Tíminn - 17.08.1963, Blaðsíða 2

Tíminn - 17.08.1963, Blaðsíða 2
 ENN UM WARD OG VINKONUR HANS Það' er farið að lægja mikið ölduganginn í Profumo-mál- inu, en eins og kunnugt er batt lát Steplien Wards endi á rétt- arhöldin, og neðan við málsskjöl in var einfaldlega skrifað: „Lézt 3. ágúst, 1963“, og þar með var því máli lokið. En nokkur eftir- leikur hefur átt sér stað í Prof- umo-málinu og er rétt að skýra lesendum frá honum, þar sem þeir hafa alls staðar fengið svo nákvæmar upplýsingar um fyrri hlutann. Eitt það síðasta, sem Ward gerði, áður en hann fór yfir um, var að arfleiða þær þrjár stúlkur sem hann taldi raunverulega vini sína' að eignum sínum. En þrátt fyrir það, hve málverka- sýning Wards hefur gengið vel í Lundúnum, þá er vafamál, hvort nóg sé til, til að uppfylla óskir hans. Þessar þrjár stúlkur eru Julie Gulliver, Ronna Ricardo og Syl- via Parker. Ronna átti að fá 500 pund og Sylvia 150, en upphæðin sem Julie átti að fá var ekki til- greind. Þegar Ronna heyrðl fréttirnar sagði hún blaðamönnum, að' Ward hefði gefizt upp á þessu öllu, vegna þess, að allir heldri vinir hans hefðu snúið við hon- um bakinu Eftir það hafi hon- um fundizt, að hann hefði ekk- ert að lifa fyrir. Sá orðrómur virðist ganga, hélt Ronna áfram, að haan hafi verið mikill elsk- hugi, en það er langt frá því, að það hafi verið rétt. Þegar ég hitti hann fyrst var hann ringlaður og tilfinningaríkur náungi, og satt að segja frekar leiðinlegur. Ward sagði í skilnaðarbréfi sínu til Ronnu, að hann dáðist að henni og peningarnir ættu að renna tU hinnar 18 mánaða gömlu dóttur hennar Deborah. Ronna Ricardo var sú fyrsta af viiuonum Wards, sem viður- kenndi það fyrir réttinum, að hún hefði sagt ósatt í fyrri yfir- heyrslum, og hún hefði raunveru lega afhent Ward peninga, sem hún féks fyrir að sofa hjá kunn- ingjum hans. Síðar sagði hún, að ef hún hefði ekki sagt sann- leikann, þá mundi henni alltaf hafa Uðið illa. Önnur af stúlkunum, sem nefnd er, Julie Gulliver, er 22 ára gömul og kom til London sem söngkona, meðan Profumo- málið stóð sem hæst. Henni fannst, að ein aðalpersónan í mál inu, dr. Stephen Ward, þyrfti á raunverulegum vini ag halda, og þess vegna hringdi hún til hans. Skömmu síðar flutti hún heim til hans og varð síðásta ást- mey hans. Grátandi sagði hún blaðamönnum eftir dauða Wards að hún ætti von á barni í marz næstkomandi. Hún hafði haldið þessu leyndu fyrir Ward, og seg ist ekki sjá eftir því, þó að það hefði kannski komið í veg fyrir sjálfsmorðið. Julie sagðist bara vona, að barnig yrði drengur, sem hún gæti skírt Stephen. Að lokum má geta þess, að hafnar eru framkvæmdir um það Dr. Stephen Ward. í London, að taka aftur fyrir mál vestur-Indiabúans, Johnny Edge- combe, en hann var dæmdur í sjö ára fsngelsi fyrir að hafa gert tilraun til að skjóta Christinu Keeler til dauða. „EKKI FALLEG", segir Burton um Liz Leikarinn Richard Burton virð izt vera á báðum áttum hvað kvennamái hans snertir. Eins og kunnjgt er þá hefur hann lýst því, yfir, að hann ætli að kvænast EUzabeth Taylor bráðlega, en þau hafa verið óaðskilja.nleg, síðan þau Iéku saman í kvikmynd inni Cleopatra. Enn eru þau bæði óskilin, og nú hefur Graham Jenskins, bróðir Richards lýst því yfir í viðtali við „News of the World“, að helzt vllji bróðir sinn vera kvæntur þeim báðum, Sybil og Liz. Richard sjálfur átti nýlega nokkuð íurðulegt viðtal við bandaríska mánaðarblaðið „Play boy“, bai sem hann talar meðal annars um hreinleika hjónabands síns. fJm Liz Taylor sagði hann í sama viðtali, að hann gæti varla sagt að hún væri falleg. Hún er fremur lagleg og hefur mjög falleg augu, en barmur hennar e.r of mikill, hún hefur undirhöku og þar að auki er hún of stutt til hnésins. Um hjónaband sitt sagði hann: Eg gæti ekki verið konu minni ótrúr án pess að finna til mik- ilar sektar tilfinningar Þó að hjón hætti að iifa saman, þá má það ekki ske að maðurinn leiti út á við. Hann sagðist alls ekki finna til neinnar sektartilfinningar vegna sambands síns við Liz Taylor ,,Eg er konu minni alls ekki ótrúr sagði hann, og það hef ég aldrei verið, ekki í eitt einasta skipti. Blaðamaðurinn spurði hann þá, hvort hann meindi, andlega eða 'íkamlega, og Burton svar- aði þvi. i»ð hann ætti við hvort tveggja. Eg veit að ég hef breytt dá- lítið gegn þeim venjulegu hug- myndum. sem fólk hefur á hjóna- bandi, en það hef ég gert án þess að hafa nokkurt líkamlegt sambaad við hinn aðilann, að ég finni til sektarmeðvitundar. Enn þa er ég því saklaus af öll- um áburði. — Eg er mjög heiðarlegur og hreinlífur maður, þó að ég reyni að vera eitthvað annað. Þegar Burton var spurður að því, hvernig þetta kæmi heim og saman við áðurnefnda yfirlýs- ingu hans um það, að hann ætl- aði að kvænast Liz Taylor, þá svaraði hann: Þetta sem ég hef verið ag segja, þýðir ekki endi- lega það, að ekki sé hægt að yfirgefa konu sína, hvernig sem á stendur Graham, bróðir Burtons sagði annars í viðtalinu við „News of the World“, að Burton mundi þurfa að borga minnst 500.000 pund, til að geta fengið skilnað frá kor,u sinni Sybil, sem hann hefur verið giftur í 13 ár. Svo lýsti bróðirinn því yfir, að í raun inni þjáðist Richard af samvizku biti vegna ástar sinnar á Liz Taylor og mætti eiga tvær kon- ur eftir vestrænum lögum, þá væri það bezta lausnin á málinu. Graham hélt áfram og sagði, að það væri vel mögulegt, að karlmaður elskaði tvær konur samtímis. Það léki t. d. enginn vafi á því, að Richard þætti enn mjög vænt um Sybil og bæri mikia virðingu fyrir henni. Þau eru enn mjög góðir vinir, og hitt- ast oft. Graham heldur því einnig fram að það sé ekki útlit Liz, sem héillar Burton, heldur eitthvað annað. Það er einhver ólýsanleg ur eiginleiki, sem hefur heillað svo marga og gert Liz að mikilli stjörnu. Hún getur t. d. verið mjög skemmtilegur félagi á veit- ingahúsum og drukkið bjór með næsta manni, og hún getur verið eins gróf i tali og sjómaður, en innst ínni er hún mjög kvenleg. Framhald á 13. síðu. Þreföld aukníng Sjaldan hafa sézt fáránlegri blekkíngar á prenti ení þær, sem málgagn utanriklsráðherrans, Al þýðublaðið, lætur sér sæma í gær. Blaðið segir t.d.: Það eru olíu- geymar í Reykjavik og Hafnar. firði? Eru það þá ekki herskipa- og kafbátastöðvar? Með slfku gaspri og blekking- um á að draga athygll frá hinum fyrirhuguðu framkvæmdum í Hvalfirði. Það, sem um er að ræða í Hval firði, er i fyrsta lagi það, að er. lendur hernaðaraðili fær að byggja olíustöð í Hvalfirði. Sú stöð á að verða tvöfalt stærri en sú stöð, sem nú er þar og herinn hefur á leigu. Ef sú stöð verður leígð áfram, verða oliublrgðir, sem geymdar verða í HvalfirVj þrefalt meiri en nú. 'Hver trúir því, að fyrirhuguð sé jafn gífur. leg aukning á birgðum, nema eitt hvað meira standi til en um hef- ur verið að ræða fram að þessu? í alþjóðamálum hefur ekki gerzt neitt það að undanförnu, er réttlæti það að tvisvar til þrisvar sinnum meira olfumagn verði geymt í Hvalfirði en hingað til. Þessi aukning er augljós und irbúningur flotastöðvar. Undir. búningur kafbátalægisins er þó enn þá alvarlegri en aukning geymanna, eins og rakið verður hér á eftir. Legufærin Til viðbótar því, að geymsiu- plássið verður þrefaldað, er ráð- gert að byggja a.m.k. eina stóra hafskipabryggju og a.m.k. 4—5 botnsteypt legufæri. í Hvaifirði eru nú tll ein legufæri ,sem full. nægir mjög stórum olíuskipum. Frekari legufæri þarf því ekki þar vegna olíustöðvar. Samt á að bæta við a.m.k. fjórum til fimm botnsteyptum viðlegufærum. — Vegna olíustöðvar er þeirra engin þörf. Ef þau væru nauðsynleg vegna olíustöðvarinnar og ein. göngu bundin vlð hana, þyrfti ekkl að hvíla á þeim sú kvöð, sem Mbl. greinir frá í gaer, að þau verði ,,geymd á landi og ekki not. uð, nema samkvæmt sérstakri heimild íslenzkra stjórnar- valda, ef nauðsyn verðl talin krefja". Ástæðan fyrir þessari kvöð er sú, að legufærin eru ætl uð herskipum eða kafbátum, enda skýrði utanríkisráðherra fulltrúum Framsóknarflokksins frá þvl, er þeir ræddu við hann á dögunum, að þau væru ætluð slíkum skipum, ef nauðsynlegt værl talið af hernaðarástæðum. Legufæri þessi munu gera kaf bátalægi í Hvalflrði mögulegt með fárra mínútna fyrirvara. í áföngujn Einhverjir kunna að segja, að þetta leyfí verði ekkl veitt, nema alveg sérstakar ástæður séu fyr- ir hendi. Hver, sem les Mbl. f gær, ætti hins vegar ekkl að vera í vafa um, að þetta leyfl yrðl veitt strax og NATO færi fram á það. Mbl. segir fullum fetum, að það séu svik að gera ekki allt fyrlr NATO, sem það fer fram á. Og NATO hefur oft áður farið fram á að byggja fullkomna flota- og kafbátastöð I Hvalfirði, en því þó verið hafnað vegna þess að Framsóknarmenn áttu þá sæti í ríkisstjórninni. Hinar fyrirhuguðu framkvæmdir nú eru augljós áfangi að því marki, þótt reynt sé að breiða yfir það. Ummæli Mbl. sýna, að ekki muni standa á samþykki ríkisstjórn. arinnar, þótt hún telji klókast að veita það I áföngum. 2 T í M I N N, laugardagi rlnn 17. ágúst 1963.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.