Tíminn - 17.08.1963, Blaðsíða 8

Tíminn - 17.08.1963, Blaðsíða 8
Viðlal þetta átti að sjálf- sögðu að birtast um það leyti, sem Sigfús í Vogum átti ittræðisafmæli, en vegna blaðamannaverkfalls ins er það með seinni skip- um. Ég er staddmr að Vogum í Mývatnssveit gestur á beimili hjónanna Sólveigar Stefánsdóttur og Sigfúsar Hallgrímssonar, se>m þar hafa búið í hálfa öld. Jörðin Vogar er við austanvert Mývatn. íbúðarhús þessara hjóna stendur svo að segja á vatnsbakikanum. Sumartíðin hefur um slkeið verið rigningasöm og köld, en á þessari stund flæðir sólskin yfir sveitina. Fjöllin í umhverfinu eru blámöttluð. Vatnið bjart og glamp andi, hólmar þess og eyjar sikrúð- grænt. Bæina meðfram vatninu „hillir í óskanna land“. Náttúrufegurðin við Mývatn veitir fóliki þangað nægilegt er- indi. Að þessu sinni er • ég þó hingað kominn í öðrum erindum. Ég hef tekið að mér erindi blaða- manns. Ég á að eiga viðtal við Sigfús í Vogum, af því að hann hefur eftir fáa daga öðlazt áttatíu ára lífsreynslu. Mætti þá að vísu segja að erindið sé m.a. að kanna, hvernig hin fagra sveit hefur mótað þennan son sinn 'og lífsskoðanir hans. En út í það verður þó að sjálfsögðu ekki far- ið sérstaklega. Sigfús taldi ástæðulítið að hafa af sér áttræðum tal til birting- ar. En þar sem hann er í ver- unni viðræðufús og gestrisinn, lét hann þó tilleiðast, og sagði eftir stundarkorn: Spurðu þá, eins og þú vilt, en ég svara eða svara eikki. Hvar ertu fæddur, hvenær og af hvaða ættum? Ég er fæddur hér í sveit að Grænavatni 11. ágúst 1883. For- eldrar mínir voru hjónin Ólöf Valgerður Jónasdóttir, hrepp- stjóra að Grænavatni Jónssonar; og Hallgrímur Pétursson, Jóns- sonar prests í Reykjahlíð, Þor- steinssonar Jónssonar í Ási í Kelduhverfi. Móðir móður minnar var Hólrn- fríður Hel'gadóttir á Skútustöð- um. Móðir föður míns var Guð- finna .Tónsdóttir. Hún var systir Jónasar föður móður minnar. Þetta skulum við láta duga um ættirnar. Annars eru þær ýtar- lega raktar í bókunum: Skútu- staðaættin (eftir Þuru i Garði), og Reykjahlíðarættin (eftir Jón Jónsson Gauta). Hvað varstu lengi á Græna- vaflnt? Til sjö ára aldurs. Þá fluttust foreldrar mínir búferlum hingað að Vogum og hér hefi ég síðan átt heima. Þá var hér einbýli — og lengur. HvaS áttlr þú af systklnum? Eina systur og tvo bræður. Systir min hét Kristjana. Hún giftist Illuga Einarssyni i Reýkja- hlíð og bjuggu þau þar allan sinn búskap. Bræður minir voru: Jónas, kvæntur Guðfinnu Stefáns dóttur frá Öndólfsstöðum systur konu minnar og Þórhallur, kvænt ur Þuríði Einarsdóttur frá Reykja hlíð. Eg var yngstur systkinanna. Öll eru systkin mín látin. Jörðinni Vogum skipti faðir minn milli oikkar bræðranna jafn harðan og við kvæntumst. 'Hvenær kvæntlst þú, og hve nær hófstu búskapinn? Við Sólveig giftumst 21. júní 1912. Hún er — eins og þú veizt — dóttir hjónanna Stefáns Jóns- sonar bónda á Öndólfsstöðum í Reýkjadal Hinrikssonar, skálds á Helluvaði, — og Guðfinnu Sigurð ardóttur bónda á Arnarvatni, Magnússonar. Við gerðumst búendur í Vog- um 1913, — höfum því rekið búskap okkar í 50 ár. Hvað elgið þið af niðjum? Við 'eigum átta börn á lífi; þrjá sonu og fimm dætur. Börnin eru, talin í aldursröð: Bára, gift Illuga Jónssyni bónda á Bjargi í Mývatnssveit; Stefán, bóndi í Vogum giftur Jónu Jónsdóttur frá Litluströnd; Ásdís, ógift á heima í Reykjavik; Hinrik, bóndi í Vogum kvæntur Sigríði Guðm- dóttur frá Berufirði; Valgerður, gift Haraldi Gíslasyni mjólkurbús stjóra, Húsavík; Erna, gift Pétri Jónssyni bónda að Hellum Borg- arfirði; Jón Árni, atvinnubílstj., kvæntur Þorbjörgu Gíslad. frá Helluvaði. Þau hafa reist sér íbúðarhús í Vogum og heitir það Víikurnes, — Kristín, gift Bóasi Gunnarssyni frá Reyðarfirði. Þau hafa reist sér íbúðarhús í Vog- um, er þau nefna Sfuðla. Hann stundar .sjómennsku á vertíðum. Barnabörnin eru orðin 31. Hvað búa margir I Vogum nú? Hér er þríbýli, — þrenn félags bú. Faðir minn skipti jörðinni milli okkar bræðranna þriggja, eins og ég áðan sagði. Þeir þriðj- ungar hafa nú fengið heitin: Vog- ar I., Vogar H„ og Vogar m. Á Vogum I. búa tveir synir Þórhalls félagsbúi. Á Vogum II. tveir synir Jónasar félagsbúi með móður sinni. Á Vogum HI. bý ég og tveir synir mínir, Stefán og Hinrik félagsbúi. Þröngbýli mikið hefur verið í Vogum. Hjá okkur bræðrunum ólúst upp nálega samtímis 24 böm. Nú eru í þessu hverfi 8 íbúðar hús, 10 heimili og 52 fbúar alls. Hvernlg telur þú búskaparsktl- yrðl I Vogum? Vogar eru að mínu áliti tæp- lega meira en einbýlisjörð á nú- tímamælikvarða. Landrými skort ir mjög fyrir þríbýli, af þvf að landið er grýtt og ekki ræktan- legt. Búið fyrir löngu að rækta smábletti innan um hraunið. Tún Voga mun vera um 20 sundur- sl'itin svæði og reitir. Reynt hef- ur verið að rækta sandjörð, en gefizt misjafnlega; sandlagið of þunnt, gróðurinn „brennur" ef heitt er. Fyrir nokkrum árum keyptu Vogabændur um 20 hektaraimýr- lendi til ræktunar vestur á Mý- vatnsheiði. Þetta var gert sem tii- raun. Langt er og dýrt að sækja þangað heyskap, en lakast þó, hve. grasvöxtur bregzt vegna kal- skemmda Orðið hefur að grípa til endurræktunar. Beitiland skortir bagalega. Ver ið er að gera tilraun með út- græðslu á beitilandi. Stórt grýtt og blásið land hefur verið girt, sáð í það og áburður á borinn. En hvað er um hlunnindi? Silungsveiði var til nokkurs stuðnings við búskapinn, en nú er veiði f Mývatni mjög þverr- andi. Eggjatekja er hér til bú- drýginda. Jarðhiti er hér á all- stóru svæði og grær hans vegna fyrr á vorin á því svæði en vfða annars staðar. Væntanlega verð- ur hann hagnýttur í framtfðinni meira en nú er. Hverjar eru búgreinar ykkar feðga I Vogum III? Aðallega sauðfjárrækt. Notum Austurfjöll með góðum árangri, þó að erfið sé fjárgæzla þar Lambféð flutt austur strax og því er sleppt úr húsi á vorin. Ásetn- ingsféð rekið þangað eftir að fjárleitum er lokið haust hvert. Venjulega gengur það þar fram í desember, — oft fast að jólum. Mjólkurfnamleiðsla til innleggs hefur aukizt seinni ár. Getur þó varla orðið gildur þáttur, vegna takmarkaðs heyskapar. Hver hafa þér þótt skemmti- legust störf við búskapirtn? Umgengni við búpening, eink um sauðféð.. Enn fremur vinna við umbætur ábýlis, þótt í of smá um stíl hafi getað orðið. Vinnu- dagarnir voru oft langir og strangir, en ég minnist þeirra með ánægju. Eitt sinn notaði ég kvöld til að gera þaksléttu og vann að því við luktarljós. Mér er síðan sá blettur f túninu kær- astur, og enn er hann bezt gerði bletturinn. Þú varst að heyverkum áðan, þegar mlg bar að garði? Ójá, — en ég stend ekki lengur í ströngu við búskapinn. Synir mínir hafa tekið við önn dagsins. Það er mikil náttúrufegurð hér I Vogum. Já, það er fögur útsýn hér. Fegurð er eðlilega ekki metin til peninga sem hlunnindi. Engu að síður er það sannfæring mín, að náttúrufegurð heimastöðva eigi verulegan þátt í að móta sálar- lífið. Það er ekkl út i bláinn, að Stefán G. Stefánsson talar um „heimalandsmót“ og „frænku eldfjalls og íshafs“ — Gekkst þú f skóla? Ég var tvo vetur í gamla Gagn fræðaskóla Akureyrar. Útskrifað ist þaðan vorið 1905. Fór sfðan til Danmerkur og Englands til þess að sjá „brot af heiminum“. Kynnast ofurlítið þessum ná- grannalöndum og lffi og menn ingu fólksins þar. Eyddi í þessa námsför einum vetri og tel, að ég hafi hlotið í þeirri ferð nyt- sama fræðslu á marga lund. — Meðal annars þóttist ég þá sjá, að eins gott væri að lifa á ís- landi og erlendis og meira frelsi en í nágrannalöndunum. Þú stundaðir kennslustörf eftír að þú komst heim? Tvo vetur kenndi ég ungling- um í Mývatnssveit. Skólinn var í þinghúsi hreppsins. Nemendur lögðu saman matföng sín, sem þeir fengu að heiman, réðu sér matráð&konu, gistu í þinghúsinu. Þetta hefði ekki þótt boðlegt heimavist nú, en gafst þó vel. Tvö vor kenndi ég sund í Mý- vatnssveit og eitt vor sund í Reykjadal. Hafðir þú gaman af IþróHum? Já, og tók dálítinn þátt í íþrótt um „meðan ungur ég var“. Mest, gaman hafði ég af glímum og sundi. Keppti í sundi á héraðs- íþróttamóti á Húsavík 1910. Vann þá keppni. Þú hefur teklð mikinn þáH í félagsmálum. Varstu ekki í hreppsnefnd? Átti sæti í hreppsnefnd Skútu- staðahrepps í tvo áratugi, og ekki við meiri erjur en venjulega eru í þeim störfum. Hvað varstu lengi delldarstjórl í Kaupfélagi Þingeyinga? í tólf ár deildarstjóri Mývetn- ingadeildar K.Þ. Fulltrúi á aðal- fundum K.Þ. í tugi ára. Stóðstu ekkl á átfraeðlsaldri' fyrir byggingu Reykjahlíðar- klrkju? Ég hef verið i sóknarnefnd kirkjunnar síðan 1917 og formað ur nefndarinnar síðustu árin, — Eðlilegt var að forstaða bygging armálanna kæmi á mig sem for- mann. Undirbúningur þeirra mála hófst 1950, en aðalverkinu lokið og kirkjan vígð 1. júlí 1962. Áður en hafizt var handa um bygiginguna varð að fá fram- kvæmd eigendaskipti á kirkjunni, sem hafði frá upphafi verið bændaeign. Tókust um þetta góð ir samningar við Reykjahlíðar- bændur, sem áttu kirkjuna. Að sjálfsögðu var forstaða byggingarmálanna all erilsöm stundum, svo sem: fjárútvegun, mannaráðningar og efniskaup. En þegar kirkjan er komin upp, er þreytan horfin. Þú hefur mikið unnið að efl- ingu söngllfs. Hvenær tókstu að þér söngstörf við kirkjuna? Árið 1903 var ég fenginn til söngstjórnar við Reykjahlíðar- kirkju. Þá átti kirkjan ekkert orgel og söngfólkið var fátt. Láns orgel var þó útvegað strax og ég S byrjaði. Eg beitti mér fyrir stofnun kirkjukórs 1908 og hef veitt hon- um forstöðu síðan. Sá kór hefur æft fleira en kirkjusöng, komið alloft fram á skemmtisamkomum og tekið þátt í söngmótum kóra. Hefur þú ekki stjórnað fleiri söngkórum? Jú, um skeið var ég fenginn til þess að stýra almennum, blönduðuro sveitakór og seinna karlakór um nokkur ár en Jónas Helgason á Grænavatni tók síðar æ við því starfi. wwwwfflii rr.irmJJ b T í M I N N, laugardagurinn 17. ágúst 1963.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.