Tíminn - 17.08.1963, Blaðsíða 3

Tíminn - 17.08.1963, Blaðsíða 3
9 dreift víðs vegar um í landinu NTB—Lundúnum, 16. ágúst. Leitin að hinum bíræflnu lestar ræningjum verður umfangsmeiri með degi hverjum, en stöðugt afllar Scotland Yard nýrra upplýs- inga í máiinu, sem færir hana nær lokamarkinu, þ.e. að hafa hendur í hári hinna 20 ræningja og finna þýfið. ■fo í dag voru fimm menn leiddir fyrir rétt í Linslade, sem er að- eins 8 km. frá þeim stað, þar sem ránið var framið. Tveir mannanna, Roger John Cordrey og William Gerald Boal, eru á- kærðir fyrir þátttöku í sjálfu rán inu, en hinir þrír fyrir að vera þjófsnautar. Myndin er tektn Inni í upplýs- ingaherberginu í aðalstöðvum Scotland Yard í Lundúnum, en þaðan var stfórnað leitinni að ræningjunum. -fo Maður og kona, sem voru á skemmtigöngu á skógivaxinni hæð um 40 km. suður af Lund- únum, fundu í dag tvo pakka, sem í voru um 12 milljónir kr. £ pundseðlum og telur lögreglan þetta vera hluta þýfisins. ■fr Lögreglan kom strax á vett- vang og með aðstoð sporhunda fann hún ferðatösiku skammt frá með peningum í, en áiitið er, að ræningjamir hafi hent henni frá sér í flýti, og efkiki gert neina tilraun til’ að fela hana. Sömu- leiðis fannat akjalataska full af peningum, ■fe Scotland Yard álítur nú, að ránsfengnum hafi verið dreift víðs vegar um í landinu og aðeins tiitölulega litlar upphæðir á hverjum stað. ■fo Lundúnablaðið Evening News segir lögregluna nú athuga, hvort réttar séu upplýsingar um, að 60 milljónir króna í seðlum séu grafnar í plastpoka í garði einum í Buckinghampshire. ■& AFP skýrir frá þvi, að lög- reglan hafi í dag rannsakað rúst- ir á hafnarsvæðinu og haft á brott með sér stóran kassa, sem Framh á bls 15. Fallast ekki á að- ild A-Þýzkalands NTB-Lundúnum, 16. ágúst. Sovétstjómin hefur tilkynnt Bretiun og Bandaríkjamönnum, að Austur-Þýzbaland hafi gerzt aðili að Moskvusamningnum um tiakmarkað bann við kjarnorku- vopnatilraunum og hiafi þegar und irritað það eintak samningsins, sem geymt er í Moskvu, en önnur eintök eru til undirritunar í Lund únum og Washington. í heimildum að frétt þessari segir einnig, að Bretar og Banda- ríkjamenn hugleiði nú, hvemig snúast skuli við þessum atburði, en báðir aðilar hafa lýst því yfir, að þeir myndu ekki viðurkenna tilkynningu frá Sovétríkjunum um, að Austur-Þjóðverjar hefðu gerzt aðilar, þar sem þeir viðurkenna ekki austur-þýzku stjórnina. Austur-Þýzkaland var á Usta imeð 52 ríkjum, sem undirritað ihafa samninginn í Moskvu, en listi þessi er nýkominn til Lund- úna og Washington. Stjórnir Bretlands og Bandaríkj anna sendu Sovétstjóminni í dag svar, þar sem því var lýst yfir, að stjórnirnar viðurkenni ekki Austur Þýzkaland og þar með eldki undir- skrift fuU'trúa þess á samningnum, svo framarlega, sem líta megi á Framliald á 15. síðU. FÉLL NIÐUR UM KLÓAKOP Myndirnar hér tii hliðar eru af óvenjulegu atviki, sem varð í Kaup- mannahöfn í fyrradag. Lífill drengur hafðl fallið niður um klóak- op í St. Peders-stræti og gat sig hvergi hrært á botni brunnsins, þar sem hann er ekki nema 35 cm. í þvermál. Björgunarmenn frá Falck-Zonen komu á ve'ttvang ásamt lögregiu, og köstuðu þeir reipi niður tii drengsins og báðu hann halda fast í, á meðan han.n væri dreginn upp úr djúpinu. — En þá kom babb i bátinn, því að sá stutti hrópaði grátandi, að hann vildi ekki taka í reipið, nema móðir hans kæmi á staðinn. Ekki voru tök á að ná í móður- ina í hasti og gripu björgunarmenn þá til þess ráðs að fiska dreng- inn upp með krókstjökum. — Á myndlnni nær sjást nokkrir björg- unarmanna kíkja niður um opið og eru að reyna að fá stráksa til að taka í reipið, — en á hinni myndinni sést sá stutti hágrát- andi, on heill á húfi í hópi björgunarmanna. BLOÐSUTHELLINGAR VOFA YFIR í SUÐUR-VIETNAM NTB-Saigon, 16. ágúst • Sjötíu og eins árs gamall murtkur brenndi sig til bana í dag í bænum Hue í Suður-Vietnam og er hann fimmti Búdda-trúarmaSurinn, sem brennir sig á báli til að mótmæla trúflokkamisréttinu i landinu. • Mjög ófriðlega horfir nú í landinu og þá sérstak- lega í bænum Hue, þar sem stjórnin hefur fyrirskipað sólarhrings útgöngubann þar. Vopnaðir hermenn eru á verði við allar helztu byggingar í bænum, sem telur um 100.000 íbúa, þar sem óttazt er, að til óeirða komi, enda munkarnir sagðir í vígahug. Nú eru liðnar fjórtán vikur síðan Búdda-trúarmenn hófu fyrir alvöru baráttu -sína fyrir trúfrelsi í landinu, en þeir saka stjórnina, sem er rónwersk- kaþólsk. um ag mismuna mönnum vegna trúarbragða. Raanverulega má segja, að stríðsástand sé í landinu, enda þótt því hafi ekki opinberlega verið lýst yfir, en allar aðgerð- ir benda til slíks ástands. Munkurinn, sem framdi sjálfs morg í dag, hét Thich Tieu Dieu og er hann talinn hafa stjórnag mótmælagöngum stú- denta í Hue í gær og fyrradag. Frá Saigon berast fregnir um að ýmsir utanaðkomandi aðilar leggi nú fast að Diem forseta, að hefja raunhæfar aðgerðir til ag leysa trúarbragðadeilu þessa. Síðdegis í dag þurftu lög- reglumenn að beita táragasi tU að dreifa mannfjölda, sem safn azt hafði til mótmæla í Nha Framhald á 15 síðu STUTTAR FRÉTTIR NTB—New York, 16. ágúst. Bandariskum flugmanni var í dag bjargaö um borö í sovézkan fiskibát, eftir aö flugmaðurinn hafði neyðzt til að varpa sér í fallhlíf úr þotu i 20.000 feta hæð. — Nokkru seinna kom bandarisk þyrla og tók við flug manninum, sem ekki varð meint af volkinu. NTB—Rio de Janeiro, 16. ágúst. — 25 manns fórust og 14 meiddust al- varlega, er farþegabifreið brann í dag til kaldra kola í Lagoasanta, nálægt Belo Porizonte í Brazilfu. í vagninum voru alls 40 farþegar. T í M I N N, laugardagurinn 17. ágúst 1963. — 3

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.