Tíminn - 26.07.1963, Blaðsíða 7
Útgefcindi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Framkvæmdastjóri: Tómas Árnason. — Ritstjórar: Þórarinn
Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði
G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Frétta-
stjóri: Jónas Kristjánsson. Auglýsingastj.: Sigurjón Davíðsson.
Ritstjórnarskrifstoíur í Eddu húsinu, simar 18300—18305. Skrif
stofur Bankastr. 7. Afgr.sími 12323. Augl., sími 19523. Aðrar
skrifstofur, sími 18300. Áskriftargjald kr. 65.00 á mán. innan-
lands. í lausasölu kr. 4.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f. —
Dýrtíðin og skatt-
pmingarstefnan
EINN AF BLAÐAMÖNNUM Alþýðublaðsins, Vil-
hjálmur S. Vilhjálmsson, lýsti nýmga undrun sinni yfir
því, hve ört dýrtíðin hefði maghast hér á landi undan-
farin þrjú ár. Svo var að sjá, sem honum væru ekki or-
sakirnar full ljósar, en bó virtist sem hann hefði látið
blindast nokkuð af þeim áróðri, að of miklar kauphækk-
anir ættu megin' þáttinn í vexti dýrtíðarinnar.
Ef Vilhjálmur hefur hlustað a utvarpsþátt Gunnars
Thoroddsen um ríkisbúskapinn á ármu 1962, ætti hann
að vera nokkurs vísari eftir en áður um hina raunveru-
legu orsök dýrtíðarinnar.
í útvarpsþætti' sínum upptýsti Gunnar, að á ár-
inu 1962 hefði hann innheimi 310 millj. kr. meira í
ríkisálögum en fjárlög ársins gerðu ráð fyrir og töldu
nauðsynlegt. í fjárlögum voru tekjur áætiaðar 1752
millj. kr., en þær urðu 2062 millj. kr. Samkvæmt út-
reikningi sérfræðinga ríkissíjórnarinnar nemur 1%
almenn kauphækkun 30 millj. kr., og hafa því umfram-
álögur hjá Gunnari svarað til hvorki meira né minna
en 10% almennrar kauphækkunar.
Það er þessi gífurlega skattpming umfram það, sem
rokkur þörf er á, sem hefur veiið ein meginorsök dýr-
t'ðarinnar á undanförnum árum. Það segir vitanlega
til sín, þegar skatt- og tollstigarnir eru hafðir svo háir,
að þeir gefa yfir 300 millj. kr. meiri tekjur á einu ári
en Alþingi hefur talið nauðsynlegt í fjárlögum. Slík auka-
álagning svarar hvorki meira né minna en til 10% al-
mennrar kauphsékkunar. Þessi sJiattpining eykur fram-
færslukosnaðirín á öllum sviðum og knýr launþega til
að knýja fram kauphækkanir. Kauphækkanir, sem orðið
hafa á þessu ári, eru ekki sízt ifleiðing af skattpíning-
unni á síðastliðnu ári og áhrifum hennar á dýrtíðina.
Ef stöðva á hina hröðu dýruðaraukningu, sem átt
hefur sér stað seinustu misserin verður að byrja á því
að hverfa frá skattpíningarstefnanni. Það má t. d. ekki
koma fyrir, sem ýmsir afturha'dssamir stjórnarsinnar
eru farnir að stinga saman netjjm um. að enn skub
hækka álögur á næstr þingi. T’ bes.1- er engin ástæða
þótt útgjöldin hækki nokkuð. t-ms og ljósast sézt á
hinum miklu umframtekjum á s^oasta ári. Dýrtíðarflóð
ið verður ekki stöðvað nema ho>-,ið verði frá hinni hóí-
husu skattpíningarstefnu, sem ty.’gi hefur verið, undir
forystu Gunnars Thoroddsen, seirustu árin.
,Ábyrg fjármálastjórn’
MORGUNBLAÐIÐ birtir í gær lorustugrein, sem er
mikill lofsöngur um fjármálasíiorr Gunnars Thorodd-
sen í tilefni af afkomu ríkissióðs á siðastliðnu ári. Mbl
a ekki nógu sterk orð til að hæ)i Gunnari fyrir ábyrga
fjármálastjórn!
Samkvæmt þessu mati Mbl. ^ það ábyrg fjármála
stjórn að leggja á tolla og skaits iangl úr hófi fram
skapa með því óðaverðbólgu og graía grunninn undan
verðmiðlinum. Hinar tíðu verð og Kauphækkanir. sem
orðið hafa á þessu ári, eru ljóst 1æmt um afleiðingarnar.
Finnst mönnum þetta áþyrg fjáimálastjórn?
\
T í M I N N, föstudaguirinn 26. júlí 1963. — \
Adoula nýtur vaxandi álits
Hann hefur reynzt farsælasti stjórnmálaleiðtoginn í Kongó
UM ÞESSAR dvelur
Adoula, forsætisráðherra í
Kongó, í Bretlandi sem gestur
brezku ríkisstjómarinnar. Það
er glöggt merki þess, að hann
er búinn að sigra í átökunum í
Kongó, a. m. k. í bili. Fyrir
tæpu ári síðan studdi brezka
stjómin beint og óbeint klofn
ingsstjórn Tshombe í Katanga,
því að brezkir auðkóngar töldu
sér bezt henta að halda Kongó
klofnu. Nú hefur Tshombe ver-
ið steypt úr stóli og Kongó má
heita nokkurn veginn samein-
uð ríkisheild. Þetta er að vísu
fyrst og fremst verk S. Þ. og
þá sérstaklega U Thants, sem
í Kongómálinu hefur reynzt
mun skeleggari og stefnufastari
en Hammarskjöld. Vafasamt er
þó, að U Thant hefði tekizt
þetta, ef hann hefði ekki notið
eindregins stuðnings Banda-
ríkjanna, er fylgdu þeirri
stefnu, að Kongó ætti að vera
eitt ríki. Þetta takmark hefði
þó getað misheppnazt bæði U
Thant og Bandaríkjastjórn, ef
sambandsstjórnin í Leopold-
ville hefði leyzt upp og þar
skapazt hreint stjórnleysi eins
og hvað eftir annað voru horf-
ur á. Sá maður, sem hélt stjórn
inni saman, var öðrum fremur
Cyrille Adoula. Eflir allt það,
sem hefur gengið á í Kongó
seinustu árin, stendur Adoula
nú einn uppi sem viðurkennd-
ur stjórnmálamaður af þeim
mörgu forirrgjum, sem þar hafa
komið fram á sjónarsviðið og
verið hafa áberandi stund og
stund. Hann er og sá eini
þeirra, sem nýtur verulegs
trausts út á við. Það er þó
óvíst, að þetta tryggi honum
völdin til frámbúðar, því að
cnn getur verið margra veðra
von í Kongó og þó einkum eft
ir að S. Þ. hafa flutt her sinn
þaðan, en ráðgert er að brott-
flutningi hans verði lokið fyrir
næstu áramót. En hver, sem
framtíðin verður, hefur Adoula
þegar átt merkan þátt í sögu
Kongó og stendur tvímælalaust
i fremstu röð meðal stjórnmála
manna Afríku.
ADOULA, sem er ekki nema
41 árs gamall, á að þvi leyb
sérstöðu meðal þeirra, sem hafa
fekið þátt í stjórnmálum í
Kongó undanfarin misseri, að
hann hefur hvorki flokk né kyn
þátt að baki sér. Hann var val-
inn forsætisráðherra vegna
þess, að hann hafði sem forystu
maður verkalýðssamtakanna
staðið utan og ofan við flokka-
deilur. Þessari stöðu hefur hann
haldið. nokkurn veginn fram á
þennan dag.
Adoula er kominn af fátæk-
um ættum. Faðir hans vann að
flutningum _ á Kongófljóti, og
voru launin lág, en fjölskyld-
an stór. Adoula fékk kornung-
ur áhuga fyrir þvi að menntast
og lagði hart að sér til að geta
lokið eins konar gagnfræða
skólaprófi, er helzt mun þó
hafa svipað ti] fullnaðarprófs
Við barnaskóla hér. Hann réðist
tæplega tvítugur í þjónustu
belgísks námuforstjóra, sem
veítti gáfum hans athygli og
h.jálpaði honum tii að afla sér
meiri lærdóms í tómstundum
Adoula flytur ræðu á útifundi
Árið 1952 fékk Adoula starf
sem barikamaður, en tveimur
árum seinna varð hann erind-
reki hinna nýstofnuðu verka
lýðsfélaga í Kongó, sem voru
fyrst deild í belgísku verkalýðs
samtökunum. Hann varð fljót-
lega helzti leiðtogi verkalýðsfé
laganna i Kongó. Árið 1958
stofnaði hann flokk með þeim
Lumumba og Ileo, en þegar
hann fann, að þeir Lumumba
áttu ekki skap saman, dró hann
sig hávaðalaust til baka og
hætti póHtískum afskiptum. í
staðinn helgaði hann sig alveg
hinu nýstofnaða verkalýðssam.
bandi Kongó. Hann kom því
ekki nærri þeim s^jórnmálaerj
um, sem áttu sér stað fyrst eft-
ir að Kongó varð sjálfstætt
Þetta átti drýgstan þátt í því,
að flestir gátu sameinazt um
hann, þegar verst gekk að
mynda nýja stjórn sumarið
1961. Adoula hefur senn verið
forsætisráðherra í tvö ár.
ADOULA setti sér það strax
það meginmarkmið, þegar hann
varð forsætisráðherra, að vinna
að sameiningu Kongó. í þeim
efnum hefur verið við mikla
erfiðleika að etja, því að menn
eins og Gizenga, Tshombe og
Kalonji hafa reynt að kljúfa
vissa landshluta út úr ríkis-
heildmni. Adoula hefur þótt
sýna bæði fcstu og lægni í því
starfi sínu að vinna að samein-
ingu Kongó. Erlendir blaða-
menn, sem hafa ferðazt um
Kongó, fella yfirleitt þann dóm.
• að Adoula sé tvímælalaust
starfshæfasti o'g heiðarlegasti
stjórnmálamaður, sem Kongó
eigi nú, en ýmsir keppinauta
hans séu hins vegar meiri áróð
ursmenn og því sé óvíst, hve
lengi hann haldi velli. Hann
er starfsmaður mikill og vinn
ur flesta daga frá kl. 6,30 að
morgni til klukkan 11,30 að
kveldi Oft er hann sagður láta
uppi þá ósk að hætta stjórnar-
forystu og gerast aftur fram-
kvæmdastjóri yerkalýðsfélag-
anna. Hann er kvæntur og sex
barna faðir og eru þrjú þeirra
við nám í Belgíu og kosta belg
ísku verkatýðssamtökin dvöl
þeirra þar.
Eftir að hafa dvalið í Bret-
landi, mun Adoula heimsækja
Belgíu og fleiri Evrópulönd.
Erindi hans er m. a að fá að-
stoð til efnalegrar uppbygging
ar í Kongó. Fjárhagur landsins
er í kalda koli og erfiðleikar
miklir á flestum sviðum Þótt
Rússar hafi horn í síðu Adoula.
hafa þeir ekki snúizt beint gegn
honum og viðurkenna stjórn
hans. Adoula telur sig líka
fylgja óháðri stefnu í utanríkis
málum Árið 1960 heimsótti
hann bæði Vestur-Þýzkaland
og Austur-Þýzkaland og víkur
oft til þess sem stuðnings við
hina óháðu stefnu sína Eigi
að síðux myndu vesturveldin
telja það mikið óhapp, ef
stjórn lians félli, því að glund
roðaástand væri þá líklegt til
að myndast í Kongó að nýju
Þ. Þ.
/