Tíminn - 17.08.1963, Blaðsíða 7

Tíminn - 17.08.1963, Blaðsíða 7
Útgefc ndl: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Tómas Á.rnason. — Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og IndriSi G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Frétta- stjóri: Jónas Kristjánsson. Auglýsingastj.: Sigurjón Davíðsson, Ritstjórnarskrifstofur í Eddu húsinu, símar 18300—18305. Skrif stofur Bankastr. 7. Afgr.sími 12323. Augl., sími 19523, Aðrar skrifstofur, sími 18300. Áskriftargjald kr. 65.00 á mán. innan- lands. í lausasölu kr 4.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f — Aístaðan til NAT0 Það er augljóst af skrifum Morgunblaðsins í gær, að ekki muni standa á stjórnarflokkunum að veita Atlants- hafsbandalaginu miklu fullkomnari bækistöð í Hvalfirði en þegar hefur verið gert uppskátt um. Morgunblaðið heldur því fram, að það séu óheibndi og svik við Nato, ef ekki sé fallizt á öll þau tilmæli, sem Nato fer fram á um hervirki í viðkomandi bandalagsríki. Það brigzlar Framsóknarflokknum um fjandskap og svik við Atlants- hafsbandalagið vegna þess, að hann hefur lýst sig mót- fallinn hinum ráðgerðu framkvæmdum í Hvalfirði. Mbl. myndi ekki síður telja það svik við Nato, ef snúizt væri gegn óskum þess um enn meiri framkvæmdir í Hvalfirði. í'rekari vitna þarf því ekki við um það, að stjórnarflokk- arnir eru reiðubúnir til að veita Nato fyllstu aðstöðu fyr- ir kafbáta og herskip í Hvalfirði, eins og nú er líka hafinn undirbúningur að. Afstaða Framsóknarflokksins hefur hins vegar aldrei verið né verður þessi. Stefna hans hefur verið sú, að ís- lendingar ættu að meta og ráða þvi hverju sinni, hvaða varnir yrðu leyfðar og bæri jafnan að miða þær við það, að árásarvopn, eins og flugske.vtakafbátar, yrðu ekki staðsett hér og að auðvelt yrði að fella þær niður, ef friðvænlegra yrði í heiminum. í samræmi við þetta hef- ur Framsóknarflokkurinn haft a. m. k. tvívegis forustu um það í ríkisstjórn, að hafnað væri beiðni frá Atlantshafs- bandalaginu um svipaða bækistöð í Hvalfirði og ríkis- stjórnin hyggst leyfa því nú. Svipuð þessu hefur verið afstaða flestra eða allra ríkisstjórna þeirra landa, sem aðiid eiga að Nato. Allar, nema ef vera kann Bandaríkjastjórn, hafa hafnað meira og minna kröfum, sem Nato hefur gert til þeirra um framlög, hersgyldutíma, erlendar bækistöðvar o. s. frv. Stjórnir Noregs og Danmerkur hafa ekki sízt gert þetta. í þessu hafa síður en svo verið fólgin svik við Nato, heldur hefur þetta verið byggt á því, að hvert ríki ákveð- ur það sjálft, sem það leggur af mörkum, og lætur því ekki stjórnast í blindni af kröfum heimtufrekra og misviturra hershöfðingja. Stefna Sjálfstæðisflokksins er hins vegar sú, ef marka má skrif Mbl., að hershöfðingjarnir i Nato eigi einir að ráða því, hvaða hernaðarmannvirk.’ séu hér á landi og ís- lenzk stjórnarvöld eigi að fallast á allt, sem þeir fara fram á. Þess vegna er nú hafinn undirbúningur að kaf- bátalægi og flotastöð í Hvalfirði. Þeim framkvæmdum verður vissulega haldið áfram, ef stefna Sjálfstæðisflokks- ins og stjórnarflokkanna fær að ráða. íslendingar afsala þá raunverulega einu mikilsverðasta sjálfsákvörðunar- valdi sínu í hendur framandi nershöfðingjanefndar 1 París. Ósannindi Austra Austri, sem skrifar að staðaldn í Þjóðviljann, heldur því fram á annarri síðu Þjóðvilians í gær, að það sé fyrst nú sem Framsóknarmenn snúist gegn óskum Nato um flota- og kafbátastöðvar í Hvalfirði. Á fyrstu síðu Þjóðviljans er það hins vegar rakið, að slíkri ósk Nato hafi verið hafnað, þegar dr. Kristinn Guðmundsson var utanríkisráðherra, og aftur í tíð vinstri stjórnarinnar. Þjóðviljinn verður þannig sjálfur til þess að hnekkja ósannindum Austra. Skrif Austra sýna hins vegar, að stjórnarflokkarnir eiga dálítinn hjálparkokk, þar sem hann er. | Smáríkin gela átt góðan bátt í bættri sambúð stórveldanna Milliganga Spaaks sfuddi að samkomulaginu um tilraunabannið, EINN er sá kostur vestrænna stjórnmála, sem sjaldan reynir á en getur stundum orðið næsta mikilvægur. Það eru handbærir mannkostir og gáfur mikilmenna frá fámennum þjóðum. Vera má, að kommúnistarík- in séu ekki sá einsteinungur, sem þau voru á valdatíma Stal- íns. Samt sem áður virðast þau ekki fær um að iþroska leiðtoga hinna smærri þjóða og notfæra sér hæfni þeirra í mikilvægum samskiptum þjóða. Gomuikla, hinn pólski, er til dæimis mjög kunnur maður. Þó er ómögu- legt að hugsa sér hann gæddan nokkru athafnafrelsi í könn- unarhlutverki á borð við það, sem Paul-Henri Spaak, utan- ríkisráðherra Belgíu, leysti ný- lega af hendi. MIKILVÆGI stjórnmála- manna í hinucn vestræna heimi hefir aldrei staðið í beinu hlut- falli við stærð þjóðar þeirra. Meðan á heimssyrjöldinni síð- ari stóð, komumst við til dæmis að raun um töluverð alþjóðleg áhrif Smuts frá Suður-Afríku og áþekkt áhrifavald Lesters Pearson frá Kanada á árunum eftir stríðið. Sú staðreynd ein, að mögu- legt var að veita Lester Pear- son friðarverðlaun Nóbels, sannar greinilega, að manndóm ur éinstaklingsins er ekki met- inn eftir stærð, þjóðar hans. Spaak er einnig gott dæmi um þennan mögulega aug vest- rænna lýðræðisríkja, sem veltur fremur á gáfum en burð- um. Og Spaak ætti ekki síður að koma til álita við veitingu friðarverðlauna Nóbels en Pear son. SAMKOMULAG við valda- menn í Moskvu um takmarkað bann við kjarnorkutilraunum getur vel orðið upphaf að frek- ari árangri á því sviði. En í fögnuðinum yfir þessum árangri megum við ekki gleyma því hlutverki, sem Spaak leysti af hen-di. Kennedy forseti gaf í skyn í ræðu sinni 10. júní, að Banda- rikjamenn væru reiðubúnir að taka ti-I álita breytta framkomu gagnvart Sovétrkjunum. En valdamcnn í Washington höfðu HENRI SPAAK eðlilega ekki aðstöðu til að kanna sjálfir möguleikana á þessu sviði. Spaak grunaði, að það gæti orðið til bóta að kynna sér rúss nesk viðhorf í þessu efni. Hann óskaði eftir viðræðum við Krustjoff og hitti hann í Kiev 8. júlí. Þegar búið var að á- kveða fundinn, skýr'ji hann bandamön-num sínum frá þessu og Kennedy óskaði honum góðs gengis í símskeyti. SAMRÆÐUR þeirra Spaaks og Krusíjoffs urðu til þess að hreinsa andrúmsloftið að mun. Spaak var aðeins talsmaður lít- illar þjóðar, og vegna þess varð það ekki málfærslu hans fjötur um fót að hann yrði ranglega vændur um að reka erindi Bandarí’kjamanna. Spaak var hvorki sendiboði Kennedys né Atlantshafsbanda lagsins. Hann rak sitt eigið er- indi, en það var emmitt mikils virði. Spaak hefir verið kunn- ur maður á alþjóðavettvangi um 30 ára skeið og varð fyrst utanríkisráðherra Belgíu árið 1936. Hann er nú eini utan- ríkisráðherrann, sem gegndi þeirri stöðu fyrir heimsstyrjöl-d ina síðari. Af þessum sökum gat Spaak rætt við Krustjoff sem jafn- ingi, gæddur lengri reynsiu. Hann sagði forsætisráðherra Sovétríkjanna í hreinskilni, að ef hann fýsti að draga úr stirfni þjóða í milli, yrði hann að þoka | því fram stig af stigi. Eðlilegt 1 upphaf væri einhvers konar I saimikomulag í kjarnorkumálun- ffi um, síðan kæmi athugun á i mögul'eika þess að koma í veg 1 fyrir fyrirvaralausar árásir. Þaðan lægi leiðin til ekki-árás- arsáttmála milli Austurveld anna og Vesturveldanna, og að síðustu kæmi rannsókn á þýzka vandamálinu. Og vel kann svo að fara, að þetta verði leiðin. ÞAÐ er skoðun Spaaks, að S’jórnmálamaður frá smáríki geti hjálpað til að treysta grunninn undú góðri sambúð stórveldanna og komið í veg fyrir að þau lendi í sjálfheldu, ef hann velur rétt tækifæri á réttum tíma. Stjórnmálamaður frá lítilli þjóð nýtur ákveðins frelsis vegna þess, að hann verður bersýnilega ekki bendl- aður við stórveldin og getur í hæsta lagi virzt óhygginn. Spaak teiur, að fylgja þurfi ákveðnum reglum, ef ná eigi árangri við slíkan erindrekst- ur. Frumkvöðullinn verði að gera bandamönnum sínum grein fyrir framgangi mála, en verði að vera varkár um að- ferðir. Grunur megi aldrei falla á, að hann sé í ákveðn- u-m erindagerðum eða að leita eftir ákveðnu samkomulagi. Hann megi engu lofa og verði að forðast allar gildur. ÞAÐ er dálítið skrýtið, að vita Spaak gegna svona mikilvægu hlutverki í samskiptum við Rússa. Fyrir fáum árum var hann rétt á eftir Foster Du-Hes á „svarta listanum“ í Moskvu. En síðan þá hefir honum tekizt að afla sér vinsamlegs sam- bands við Krustjoff, persónu- lega. Spaak greip tækifærið, þeg- ar honum virtist vera að draga til ’ úrslitaátaka í heimi komm- únista milli Krustjoffs og Mao Tse-tung, átaka, sem yrðu enn dj-úptækari en átökin milli Trotskys og Stalíns. Mikilvægi stjórnmálamanns- ins fer ekki eftir stærð þjóðar hans, heldur aðeirs eftir reynslu hans, vizku og skarp skyggni. Spaak er gæddur þess um eiginleikum í ríkuiu mreli. (Þýtt úr New York Times). Þotur milli NewYork- Keflavíkur - Englands Frá og með 2. okt. n.k. hyggst Pan American flugfé- lagið taka í notkun þotur á flugleiðinni New York—Kefla vík—Bretlandseyjar, og verð- ur flogíð einu sinni í viku. Frá 1. október ganga einnig sér- stök vetrarfargjöld í gildi hjá félaginu, sé flogið fram og til baka innan 21 dags, þann- ig að farmiðinn fram og til baka Keflavík—New York, kostar 10.197 krónur. Flugvélartegund sú, sem tekin verður í notkun á þessa-ri leið 2. október er af gerðinni DC-8, en hingað til hafa verið notaðar vélar af gerðinni DC-7C. Hin-ar nýju vél ar eru mjög hraðfleygar, eins og þotum sæmir. Þær leggja upp frá New York á hverri miðvikudags- nótt, koma hingað klukkan 8 að morgni, far-a héðan hálftíma síðar, lenda í Prestvík klukkan 11,30 og Lundúnu-m 13,30. Þaðan fara þær svo klukkan 16,00, fara sömu leið til baka, fara frá Keflavík klukk- an 19,40 og koma til New York klukkan 21,35. Tekið skal fram, að hér er vitanlega alls staðar átt við staðartíma. Fargjöldin til Evrópu verða óbreytt, en nokkru hærri héðan til New York. Kostar f-armiðinn 8758 krónur aðra leiðina, en eins og fyrr segir verður unnt að ferð- ast ódýrt fram og til baka í vetur, ef ekki líða nema þrjár vikur milli ferða. z T í M I N N, laugardagurinn 17. ágúst 1963.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.