Tíminn - 17.08.1963, Blaðsíða 14
••' ,i:is^'.;j*
ÞRIÐJA RIKIÐ
WILLIAM L. SHIRER
burg, sagði hann. Öll umferð járn-
brauta milli landanna tveggja
hafði verið stöðvuð. Préttir bárust
um það, að þýzkar sveitir væru
farnar að draga sig saman við
landamæri Austurríkis.
Þegar klukkan 6:15 var Schuseh-
nigg á leiðinni til skrifstofu sinnar
við Ballhausplatz, en hann ákvað
samt að koma við í St. Stephens-
dómkirkjunni,. Þar sat hann óró-
legur á bekk sínum, og hugsaði um
hin illsvitandi skilaboð, sem 'hann
hafði fengið frá lögregluforingj-
anum. „Ég var ekki alveg viss um,
hvað þau þýddu“, sagði hann
seinna. „Ég vissi aðeins, að þetta
gat valdið einhverjum breyting-
um.“ Hann starði á kertin brenna
fyrir framan líkneskið af Okkar
frú eilífrar hjálpar, síðan leit
hann laumulega í kringum sig og
gerði svo krossmark, eins og ótelj-
andi Vínarbúar höfðu gert fyrir
framan þetta líkneski til þessa,
er þeir áttu í einhverjucn erfið-
leikum.
Allt var kyrnt í kanslarahöl'linni,
það höfðu ekki einu sinni komið
neinir sendimenn frá auSturrísk-
um starfsmönnum erlendis til þess
að rjúfa kyrrð næturinnar í þetta
sinn. Hann hringdi til lögreglu-
stöðvarinnar og bað um að lög-
reglumenn yrðu látnir slá hring
um innri hluta borgarinnar og
byggingar stjórnarinnar til’ bráða-
birgða. Hann kallaði einnig saman
ráðherra sína. Seyss-Inquart var
sá eini, sem ekki kom. Schusch-
nigg gat hvergi náð sambandi við
hann. Reyndar var nazista-ráð-
herrann út við flugvöll Vínarborg-
ar. Papen, sem skyndilega hafði
verið kallaður til Berlínar, kvöldið
áður, hafði farið með sérstakri
flugvél klukkan 6 um morguninn
og Seyss hafi fylgt honum til' flug
vallarins. Nú beið kvíslingur núm-
er eitt eftir kvíslingi númer tvö
Glaise-Horstenau, sem einnig var
ráðherra í stjórn Schuschniggs, og
eins og Seyss, þegar djúpt sokk-
inn í landráðin, en hans var von
frá Berlín með skipanir frá Hitler
varðandi það, hvað gera ætti út af
þjóðaratkvæðagreiðslunni.
Ski.panirnar hljóðuðu upp á það,
að hætt yrði við þjóðaratkvæða-
greiðsluna og tveir herramenn
fluttu Schuschnigg skipanirnar
klukkan tíu um morguninn með
þeim upplýsingum, að Hitler væri
ævareiður. Eftir að hafa rætt í
nokkrar klúkkustundir við Miklas
forseta, samstarfsmenn sína í
stjórninni og dr. Skubl, samþykkti
SChuschnigg, að þjóðaratkvæða-
greiðslan yrði ekki látin fara
fram. Lögreglufóringinn hafði
orðið að viðurkenna fyrir Schu-
schnigg, að stjórnin gæti ekki
lengur reitt sig á l'ögregluna, sem
var vel blönduð af nazistum, eftir
að þeim höfðu verið veitt embætti
sín aftur eftir úrslitakostina, sem
settir votru í Berchtesgaden. Á
hinn bóginn var Schuschnigg viss
um, að landherinn og landvarnar-
lið Þjóðfylkingarinnar — flokks-
ins, sem með vöLdin fór í Austur-
rí'ki — myndu berjast. En á þessu
úrsl'itaaugnabliki ákvað Sehusch-
nigg — hann segir reyndar, að
hann 'hafi fyrir löngu verið búinn
að ákveða — að veita Hitler ekki
mótspyrnu, ef það þýddi, að út-
hella þyrfti þýzku blóði. Hitler
var fús að gera það, en Schusch-
nigg hrökk til baka undan horf-
unum einum á því, að til þess
kynni að koma.
Klukkan 2 eftir hádegi kallaði
hann Seyss-Inquart til sín og sagði
honum, að hann ætlaði að aftur-
kalla skipunina um, að þjóðarat-
kvæðagreiðslan skyl'di fara fram.
Hinn blíði Júdas flýtti sér strax í
símann til þess að skýra Göring
frá þessu í Berlín, En samkvæmt
áætlunum nazista um hlutina, leið-
ir ein undanlátssemi andstæðings,
sem er að gefast upp, brátt til ann-
arrar. Göring og Hitler byrjuðu
þarna á augnablikinu að leggja
undir. Nákvæm lýsing á því,
hvernig þetta fór fram, um hót-
anir og klækjabrögð, sem notuð
voru, var skrifuð — og segja má,
að það sé kaldhæðni örlaganna —-
að það var Forschungsamt Gör-
ings sjálfs „Rannsóknarráð" hans,
sem skrifaði niður og fylgdist með
tuttugu og sjö símtölum frá skrif-
stofu marskálksins frá klukkan
2:45 eftir hádegi 11. marz. Skýrsl-
an fannst í þýzka Jlugniálaráðu-
neytinu eftir styrjöldina og sýndi
glögglega, hvernig örlög Austur-
ríkis höfðu verið ráðin sLmleiðis
frá Berlín næstu kl'ukkustundir á
eftir.
í fyrsta símtali Seyss við Gör-
ing klukkan 2:45 sagði marskálk-
urinn honum, að ákvörðun Schu-
schniggs um að hætta við þjóðar-
al'kvæðagreiðsluna væri ekki nægi
leg, og að eftir að hafa talað við
Hitler myndi' hann hringja til
hans aftur. Það gerði hann klukk-
an 3:05. Schuschnigg verður að
segja af sér, skipaði hann, og
Seyss-Inquart' skal skipaður kansl-
ari innan tveggja klukkustunda.
Göring ságði Seyss einnig að
„senda foringjanum símskeyti
eins og ákveðið hafði verið.“
Þetta er í fyrsta skipti, sem
minnzt er á símskeytið, sem átti
allt í einu að skjóta upp kollin-
um mitt í þessari ringulreið at-
burðanna næstu klukkustundirnar,
og sem nota átti í sambandi við
svindlið, og sem Hitler ætlaði sið-
an að réttlæta árás sína með fyrir
þýzku þjóðinni og utanríkisráðu-
neytum heimsins.
Wilhelm Keppler, sérlegur ful'l-
trúi Hitlers í Austurríki, sem
komið hafði frá Berlín eftir há-
degið til' þess að taka við yfir-
stjórninni eftir að Papen hvarf
frá Austurríki, hafði sýnt Seyss-
Inquart texta skeytisins, sem
hann átti að senda foringjanum.
Þar var farið fram á, að þýzkar
sveitir yrðu sendar til Austur-
ríikis til þess að koma þar á röð og
reglu. í framburði sínum í Niirn-
berg segir Seyss, að hann hafi
neitað að senda slí'kt símskeyti,
þar sem ekkert var að gerast í
Austurríki. Keppler, sem hélt fast
við, að það yrði að gerast, flýtti
sér til austurrísku kanslarahallar-
innar, þar sem hann var nægilega
óskammfeilinn til þess að setja
upp br„ðnbirgðaskrjfstofu með
þeim Seyss og Glaise-Horstenau
Það er algjörlega óskil'janlegt,
hvers vegna Schuschnigg leyfði
slíkum svikurum og landráða-
mönnum, að koma sér fyrir í
sjálfu höfuðsetri austurrísku
stjórnarinnar á þessu alvöruaugna
bliki, en hann gerði það samt.
Síðar minntist hann kanslarahall-
arinnar eins og býflugnaköku, sém
■komið hefur verið í uppnám“, þar
sem þeir Seyss-Inquart' og Glaise-
Horstenau „hreiðruðu um sig“, í
einu horninu „og til þeirra
streymdu stöðugt undarlega útlít-
andi menn“, en auðsjáanlega datt
þessum kurteisa en rugl'aða kansl-
ara aldrei í hug að varpa þeim á
dyr.
Hann hafði gert upp við sig, að
■láta undan Hitler og segja af sér.
Á meðan hann sat enn og ræddi
við Seyss, hafði hann reynt að ná
sambandi við Mussolini, en hann
var ekki viðlátinn í augnablikinu,
og nokkrum mínútum síðar afpant
aði Schuschnigg samtalið. Hann
hafði komizt að þeirri niðurstöðu,
að það „myndi vera tímaeyðsla
ein“, að fara fram á hjálp við
Mussolini. Hinn hátíðlegi vernd-
ari Austurríkis yfirgaf það á því
augnabliki, sem það þarfnaðist
hjálpar hans mest. Nokkrum mín-
útum síðar, á meðan Schuschnigg
var að reyna að fá Miklas forseta
til þess að taka við lausnarbeini
sinni, komu skil'aboð frá utan-
ríkisráðuneytinu: „ítalska stjórn-
in lýsir yfir, að hún muni ekki
gefa neinar ráðleggingar eins og
stendur, ef til þess kæcni, að farið
yrði fram á ráðleggingar."
Wilhelm Miklas forseti var ekki
mikill maður, en hann var þrár,
og hreinskilinn. ófús tók hann við
lausnarbeiðni Schuschnigg, en
hann neitaði að gera Seyss-Inquart
að eftirmanni hans. „Það er al-
66
klæddur báum flanneljakka og
gúlpandi síðbuxum og hann virt-
ist bæði syfjaður og geðillur. Það
glitti í smá augun í þrútnu andlit-
inu. Hann tók gleraugu upp úr
brjóstvasanum og tyllti þeim á
brei.tt nefið.
„Nei, hvað er þetta. Ég var á
lqiðinni í rúmið. Don Julio. Þér
verðið að afsaka . . . „Rödd hans
brást og hann stanzaði jafn skyndi
lega og hann hefði rekið sig á
steinvegg. Hann horfði á Beecher
með opnum munni og starandi
augum. Aöeins snaúkið í eldinum
rauf þögnina.
Svo breiddist breitt bros van-
trúar og furðu yfir bústið andlit
Don Willies. „Mike!“ hrópaði hann
fagnandi. „Hefur gerzt krafta-
verk? Það hafa allir verið svo sorg
mæddir og niðurdregnir vegna þín
og hinna faiþeganna í flugvélinni.
Var ykkur öllum bjargað? Hrap-
aði flugvélin ekki?“
Beecher reyndi að stilla sig. Það
kom honum mjög á óvart, hve Don
WUlie á'tti auðvelt með að hafa
stjórn á sjálfum sér, og honum
fannst eins og jörðinni væri kippt
undan fótum sér. „Þú veizt, hvað
varð um hina,“ sagði hann hægt.
„Hvað áttu við??“ Don Willie
horði rannsakandi á Beecher. „Ég
veit ekkert, Mike. Hins vegar
gleöst cg' innilega af að sjá þig
aftur lifandi. Þú verður að segja
mér, hvað hefur orðið um hina. Ég
hef ekkert frétt frá þeim.“
„Þú myrtir þau“, sagði Beecher.
„Varstu búinn að gleyma því?“
„Gleyma því? Hvað áttu við?
Þú talar svo einkennilega, Mike“.
Hann horfði spyrjandi augnaráði
á Don Julio. „Hvað á þetta að
þýða? Er hann veikur? Hefur
hann misst vitið? Hvers vegna
komið þér með hann hingað?“
Don Julio hneigði sig kurteis-
lega. „Herra Beeoher hefur kom-
ið með mjög alvarlegar ásakanir
í yðar garð, senjór Willie.“
„Má ég biðja um skýringu á
þessari furðulegu framkomu",
sagði Don WHlie hörkulega. „Þér
ráðizt inn á mig hálfklæddan á
heimili mínu og berið svo á borð
fyrir mig eintóman þvætting. Hvað
er um að vera? Hvað eigið þér
við, að hann hafi komið með ásak-
anir í minn garð?“
„Vilduð þér vera svo vænn að
hlusta á mig?“ Don Julio lyfti
hendinni til að stöðva orðaflaum
Don Willies. „Ákæruatriðin eru
eftirfarandi; að þér hafið þvingað’
hr. Beecher um borð í flugvél frá !
flugfélaginu Iberia, sömu flugvél,
og hvarf í síðastliðinni viku á leið í
sinni ti.1 Rabat. Að þér hafið gefið j
skipun um að myrða fasta flug-
menn vélarinnar, að þér ásamt
meðsektarmönnum yðar þvinguð- j
uð hann til að fljúga vélinni út á
eyðimörkina sunnan við Marokkó,
og að þér hafið reynt að myrða
hann.“ Don Julio kinkaði kolli
stuttlega. „Það eru frekairi smærri
atriði í sambandi við þessar ákær-
ur, sem ég mun taka til athugunar
síðar, ef það reynist nauðsynlegt
eða æskilegt. Hafið þér nokkrar
athugasemdir fram að færa nú?“
Don Willie hafði fyrst roðnað,
síðan eldroðnað og loks orðið
purpurarauður í andliti, á meðan
lögreglustjórinn talaði. Nú tútn-
uðu kinnar hans út og hann froðu-
felldi af bræði, um leið og hann
benti með vísifingri á dyrnar.
„Hvort ég hef, já, vitaskuld‘“,
sagði hann með röddu, sem var
skræk af ofsa. „Ég vísa honum á
dyr. Hvers konar þvættingur er
þetta um eyðimerkur og mann-
dráp? Hann hlýtur að vera orðinn
geðveikur. Eða er hann að gabbast
að mér?“
FÖRUNAUTAR ÓTTANS
W. P. WlcGivern
Don Julio brosti kurteislega.
„Það var skylda mín að bera
íraim þessar ásakanir við yður
persónulega. En þér verðið að
gera yður ljóst, að kæra um afbrot
er ekki sama og sönnun þeirra.“
„Ég veit, að þér verðið að gera
skyldu yðar,“ sagði Don Willie
óþolinmóður. „Og ég álasa yður
ekki. En ég.botna hvorki upp né
niður í þessu. Eða á þetta að vera
spaug?“
„Mér virðist Beecher vera full-
komlega eins og hann á að sér að
vera“, sagð,i Don Julio. „Og ég
hel'd að hann sé ekki að gera að
gamni sínu.“
„Nei, nei“, sagði Don WilRe og
hristi höfuðið ákveðinn. „Því trúi
ég ekki. Honum getur ekki verið
alvara. Don Wiltie dró andann
djúpt, eins og hann reyndi að hafa
hemil á geðshræringu sinni.
„Heyrðu nú, Mike. Við skulum
tala rólega saman. Ég er reiður.
Og ringlaður. Þú verður að hætta
þessu. Þetta er ekki gott fyrir mig,
eins og þú getur skilið. Við skul-
um tal'a saman eins og skynsamir
menn. Það er miklu betra, finnst
þér ekki? Hvað er eiginlega að
þér? Hvernig dettur þér í hug að
bera upp á mig sakir eins og þess-
ar?“
„Vegna þess að þær eru sannar.
Ég skal . . . “
„Ack!“ Don Wiltie greip fram í
fyrir honum með þjósti. „Don Jul-
io, það þýðir ekki fyrir mig að
tala við hann. Hann er brjálaður.
Nú er röðin komin að yður. Hvað
varð um flugvélina? Segja hinir
farþegarnir l'íika að ég hafi reynt
að koma þeim fyrir kattarnef?"
„Við höfum enn enga vitneskju
um hina farþegana eða áhöfnina",
sagði Don Julio. “En herra Bee-
cher staðhæfir, að hann geti bent
á vitni', sem getur staðfest frásögn
hans.“
„Pah! Haldið þér, að hægt sé
að fara með mig eins og hvítvoð-
ung?“ Don Willie bel'gdi út stóran
brjóstkassann. „Og hvar er svo
þetta vitni? Komið með það hing-
að. Ég er orðinn þreyttur á þessu
brjálæðingaþvaðri.“
„Viitnið er Ilse Sherman.“
„Hvað þá? Hvað veit Ilse um
þetta?“
„Þegar við finnuim hana, mun-
um við etomitt spyrja hana hins
sama.“
Don Willie fórnaði höndum og
lét þær síðan falla að síðum með
uppgjafarsvip á andtitinu. „Þegar
þið finnið hana! prottinn minn
dýrasli! Eruð þér líka orðinn geð-
veikur? Þér þurfið hvorki blóð-
hunda né lögregluiþjóna til að
finna blessað bamið. Það er ósköp
auðvel't. Þér getið gengið í gegn-
um forstofuna og barið að dyrum
í svefnherbergi hennar. Það er allt
og sumt.“
„Er hún þar?“ spurði Don Jutio
hvössum rómi.
„Já, auðvitað.“
Don Julio snerist á hæli og
horfði á Beecher. Hæg golan stóð
inn um svaladyrnar og lífgaði upp
eldinn í arninum. í dauðakyrrð-
inni, sem fylgdi, gat Beecher
heyrt sitt eigið hjarta slá.
„Nú?“ Don Wiitie lyfti brúnum.
„Enn einhver mistök?“
„Nei“, sagði Beecher. „Ég vil
fá að tala við hana.“
„Ach“, fnæsti Don Willie. „Þér
ættið að hræða hana með þessum
þvættingi."
„Aðeins ein spurning", sagði
Don Jutio hægt. „Hefur hún verið
hér atia þessa viku?“
„Já, auðvitað. Þetta er heimiti
heimili hennar. Hvar hefði hún
annars átt að vera?“
„Hefur hún verið veik? Ég man
ekki eftir að hafa séð hana í bæn-
um.“
„Já, hún hefur verið fcvefuð. Er
það nú líka orðið glæpur? Það er
kannske bannað?“
„Nei, nei“. Don Julio varð vand-
ræðalegur. „Líður henni betur
nú?“
„Jú, ég held henni sé að skána.
Hún hefur setið úti í sótinni niðri
við sundlaugina í dag, og kvefið
er að minnka.“
„Það gleður mig. Þá cnundi það
líklega ekki reyna of mikið á hana,
þótt við- fengjum að segja fáein
orð við hana.“
Don Wiltie hóf upp vísifingur
og hristi hann framan í lögreglu-
stjórann. Andlit hans bólgnaði af
reiði. „Nú skulum við slá botninn
í þetta. Þér leggið sem sagt ekki
trúnað á mín orð.“ Hann hraðaði
sér út í forstofuna og hrópaði:
„Ilse! Viltu gera svo vel að koma
hingað snöggvast." Um leið sneri
\
14
T f M I N N, laugardagurinn 17, ágúst 1963. •—