðan á brott. Er það óvenju lúaleg framkoma við leitarmenn, er vit- anlega mega engan tíma missa. Bíll þessi var sex manna. ljósblár að lit. Þeir félagar fengu lánaða hesta hjá gæzlumanni mæðiveikigirðing- arinnar og fóru af stað ríðandi og reiddu 20 lítra benzíndunk fyrir framan sig, en hittu síðan Austur ríkismann á Vol'kswagen er þegar bauð hjálp sína og flutti þá og benzínið til flugvélarinnar og náði síðan í meira. TEXTI SAMNINGSINS Framhald af 3. síðu. ríkisstjórna hinna upprunalegu samningsaðila. 4. Viðvíkjandi þeim ríkjum, sem síðar vilja gerast aðilar samningsins, kemur hann til ' framkvæmda gagnvart þeim, þegar þau hafa fengið í hendur stað'festingarskjölin. 5. Þau ríki, sem upphaflega standa að samningi þessum skulu þegar í stað tilkynna öll- um öðrum aðildarríkjum og þeim, sem skrifað hafa undir um hverja nýja undirskrift og þann tíma, sem hún fær gildi. 6. Samningur þessi skal skráð ur af aðildarríkjuriuim í sam- r-æmi við 102. kafla sáttmála Sameinuðu þjóðanna. IV. KAFLI: Samningur þessi gildir um óákveðinn tíma. Hver aðili get ur í samráði við yfirstjórn hvers ríkis, lýst sig lausan af samningnum, ef óvenjulegir og sérstakir atburðir verða. Samningur þessi, sem er sam hljóða á rúissnesku og ensku, skal geymast í skjalasöfnum að- ildarríkjanna og endurrit af honum skulu sendast af hmum upprunalegu samningsaðilum til ríkja, sem síðar vilja gerast aðilar. (Hér að framan er gerð grein fyrir höfuðdráttum samningsins sjálfs, en athuga ber, að þýð- ingin er ekki orðrétt). AFMÆLIS MINNZT Framhaií aí 16. síðu 2. Mánudaginn 26. ágúst: Kl. 9 árd.: Morgunsöngur. Hugleið ing Séra Finnbogi Kristjáns- son. K1 10: Ávarp biskups og yfirlitsskýrsla. Kl. 11: Þórar- inn Þórarinsson, skólastjóri, flytur erindi og gerir grein fyr ir störfum menntamálanefndar, er kjörin var á prestastefnu síð- asta árs Kl. 2: Sagt frá lúth- erska heimsmótinu í Helsing- fors. Kl. 4: Séra Sigurjón Guð- jónsj.m, prófastur, flytur er- indi: Sálmar og sálmabók. Kl. 5: á/ra Helgi Tryggvason flyt- ur enno: Kenn þeim unga. — Kl. 9- Scra Sigurður Einarsson flytur erindi: Frá Landinu helga. Kvöldsöngur. Synodus- slit. Aðolfundur Prestafélags ís- lahds verður haldinn í fram- haldi prestastefnunnar þriðju- daginn 27. ágúst. Einnig verður aðalfundur Prestskvennafélags íslands haldinn sama dag. f sambandi við prestastefn- una verða flutt tvö erindi í út- varp. Séra Einar Guðnason: Róðóifur biskup í Bæ. Séra Sig urður Pálsson: Um kirkjubygg ingar. Reykjavík, 24. júlí 1963, Sigurbjörn Einarsson. ÁLAVEIÐAR Framhari ai 16. síðu. Álaveiði hefur verið frem ur treg að undanförnu, en sama máli gegndi í fyrra á meðan birta var sem mest. ÞÖRF VEGABÓTA Framhau ai 16. síðu. Fjallabaksleið austur 'og syðri leiðina vestur og komu bílnum við illan leik upp á Ljótarstaðaheiði, en þar var rumnið úr brautinni í gil'skorningi. Mikil þörf væri á vegabótum á báðum þessum stöð- um. SKÁTAR Franrhald af 13. síðu. efla sair starf og kynni meðal skáta frá hinum ýmsu þjóðum heims. Ferðaskrifstoían Lönd og Leiðir hefur corið hitann og þungann í sambandi við skipulagningu ferðar innar. Kostnaðinn af ferðinni greiða þátttakendur sjálfir og er hann um kr. 16,500,00 fyrir hvern skáta. Fararstjóri á mótig verður Óttar Októsson en aðstoðarfararstjóri Kjartan Reynisson. Ferðaáætlun á 11. Jamboree: Laugardagur 27. júlí: Flogið frá Rvík kl. 8,00 til Glasg., komið þang að kl. 12.00. Flogið frá Glasg. kl. 12.40 til London og komið þangað kl. 14.00 Flogið frá London kl. 17.40 tb Róm um Milano og komig kl. 21,05 Dvalið í Róm yfir nótt- ina. Sunnudagur 28. júlí: Farið með járnbraut frá Róm kl. 8,08 til Brindisi kemur skipig við á þrem Siglt frá Brindisi kl. 22,30 áleiðis til Patras. Mánudagur 29. júlí: Komið til Patras kl. 18,45. Farið meg járn- braut til Athenu kl. 19,25 og kom- ið kl. 23,45. Þar munu grískir skát ar taka ámóti okkur og fara með okkur á mótsstað um nóttina. Þriðjudagur 30. júlí: til sunnu- dags 11. ágúst: Dvalizt á 11. al- þjóðaskátamótinu á Marathon- völl um. Mánud'agur 12.8. til þriðjudags 13.8. Dvalizt í Athenu eða ná- grenni. Siglt frá Pireus kl. 17,00 á þriðjudag áleiðis til Brindisi. Miðvikudagur 14.8. Á leðinni til Brndisi kemur skipið við á þrem stöðum og stanzar lengst á eyj- unni Corfu eða frá kl. 14,00 til 18,00. Fimmtudagur 15.8. Komið til Brindisi kl. 5,00 um morguninn. Farið kl. 5,30 með járnbraut til Napoli og komið þangað kl. 14,58. Dvabzt í Napoli það sem eftir er dagsins. Föstudagur 16.8. Farið til Róm og komið kl. 22,23. Laugardagur 17.8. Dvalizt í Róm og helztu staðir þar skoðaðir. Þriðjudagur 20.8. Flogið frá Róm kl. 14,00 til London og komið þangað kl. 18,15. Dvalizt þar yfir nóttina. Flogið frá London á mið vikudag kl. 18,30 og komið til Reykjavíkur kl. 22,40. (Frá fararstjórn). Hjartanlega þökkum við ö'.iim vmum okkar í Ön- undarfirði fyrir ánægjulegt kveðjusamsæti og dýr- mætar gjafir við brottför okkat fra Holti. En ekki sízt þökkum við margra ára ógleymanleg kynni og vináttu. Jón Ólafseon frá Holti og fjölskyfda. T í M I N N, föstudagurinn 26. júlí 1963. — 15

x

Tíminn

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-8459
Tungumál:
Árgangar:
79
Fjöldi tölublaða/hefta:
17873
Gefið út:
1917-1996
Myndað til:
28.08.1996
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað: 165. Tölublað (26.07.1963)
https://timarit.is/issue/62907

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

165. Tölublað (26.07.1963)

Aðgerðir: