Tíminn - 17.08.1963, Blaðsíða 9

Tíminn - 17.08.1963, Blaðsíða 9
 Hafa sangstörfirr verlö ólaun- 08? Já, sjálfboðavinna hjá öllum kórfélögum. Hefur þú ekki áhuga á að upp kom'rzt hln margumrædda kísil- gúrvlnnsla vlS Mývatn? Jú, au&vitað. Þá mundi fólik- inu fjölga hér í sveit vegna at- vinnuaukningar. >á liði ekki lanigur tími þar til' bolmagn yrði til að virkja jarðhitann til heim- ilisnota hér við austanvert Mý- vatn. Eg tel heppilegt að þétt- býlismiðstöðvar myndist i sveit- um. Ný útfhitningsverðmæti koma líka allri þjóðinni í góðar þarfir. Vfltu segja eitthvaS um íslenzk stjórnmál? Ef ég leysti frá skjóðunni um þau, jTði það alTtof langt mál 1 þessu viðtali, þvi um stjórn- málin hugsa ég allmikið, eins og þú veizt. Ég hef alltaf fylgt Framsóknar flokknuœ að málum frá því að hann var stofnaður. Tel að hann hafi verið eini flokkurinn, sem hafi barizt, raunverulega fyrir hag bændastéttarinnar og jafn- framt hag alls almennings i land inu. t þvi sambandi hefur hann verið sá flotokurinn, sem stutt hefur samvinnufélögin og staðið vörð um samvinnuhreyfinguna i landinu. Ertu ekkl bjartsýnn á framtíS fslemzku þióSarinnar? Mér er ekki gefin spámannlteg sýn inn í ókomna tíð til að svara svona spurningu. Mér kemur í hug erindi, eftir Jóhann Sigur- jónsson um Jónas Hailgrímsson. Jóhann kallar þar Jónas, sem hann auðvitað elskar þó og dáir, „óskabam ógæfunnar", og segir: ,,Dregnar eru litfagrar dauðarós- ir á hrungjörn lauf“------ Það virðist svo sem íslenzka þjóðin hafi orðið óskabarn ógæf- unnar um stund. Pólitískt frelsi hennar er í dag illa á vegi statt. Það er í höndum óbilgjarnra, ein ræðishneigðra valdhafa. Fésterk- um flotoki fjárhyggjunnar hefur tekizt að hlaða um hana svörtum reykskýjum pólitíkur sinnar, sem blinda hana, svo hún greinir etoki veginn út í blátæra heiðríkjuna, heldur viliist leiðina inn í kol- svarta fépyngjuna. En innan tíðar skín sólin og brennir af þessa óhamingju. Jú, ég er bjartsýnn á ham- ingju þjóðarinnar — og vU vera það. Tveggja flokka stjómarkerfi VOGAR III. eins og í Bandaríkjunum — mundi hafa heilsusamleg áhrif á þjóðlífið. Hvað segir þú um trúmállh? Því miður má finna nokkra hliðstæðu í trúmálum og stjórn- málum. Það er leitt til þess að vita hvernig kinkjunnar menn tog ast á, og þar er um að ræða íhald og frjálshyggju. Þjóðin er að upp lagi frjálslynd og það má vel fá hana til þess að hlusta á trúar leg efni og erindi um þau. Hún vill fá að hlusta á nýjar stefnur og kynnast visindalegum athug- unum. Það þýðir ekkert að ætla sér að kæfa fróðleiksþrána í þess um efnum. Meginhluti þjóðarinn ar vill fá lifandi orð af munni kennimanna kirkjunnar, þar sem komið er inn á hin daglegu vanda mál mannlífsins, dyggðir þess og ódyggðir. Jafnvel pólitík má fljóta þar með. Hana á síður en svo að undanskilja siðgæðislegu mati. Útvarpserindi Árna Ólasonar blaðamanns, fyrir skömmu flutt,- mætti vera mörgum kennimanni fyrirmynd, mikið ágæti var það. 'Hlustar þú venjulega á messur útvarpslns — og trúarleg erindl? Já, ég geri það. Þetta er ákaf- lega misjafnt til mannbóta að minum dómi. Þar eru stundum fögur og lifandi orð, krydduð and ríkum versum bænar eða sálms. En alltof oft dautt orð og ein- hæfur upplestur ritningargreinar, sem eru ungu fólki hebreska. Það er hægt að hrekja fólik frá útvarp inu með einstrengingslegu og ó- meltanlegu efni. Hvað áttu við? Ég er t.d. búinn að hlýða lengi á upplestur úr Davíðssálmunum og er nú komið í 150. sálm. í Davíðssálmum er að vísu margt fallegt og viturlega mælt, en of mikið er þar af fagurmælgi sí- endurtekinni og orðatiltækjum, sem nú eru úrelt og hafa jafnvel breytt merkingu. Að menn þurfi t.d. að „óttast guð“ — hræðast hann á nútíma máli, — til þess að hann vilji gefa þeim góðar gjafir, — eins og þar segir — er börnum og unglingum og fjölda fólks ómeltanleg fæða. — Fólk hættir að hugsa og fær óbeit á þættinum. Það ætti að breyta þættinum .Flotoka hann í nokkra flokka. — Skipta flotokunum á daga. Hafa einn daginn þátt fyrir 10—14 ára börn, annan dag þátt fyrir 15— 16 ára unglinga o.s.frv. Undir- búa þættina með tilliti til hlust- endanna í hverjum flokki. Þá mundu fl'eiri gerast góðir hlust- endur. Finna þarf leiðir til þess að auka trúarlegan þroska þjóðarinnar. Kirkjan hefur þar mikið verk að vinna og veglegt þjóðinni til velfarnaðar. Tii þess að geta leyst sín verkefni er henni lífsnauðsyn að gera boð skap sinn skiljanlegan. Hvaða tómstundaiðja hefur ver ið þér til mestrar ánægju? Hljóðfæraleikur, söngur og lest ur góðra bóka. Ég minnist margra yndislegra stunda frá þeim tímum, þegar konan mín söng og ég lék undir á orgel okk ar, en hún hafði lært dálítið til söngs. Nú er hún sjötug orðin og hætt að syngja. Samt sitjum við enn þá oft við orgelið og njótum tóna þess saman. Þó að ég unni bókum, kann ég satt að segja ekki að meta tízku sfcáldskap nútímans o-g held að það sé því miður ekki elli minni að kenná. Hins vegar gríp ég oft td bóka el'dri skáldanna, þegar ég þarf að hressa upp á hugann, — og bóka yngri skálda, sem tala eins og menn með réttu ráði. Þótt sitthvað sé öðruvísi en þú vildir að það væri, skilst mér, að þú getir heilshugar á áttræðis afmælinu tekið undir með Erni Arnarsyni, og sagt: „ . . . samt er gaman að hafa lifað svo langan dag". Eða er það ekki rétt, Sigfús? Jú, vissulega hef ég haft gam- an af lífinu. Ég hef haft gaman af að lifa mikið framfaratíma- bil í lífi þjóðar minnar og kynn- ast mörgum furðuverkum þekk- ingar og kunnáttu. Ég er sáttur við lífi'ð og þaitoklátur fyrir marg- víslega hamingju, sem það hefur veitt mér. Ég held mig ekki hafa skapað gull né græna skóga, en heldur ekki forarvilpur til eitr- unar mannlegu lífi. Gott er nú eftir langan og stundum talsvert áreynslumi'kinn vinnudag að lifa í heimagarði með góðum ævifélaga í skjóll nærgætinna niðja — og njóta geisla kvöldsólar. Áður en ég kvaddi fóltoið í Vogum HI. fór Sigfús Hallgríms- son með mér út í allstóran hólma, sem Húsnesshólmi er nefndur. Hann er andspænis íbúðarhúsinu, handan við lítinn vog; gengið út í hann á brú. í hólmanum hafa börn Sólveig ar og Sigfúsar hafið trjárækt og blómarætot. Er sú gróðrarstöð helguð gömlu hjónunum og á að verða minnisvarði. f rjóðri á hólmanum á að reisa minnis- mertoi, og hafði Guðmundur heit inn frá Miðdal að mestu lotoið að gera minnismerkið, þegar hann lézt, þó að það sé enn etoki komið þarna. Hólminn er þegar orðinn mikil staðarprýði og ber hugarfari að- standenda fagurt vitni. Sigfús fylgir mér að lokum upp að þjóðveginum. Ég stíg í bifreið en hann gengur aftur heim til sín. Hann ber höfuðið hátt eins og hann hefur ætíð gert: Hrein skilinn maður, sem ekki hefur, mér vitanlega, hopað af hólmi fyrjr neinum vegna minnimáttar- toenndar eða linku. Sjálfstæður maður og ráðdeildarsamur. — Áhugamaður um mannfélagsmál. Félagshyggjumaður og frjáls- hyggjumaður. Listhneigður mað- ur og fegurðardýrkandi. Átlhaga rækinn og fjölskyldukær maður. Áttræður sigurvegari á þeim yelli, sem hann haslaði sér í ör- lagaglímunni. Karl Kristjánsson. Sr. Gisli Brynjólfsson sendir mér þakkir í Morgunblaðinu 1. ágúst „fyrir kafla þann er hann lætur prenta eftir mér í Tíman- um 24. júlí úr þætti mínum í Morgunblaðinu 10. júlí s.l.,“ svo þakkarávatpið sé rétt eftir haft. En hann bætir við: „Hins vegar sé ég enga ástæðu til að hefja við' hann ritdeilur um einstaka kostn- aðarliði vig byggingar eða aðrar framkvæmdir í sveitum landsins. Þag vil ég hins vegar fullyrða, eftir umsögn þeirra manna, sem voru að bvggja fjós á s.l. ári, að þeir komu þeim húsum upp fyrir Guðmundur Jósafatsson frá Brandsstoðum: Kvittun til kennimannsins minni fjarhæð en Guð'mundur til- greinir (22,767,00 kr. á bás,) þann- ig að lán þetrra úr Stofnlánadeild- ínni nægð: þeim nokkurn veginn fyrfr efmskaupum." Sr. Gísh vill ekki „hefja rit- deilur“ við mig „um einstaka kostn aðarliði við byggingar“. Eg get vel fyrirgefið það. Hann hafði ekkert við mig að tala um þessi mál. Eg sagði í grein minni: „í ;úní 1962 gaf bankinn (þ. e. Fram- kvæmdabankinn) út gagnmerkt rit, sem nefnist: Úr þjóðarbúskapn um“. Þær tölur sem fram koma hér á eftir, eru allar sóttar þangað, og þó að p-'i tiiskildu, að tölur árs- ins 1962 eru sóttar til sömu frum- beimilda og höfundar ritsins byggðu á.“ Af þessum orðum er auðsætt, ag presturinn þarf tð taka nokkru fleiri á kné sér en mig, begar til þess kemur að ó- sanna sögu mína. Honum nægir ekki að' taka aðalhöfunda ritsins Hann barf líka að taka alla þá að ila, sem höfundarnir leituðu ti. og kenna þeim fræði hins nýjt íagnaðarloðskapar. Og honun dugir ekki að taka þessa eim tölu til mcðferðar, þegar um þaf er að ræða að sanna, ag ég haf; farið með geip eitt í grein minni Hann barf líka að taka töluna sem ég var með um hliðstæðai: L-yggingakostnað 1957. Sá saman burður, sem ég var þar með, sýnli kaupmát.t lánsfjárhæðanna bæð; árin. Klerkurinn verður ag gætt Framhald é 13. tfSu. T í M I N N, laugardagurinn 17. ágúst 1963. — 9

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.