Tíminn - 17.08.1963, Blaðsíða 15
Héraðsmót Framsóknar-
manna um þessa helgi
Króksfjiarffiames
Framsóknarmenn í Austur-
Barðastrandarsýslu halda hér-
aðsmót sitt í Króksfjarðarnesi
í kvöld klukkan 9. — Ræður
flytja Sigurvin Einarsson, al-
þingismaður og Steingrímur
Hermannsson, framkvæonda-
stjóri. Skemmtiatriði: Ámi
Jónsson, óperusöngvari, syngur
með undirleik Gísla Magnússon
ar, og Jón Gunnlaugsson, gam-
anleikari, fer með s'kemmti-
þætti. Að lokum verður dans-
að.
Skúlagarður.
Héraðsmótið í Norður-Þing
eyjarsýslu verður að Skúla-
garði í kvöld. — Ræður
flytja Gísli Guðmundsson alþm.
og Helgi Bergs, ritari Fram-
sóknarflokksins. Skemimtiatriði:
Ólafur Þ. Jónsson syngur og
Karl Guðmundsson, gamanleik-
ari, skemmtir. Dans.
Freyvangur.
Annaj kvöld, sunnudags-
kvöld er svo héraðsmót að
Freyvangi í Eyjafirði. Ræður
flytja Helgi Bergs, alþingismað
ur, og Ingvar Gíslason, alþing-
ismaður. Skemmtiatriði verða
hin sömu og í Skúlagarði.
Mishermt var í blaðinu í gær
að Ómar Ragnarsson mundi
skemmta í Skúlagarði og Frey-
vangi. Þar átti að standa Karl
Guðmundsson.
IJjróttir
Björn Jóhannsson Sk. 12,11
Bjarni Guðráðsson R 11,95
Kúluvarp:
Sveinn Jóhannesson St. 11,78
Bjami Guðráðsson R. 11,06
Sævar Guðmundsson St. 10,77
Krimglukast:
Jón Eyjólfsson H. 40,74
(héraðsmet)
Svetan Jóhannesson St. 38,26
Vigfús Pétursson R. 36,88
Spjótkast:
Helgi Kristjánsson B. 39,40
Bergsveinn Símonar. Sk. 39,05
Haraldur Hákonarson H. 38,40
BYSSUSLAGUR
Framliald af 1. síðu.
ið á Týsgötu hittir hann
konu og son hennar, drasl-
andi með stofuborð í fang-
inu. Konan biður Jóhannes
að aðstoða sig og taka borð-
ið af piltinum, sem hefði tek
ið það í heimildarleysi úr
íbúð hennar til að selja fyr
ir brennivín. Kvaðst hún
hafa elt soninn með borðið
og reynt að hindra hann í
þessu, en hann hefði lagt á
hana hendur og snúið upp
á handlegginn á sér. Jóhann
es ætlaði þá að taka borðið
af manninum, en sá skyndi
lega, að hann þreif skamm-
byssu úr vasa sínum, reiddi
til höggs og ætlaði að lemja
skeftinu í höfuðið á honum.
Jóhannes bar af sér höggið,
og í þessum svifum kom
bílstjóri frá Ölgerðinni til
skjaíanna og hjálpaði til að
handjárna manninn. Hann
var svo fluttur í fanga-
geymsluna í Síðumúla, og
fannst þá á honum pilluglas.
Ein pilla var eftir í glasinu.
Læknir, sem athugaði pill-
una, taldi þetta ósaknæmt
lyf, en engin merki voru á
glasinu. Maðurinn virtist
annarlega á sig kominn, og
varð læknirinn að gefa hon-
um róandi sprautu. Lögregl
an hefur fyrr staðið í stíma-
braki við mann þennan og
telur hann vanheilan á geðs-
munum. Skotvopnið, sem
hann ætlaði að nota fyrir
barefli, er loftbyssa. ensk
gerð, nær kíló að þyngd.
Hlaupvíddin virtist svara til
22 eal., en byssan hafði ekki
verið reynd með slíkum
skotum, þegar blaðið talaði
við lögregluna í dag.
HEYIN M’NNI
Framhald af 1. síðu.
hvernig hsustið yrði, en eins og
sakir stæðu nú, væri ekki hægt
að segja, að útlitig væri gott.
A-ÞÝZKALAND
Framhald af bls. 3.
listann sem endanlega tilkynningu
um aðild Austur-Þjóðverja.
Frá Bonn berast svo þær fréttir,
að vestur-þýzka stjórnin hafi í dag
endanlega ákveðið að undirritia
Moskvusamninginn. Þá herma frétt
ir og, að stjórnin hafi í huga, að
gefa út á næstunni yfirlýsingu,
þar sem hún áskilji sér einkarétt
íil að koma fram fyrir hönd Þýzka
lands alls.
HVALFJÖRÐUR
Framhau al 16 síðu.
verið gætt af fámennu Nato
liði. í styrjöldinni voru í
Hvalfirði stórir olíugeymar,
og áformað er að byggja nú
marga nj;ja. . ....
Um nokkurt skeið hafa
farið fram viðræður milli
fulltrúa Atlantshafsbanda-
lagsins og íslenzku ríkis-
stjórnarinnar. Endanlegar
ákvarðanir hafa þó ekki
enn verið teknar.
EYJASJÓMENN
Framhald aí 16. síðu.
Reykjavík, og löndunarstopp
vofði jafnvel yfir hér. Norsku
síldarflumingaskipin hefðu leg
ið inni á Seyðisfirði í sumar að
gerðariaus og gerðu enn. Hví
ekki að láta þessi skip fara til
Eyja og taka síldina þar úr
bátunum og flytja í burtu, svo
hægt sé að halda veiðunum
áfram hindrunarlaust? sagði
Sveinn. Aðrir sjómenn, er stadd
ir voru niður vig bátana, tóku
mjög i sama streng, og var all-
heitt í sumum.
Bátarnir, sem lönduðu hér í
gær, munu halda út frá Eyjum
til veiða í nótt, en þeir, sem
nú er verið að landa úr, kom-
ast ekki á miðin fyrr en aðra
nótt. Tapa bátamir þannig ann
arri hvorri nótt úr, vegna þess
hve illa þeim gengur ag losna
við síldina.
FIÐLUSNILLINGUR
Framhald af 16 síðu.
en þau eru talin einhver mesta við-
urkenning, sem þýzkur tónlistarmað-
ur hlýtur. Hann efndi víða til sjálf-
stærðra tónleika næstu árin á eftir
og lék með kunnustu hljómsveltum
í Þýzkalandi og Austurríki. Hann var
gerður að prófessor í tónlist 26 ára
og hafði enginn tónlistarmaður hlot
ið þá nafnbót jafnungur,
Kammerhljómsveit og stokkvartett
prófessor Stross eru mjög þekkt
Strokkvartettnum kom hann á fót
árið 1932, og er hann elzti starfandi
kvartettinn i Þýzkaiandi um þessar
mundir. í kvartettnum eru auk
Stross Filippseyjabúinn Oscar Yatco,
sem leikur á aðra fiðlu ,og hefur ver |
ið hjá honum í 7 ár; Belginn Gerard
Ruymen, sem leikur á violu, og hef-
ur verið í kvartettnum í 22 ár, og
að lokum cellóleikarinn Rudolf Metz-
macher prófessor í Hannover.
Prófessor Stross er staddur hér
í sumarleyfi með konu sinni og dótt
ur, en sonur hans Wolfgang Stross
er kvæntur íslenzkri konu, Ásdísi
Þorsteinsdóttur, sem stundað hefur
nám hjá Stross £ fiðluleik. Ásdís er
önnur af tveimur íslenzkum stúlk-
um, sem Stross hefur kennt, hin er
Steinunn Bjarnadóttir, sem var hjá
honum á sumarnámskeiði fyrir
nokkrum árum.
LÉZT AF STRAUMI
Framhald aí 16. síðu.
andi: Það hefur komið fram oftar
en einu sinni áður en slysið varð, að
menn á þessum vinnustað hafa feng
ið rafmagnshögg úr sömu borvél, en
þeim mönnum hafði ekki orðið veru
lega meint af. Trébryggjan þar sem
slysið varð, var blaut við athugun
sólarhring eftir slysið, og var upp-
leyst salt i bleytunni. Athugun á
borvélinni og leiðslum að henni,
framkvæmt af sérfróðum mönnum,
sem dómurinn skipaði til þess í upp
hafi rannsóknarinnar, leiddi í l'jós,
að borvélin virtist í lagi og leiddi
ekki út, að leiðslur voru tvíleiðarar,
þ. e. leiðsla tengd við borvélina og
framlengingarleiðsla við hana og því
gerðar fyrir jarðtengingu, en inn-
stungudósin sem notuð var, var ekki
gerð fyrir jarðsamband og að fram-
lengingarleiðslan reyndist ekki í lagi,
þannig, að sá möguleiki var fyrir
hendi, að rafmagn hafi getað komizt
úr fasa jarðleiðara og um hann í hús
borvélarinnar, en það var úr málmi.
Réttarkrufning leiddi í ljós, að engin
brunasár né roði voru á hinum látna.
Engu að síður verður að telja senni
Iegast, að hann hafi látizt af vægum
rafstraumi.
2. síSan
Hvag Eiizabetu viðkemur, þá
-er • það áreiðanlega margt hjá
Burtoh, sem minnir hana á þriðja
eiginmann hennar, Mike Todd.
Burton hefur verið kvæntur
einu sini áður, á tvö börn, Liz
hefur vnrig gift fjórum sinnum
og á þrjú börn. Þau eru hvorugt
skilin, en búa ekki hjá mökum
sínum.
BLÓÐSÚTHELLINGAR
Framhald af 3. síðu.
Trang, sem er um 300 km norð-
austur ,af Saigon.
Ýmsir háttsettir erlendir að-
ilar, par á meðal Nehru, hafa
skorag á Diem, forseta, ag hefj-
ast nú handa og leysa deiluna
á friðsamlegan hátt.
Eins og stendur telja frétta-
menn, að iítið megi út af bera,
svo að allt fari í bál og brand
í landinu
FLÖSKUKAST
Framhald af I. síðu.
flösku í haus á íslendingi, —
flaskan brotnaði, en hausinn
þoldi heldur melra. Eitt gler
brotanna hrökk i saklausa
stúlku, sem sat vlð næsta
borð, og varð að flytja hana
í sjúkrahús til þess að gera
að sárum hennar. í dag var
gerð réttarsætt i málinu og
Norömaðurinn borgaði allt,
sem farið var fram á.
PÓSTRÁNIÐ
Framhain af bls. 3.
álitið er að hafi innihaldið hluta
ránsfengsins. Þá herma blaða-
fregnir, að þyrlur leiti nú að
snekkju einni, sem komst undan
i gær, en álitið er, að hún standi
i einhverju sambandi við ránið.
5?j- Tvímennlngamir, sem ákærð-
ir eru fyrir þátttöku I ráninu,
neituðu sakargiftum eindregið
við réttarhöldin í dag. — Hús-
rannsóknir halda áfram bg má
búast við frekari handtökum á
næstu klukkustundum.
SIGLÓ KÆRIR
Framhald af 16. síðu.
talningu á efnum þeim, sem síld-
arsósan er gerð úr. Notkun natrí-
umbenzoats í niðurlagt fiskmeti er
m. a. leyfð í Noregi, Svíþjóð, Dan-
mörku, Hollandi, Vestur-Þýzka-
landi, Sviss, Austurríki, Bandaríkj
unum og Kanada, en England, ír-
land og ítalía leyfa ekki notkun
þess, sbr. Tidsskrift for Hermetik-
industri, nóvemberhefti 1961.
Rannséknarstofa Fiskifélags ís-
lands hefur fylgzt með framleiðslu
„Sigló“-síldar frá upphafi og hef-
ur í dag gefið vörunni svohljóð-
andi vottorð:
„Reykjavík, 16. 8.’63. Það vott-
ast hér með, að niðurlagða síldin,
sem Síldarverksmiðjur ríkisins á
Siglufirði hafa framleitt undanfar
ið undir merkinu S i g 1 ó, hefur
verið hér undir eftirliti frá því
fyrsta. Hefur vara þessi alltaf
reynzt vera" 1. flokks og merking
henna eins og tíðkast á amerískum
markaði. Varan er framleidd á
sama hátt og venjulegt er á Norð-
urlöndum. Er notað í hana 0,1%
af Na benzoati og þess getið á um-
búðunum, hvort tveggja eins og
gert er þar. — Fiskifélag íslands.
— Rannsóknarstofur — Gerlarann
sóknir — Sigurður Pétursson
(sign)“.
Fyrir einu og hálfu ári hófst
framleiðsla „Sigló“-síldar. Heildar
verðmæti framleiðslunnar á þessu
tímabili er um 4 milljónir króna
og hefur rúmur helmingur verið
seldur hér innan lands, en nokk-
urt magn hefur farið á markað í
Danmörku og Bandaríkjunum. Við
framleiðslu „Sigló“-síldar eru
bundnar miklar vonir, en eins og
jafnan er um nýja vörutegund
þarf langan tíma og mikið fjár-
magn til að ryðja henni braut á
markaðinum. Skrif „Nýrra viku-
tíðinda“ 9. þ. m. um „Sigló“-síld
eru tilræði við þá viðleitni að
skapa meiri verðmæti úr íslenzk-
um sjávarafurðum.
Siglufirði, 15. ágúst 1963.
f.h. stjómar Niðursuðuverksmiðju
ríkisins.
VUhjálmur Guðmundsson.
EINKAFLUG
Framhald af 16. síðu.
tíma 6 kcnnsluflugvélar á vegum
þess skóia, Jafnhliða kennslunni í
Pegasus og síðar var Sverrir svo
ílugstjóri í innanlands- og milli-
landaflugi.
KVÍABRYGGJA
Framhald af 1. síðu.
manns í stað 13 fyrir br-
ann. Tvímenningarnir í
steininum verða sendir vest
ur um helgina, og fleiri
eiga bryggjuna yfir höfði
sér þá eða á mæstunni.
Ástæðan fyrir því, að menn
irnir voru settir í varðhald
er sú, að gert var ráð fyrir,
að þeir yrðu flúnir í felur
að öðrum kosti, þegar til
ætti að taka, og sagði Jón,
að þessi ráðstöfun væri
heimil. Vistmenn eiga að
afplána kr. 7500 á mánuði,
en lög gera ráð fyrir, að
þeim reiknist ekki lakara
kaup en verkamönnum í
heimasveit.
KORNRÆKT
Framhald af 1. síðu.
ekki mikil. Þar er nær eingöngu
ræktað í sandi. Til stóð að sá nokkru
í mýri, en vegna rigninga í vor var
það ekki unnt, nema £ einn hektara
og þar Iítur allvel út. Austur í Lóni
kvað Egill komið sums staðar líta
allvel út.
Auglýsið i
TÍMANUM
Kærar þakkir sendi ég öllum þeim, sem sýndu mér
vinsemd og virðingu á áttræðisafmæli mínu með heim-
sóknum, skeytum, gjöfum og hlýhug.
Lifið heil.
Eyjólfur Gestsson, Húsatóftum
Þökkum af aihug auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og
jarðarför
Þórðar Magnússonar
frá Hvítárholti, Öldugötu 41.
Aðstandendur.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð ög vináttu við~andlát og
jarðarför systur okkar
Ágústu Lárusdótfur
Guðrún Lárusdóttir, Margrét Lárusdóttir
Slgurður Ó. Lárusson
innilegustu þakkir til allra nær og fjær, sem sýndu okkur samúð
og hluttekningu við andlát og jarðarför eiginmanns míns,
Hannesar Hannessonar
fyrrverandi kennara frá Melbreið, Fljófum í Skagafirðl.
Sérstakar þakkir viljum við færa kvenfélaglnu fyrir aðstoð þess. —
Fyrir mína hönd, barna, tengdabarna og barnabarna:
Sigríður Jónsdóttir, Melbrelð.
Elín G. Árnadóftir
frá Görðum, Brekkustíg 14 B,
andaðist í Landakotsspítala 15. þ.m.
Börn og tengdabörn,
Elginmaður minn, faðir okkar og tengdafaðlr,
Árni J. Gíslsson
Skagfirðingabraut 1, Sauðárkróki,
sem andaðis* í Héraðssjúkrahúsinu á Sauðárkróki 13 ágúst s.l.,
verður jarðsunginn frá Sauðárkrókskirkju þriðjudaginn 20 ágúst
klukkan ? - W
Ásfrún Sigfúsdóttir,
Ragnheiður Árnadóttlr,
Slgfús J Árnason
Pétur Breiðfiörð,
Jóhanna Sigriður Sigurðardóftir
T í M I N N, laugardagurinn 17. ágúst 1963.
15