Tíminn - 17.08.1963, Blaðsíða 13
Steinunn Sigurðarddttir
Það var í sólraánuði sem Stein-
unn Sigurðardóttir fæddist. Vagga
hennar stóð á Steinsstöð'um í Öxna
dal og þeirri byggg unni hún heils
hugar alla ævi, líkt og frændi henn
ar „listaskaldig góða“ sem orkti ó-
gleymaniega um ástarstjörnuna yf
ir Hraundranga.
— En örlögin höguðu því svo,
að í Fnjóskadal átti Steinunn
iengstan starfsferil og gat sér þann
orðstír, sem lengi mun lifa. Á
verði skyldunnar í þreytandi og á-
byrgðarmiklu starfi, vakti Stein-
unn svo ag segja til síðasta dags.
Enda sæmdi það bezt hugum stórri
hetju sem henni, að halda velli
íram tii hinzta kvölds, en þurfa
ekki lengi að bíða þáttaskila —
bundin við lága hvílu. Á Fjórð-
ungssjúkrahúsinu á Akureyri átti
Steinunn samt dvöl örfáar síðustu
ævistundir sínar — þar brann log-
inn á lífskveik hennar þann 27.
maí s.l. Var Steinunn þá tveimur
árum miður en sjötug, fædd 4.
júíl 1895.
Steinunn í Skógum dáin. Sú
íregn barst mér á blíðum vordegi
— á þeirri árstíð, er harpa lífsins
ómar af sÞ’kum yndisleika ag hjört
un taka undir. En skyndilega syrti
og kólnaði umhverfis — og mest
varð ég þó vör við auðnina.
1 huga mínum hafð'i Steinunn
ailtaf skipað sérstakt sæti, og nú
fann ég það sem ég vissi áður að
þag sæti yrði seint fyllt og vand-
fundin vinátta, er reyndist svo dýr
gjöf, sem hennar hafði verið. En
sé mikils að sakna er og jafnan
mikið að þhkka. Og þegar ég hafði
attað mig á þeim veruleika, að
vinkona niín í Skógum væri horf-
in sjónum, varg þakklætið fyrir líf
hennar — fyrir minningu hennar
og hæfileika og fyrir allar þær vel
gjörðir og órofa tryggð, sem vinir
hennar íengu að njóta í svo ríkum
mæli — mér efst í huga. Eg fann
ag ég myndi oft og lengi á það
minnt að
„ekkert slitur þætti þá,
sem pessi kona spann og brá“.
Og vig snertingu þáttaskilanna
verður K/eðja þessi:
„í huga mínum hverfist um þig
heið'ið blátt
og nökkva þínum sé ég siglt í
só!arátt“.
Foreidra- Steinunnar í Skógum,
Sigurður Jónasson og María Árna-
dóttir bjuggu fyrst á Steinsstöð-
um í Öxnadal, en síðar á Bakka í
sömu sveif. Þau voru hin merkustu
hjón og ágætlega metin,- Var heim
iii þeirra rómað fyrir rausn og
myndarbrag. Hjónin á Bakka önd-
uðust fynr aldur fram — með
skömmu millibili og litlu síðar
lézt einKasonur þeirra Árni, hinn
efnilegasti maður. Var þá þungur
harmur kveðinn að systrunum, er
allar voru ungar ag árum. Varð
þessi örlagadómur þess valdandi,
ag þær urðu að yfirgefa æsku-
heimili sitt og skilja hver við
aðra. Mun þessi reynsla hafa mót-
að þær mjög að vonum.
Eftir ag Steinunn hvarf að heim
an, átti hun um tíma heima á
Akureyri. Síðan gekk hún í Ljós-
mæðraskólann í Reykjavík og gerð
ist að naminu loknu ljósmóðir í
Hálshreppi í Fnjóskadal. Það starf
lagði hún þó niður eftir fá ár, eða
þegar húa giftist og fór að búa.
En þag var árið 1917. Lífsföru-
nautur Steinunnar var Indriði Þor-
sleinsson trá Lundi í Fnjóskadal
góður og traustur maður, sem
kunni vel ag meta hæfileika henn
ar og mannxosti. Þau Steinunn og
Indriði voru um margt mjög ólík,
en ríkur skúningur, mild skapgerð
og hlýtt hugarþel hans og höfð-
ingslund, hetjubragur og atgjörfi
bennar ótust saman á æskilegan
hátt og skópu heimili, sem naut
almennra vinsælda og varg árum
saman þýð'ingarmikill skáli um
þjóðbraut þeirra.
Steinunn og Indriði bjuggu
fyrst á Birningsstöðúm á Háls-
hreppi siöan eitt ár á Vöglum,
en árið 1933 fluttu þau að Skógum
og áttu þar heima til æviloka. Skóg
ar er lítil jörg og kostarýr og því
erfitt að byggja lífsafkomu sína á
uytjum jarðarinnar einum saman.
En þær stoðir runnu undir búskap
þeirra Steirunnar og Indriða, að
þau tóku að sér símavörzlu og
póstafgreiðslu eftir að' landsíma-
stöð og bréfhirðing var flutt að
Skógum frá Hálsi árið 1935. —
Ábyrgðarstörf þessi komu í hlut
húsfreyjunnar og rækti hún þau
með afbrigðum vel, svo ag org fór
bí — víða. Skyldurækni og glögg-
leika Ste nunnar í þessu erilsama
cg þreytandi starfi var vig brugðið
svo og ósérplægni hennar, alúg og
skilningi og skjótra úrræða, þeg-
ar mikið var í veði vegna veikinda
eða annarra áfalla. Þá lagði Stein-
unn allan styrkleika sinn í starf-
ið og sá styrkur var mikill. Þá
veitti hún af yl síns auðuga hjarta
og gleymdi öllu öðru en því að
rétta fram' höndina til liðveizlu og
sú hönd var heit og hlý og gaf
tíðum stórar gjafir.
í veikindaáföllum og í rökkur-
raunum .harms og saknaðar, jas
Sieinunnl Skógum sá skilningsríki
ég góði ýinuf, serh aldréi bráál,
óruggur ráðgjafi og heitgeðja höfg
fegi, sem veitti allt, sem unnt var
ag veita — án þess nokkru sinni
að horfa til launa.
Um þetta munu Fnjóskdælingar
og allir þeir, sem mest og bezt
nutu þjónustu hennar og samstarfs
? lið'num árum, vera á einu máli.
Veittar velgjörðir Steinunnar í
Skógum mundu margir hafa vdj-
að launa og enda lagt sig
iram um það. En þag var vand-
kvæðum bundið ag launa Stein-
unni — þvi að hún hafð'i alltaf
einhver ráð meg að gefa margfalt
meira. Svo mikill höfð'ingi var
Stéinunn ag hún sást ekki fyrir í
veitingum né greið'slum fyrir vina
bragð eða gjörðan greiða og gaf
og veitti uft iangt um efni fram.
Hika eg því ekki við ag telja
hana mestan höfðingja, þeirra er
ég hef fyrir hitt í lífinu, fram á
pennan dag, og fann ég í öllum
samskiptum við hana til þunga
stórrar pakklætisskuldar, sem von-
iaust var ag mér tækist nokkru
sinni að greiða. Og nú við þátta-
skilin get ég aðeins minnzt og
þakkað og óskað fararheilla til
fegri heima. Svo sem var um skap-
terli og aiit atgjörfi Steinunnar í
Skógum, lætur að líkum, ag hún
hafi ætlazt til nokkurs af lífinu
og ekki alltaf gert nægar kröfur
tii annarra, né sætt sig við' mið-
lungsháttinn í neinni mynd —
hvað þá það. sem minna var. Enda
tór það ekkj dult, að hún þoldi
fátt verr en smásálarhátt og sín-
girni og hik, vangaveltur og úr-
tðlur voru henni þyrnir í augum,
þegar nún mætti slíku, og eins
xöngum, ef henni þótti fyrir, sagði
hún meiningu sína umbúðarlaust
og án vægðar hver sem í hlut átti.
Gátu org hennar þá reynzt hár-
beitt, rökin skýr og reisnin slík,
að lítt þýddi að etja vig hana kappi
Enda var persónugerð Steinunnar
þannig að menn virtu hana eins
og ósjálfrátt, og hún hélt hlut
sínum fynr hverjum sem var.
Ung að árum reyndi Steinunn
sáran ástvinamissi og ýmsa erfið-
leika: Þag mótaði hana svo að
hún var ætíð mild vig þá, sem líf-
ig skóp kröpp kjör, hún skildi þá
og var þeim skjól og skjöldur.
Sjúkir menn og sorgbitnir, snauð-
ir og ellimóðir menn hafa reynt,
að hún átti hvort tveggj'a læknis-
hendur og líknarlund, að ógleymdu
því örlæti á fé, sem áður er get-
ið. Þess bcr og að minnast, að
jafnan var Steinunn öruggur máls-
vari málleysingjanna sem sérhvers
minnimáttar.
Þrátt fyrir þann þunga, sem
Steinunn átti í skapgerð sinni, sem
var henni eiginleg, átti hún líka
létta og skemmtilega kímnigáfu,
sem gneistaði af á góðum stund-
um. Hafði hún næmt auga fyrir
hroslegum hliðum hins daglega
lífs og gaf oft meitluð svör. Stein-
unn var því löngum skemmtileg í
viðræðum enda ágætum gáfum
gædd, fróð, minnug og víðlesin.
Hún anm mjög góðum bókum
og las mikig á meðan unnt var.
Einkum hatði hún áhuga á bók-
um um dulræn efni. Leit hún á
þau mál öll af miklu frjálslyndi
og skilningi og ræddi þau af var-
úð og víðsýni, Hún efaðist ekki
um áframhald lífsins að loknu jarð
vistarskeiði. Á efri árum, eftir að'
þreyta, sjúkleiki og líkamsviðjar
lögðu á hana þunga fjötra, mun
trúin hafi verig hennar styrkasta
stoð til að rísa upprétt og láta ekki
Y°> ?em
bifeást. Raunar vj
Stþiþunn æffTyfir að ráða ofúr-
mannlegu þreki — jafnt andlegu
sem líkamlegu. Viljastyrkur henn-
ar og lífsorka var svo traust, að
litt gat bosnað — aðeins brostið
í byinum stóra seinast". Það
var eðli Steinunnar ag stilla
harma sína og þrautir og dyljast
fyrir haiminum, en oft mun heitu
hjarta hennar hafa blætt og stór-
brotin lundin særzt. Fyrir örugga
trú sína og eilífðarvissu eygði
hún, ag baki skýja bláan himin.
Nú hefir sá himinn opnast henni
og herra lífsins gefið gjöf þess
vors, sem aldrei bregzt.
Steinunn unni heitt æskusveit
sinni, Öxnadalnum, en hún unni
Fnjóskadal einnig af svo heilum
hug, að þegar leið á ævina mun
hún tæpast hafa getag hugsað sér
að hverfa þaðan. í skauti hans var
henni líka húin hinzta hvíla. Dag-
inn sem henni var fylgt í áfanga-
stag að kirkjustaðnum, Hálsi, frá
bænum við heiðarbarminn, Var
Fnjóskadalur prúður yfirlitúm,
hlýr og unaðslegur í sólskini j>g
sumargróðri Skógurinn angaði,
túnin voru ið'jagræn og úthaginn
að færast í blóma, harpa Fnjóskár
ómaði meg sterkum hreim, þröst-
ur söng i runni og heiðlóan úti í
lyngmóunum — ástarkveðja til
konu sem hverri sveit hefði verið
sæmd ag fóstra. Slík kveðja var
verðug þnkkargerð fyrir líf henn-
ar og starf — Merkið stendur
þótt maðurinn falli og minningin
lifir.
Steinunn í Skógum er horfin
sjónum en lifir samt á með'al okk-
ar — allra sem áttum með henni
leið og metum margþættar minn-
ingar hennar. Persónuleiki sem
hennar ó ekki neitt skylt vig það
sem gleyro'kan hylur. Áhrifin frá
bonum vaka áfram í vitúndinni.
í gegnum öldurót og örlagadóma
áranna verðúr vinum Steinunnar
T í M I N N, laugardagurinn 17. ágúst 1963. —
KVITTUN TIL . . .
< Framhajö aí 9 slðu )
þess, að ef hann sannar öfgar á
þessa töhi íyrir árið 1962, án þess
að leita ag veilum í færslu þeirra
1957, bendir hann til þess að þeim,
sem undirstöðuna lögðu að þessum
tölum hafi drjúgum hrakað um
sannleiksási undir viðreisninni.
Hann er meg þessu að gefa í skyn,
að hann hafi höggstað á flónsku
þeirra, ef ekki kemur lakara tU.
Eg lít talsvert öðrum augum á
þetta mál. Sú litla nasasjón, sem
ég hef á þeim hornsteinum, sem
þar er um að ræða, hafa skapað
mér bjargfasta trú á, að bak við
tölur beggja áranna standi sama
þekkingin á viðfangsefninu, sama
glöggskyggmn, sama raunsæið og
sami drengskapurinn um með'ferð
f fnis. Eg byggi því ályktanir mínar
kinnroða- og hik laust á mismun-
þeim, sem þeir aðilar hafa lagt
inér í nendur, og þó ekki mér
emum heldur hverjum þolanlega
iæsum íslendingi. Hitt skal ég
fúslega viðurkenna, að hér er um
meðaltalsthlur að ræða, sem að
sjálfsögð'u hallast til á ýmsan hátt
ef bornar eru saman heildarniður-
stöðutölur einstakra bygginga. En
þag haggar ' engu því, sem hér er
byggt á. Þag stendur því enn ó-
nrakið aí sr Gísla, sem ég sagði
í fyrri grein minni, að bygginga
kostnaður hækkar um 63,7% með-
an lánsfjárupphæðin, sem lögg er
fram af háifu hins opinbera til að
auðvelda bændum að byggja hækk
ar um 34.6%.“
En það er vert að benda á að
í síðari grein prestsins skaut upp
dálítið kyr.legum kvisti. Hann full
yrðir „eftir umsögn þeirra manna,
sem voru að byggja fjós á s.l.
ári... að !án þeirra úr stofnlána-
deildinni nægð’i þeim nokkurn veg
inn fyrír eíniskaupum.“ í grein
minni gerði ég ráð fyrir að stofn-
iánasjóður lánaði 48% af áætluðu
kostnaðarverði. Sú upphæg nem-
ur nú kr. 10.928 á fullbyggðan
bás. Er þá gert rág fyrir að hon-
um fylgi eiiar þær byggingar, sem
fuilbúnu fjós.i þurfa ag fylgjá. sam
kvæmt alménnum kröfum. Það er
því ekkert dusilmenni fjárhagslega
sem getur snarað út öllum vinnu-
laununum án þess að leita á vit
skyndilana í einhverri mynd. Fyr-
ír hendi hef ég ekki ákveðnar töl-
ur um hlut vinnulauna í bygginga-
kostnaði ytirleitt. En Hagstofan
áætlar að byggingavísitalan í marz
—júní 1962 hvíli á þessum liðum:
Hreinir vinnuliðir 34.75%
Hreinir efmsliðir 28.83%
Blandað'ir liðir 36.42%
Hversu hinir blönduðu liðir
skiptast miili efnis og vinnu er
mér ekki I.ióst, en byggingameist-
arar, sem ég hefi rætt við um
þetta mál, fullyrð'a að hin raun-
\erulega skipting milli efnis og
vinnu sé nckkug breytileg frá ári
til árs og pvi ekki að fullu á vísan
að róa um það, hvar hún stendur
hverju siani Talið er að samkv.
verðlagi á vinnu og efni 1957, hafi
hjutföllin í fullbyggðri slíkri bygg
ingu venð: Vinna h. u. b. 60% en
tfni h.u.b. 40%, en að síðari geng-
isfellingunni afstað'inni hafi þau
verið orðin mjög nálægt helm-
ingaskiptum milli þessara liða.
Nú mun aftur á móti tekig tals-
■■ert ag leita til hins fyrra hlut-
íalls, og sýnist allt benda á öra
þróun í þá átt. Það mun því óhætt
að fullyrða, að vinnan seilist nú
drjúgum yfir 50%, trúlega að hún
sé ekki undir 55% um þessar
mundir. Sr. Gísli játar, að láns-
fjárhæð'in hafi ekki dugag betur
en „nokkurn veginn fyrir efnis-
Vaupum". Vakna því spurningarn-
ar: Hvaðan fást þessir 55 hundr-
aðshlutar? Eru nokkrar líkur fyr-
ir því, að mikill meirihluti þeirra
bænda, sem nú þurfa að byggja,
þurfi ekki að leita til skyndilána
í Skógum minning hennar sú auð-
legð, sem eigi fyrnist.
Jórunn Ólafsdóttir
frá Sörlastöð'um.
Æðardúnsængur
VÖCGUSÆNGUR
KODDAR
SÆNGURVER
DÚNHELT LÉREFT
PATONSULLARGARNIÐ
heimsfræga í öllum lifum
5 grófleikar.
DRENGJABUXUR
GALLABUXUR
DRENGJAJAKKAFÖT
Póstsendum
Vesturgöty 12. Sími 135/0
um drjúgari illuta þeirra?
Það mun yfirleitt staðreynd, að
þá sé þolanlega sloppið með
skyndilánin, ef þau kosta ekki
meira en 9.5% p.a., þegar öll kurl-
in koma til þeirrar grafarinnar.
Mig uggir því mjög að það, sem
ég sagði í fyrri grein minni um
skyndilánin, reynist sorglega raun
hæf sannindi. Það liggur og í grun
mínum að þar, sem reynsluna og
prestinn greinir á um niðurstöður
muni honum ekki duga vígslan til
fulls brautargengis við þetta trú-
boð'. —
Eg sagði í fyrri grein minni:
„Ótrúlegt er að það, sem gerzt
hefur hér á landi, á þessu ári, láti
kaupmátt krónunnar alveg ósnort-
inn. Því miður virðist þessi geta
mín auðsönnuð nú þegar. Meðal-
tal'svísitala byggingarkostnaðar er
h.u.b. 81 vísitölustigi hærri 1963
en ’62, ef miðað er við 100 1939
(vísitalan 1. nóv. ’63 er áætluð af
mér). Ef miðað er við 100 1. okt.
1955 lækkar hún um 8 stig. Það
sígur því enn á ógæfuhlið um
verðmælinn.
Presturinn ber fram þá frómu
ósk mér t-il handa, að ég verði við
tilmælum Arnórs Sigurjónssonar,
þeim, að ég „vinmi að endurbót-
um hennar (þ.e. þessarar nýju
lánastofnunar), sem þörf kallar, án
flokkslegs mikillætis eða flokks-
iegra fordóma. Eg vildi heilshug-
ar verða við þessari ósk Arnórs.
Það mundi enginn fúsari en ég til
að vinna að endurbótum hennar
ef eg ætti þess kost, t.d. með þýí
að létta þessum skatti af bændum.
Arnór telur sýnilega endurbóta
þörf. Sr. Gísli hefði ekki farið að
senda mér þetta skeyti, ef það
væri ekki trú hans að Arnór hefði
þarna rétt að mæla. Það virðist
því óhætt að treysta á fylgi sr.
Gísla við þær till'ögur, sem fram
fcafa Komig og kunna ag koma,
meðan hans nýtur við, sem miða
að endurbótum þessarar sjóðs-
stofnunar.
En þá vakna þessar spurningar:
Er það „flokkslegt mikillæti",
þegar um það er að ræða að ráð-
ast til fangs við, þessi mál, að
leita á vit þeirra stofnana, sem til
þess eru settar að leggja fram fyr-
ir þjóðina þær staðreyndir, er þær
vita réttastar í hagsögu hennar
á líðandi stund, þegar á bak við
þá leit stendur bjargföst trú á að
þar sé hvert rúm skipað hámennt-
uðum drengskaparmönnum? Og
eru það „flokkslegir fordómar’ að
benda á þessar niðurstöður, — að
taka þær á margan hátt góðar og
gildar og byggja ályktanir sínar á
þeim? Eg hygg ag ég þurfi ekki að
leita til Arnórs um svör við þessu.
Tel liklegt að ég viti aðalefni
þeirra. En ég væri prestinum mjög
þakklátur fyrir svör hans, og þá
um leið við þessari spurningu:
Er það ekki flokksleg flónska að
láta þetta ógert?
Guðm. JósafiatssOin
frá Brandsstöðum.
13